Morgunblaðið - 10.11.1951, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.11.1951, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. nóv. 1951. MORGVNBLAÐIÐ ¦• itwgn1 9T"Sí!íW:' « 1 Leitondraii, §®in blrtii merkilegt vísindorit ó 75 ára nfmæli sínu — JEG HEFI verið leitarmaður alla mína æfi, ekki þó í leit að auðæfum handa sjálfum mjer, því að á það hefi jeg ekki borið neitt skyn, heldur hefir það ver- ið á öðrum sviðum og það hef- ir verið mesta ánægja mín í lífinu þegar jeg hefi fundið eitt- hvað nýtt, sagði dr. Þorkell Þor- kelsson þegar jeg hafði tal af honum í tilefni af 75 ára afmæli hans á þriðjudaginn var. Hann hefir jafnan verið hljedrægur xnaður og yfirlætislaus og kaus Jjví að 75 ára^afmælið liði hjá í kyrþey. Hann fæddist á Frostastöðum i Skagafirði 6. nóv. 1876. Voru foreldrar hans Þorkell Pálsson bóndi þar og í Flatatungu, og Ingibjörg Gísladóttir kona hans. Rúmlega tvítugur útskrifaðist Þorkcll yngri úr mentaskólanum hjer og sigldi þá til Kaupmanna- hafnarháskóla. i — Hugurinn stefndi þá mest ao" náttúrufræði og stærðfræði og það varð úr að jeg valdi mjer «ðlisfræðina sem aðal námsgrein. Til þess varð jeg að fá auka- kenslu fyrsta veturinn í stærð- fræði og eðlisfræði jafnhliða heimspekináminu. Námið gekk yel, jeg lauk því á 5 árum þótt Sumir þyrftu til þess 7 ár. En þetta var auðvitað vítleysa, ís- land hafði ekkert að gera með eðlisfræðing á þeim árum. Jeg yar annar íslendingurinn sem námi lauk í þeim vísindum. Sá 'fyrsti var Nikulás Iiunólfsson, foróðir Stefáns prentara. Hann ljest úr krabbameini um þær mundir sem jeg hóf nám. — Hvað hugðust þjer fyrir að .námi loknu, úr því að hjer var ekkert að gera fyrir eðlisfræð- ing? — Jeg ætlaði heim upp á von- .leysu. En þá rjeðist svo, fyrir til- stilli kennara míns, að mjer bauðst aðstoðarmanns staða við Polyteknisk Læreanstalt, og jcg tók því þótt kaupið væri aðeins 75 krónui' á mánuði. Þarna starf- aði jeg nokkur ár, — En þjer byrjuðuð þó snemma að rannsaka hvera á ís- landi. Hvernig stóð á því? i— Upp úr aldamótunum fundu ítalir „radioaktiv" hveraleir og hveravatn hjá sjer og vakti það mikla athygli og töldu marg- ir víst að svo mundi vera við hverina á íslandL Árið 1904 fekk jeg því styrk til íslandsferðar að rannsaka hvera. Jeg fór til Krýsuvíkur og leitaði í hveraleir og hveravatni og varð einkis vís- ari. Þá hugkvæmdist mjer að rannsaka hveraloftið, bólurnar sem koma upp í hverunum og ' þar fann jcg það sem jeg leitaði að. Tveimur árum seinna fckk •jeg svo hærri styrk og ferðaðist þá m. a. að Geysi. Ritaði jeg svo grein um þessar rannsóknir. Sú grein þótti svo merkileg, að mjer var boðið hvort jeg vildi heldur verja hana sem doktors- ritgerð við háskólann, eða fá hana prentaða á ensku í riti Vís- indafjelagsins. Mjer var fjevant til að láta prenta doktorsritgerð, svo að jeg kaus hinn kostinn. Með því móti kyntust Ameríku- memi þessum rannsóknum mín- um og það opnaði augu þeirra fyrir rannsóknum hvera hjá sjer og notuðu þeir fyrst rannsóknar- aðferð mína og bygðu á athug- unum mínum. — Hvenær gerðust þjer kenn- ari við Akureyrarskólann? — Það var upp úr þessu að ^eg fór heim og hafði ofurlítinn etyrk úr Carlsbergsjóði til rann- sókna. Mjer bauðst kennarastaða á Akureyri og tók henni fegins íiugar því að jeg helt að þar ,væri framtíð fyrir mig. Svo sótti jeg til Alþingis um styrk til þess a'ð halda raj ¦ •'¦' . ax> mínum á- fram, en fekk nei. Síðan heii jeg ekki sótt