Morgunblaðið - 10.11.1951, Page 14

Morgunblaðið - 10.11.1951, Page 14
14 *t ORGV N ULAÐltí Laugardagur 10. nóv. 1951. ] Framhaldssagan 44 JEG EBA ALBERT RAND? iiniiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiHil EFTIR SAMÚEL V. TAYLOR Ban<3 greip ura handlegg iiennar. „Og mjer líka“. Hún lyfti höfðinu. „Slepptu mér. Jeg giltist honum. Jeg hefi búið með honum. Og jeg ætla að kveðja liann“. 19. KAFLI. Rand .glotti. Það var skritið að sjá svipbrigðin á andliti hans, sem var var alveg eins og andlit mitt. Mjer fannst jeg sá sjálfan mig eins og •aðrir sáu mig. „Jæja, kysstu hann þá að skilnaði, en vertu fljót“. Þau fóru öll út. Cora leit á mig. Það voru tár i augunum á henni. „Þjer virðist líða illa“, sagði jeg. „Það hlýtur að vera erfitt að lifa við J>etta“. „Ohick, jeg ..... jeg veit ekki, hvað jeg á að segja". „Jeg þakka fyrir viðkynninguna, frú Greham". „Það hefði getað verið öðruvísi, ef við gætum byrjað á nýjan leik.... „Við getum byrjað á nýjan leik handan við dauðann“. „Chick, þú ert besti maðurinn, sem jeg hefi nokkurn tímann kynnst. Og jeg varð að leika þig svona. Þii mátt •ekki halda að mjer hafi verið það Ijúft. En þegar maður er byrjaður }>á getur maður ekki snúið við“. „Jeg veit ekki hvort nýi eiginmað- ■urinn á eftir að reynast þjer vel“. „Hann?“ Hún glotti. „Honum er xiær að snerta mig ekki. Jeg fer burt strax og þessu er lokið“. „Verður þessu nokkurntimann lokið?" Það brá fyrir ótta i augum henn- ar. Öttinn hafði fylgt eftir öllum sem höfðu verið í stofunni, þótt und arlegt mætti virðast, þá hafði jeg verið þeirra rólegastur. „Cora, jeg hugsa að þú eigir skilið að fá þessa peninga, þegar þú loksins færð þá. Þeir verða að minnsta kosti ncgu dýrt keyptir“. „Já, þú segir satt, Chick“. Rand stakk liöfðinu í gætíina. — Jeg gat aldrei vanist þvi að sjá and- litið á mjer birtast þannig allt i einu. „Við skulum fara. Heyrirðu það. Við verðum að fara“. — Hann •hvarf aítur. „Jeg sje þig liklega ekki aftur“, sagði Cora. „Verlu sæl. Og gangi þig vel „Ó, Chick, segðu þetta ekki.....“. Rödd hennar brást o,g hún fór að gráta. Jeg steig yfir stóra hundinn og lagði handlegginn yfir öxlina á henni. Hún hallaði sjer upp ,að mjer ■og grjet. Hún grjet svo að hún hristist frá hvirfli til ilja. Ef til vill átti jeg að nota tæki- færið og gefa henni einn vænan utan undir. En á þessu augnabliki .gat jeg ekki verið henni reiður. Hún va r veiklynd. Þegar liana langaði til að eignast eitthvað, þá varð hún að fá það, hvað sem það kostaði. Jeg minntist loðkápunnar. Hún hafði gert sitt besta til að vera góð eigin- lona. Og þó að hennar besta væri reyndar ekki mikið, þá gat hún ekki að því gert. Ef tekið var tillit til aðstæðna hennar, þá liafði hún gert vel. Og þó það væri henni þvert um geð, þá þótti henni vænt urn roig. Það var einmitt það sem .gerði henni erfitt. Það mundi hún hafa ’viljað sist af öllu. Jeg klappaði á öxlina á henni og lofaði henni að skæla. Bill og konan hans komu irtn þeg- ar bilamir voru farnir. Konan fór að hátta. Bill Meadowes beið dálitla stund, en læddist svo fram i eldhús- ið og kom aftur með glösin. Hann tók flöskuna fram undan bókunum, hcllti jafnt í glös handa okkur báð- um. Jeg velti þvi fyrir mjer, hvort hann mundi drekka nógu mikið til að verða opinskár. En það var ekki roikið eftir í flöskunni. .