Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1951, Blaðsíða 7
MiðvikudagtiE ?. rta’tf. 195Í &ÍORGUNBLAÐIÐ 7 1 VirkitíÐ FissÉr og bælt hafnai: skilvril stærstu hags munamól Ólof svíking í SUMAR og baust hala 3 bátar verið gerðir út frá Qlafsvik. Er einn þeirra 5 tonn, en fainir 14— 29 tonn að sUerð. AIHr bátarnir hafa stundað dragnótaveiðar og lagt afla sinn upp í braðfrysti- húsið á staðnuni, nema tveir, sem hafa lagt upp á Sandi. Þannig komst Einar Bergmann Arason kaupfjelagss.tióri Kaup- íjelags Ólafsvíkur, m. a. að orði, er blaðið hitti bann snöggvast að máli í gær og spurði hann tíð- : jiida úr byggðarlagi faans. — Hvernig hefur afli verið? — Hann héfur verið mjög sæmilegur. Afiahæstu bátarnir munu hafa aflað fyrir um eða yfir 240 þús. kr. frá t. júní. Er mjög sæmilegur aflahlutur úr þeim afla, þar sem aðeins 5 menn cru á bát. SÆMILEG ATVINNA Almenningur í kanptúnum hef- t>r haft góða atvinnu' við frysti- húsið og atvinnuleysi hefur ekki verið teljandi. Nýlega er tekin til starfa fiskverkunarstöð, h.f. Hróa, sem er eign Víglundar Jónssonar o. fl. Byrjaði hún á fiskþurrkun í vor og tók við afla af tveimur bátum á sJ. vetrar- vertíð. Hefur fiskverkunarstöðin nú hafið fiskimóttöku að nýju. Þetta nýja atvinnufýrirtæki er mjög þýðingarmikið fyrir at- vinnulífið á staðnuro og eiga þeir menn þakkir skilið, sem haft hafa frumkvæði um það. Yfirleitt má segja að atvinnu- rekendur á Ólafsvík hafi sýnt mikinn áhuga fyrir eflingu at- vinnulífsins þar. Beinamjöls- verksmiðja, eign hraðfrystihúss- ins, tók til starfa á sJ. vetrar- vertíð. Einnig að henni er tölu- verð atvinnubót. Víð þurfum nú ekki lengur að kasta því dýr- mæta hráefni í sjóirm sem hún vmnur úr. Mikill áhugi er x kaup- túninu fyrir bygginga verbúða fyrir sjómenn og ílskiðjuvers til frekari hagnýtingar sjávarafla. OPINBERAR FRAMKVÆMDIK — Hafa Ólafsvíkingar ekki nokkurn stuðning af landbúnaði? — Jú, ræktun hefur aukist töluvert þar á und'anförnum ár- um. Margir þorpshúar hafa þar afnot af landi. — Hvaða opinberum fram- kvæmdum hefur verið unnið að undanfarið? | — í sumar var byggð trje- foryggja innan á brimbrjótinn. Geta bátar því nú lagst að bryggju, þótt lágsjávað sje. Áður uvðu þeir að sæta sjávarföllum - og bíða úti fyrir eftir aðfalli. OIli það oft miklu óhagræði. Er sjó- rnönnum því mikill fögnuður að þessari hafnarbót. Þá var í sumar unnið að vega- gerð á Fróðárheiði. Er unnið að því að gera þar öruggan vetr- arveg. Á sá vegur að tryggja ak- vegasamband við Ólafsvík allt árið. En venjulega hefur það lok- ast í byrjun desember, og ekki cpnast aftur fyrr en í byrjun júní. Með vetrarvegi yfir Fróðár- heiði verða vöruflutníngar ódýr- ari en með strandferðaskipum til kauptúnsins. — Hvað eru íbúar Qlafsvíkur margir nú? — Þeir eru tæpír 500. Hefur þeim farið heldur fjöígandi und- i>nfarið. IVIIKIÐ BYGGT AF ÍBÚÐARHÚSUM — Hvaða hyggingarfram- kvæmdir 'hafa veríð hjá ykkur undaníarið? — í sumar voru byggð tvö íbúðarhús. Ennfremur er viðbót við fiskþurrkunarstöðixxa í smíð- X!m. Halldór Jónsson útgerðar- maður byggði og í sumar verbúð- ir fyrir skipshafnir báta sinna. Hann keypti ásamt Kristjáni Þórðarsyni núv. símstjóra, fyrsta þiLfarsbátinn, sem gerður var út í'. Ólafsvík. Olli sú úlgerð