Morgunblaðið - 30.11.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1951, Blaðsíða 14
14 MORGVviBLAÐIÐ Föstudagur 30. nóv. 1951 \ mr iniiinin......iiiniiii Framhaldssagan 10 tltlllllIIIIIMMHll IIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllHlllllllllllllllllllllllllllllCllJI Herbergið á anneri hæð IIMJMIMIMMMIMII L' dygði ekki", sagði Will lágt. „En jeg bjóst hálfpartinn við því að það mundi hrífa á einhvern ann- an". „Helen og Dora eru alltaf að rífast", sagði Winnie. „Við skul- um segja henni að myrða Doru". „Ó, já. Það er ágæt hugmynd", sagði Dora annars hugar. „Þú veist þá að minnsta kosti gagnvart hverjum þú átt að vera á verði", sagði Francis. „Lánaðu mjer pípuna þína, Chris", sagði Will. „Til hvers?" spurði Chris, en rjetti honum þó pípuna. „Við notum hana fyrir hníf", sagði Will stuttur í spuna og gekk aftur til Helen. Hún strauk höndunum eirðar- leysislega fram og aftur á brík- inni. Will settist á píanóstólinn og hallaði sjer yfir hana. „Hvernig líður þjer, Helen?" spurði hann blíðlega. Helen svaraði ekki, en sneri höfðinu til og frá og önnur hendin kreppt- ist. „Hvernig líður þjer?" spurði Will aftur. Hún sneri sjer frá honum eins og hún vildi forðast að líta á hann. Hann varð að beygja sig yfir hana til að heyra hvað hún aagði. ,,Jeg er þreytt", tautaði hún svo lágt að varla heyrðist. „Þjer líður vel, Helen. Þú hvíl- ir þig". Svo varð þögn. Áhorfendurnir horfðu á hvernig eirðarleysið hvarf, hendurnar fjellu máttlaus- ar niður og fri'ður og ró færðist yfir andlitið. Hilda fann allt í einu að ein- hver greip um handlegg hennar. Hún leit við og sá að það var Winnie. Hún hafði ekki augun af Helen, og hafði gripið ósjálfrátt í handlegg Hildu. „Þjer er kalt, Helen", sagði Will. „Þú ert úti í hríðinni og þú :;kelfur úr kulda". Aftur varð hlje áður en Helen varð óróleg. Hún muldraði eitt- hvað fyrir munni sjer og sneri sjer til og frá. Hægri hendin greip utan um þá vinstri, og hún fór að nudcía handleggína á sjer af miklum krafti. Brátt fóru tenn- urnar að glamra og smátt og smátt færðist gæsahúð yfir hand leggina. „Jeg trúi þessu ekki", hvíslaði Dora. „Jeg trúi þessu ekki". Will hjelt áfram eins og hann hefði ekki heyrt til hennar. „Þjer er ekki kalt lengur, Hel- en. Þú ei-t komin inn í hlýja stofu. Þjer er hlýtt og það fer vel um þig". Helen hætti næstum sam- ctundis að skjálfa. Will heyrði að einhver greip andann á lofti á bak við hann. „Þú ert lítil stúlka núna, Hel- en", sagði hann sannfærandi. „Þú ert sex ára og þú átt að byrja í skóla. Þú ert bara sex ára telpa". Á meðan hann talaði urðu undarlegar breytingar á andlit- inu. Það var eins og ennið yrði sljettara og neðri vörin brettist út. „Manstu hvað skeði fyrsta-dag- inn í skólanum, Helen?" Varir hennar hreyfðust, en ekkert svar kom. „Hvað hjet kennslukonan þín?" Winnie rak upp óp, þegar Hel- en talaði. Rödd hennar var eins og barnsiödd, há og skræk: „Ó, við hlógum svo mikið, af því hún hjet svo skrítnu nafni, ungfrú Minuse. Allir krakkarnir hlógu". AndJit hennar var óeðlilega barnalegt við einfaldan, íullorð- inslegan, svarian kjólinn. „Nú ertu eldri, Helen", sagði Will. „Þú ætlar að fara að gifta