Morgunblaðið - 10.11.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.11.1951, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. nóv. 1951. MORGUN BLAÐIÐ 7 1 Ma þarS 20® miffj. manna ýnismiiin á aS sigra Evrópu ÁIH rilhöfundarins Arnulfs Överland Kaupmannahöfn, í nóv. 1951. ARNULF ÖVERLAND, hinn víð- kunni norski rithöfundur, er ný- kominn í fyrirlestrarferð til Danmerkur. Ætlar hann að tala í ellefu dönskum bæjum, alstað- ar um sama efni. Fyrirlesturinn heitir: „Leiðin, sem við völdum". Fjallar hann um At'antshafssátt- málann, stríðshættuna og friðar- möguleikana. Fjelag, sem vinnur að því að fræða fólk um Atlants- hafsbandalagið og lýðræðið, hef- ir gengist fyrir þessari fyrirlestr- arferð í samvinnu við ýms æsku- Jýðsfjelög. Blaðamenn í Höfn áttu tal af Overiand, þegar hann kom til bæjarins. HERNAÐARLEG SAMVINNA ÓIIJ 5ÍVÆMILEG NAI ÐSYN Þar bar m. a. þetta á góma: — Hvað segir þjer um ástand- ið í heiminum? — Pólitísk og hernaðarleg sam- vinna á milli hinna frjálsu þ.ióða er óhjákvæmileg' rauðsyn. Þjóð- ír, sem stefna að því að auka landsvæði siít, reyna altaf að ir~ o Ba. Överland, rithöfundur. vekja sundrung meðal andstæð- ínganna og leggja nágrannaþjóð- irnar undir sig eina og eina í einu. * Svona fór Hitler að, og sama gerir Stalin. Það er aðeins um eina vörn að ræða, nefnilega sam- heldni á milli hinna vestrænu þjóða. Það er því áríðandi, að nauðsyn samheldninnar verði þeim ljós áður en það verður of seint. SKIL EKKI UNDÉN Það voru beisk vonbrigði, að ekki tókst að skapa norræna samvinnu í landvarnarmálunum. Því miður er oft svo ástatt, að fólk byggir athafnir sínar aðeins á eigin reynslu. Svíar aðhyllast stöðugt hiutleysisstefnuna blátt áfram vegna þess að þeir voru hlutiausir í báðum heimsstyrjöld- unum. Þeir hafa aldrei reynt — eins og Norðmenn og Danir — hvað hernám er. Svíar vilja ekki skilja það. En hugsum okkur nú, að Sví- um takist líka að vernda hlut- leysi sitt í næstu heimsstyrjöld, að Rússar vinni sigur og geri Noreg, Danmörku, Holland, Belgíu, Þýskaland, Frakkland og Bretland og ef til vill ennþá fleiri lönd að sovjetlýðveldum. Hve lengi gætu Svíar þá vernd- að sjálfstæði sitt og frelsi? Mjer er alveg óskiljanlegt, hvernig Ósten Undén, utanríkisráðherra Svía, hefir getað komist hjá því að leggja þessa spurningu fyrir sig'. Ef Svíþjóð væri í Atlantshafs- bandalaginu, þá væru austur- landamæri Noregs tryggð. Og þá gætum við hugsað um að verja suðurlandamæri okkar, en þau liggja i Suður-Jótlandi. Þar þyrftum við að hafa nokkrar herdeildir. Leiðin til Noregs iiggur um Danmörku og Sví- þjóð. ENGINN LÝÐRÆÐISFLOKKUR ANDVÍGUR A-SÁTTMÁLAN- UM — Eru Norðmenn sammála um Atlantshafssáttmálann? — Til eru þeir í Noregi, sem aðhyllast ennþá hlutleysisstefn- una. Þeir eru þó færri en í Dan- mörku, þótt þar sje yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi Atlantshafs- sáttmálanum. Enginn lýðræðis- flokkur í Noregi hefir hlutleysið á stefnuskrá sinni. Einstaka jafn- aðarmenn og vinstrimenn eru fylgjandi þessari stcfnu. En hiutleysið hefir annars aðallega fyigi meðal listamanna og kvenna, sem sitja „friðarráðstefn ur.“ HVAÐ LIGGUR Á BAK VIÐ FRIÐARUMLEITUNINA? — Haldið þjer, að þátttaka Tyrklands í Atlantshafsbanda- laginu muni auka möguleika At- lantshafsþjóðanna til varna? — Á því er enginn efi. Tyrkir hafa mikinn og vel æfðan her. Þá vantar þó vopn, en geta nú vafalaust fengið þau frá Banda- ríkjunum. En hinn óskiljanlegi vanmáttur Frakka er mjer á- hyggjuefni. — Hvað segið þjer um það sem nú er að gerast í Kóreu og Þýskalandi? — Við vitum ekki hvað ligg- ur bak við friðarumleitanirnar í Kóreu og nýju tilraunirnar til að sameina Þýskaland. Menn gætu hugsað sjer, að Rússar eigi við svo mikla örðugleika að stríða í leppríkjunum, að