„Hver er þessi Randj’" spurði jeg. „Hann er þú“. ; „Hver er jeg þá?“ Hann brosti. „Veistu það ekki?“ ; „Hættu þessum útúrsnúningum". „Áttu við hvaða samband er á inilli lrans cg Coru oe Bustcr og Et- helene? Þau unnu öll saman við matsöluvagn og kynntust þannig. Seinna eignuðust þau eigin matsölu- vagn og höfðu ýmis smá viðskipti þess á milli og á þvi græddist þeim peningur. Og þá fóru þau út i stærri „viðskipti". „Þau hljóta að hafa lent i klandri með þ-.ð fyrr cða síðar". „Þú metur ekki Rand að verðleik- um“, sagði Bill og hellti i glasið sitt það sem eftir var i flöskunni. „Þeg- ar hann gerir eitthvað, þá gerir hann það vel. Hann telur ekkert eftir sjer, þegar þvi er að skipta. Ekk ert er nógu smávægilegt til þess að honum yfirsjáist það“. „Þú virðist þekkja hann vel, Bill“. „Jeg og konan rrin unnum við matsöluvagninn. Það var áður en jeg fór að aJa hunda. Jeg hafði ekki sjeð þau i mörg ár, þegfer Rand náði sambandi við mig eftir striðið. Hann þurfti á aðstoð að halda. Þetta er timafrekt. Því máttu trúa. Það er hreint ótrúlegt hvað það er i mörg horn að líta í svona tilfellum". „Jeg skil samt ekki. hvernig þau fóru að ákveða þetta allt fyrir svona löngu siðan". Bill hvolfdi flöskunni og reyndi að ná úr henni nokkrum dropum. „Einhver sagði að ef maður hefði flösku i húsinu, gæti maður fengið einn dropa á dag i þrjátiu daga. Jeg ætti að reyna bað“. Hann setti flösk- una á bak við hlifina fyrir framan arininn og dró þaðan fram aðra. „Þau ákváðu þetta ekki allt strax", sagði liann og tók tappann úr flösk- unni. „Þcð kom smátt og smátt. — Þegar Buster rakst á þig þá var búið að setja hann i harinn. Rand var ein- hversstaðar i felum til að losna und- ■an herþjónustu. Buster datt strax í hug að það mundi vera hægt að notast eitthvað við þig, svo að Cora bauð þjer til kvöldverðar. Þau vissu ekki þá, livað þau ættu að gera“. „Það leið mánuður eða meira áð- ur en Rand kom og þá var hann á hraðri ferð. Hann sá strax að þarna var gott tækifæri. Það eina sem að var, var, að þú varst búinn að fá skilriki i hernum. Rand sá fram á það að þið munduð þurfa að hafa sama nafn i hernum. Hann varð ætt jarðarvinur og gekk í herinn undir þinu nafni“. „Hann hafði strax eitthvað á tak- teinunum, en svo var hann sendur hingað og þangað og það fór allt i vaskinn. Þú varst lika sendur út i buskann. Jeg veit ekki vel hvað á- formið var. Rand talaði aldrei um það. Maður talar aldrei um það sem fer i vaskinn“. „Þegar þú varst farinn til Evrópu þá sýndi Rand fyrst, hváð i honum bjó. I staðinn fyrir að gerast lið- hlaupi, þá hjelt hann áfram í her- þjónustunni og beið eftlr betra tæki- ! færi. Hann hafði hitt þessa AIicu Alexander, dóttur bankagj.sldkerans svo að hann kom sjer í mjúkinn hjá henni. Þegar honum gafst timi til þess, skrapp hann til Los Angeles til að halda henni við efnið. Hann var í liðsforingjabúningi með borða og stjörnur og hjet þá sinu eigin nafni, ef hans eigið nafn er þá Rand. Heimsóknirnar áttu að vera með hinni mestu leynd. Hann var i leyni þjónustunni. Hún mátti ekki einu sinni.skrifa honum. Hann mátti ekki fá brjef. Eftir stríðið fjekk hann svo stöðu í bankanum. Og þá náði hann sambandi við mig. Þetta var allt mjög einfalt. Hann varð bara að biða þangað til tækifærið kæmi upp í hendurnar á honum. Jeg man ekki ' hvað oft við vorum öll reiðubúin, en þá kom alltaf eitthvað smávegis fyrir. Rand vissi alltaf hvenær lion- I um var óhætt. Þetta var heldur eng inn smáupphæð. Við mundum bíða í tíu ár, ef þess þyrfti“. „Cora sagðist eiga frænda í 1,0$ Angeles ...... Herb. Cotter“, sagði jeg. „Var það Rand?