þig. Það er brúðkaupsdagurinn þinn. Manstu eftir brúðkaups- rleginum þínum, Helen. Kirkjan er full af fólki. Allir óska þjer til hamingju. Segðu okkur frá þvL Helen". Ánægjusvipurinn hvarf af and Skáldsaga eftir MILDRID DAVIS liti Helen. Munnurinn á henni dróst saman og augabrúnirnar lyftust, svo að þóttasvipur kom á . hana. I Svo var nokkur þögn, þangað ti hvell rödd Helenar rauf hana. Röddin var óeðlileg, en við fyrsta orðið, hrökk Hilda við og greip | um bakið á legubekknum, scm Helen sat í. j „Kitten!" hrópaði Helen. „Kitt en, hvað er að sjá þennan hatt, sem þú ert með". | Will hnyklaði brúnir. Hilda beit í neðri vörina. Hin bærðu ekki á sjer. ' „Hann klæðir þig alls ekki, Kitten", hjelt skræka röddin á- fram. „Þú átt að nota sterkari liti. Og heyrðu mig, eru þetta ekki perlurnar hennar Hildu, sem þú ert með? Þær klæða hana j miklu betur. En þú skreytir þig alltafmeð því sem hún á. Þú færð alltaf lánað það fallegasta af öllu, sem aðrir eiga. Þú hefur aldrei kært þig um samkeppni. I En við eigum margt sameigin- legt, Kitten, þú og jeg. Við erum | báðar eigingjarnar. Og við vilj- um ekki að neinn standi okkur framar. Við erum mjög líkar. Það er aðeins eitt, sem aðgreinir okkur, aðeins eitt, sem aðgreinir okkur, Kitten". ( Hún þagnaði skyndilega. Þótta svipurinn hvarf af andliti henn- ar og í stað har.s mátti lesa ó- stjórnlegt hatur úr hverjum drætti.,, Þú berð alltaf sigur úr býtum, Kitten", sagði hún hásri röddu. ,,Þú berð alltaf sigur úr býtum". I Dauðaþögn var í herberginu. Allir forðuðust að líta hver á annan. Loks sneri Will sjer hik- andi frá Helen og vætti þurrar varirnar. Allir þögðu. j „Hvíldu þig nú, Helen", sagði • Will og þurrkaði lófana á buxna- skálminni. „Hallaðu þjer aftur á í bak. Það fer vel um þig núna. ! Hvíldu þig". I Hatrið hvarf af andlitinu. Hún hvíldi höfuðuð við bakið á legu- ; bekknum og nuddaði augun með handarbakinu. Svo fjellu hend- urnar niður í keltuna. j Will sagði henni að opna aug- un. Augnalokin hreyfðust og opn- • uðust lítið eitt. Loks opnuðust , þau hálfa leið og augun störðu sljó fram í stofuna, án þess að sjá nokkuð. „Sestu upp", sagði Will skip- andi. Lengi vel virtist hún ekki ætla að hlýða, en þegar hann endur- ,tók skipunina hvað eftir annað: Jflutti hún sig smátt og smátt of ar þangað til hún sat upprjett. Will hallaði sjer nær, en hún leit ekki á hann. „Helen, hlustaðu nú á mig". Hún beygði sig nær honum. „Jeg ætla að segja þjer dálít- ið. Einhver hjer inni vill þjei illt. Þú átt óvin...." „Já, jeg veit það". Will hrökk við, við þessi óvæntu orð. Augun voru ekki eins sljó, eins og þau höfðu verið. Eftir augnabliks hik, hjelt Will áfram: „Veistu hver það er, sem vill þjer illt?" Hún kinkaði kollí ákveðin. „Hver?" „Einhver vill mjer illt". „Já, en hver?" „Einhver". „Jeg veit hver það er. Hann er hjer í stofunni". Hann þagn- aði og hjelt svo áfram. „Þú verð- ur að gera eitthvað við því". „Gera eitthvað?" ' endurtók hún. „Það er stúlka. Hún er óvinur þinn. Þú hatar hana. Hún á eftir að gera þjer eitthvað illt, nema þú verðir á undan. Þú verður að gera eitthvað við því". Hann tók pípuna á meðan hann talaði. „Þú hatar hana. Hún ætlar að taka