um styrk þangað og lagði rannsóknirnar á hylluna um skeið. Athugaði þó i tóm- Styft samtal við dr. Þorkel Þorkalsson Dr. Þorkell. i stundum mínum jarðhita í grend við Akureyri og skrifaði um það 1910. — En hvernig stóð á því að þjer fóruð frá Akureyri? — Jeg varð biátt áfram að flýa þaðan vegna dýrtíðar í lok fyrra stríðsins. Mánaðarlaun mín hrukku þá aðeins fyrir einu tonni af kolum. Svo fluttist dr. Þorkell hingað og hjer fekk hann nóg að starfa. Honum var falin forstjórn Lög- gildingarstofu mælitækja og jafnframt forstjórn veðurfræði- stofnunar, sem var undaníari Veðurstofunnar, er stofnuð var með lögum nokkrum árum seinna. Að tilhlutan hans og dr. Ólafs Danielssonar var þá stofn- uð stærðfræðideild við Menta- skólann, og varð hann þar kenn- ari. Nokkru seinna bættistsvo á hann útreikningur Almanaksins og hafði hann það starf á hendi í 29 ár ásamt dr. Ólafi Daniels- syni. — Var ekki erfitt að byggja upp starfsemi Veðurstofunnar írá gnmni? spurði jeg. — Jú, það var erfitt starf, því að jeg gat ekki fengið hjálp eins og þuríti vegna fjárskotts. Eitt árið vann jeg aleinn við hana og var þá farinn að senda út veður- spár, þótt aðeins væri við nokkr- ar innlendar stöðvar að styðjast. Alt það ár mátti jeg ekki víkja mjer frá, og þá vann jeg 12—14 stundir alla daga, helga sem virka. íslensk veðurfarsbók byrj- aði að koma út 1920 og kom út til ársloka 1923. Þá var ekki fje til að halda henni áfram. Áður höfðu þessar skýrslur verið prcntaðar í Meterologisk Aarbog í Danmörku. En upp frá þessu var farið að gefa út Veðráttuna, ársfjórðungsrit, sem enn kemur út. — Hvenær hættuð þjer for- stöðu Veðurstofunnar? — Þegar jeg var sjötugur, eða þó heldur fyr, 1. febr. 1946. — Ekki hafið þjer' nú verið iðjulaus síðan? — Ónei, jeg þurfti að losria um þessar mundir til þess að geta gef ið mig óskiftan við vísindalegri stærðfræðibók, sem mjer ljek mikill huguf á að ljúka við áður en starfskraftarnir biluðu. Stærð- fræðin hefir altaf verið mjer hugleikin og jeg hefi fundið ný- ar aðferðir til að gera flókna stærðfræði auðvelda og opna nýa möguleika til þess að leysa örðugar stærðfræðigátur. Vís- indafjelagið íslenska tók að sjer að gefa bókina út, en það ætlaði að veitast erfitt að fá hana prentaða hjer vegna ýmissa merkja sem í henni eru, þangað til ísafoldarprentsmiðja tók það að sjer og hefir nú leyst það af höndum. Er bókin þegar full- prentuð og kemur út á næst- unni. FróðSegur fundur í Mlaraim- séknarfjelaginy í fyrrakvö t í 2093 kr. gjöl barsl fundinuin ¦* \ Háskóli íslands hefir gert Þor- kel Þorkelsson að heiðursdoktor fyrir vísindastarfsemi sína. Og sú starfsemi er all fjölbreytt. Hann hefir fengist við jarðfræði, sjerstaklega um ísaldarminjar, og fundið þar ýmislegt nýtt, og birt það í ýmsum ritgerðum. Þá hefir hann manna mest rannsak- að jarðhitann hjer á landi eins og fyr er sagt og ritað um rann- sóknir sínar bæði á íslensku og erlendum málum. Þá hefir hann og manna best kynt sjer íslenskt tímatal og hafa birst um það greinar eftir hann t. d. í Skirni og Arkiv for nordisk filologie og historie. Svo er það veður- fræðin og brautryðjendastarf hans í þeirri grein hjer á landi. Og að síðustu má nefna stærð- fræðina. Sem kennara í þeirri fræðigrein verður hans lengi minst af nemöndum sínum með aðdáun. Og nú kemur þetta merka vísindarit á 75 ára af- mæli hans. Leitandinn hefir altaf fundið eitthvað nýtt á hverju sviði er hann hefir beint athygli sinni