straum- livörfum í atvirmumálum byggð- arlagsins. Þá hófst sú ugpbygging Samtal við Einar Bergmann Arason kau pí ] elagsst j óra ins. Það er áreiðanlega skoðun slls almennings á Snæfellsnesi, að í honum eigum við ágætan og drengilegan fulltrúa, segir | Einar Bergmann Arason kaupfje- I lagsstjóri, að lokum. S. Bj. Einar Bergmann Arason. þess, sem staðið hefur yfir síðan. Það var árið 1936 eða ’37. — Hvernig er ástandið i hús- næðismálum ykkar? — Mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsum s.l. 10 ár. Á þessu tímabili hafa verið reist yfir 60 íbúðarhús, flest úr steinsteypu. Mikil byggingarþörf er þó ennþá í Ólafsvík. Fólkinu fjölgar þar töluvert og unga fólk- ið sækir atvinnu nú minna út úr byggðarlaginu en áður tíðkaðist. Fyrir um það bil 10 árum fóru t. d. 20 ungir menn á vetrarver- tíð til ýmsra verstöðva á Suður- landi. Á s.l. vertíð fóru aðeins 3 menn að heiman. HAFNARBÆTUR OG AUKIN RAFORKA — Hvaða umbótamál eru helst á döfinni hjá ykkur nú? — Við þurfum fyrst og fremst að halda hafnarbótunum áfram. Nauðsynlegt er að lengja brim- brjótinn um 40 metra, helst á komandi sumri. Þá þarf einnig að fullgera veginn um Fróðár- heiði sem allra fyrst. Nauðsyn- legt er einnig að hraða byggingu nýs barnaskóla, sem byrjað er að undirbúa. Gamli skólinn er orð- inn algerlega óviðunandi. — En hvað gerist í raforku- málum ykkar? — í haust hefur verið unnið, að vegagerð í sambandi við vænt anlega virkjun Fossár, sem er 2,5 km. frá kauptúninu. Þar á að virkja um 1800 hestöfl til raf- orkuíramleiðslu íyrir Ólafsvík, Sand og Fróðárhrepp. Veit jeg ekki annað en að búið sje að festa kaup á vjelum til þessa orku- vers. Geysimikill áhugi ríkir fyr- ir þessari virkjun. íbúar Ólafs- víkur verða nú að borga kr. 2,20 fyrir kwst. eða um og yfir 300 krónur á meðalheimili á mánuði fyrir dieselraforkuna. Þó teljum við, að miðað við kolaverð, þá borgi sig fyrir okkur að nota þessa rándýru raforku. _ Stærstu framfaramál okkar Ólafsvíkinga eru í stuttu máli sagt þessi þrjú: Hafnarbæturnar, vetrarvegur yfir Fróðárheiði og bygging raforkuversins við Eóssá. BJARTSÝNIR A FRAMTÍÐINA — Hvernig lýst yður á fram- tíðina í Ólafsvík? — Almenningur í Ólafsvík hef- ur örugga trú á því, að þar verði lífvænlegt að búa, ef þeim um- bótum verður hrundið áleiðis, sem jeg hef minnst á hjer. Jeg vil nota tækifærið til þess að~ þakka Sigurði Ágústssyni, þing- manni okkar Snæfellinga fyrir ctula forystu í málum hjeraðs- Flugvjelar Ff fluttu yfir 100 smál af vör- um í október FLUGVJELAR Flugfjelags ís- lands fluttu 1458 farþega í októ- bermánuði. Voru 1166 fluttir á innanlandsflugleiðum fj elagsins, en 292 ferðuðust með „Gullfaxa“ á milli ianda. Vöruflutningar aukast stöðugt, en þeir hafa aldrei verið jafn miklir og í s. 1. mánuði. Námu þeir samtals 106.435 kg., en lang- samlega mestur hluti þessa magns eru flutningar til og frá Fagur- hólsmýri í Öræfum með land- búnaðarafurðir, fóðurvörur og ýmsar nauðsynjar. Vöruflutning- ar „Gullfaxa“ á milli landa hafa sömuleiðis aukist all verulega síðustu mánuðina, en í október námu þeir flutningar 8965 kg. Þá hafa flugvjelar Flugfjelags íslands flutt 3055 kg. af pósti á innanlandsflugleiðum í mánuðin- um og 1748 kg. á milli landa. Flugdagar í október voru alls 26 hjer innanlands. Ný aðferð við rann- sókn krabbameins FRÁ stærstu rannsóknarstöð, er fæst við krabbameinsrannsóknir í Ameríku, Sloan Hettering stofn uninni í New York, hefur nýlega verið tilkynnt að fundin sje mik- ilsverð ný aðferð við rannsókn á krabbameini. Með rannsókn þéssari er auð- velt að þekkja krabbamein í rr.