frá þjer þann, sem þú elskar". Hann þagnaði snöggv- ast. „Þú verður að myrða hana". Hann leit á Doru og gaf henni bendingu með augunum að setj- ast í hægindastól. Hún nettist og hin fylgdu á eftir henni. Will hristi höfuðið. Francis gaf þeim merki um að flytja sig fjær. Dora settist og Will sagði henni að snúa í þau bakinu. „Eina leiðin til þess að ná aftur þeim, sem þú elskar, er að myrða hana. Þú verður að myrða hana strax, áður en það er of seint". Dora lyfti fótunum undir sig, mm Ævintýri ^ikka II: Andinn í furninum Eítir Andrew Gladwin 9. horfið bara á eyrnahringana, sem hann ber og hringinn á fingri hans. Allt úr gulli. Það er all grunsamlegt. I Kaspar frá Bagdað teygði nú úr sjer og illskuglampinn í augum hans boðaði bráða, yfirvofandi hættu. Hann var alger andstæða lögreglumannanna, hár og grannur og búningurinn skar sig mjög úr. j — Hvaða óþjóðalýður er þetta? spurði hann Mikka. ! Áður en Mikka gæfist tækifæri til að svara, gekk logreglu- foringinn fram, greip í öxl andans og hristi hann óþyrmilega. I — Nú er nóg komið, hrópaði lögregluforinginn. — Þjer skal ekki haldast uppi að kalla lögregluna öllum illum nöfnum. -— Hann skilur þetta ekki, sagði Mikki og reyndi að skýra málið fyrir lögreglumönnunum. Vitið þið ekki, að hann er l'rá Bagdað? i — Lögregluforinginn fór að skellihlæja. — Ha, ha, það er trúleg saga eða hitt þó heldur. Þá ætlast þó víst ekki til þess ] að jeg trúi því? spurði hann. I En sá hlátur varð ekki langlífur, því að andinn kastaði lögreglumönnunum af sjer með snöggu átaki. Svo neri hann hringinn á vinstri hendinni og muldraði nokkur óskiljanleg orð. En áhrifin komu brátt í Ijós á lögreglumönnunum. Á einu augnabliki vörpuðu þeir sjer allir til jarðar.- Þar stóðu þeir á fjórum fótum eins og hundar og horfðu með hlýðnis- svip upp til andans. Þeir reyndu að rísa á fætur, en gátu það ekki. Þeir opnuðu munna sína, en ekkert hljóð kom fram af vörum þeirra. ' SJOMANNABOKIN 1951 ER KOMIN ÚT. SJOMENN, ÞETTA ER BÓKIN YKRAlí. ÞETTA ER JÓLABÓK SJÓMANNANNA ABALFUNÐUR Sölusambands íslenskra fiskframléiðenda verður haldinn að Hafnarhvoli, föstudagiim 30. nóvember og hefst fundurinn kl. 10 árdegis. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnarinnar sirur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbrjefa- nefndar. 3. Skýrsla fjelagsstjórnarinnar fyrir árið 1950. 4. Reikningar Sambandsins. 5. Onnur mál. 6 Kosning stjórnar og endurskoðenda. Stjórn Sölusambands ísl. fisMramlciðenda. tJtlendar Ká úr ullarefnum (stór númer) eg gaberdinekápur í mörgum litum með og án hettu. .iy Athugið Gísli Kristinsson, Hafranesi, Reyðarfirði, gefur út fyrstu LJÓÐABOK sína fyrir jól. Þeir, sem vilja gerast kaup- endur, skrifi sig á áskriftalista, sesna er í Hljóðfæra- versluninni Drangey, Laugavegi 58, og Bækur og rit- föng h.f., Aðalstræti. BÓKIN ER NÁNAR AUGLÝST ÞAR Afgreiðslustúlka óskast strax í vefnaðarveruverslun við Laugaveg. Þarf að hafa reynslu og helst góða mennttm, snyrtilegt útlit, lipurð og söluhæfileika. — Tilboð sendist afgr. Mbl. ásamt meðmælum og mynd (er endursendist) merkt: „Afgreiðslustúlka — 433".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.