að, eitthvað sem þokar fram skiln- ingi manna í rjetta átt, og „byrði betri berrat maðr brautu at". Á. Einstakt tækifæri Af sjerstökum ástæðum er til sölu 50 þús. kr. hlutur í arðbæru fyrirtæki. Þeir, sem vilja sinna þessu, leggi nöfn sín, ásamt heimilisfangi og síma, inn til blaðsins fyrir n. k. þriðjudagskvöld merkt: „GróSi — 234". Þagmælsku heitið. S ©«s Íl^áðil' Höfum til sölu einbýlishús og einstakar íbúöir í Kleppsholti, Digraneshálsi og víðar. Góðir samningsmöguleikar fyrir hendi. FASTEIGNIR S.F. Tjarnargöiu 3 — Sími 6531 ELDRI DANSARNIR í ÞÓRSKAFFI í KVÖLD KL. 9. í KVÖLD KLUKKAN 9. Sími 8497. — WSat afheívtfe frá kt 5—7 í Þ6rskaffi, Aðgöngumiða má panta í síma frá kl. 1. Ósóttar paiitanir seldar kl. 7. 'FUNDI Jöklarannsóknarfjelag'sins er haldinn var í fyrr-akvöld, baret höfðmgleg petiin,gagjöf frá Akur- eyii. — Árni Háldánarson, vielstióri á Kaldbafc, sendi fjelaginu 2000 kr. til beltisbílakaupanna. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, skýrði frá gjöfinni við setningu fund arins. Gat hann þcss að Arni v«eri fra'ndi þeirra Kvískerja- og Fagur- hólsmýrarbra'ðra, er reynst hefðu þeim er að 'öklarannsóknum vinna miög hjálplegir og sýnt málinu mik- inn áhuga. Ennfremur gat Jón Ey- þórsson gjafar forseta Islands og sagði að unniS væri af kappi við öflun fjár, til kaupa á hinum frönsku heltabilum. ásamt nauðsyn- li'gum varnhlutum til þeirra. Þurfa mjtjtl um 50 þús. krónur alls. FRÁ SKÁLUNÚM TVEIM Þá sýndi Jón Eyjjórsson nokkrar sku^i,,..n> .luir 1,'á Esjuíja'.'.askála og EiV.j,'.,. k...a. — \ ,;. u þessar mvndir r.:jut; v.l f-l»ar. — Gat þ.::r að líta hin hrikalegustu fjöil ,sem standa upp úr jökulbreiðu Vatnajökuls. svo sem Mávabyggðir og ýms fjöll fleiri, sem jöklarannsóknarmenn hafa gsf- 'ið nöfn, eins og t.d. Steinþórsfell, sem er 1300 metra hátt. SAGT FRÁ KEBNEKAISE Þá tók til máls.dr. Sigurður Þór- arinsson, }ar8fr«5ingur, og sagði hann frá öðru aðaljóklasvæði Svi- þjóðar, Kebnekaise, en nyrst í Sví- þjóð. Hitt heitir Sorek og ligg- ur nokkru sunnar. — Þangað fór Sigurður sjálfur í fyrravor á- samt Sverri Scheving Thorsteinson, jarðfra'ðinema. — Ferðalag sitt út- skýrði Sigurður með aðstoð skugga- mynda í cðliiegum litum. ¦— Þetta jökulsvæði Sviþjóðar er u.m 500 fer- kilómetra stórt og eru á þvi svæði um 50 jöklar. Þar er jökulrannsókn- arstöð, sem sænski háskólinn starf- ra'kii-, en i Sviþjóð hófust jöklarann- sóknir skömmu fyrir siðustu alda- mót. Þær voru þó ekki stundaðar af neinrd alúð fyrr en um 1930, að hinn heimskunni prófessor í landa- fræði og-núverandi sendiherra Svia i Osló, Ahlmann, tók málin í sínar hendur. REIST FYRIR NOKKRUM ÁRUM F'yrir nokkrum árum var jökla- rannsóknarstiiðin reist í Kebnekaise. Fyrsti maðurinn. sem dvaldi þar við mælingar var Valter Schytt, sem nú er einn af ráðamönnum bresk-sænsk- norska Suðurskautsleiðangursins. — Rannsóknarstoðin er í um 100 km fjarla'gð frá næstu byggð hvítra manna, en byggðir Lappa eru þar skammt frá. — Sigui'ður vjek nokkr- um orðum að Liippunum. Þeir eru nú 33.000 alls. Flestir þeirra eru í Noregi, en um 8000 í Sviþjóð. — Af þeim eru um 3000, sem fést við lireindýrarækt og eiga þeir 130.000 dýr. 150.000.000 TONN AF JÁRNI Bwrinn Kiruna er nu'sti bær við iöklarannsóknarstöðina. — Hann er jafn langt fyrir norðan Málmey, eins og llóm er fyrir sunuan. ¦— Þetta er járnnámuba'r, scm telur um ^+.OOO íbúa. —¦ 1 fjöllunum fjsrir ofan eru járnnámurnar, sem eru svo rikar að þar eru taldar vera 150 milljónir tonna af járni. 