óðurlííi kvenna, enda þótt það sje alveg á byrjunarstigi. Tveir visindamenn Robert C. Meliors og Reuben Silver nafa gert þessa nýju uppgötvun á sviði þessara rannsókna. Vonast þeir eftir, að með þessu móti reynist það mikið auðveldara en áður, að fá vitneskju um hvort menn hafa krabbamein eða ekki. Vænta þeir að hægt verði að nota svipaða aðferð til þess að afla sjer vitneskju um ýmiskonar blóðsjúkdóma. Aðferðin er þessi. Kirtlavökvi er settur á sjóngler smásjár, þar sem seliurnar eru litaðar með sjerstöku litarefni, er gera þær sjálflýsandi. Litarefni þetta, lit- ar sjerstaklega vissa hluta af sellukjörnunum, Komið hefur í ljós að krabbameinssellur taka í sig meira lýsandi efni en aðrar sellur. Þær gefa frá sjer 2—3 sinnum meira ijósmagn en'heil- brigðar líkamssellur. iffáiií Imdsfiiíidar Sjájf- ðfsflokblns í uteíkis- Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins var gerð svohljóðaiuM samþykkt xim stefnu flokksins í utamíkis- og landhelgis- xr.áíum: Landsfundurinn lýsir eirdregnum stuðningi við það, aff ísland hefur í alþjóðamálum skipað sjer í sveit hinna lýð- frjálsu ríkja, sem standa vörð um frelsi, sjálfstæði og menn- ingu þjóða sinna og einstaklinga. Ftindurirn lýsir fylgi sínu við þátttöku íslands í Norðux- Atlantshafsbandalaginu og samþykki sínu á gerð varnar- samningsins milli íslands og Bandaríkjanna f. h. Atlants- hafsbandalagsins, þar sem samtök þessi miða að því að tryggja friðirn í heiminum. Telur fundurinn, að íslending- um hafi borið að sjá fyrir vörnum í landinu, en'da er með þeixn ráðstöfunum mjög dregið úr þeirri hættu, sem landið mundi ella vera í, ef ófriður hæfist, þrátt fyrir hir.n ein- dregna friðarvilja lýffiræðisríkjanxia. Fundurinn fagrar þátttöku íslands í Marshall-samstarfinM og lýsir ánægju sinni yfir þeim góðu áhrifum, sem þaS hefur haft á efnahagslífið i laiulinu og liinum miklu fram- kvæmdum, er orðið hafa mögulegar vegna þess. Við umræður um utanríkismál var eftii'fai'andi tillaga flutt af nokkrum ungum Sjálfstæðismönnum og samþykkt einróma: Fundurinn vill færa utanríkisráðherra, Bjarna Benedikts- syni, þakkir sínar fyrir markvissa og ötula forustu í öryggis- og utanríkismálum, til vegsauka fyrir land og lýð. Lýsir fundurinr óskoruðum stuðningi og trausti Sjálfstæðismanna um land allt við ráðherrann og stefnu þá, sem hann hefviir mótað í utanríkismálum landsmanna. LANDHELGISMÁL Landsfundurinn berdir á þá gífurlegu hættu, sem afkorma landsmanna stafar af eyðingu fiskistofnsixis við Iandið vegna oíveiði og telur einsætí, að íslendingum beri frekari rjettur til fiskimiðanra við landið en útlendingum. Fundurinn lýsir ánægju yfir því, sem þegar hefur áunnisf: í þessum efnum og treystir Alþingi og ríkisstjórn til þess aff láta einskis skynsamlegs úrræðis ófreistað til að tryggja landsmönnum sem víðtækastan rjett til fiskimiðanna um- hverfis ísland. LANDHELGISGÆSLAN Um leið