“ „Já. Ilún o,g Buster þurftu að skreppa við og við til Los Angeles“. „En hvaðan komu svo Curly og DoIly?“ „Curly og Dolly? Talaðir þú ekki /við þa.u. Curly kynntist Rand i hern um. Svo rakst hann á hann einu sinni í Los Angeles, þegar hann vann í bankanum undir öðru nafni. ARNALESBÓK jXlorguzThlaðsins 1 Ævinfýri HiEika I: Töfraspegillinn talandi Eftii Andrew Gladwyn 27. Þegar hertoginn nálgaðist spegilinn, setti hann upp einglirni. Svo hneigði hann sig fyrir kónginum, ranghvolfdi augunum til Mikka. Að þessu loknu horfði hann í spegilinn fullur sjálfstrausts. ■ En rödd spegilsins sagði: Ó, hvað jeg fyrirlít fólkið allt fávísa skrílinn þann. Mitt hjarta er frosið, hart og kalt, hata jeg sannleikann. Þegar röddin þagnaði, 'nvarf brosið um leið af vörum hertogans og hann skakklappaðist út úr salnum. Á flóttanum missti hann einglirnið niður í gólfið. Glerið brotnaði og hírðfólkið hló, því að engum var hlýtt til hertogans. — Jæja, svo hann er líka ónytjungur, sagði Mikki við kónginn. — Já, hann er slæmur, svaraði kóngurinn. — Hann fer undir dálkinn „vondur“, hrópaði kóngur til Hræreks ritara. Og svo var nafn hertogans þegar í stað fært undir dálkinn „vondur". Það var töluverður hópur manna, sem hafði verið skrif- aður undir þann dálk. — Jæja, hver er næstur? Næst kom hin fagra herbergisþerna drottningar. Spegillinn Ijóstr- aði því upp um hana, að hún væri helsta kjaftakindin við hirðina. Því næst kom dyravörðurinn. Ilann var svo hlægilegur útlits, langur en stuttfættur með geysistór rauð eyru, svo að Mikki gat ekki að sjer gert að skella upp úr, þegar maðurinn horfði í spegilinn. Þrátt fyrir útlitið var hann heiðarlegur maðuT, ágætlega skapi farinn. Hann var settur í dálkinn fyrir „góða“. Meðal þeirra, sem á eftir fylgdu var gjaldkerinn, sem eins og fjármálaráðherrann vár óheiðarlegur. Honum þótti gaman að elta kjúklinga nágrannans aðeins vegna þess, að honum fannst egg vond á bragðið. NÝTT NÝTT Náttföt á telpur Náttkjólar á telpur Undirkjólar á telpur Telpubuxiir I. FLOKKS ENSKAR PRJÓNASILKIVÖRUR. LÍTIÐ í GLUGGANA, Laugaveg 26. Sími: 5186. STYRIMANNASKOLINN hcldur DANSÆFIIMGIJ í skólanum í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar vL3 innganginn — Ölvun bönnuð NEFNDIN « 3 VETR ARG ARÐURIN N VETRABGARÐURINN DANSLEIKUR I VETRARGARÐINUM í KVÖLD KL. 9. Miðapantanir í síma 6710, frá kl. 3—£ og eftir kl. 8. Hljómsveit Baldurs Krisijánssonar. S. F. H. Ahalfundur Fiskifjelagsdeildar ííeykjavíkur, verður haldinn í Fiskifjelagshúsinu þriðjudaginn 13. þ. mán. kl. 9 síðdegis. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Aakaiundi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna er frestað, og hefst hann klukkan 14 á mánudag 12. nóv. í Breiðfirðingabúð. AÐVÖRUN lil kuupenda Morgnnklaðsins Athugið að hætt verður án frckari aðvörunar að senda blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- endur utan Reykjavíkur, sem fá blaðtð sent frá afgrciðslu þess hjer, verða að grciða það fyrirfram. — Reikninga verður að greiða strax við framvísun og póstkröfur innan 14 daga frá komudegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.