þeir vilji losna við Austur-Þýskaland. En þetta væri of gott til þess að geta ver- ið rjett. ÞAÐ ER UNDIR STALIN KOMIÐ — Haldið þjer að hægt sje að afstýra nýrri heimsstyrjoicn — Við verðum að vona það. En við vitum ekki, hvað morg- undagurinn ber í skauti sinu. Gætið að því, að aðeins einræð- isherrarnir geta stoínað til styrj- aida. Ófriður milli Norðurlanda, á milli Bretlands og Frakklands og á milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna er óhugsanlegur, vegna þess að þarna er um lýð- ræðisríki að ræða. Þeim er stjórnað í samræmi við vilja almennings, og almenningur viil ; ekki stríð. 1 Það er undir Stalin komið, hvort komist verður hjá stríði. Verið er að undirbúa nýja styrj- öid. Við vitum ekki, hvort hún skellur á í náinni framtíð. Eng- inn veit það nema Stalin. — En er líklegt, að Stalin vilji stríð? LANDAMÆRI ASÍU FÆRÐUST VESTAR — Ekki nema hann sje viss um sigur Rússa, og haldi, aS hann geti ekki náð takmarki sínu — þ. e. a. s. geti útbreitt kommún- isma«n um alla Evrópu — án ófriðar. Ef til vill er það ekki gerlegt nema með því móti að ilytja 200 miljónir Evrópubúa til Síberíu eða lifláta þá. En hvoru- tveggja er vandkvæðum bur.d- ið'. — Við losnuðum við skrílstjórn nasista. En um leið færðust landa rnæri Asíu vestur á bóginn. Við megum ekki loka augunum fyrir hinni miklu hættu, sem Vestur- Evrópu og öilum frjálsum þjóð- Framb. á bls. 12. Hættan eykst stöðugt. — Egypískir ráðamenn hvctja til áframhalds hins „heilaga striðs“ og Bretar senda hverja flugvjelina af annari þjettskipaða hermönnum, austur þangað. Myndin sýnir vi&búnað Breta í Ismailia, en þar hel'ur þegar komið til aivariegra árekstra. Löf eðn ilp|éiire|ki feilii ekki iftai af Miilinieditrúiminiiiim Eftir JÖRGEN HALCK ÞAÐ ER október, en hjer í Kairó er þó mjög heitt. Pálmarnir eru þaktir ryki og ílugurnar ágengn- ari en nokkru sinni fyrr. Og á hinum þröngu og dimmu göt- um verður á vegi manns ólýsan- leg fátækt og örbyrgð, — svo mikil að jafxivel sólin neitar að skína þar. í fljótu bragði virðist hin egj'ptska götumynd ekki hafa Lreytst síðan jeg var hjer síð- est fyrir nokkrum árum. Og þó — það er aðeins á yfirborðinu, sem lífið þar er eins og áður. Beinum athygli okkar að Egypt- unum á götukaffihúsunum, þeir sem einu sinni voru svo glaðir og kátir. Nú leikur enginn þeirra teningaspil. Þeir eru alvarlegir á svip. Samræðurnar fara fram i hálfum hljóðum. Hjer heyrist engin hlátur. Það er óxóleiki í loftinu, — óróleiki, sem maðui' ekki kemst hjá að verða var við. Hvar eru allir bersku hermenn irnir, sem áður settu svip sinn á bæjarlífið? Maður sjer ekki einn einasta þeirra. Þeir halda sig í herbúðum sínum við Súez, Isma- lia og Kassassine. Já, maður finnur breytinguna. Hvar sem rnaður fer finr.ur maður hinn eldlega ákafa Egyptanna, sem hvað eftir annað heíur broust út í óeirðum og árásum á and- múhamedska útlendinga. Afleiðing hinnar ofstækisfullu þjóðernisöldu, sem á undanförn- um árum hefur risið í Egypta- landi, er sú, að mikill hluti ioú-| anna lita á Evrópumenn — ekkií aðeins Englendinga — sem full- trúa „heimsveldisstefnu og yfir-1 |gangs“. Og nú vilja íhúarnir ! leggja allt í sölurnar til að kom- ast undan aga slíkrar heimsveld- isstefnu. Fordæmið í Persíu gaf þeim oldmóðinn og undansláttur Bretá bæði hjer og í öðrum lönd- um hefur sannfært Egypta uín að „tími frelsunarinnar" er upp runnin. | Þeim, sem fylgst hafa mi ð stjórnmálaþráuninni í Mið- Austurlöndum, kemur ekki á ó- vart sú ákvörðun Egypta um að segja upp samningum við Breta. I Þessi ákvörðun hefur valdið hrifningaröldu meðal fólksins, j som af völdum stórfelldra ó- | spekta gegn Bretum í Kairó og I víðar lætur sjer til hugar koma að þvj sje stjórnað og innblásinn andi frá hærri stöðum. „AÐRIR VIÐSKIPTAVINIR ERU TIL“ Stuttu áður en hin öilagaríka a hafa eyðu í vamarlinu sinni og Brefar verða áfram við Suez samningsuppsögn var gerð heyr- in kunn, skiifaði ritsíjóri A1 Mussawar (málgagn stjórnarinn- ar), leiðandi grein í blað sitt, sem ef til vill varpar skýrara Ijósi yfir tilfinningar Egypta en flestar hinna hálf-opinberu frjettaklausur. Þar hvatti rit- stjórinn m. a. til þess að „Egypta land leitaði hjálpar og vinskap- ar Sovjetríkjanna og kæmi Bret- um úr landinu.