og Iandsfundurinn lýsir ánægju sinni yfir bættuirt skipakosti iandhelgisgæslunnar, telur fundurinn að meí tilliti til hinnar brýnu nauðsynjar þessarar starfsemi, beri að skipuleggja hana sem alíra best, þannig að varðskipia komi að sem mestum og víðtækustum notum í þágu lög- gæslu, tolleftirlits, björgunarstarfsemi, svo og hverskonar hafrannsókna. Eigfgard«9itiskrafaíTi var ekki tekin tii greka Skurðaðgerð BUENOS AIRES, 6. nóv. — Figin kona Berons forseta Xrgentínu gekk undir skurðaðt Stóð aðgerðin yfir í 20 mínútur og tókst u er segir í opmberri v —Kei rð í dag. ;t undir og ■1, að því ynningu. -NTB. I HÆSTARJETTI er genginn' dómur í máli, er Guðmundur I Eggerz, fulltrúi Melstað í Gler- árþorpi, höfðaði gegn Akureyr- arkaupstað. Gerði Guðmundur þá kröfu að sjer verði dæmdur eign- arrjettur að túnbletti í nánd við býli hans, þar eð hann og fyrir-1 rennarar hans hafi síðan 1914 og lengur haft eignarhald, er til hefðar megi leiða á nefndum iúnbletti. Akureyrarkaupstaður krafðist þess að eignardómskrafa Guð- mundar verði ekki tekin íil greina. í aukadómþingi Eyjafjarðar- sýslu urðu úrslit málsins þau, að eignardómskrafan var ekki tekin til greina. — Úrslitum þeim vildi hann ekki una, skaut málinu til Hæstarjettar, er staðfesti dóm- inn. — í forsendum dóms Hæsta- rjettar er forsaga málsins rakin í höfuðdráttum, en þar segir m. a. á bessa leið: Fyrir hæstarjctti hefir á- frýjandi gert þær dómkröfur að hin- um áfrýjaða dómi verði hrundið go breytt á þá lund, að sjer yrði dæmd- ur eignarrjettur að hinum umstefnda túnbletti við Miistað niilli Glerár hakkatúns og Ásgerðistúna, svo . og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum allan kostnað sakarinnar fyr ir ba’jat'hingim1 og Hæstarjetti. Stefndi hefur kr.afist staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnað- ar fyrir Hæstarjetti eflir mati dóms- . ins. Báðir hlettirnir erfðafestulönd Stefán Guðjónsson, er var eigandi Melstaðar frá 1920 til 1928, hefur v'ottað það og staðfest það vottorð sitt með eiði, að Árni Stefánsson, er var eigandi Melstaðar næstur á undan honum, á árunum 1915— 1920, hafi skýrt sjer frá því, er hann -keypti býlið af honum, að báo- ir túnblettirnir væru erfðafestulönd og að við það hafi sal-a hýlisins ver- ið miðuð, er hann síðar seldi það sjálfur, enda kveður hann að sjer liafi aldrei hugkvæmst annað en a-5 landið væri erfðafestuland. Halldór Snæhólm, sem keypti Melstað cí Stefáni og var eigandi býlisins á ár- unum 1928 til 1938, lýsti því, í brjefi til bæjarstjórn.ar Akureyrar, dags. 12. júní 1933, að blettirnir báð ir væru erfðafestuíönd, og i kaup- samningi hans við áfrýjanda, dags. 22. sept. 1938, tók har.n það fram, að landið, er býlinu fylgdi, væ:i erfðafestuland. ASeins erf'ðarjettur Md Þyssir þrir eigendt stað-ar hafa því litið svo á, a5 rjettur þeirra til túnblettsins væri aðeins erfðafesturjettur, og getu-r á- frýjandi eigi byggt víðtækari i;je:t sjer til handa á umráðum þeirr.: yfir eigninni. Verður því að staf- fest-a niðurstöðu hins áfrýjaða dóm;. Eftir þessum úrslitum ber-: að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda méiskostnað fyrir Hæsta- J'jetti, ___________________________ j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.