1 þessum bæ er sumarið svo stutt að þar ex ekki hægt að ívækta kartöfiur. Siðan var haldið inn nm djúpa dali að hiiesla hæsta jökii Sviþjóðar, Kebnekaise, sem er nú einum metra la'gri en öi-a'fajökull. — Hin al- menna leið upp á liátindinn er nefud eftir íslenska la^kninum Þórði Gud- johiiseii i Rönne. ¦— Hann vakti á- huga Svía fyrir ferðaliigum upp um fjöll og óbyggðir iands sins. Hjelt, kann uagb;;:kur um öll ferðalög sín cg gerði teikniagar af leiðum er hann fann, cn þa^r valdi hann ir.eð það i huga að gera gönguferðirnar um íjaiUeudið sem auðveldastar. Rannsóknarskáli jöklamanna stení ur í Tarfaladal við ranur jökuls, sen* heitir StorglaciSren. Þar er starfað' allt árið að mælingum og fylgst með öllum breytingum sem verða á- jöklunum, svo sem skriði jöklanna. Sagði dr. Sigurður að það vteci ekki ósvipað þvi á ári, sem hjer á einum degi. Fyigst er með og mait hve- mikið bráðnar og hvað bætist ofan & é vetrum. ¦— Geiðar eru liitastigs- mælingar í jöklinum sjáifum. ¦ Á þessu Kebnekaise-jöklasvæði cru. sem áður getur,* alls 50 jöklar og- fara þeir allir smáminnkandi. UNNIÐ AÐ SVÍPUÐUM RANNSÓKNUM Sigurður Þóraiinss. taldi að rann- sókiiarstiið þessi væri að vísu ekki samba'rileg við hiuar svissnesku og amerisku rannsóknarstöðvar. En hiii sænska stöð er að þvi lc\ li la'iilóms- rik fyrir okkur, að þar er uimiö aS svipuðum rannsóknum og okkur ætti að vera kleyft að gej'a hjer. Þangað hafa komið margir hinna fremstu jöklafræðinga frá fiarlæg- um löndum til þess að kynna sjer þeim rannsóknai'aðferðum, sem Svt ar hafa bei't og próf. Ahlmanu hef- ui skipulagt. VEIGAMIKLAR RANNSÓKNIR Dr. Sigurður lauk niáli sinu með því að vekja athygli á þvi að þær rannsóknir, sem hjer fara fram á jöklum landsins sjeu mjög veijaBoiU ar og gat i því sambandi rannsókn- anna á hinu bre\tta veðurfari una heim allan, en einmitt jöklarann- sóknir eru þar afar veigair.ikill 'þáttur. Eins og fyrr segir sýndi Sigurður myndir máli sinu til skýringa og oru þær mjög góðar og glöggar. Fundarmenn þökkuðu Sigurði hiim skemmtilcga fyrirlcstur með lufa- taki. FLEIRI SLIKIR FUNDIR Aður en fundi var slitið. sagðí Jón Eyþórsson það vera von fjelags- ins að geta haldið uppi slikum "fræðslu- og skemmtifiindum. — Gat þess t.d. að vonir sta^ðu tii að á næsta fundi verði sýnd kvikmynd Alfreðs Eliassonar, sem hnnn tók i Liðangri Loftlciða til að bjarga skíðaflugvjelhmi, ennfrcinui kvik- mynd eftir Arna Stefánsson frá Vatnaiökli, en hinn franski visinda- maður Poul Emil Victor fór með þá mynd til Frakklands og ætlar aS láta gera þar kvikm^'nd eítir þessa eintaki. Að lokum settust fundarmenn að kafíidrykkiu og röbbuöu saman uni ferðalög og var þessi fundur öllunr til hinnar mestu ána'gju. Sv. Þ. ádenayer fsr fil \ ilSðf n IÍIji ** f BONN, 9. nóv. — Adenauer, foi> sœtisráðhei'ra Vestur-Þýskalands, hefir þckkst boð utar.ríkisráðherra. Vesturvaldanua þiÍKg'.ia um að- hitta þá í París 22. nóv. Rætt verður um aðild Þjóðverja aíJ Evi'ópuher. •—Reutev-NTB. nna að stefnuEi •! ¥ariinbiEida!ags l LUNDÚNUM, 9. nóv. — Vestur- veldin og Tyrkir hafa tilkynnt löndur.um við austanvert Miðjarð- arhaf, að þeir mnni hefjast handa um stofnun vamarbandalass fyrír ' þessi lönd. Um helgiria mu búast I við yfirlvsinru frá i'íkiunum fiór- i ' nrn. Meyfí í'-".vvr>^^ fyrir BtofnU3|; j vamarbandalagsins. I —Reuter-NTB, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.