“ En ritstjórinn gerði hjer þó ekki annað en að taka dýpra í árinni heldur en utanríkisráðherrann Salah el din hefði gert nokkru áður er hann lýsti því yfir, að „Egypta- land mundi ganga í bandalag við Satan sjálfan, ef nauðsyn krefði '. Hann bætti við að Egyptar gætu fundið aðra viðskiptavini en Bretland eða Satan og lauk máli sinu með því að draga upp í stórum dráttum nýja utanríkis- stefnu, þar sem m. a. var kveðið á um varnar- og vináttusamning við Sovjetríkin, viðurkenning á kínverska alþýðulýðveldinu, yfir- lýsing um hlutleysi Egypta í deilunni milli austurs og vest- urs, auk þess sem í undirbúningi eru viðtækir verslunarsamning- ar við Sovjetríkin og löndin bak járntjaldsins. MÁLIN Á VOGARSKÁLINNI í hinni ofsalegu baráttu blað- | anna gcgn Bretum, sem náði há- |marki rjett fyrir samningsupp- sögnina, vitnuðu skriffinnar Egyta alloft til „hinnar mikiu jlijálpar, sem Egyptar veittu iEandamönnum í heimsstyrjöld- 'ii.ni — án nokkurra launa.“ Hjer má einnig rainnast á hvað Bret- ar haía gert og ihugi maður mál- in frá þehri hlið hafa Egytar ekki ástæðu til annars en að vera þakklótir, þvi landið komst hjá hernámi óvinveittra ríkja ein- ungis vegna setu Breta í land- inu. Það leikur þó varla vafi á að gerðir Breta í olíustríðinu við Persa hafa fiýtt fyrir ákvörðun egjpsku stjó.rnarinnar. Ennfrem- ur heíui' Moskva áreiðanlega hvatt stjórnarvöld Egytalands til að fara inn á þessa hættulegu braut. en Moskvavaldið gerir nú [mjög- tii Jþess að vingast við Múhamedstrúarlönd í því skyní að iá ráðið um gerðir þeirra. RÚSSAR KAFA VEITT OKKUR STUBNING Er jeg ræddi við egyptskan: embættismann og dró í efa laga- legan rjett stjórnar hans til að segja upp samningunum, hl<i hann og sagði: „Er þetta þá ekki einmitt hið rjetta augnablik til að toga í skottið á breska ljón- inu — núna, meðan þeir eru önn- um kafnir í kosningabaráttunni? Persarnir gerðu það með full- komnurn árangri. Þeir ráku Bret- ana frá Abadan — og burt sjefÞ frá öllum lagalegum rjetti.“ ÞÁ ER LANBIÐ OKKAR EIGN Jeg spurði egyptskan vin minn (sem hlotið hefur ágæta mennt- un í Englandi) hvort honum fynd ist það ekki óviturlegt af eg- yptsku stjórninni að hafna til- boði Vesturveldanna um þátt- töku í varnarbandalagi. Hannt svaraði: „Nei, það var viturlega gert. Það hefði aðeins þýtt að hermenn Vesturveldanna undir nafni Bandanianna hersætu land okkar. Öllum er ljóst að Egypta- land getur ckki eitt staðið á móti hugsanlegri kommúnistiskri árás í iViið-Austurlöndum og við get- i;m ekki reiknað með stuðningi hinna muhamedsku bræðraþjóða vorra. Þau bera svo mikið van- traust til gerða Vesturveldanna að flest þeirra myndu verða hlut- iaus ef til ófriðar kæmi millí Austurs og Vesturs.“ Jeg spurði hann hvort hana. væri blindur gagnvart þeirri óga un, sem stafaði frá Rússum víð málefni Mið-Austurlanda og þá ekki síst í Egyptalandi. Svar hana- v.ar skorinort: „Rú'ssar hafa alltaf stutt frelsiskröfur okkar. Það man þjóðin al!taf.“ Meðan hann talaði fór æpandi skari unglinga fram um götuna. Þeii' viH'u hlaðnir auglýsinga- spjöldum, sem á var ritaður and- beskur áróður. Vinur minn hristi höfuðið. „Það tr leitt, að það skuli gerast á þennan hátt“, sagði hann, „ea Þessir menn fara að. dæmi Persa. Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.