Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 2
r 2 MORCVNBLAÐÍÐ Laugardagur 22. des. 1951. Hæsta tjáFlapfriiinvarpi fil þessa samþykkt á AEþingi Hagsfæður greiðslujöínuður um 3 miilj. krónur jEINS og skýrt var frá í gær fór fram atkvæðagreiðsla um fjárlaga- frv. fyrir 1952 s.l. fimmtudag. Allar tillögur meirihluta fjárveit- énganefndar voru samþykktar og nokkrar tillögur frá einstökum fíingmönnurri:' -f- Þetta eru hæstu fjárlög sem samþykkt hafa verið tiér á landi og eru útborganir á sjóðsyfirliti um 380 millj. kr. eða trm 80 millj. hærri en í fyrra. Samt er gert ráð fyrir að hagstæður Cgreiðslujöfnuðuf verði um 3 millj. kr. — Einstætt ábyrgðarleysi æinkenndi afstöðú stjórnar^andstæðinga. Voru þeir fylgjandi hverri ■einustu tillögu til gjaldahækkunar, en bentu ekki á neina færa eða «kynsámlega leið til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Gerði stjórnar- .andstaðan allt sem í hennar valdi stóð til að koma því til leiðar ■aS fjárlagaftv. væri samþ. með greiðsluhalla. 3LANDHEÉGÍSGÆZLAN AUKIN Hér á eftir verður skýrt frá anokkrum af þeim breytingartil- Jögum, sem samþykktar voru. — Fyrst éru tillögur meiri hluta ■fjárveitinganefndar. Samþykkt var að hækka fram- lög til landhelgisgæzlu um tæpa % miilj. kr. Stafar sú hækkun af jþví að tyéii: bátar verða settir til landhelgi'Sgíeízlu í viðbót við þá, c:m ráð yar fyrir gert í upphafi. Verður annar báturinn fyrir 3Norðurlánði,nén hinn við vestur- «tröndina. Fjárveiting til berkiavarna var tiækkuð upp í 160 þús. kr„ þar «em ætlunin er að láta fara fram almenna berkiaskoðun á nokkr- nm stöðum á landinu, t.d. á fSiglufirði. ’ ‘ Til Bandalags íslenzkra leik- féiaga voru veittar 20 þús. kr. og til eftirfarandi manna var ^amþykkt að veita 8000,00 kr. til tivers til söngnáms erlendis: Guð Tnundar Baldvinssonar, Kristins -Hallssonar, Magnúsar Jónssonar <ig Olafs Jakobssonar í viðbót við þá, sem áður hafði verið sam- þykkt,að veita slíka styrki og jskýrt ítefur verið frá áður hér í . blaöinu. JFÉ VEITT TIL BYGGINGAK H J ÚKRUNARKVENNA- KKÓLA Til byggingar iðnskóla var framlag hækkað úr Vz milljón í 1 millj. kr. pg til brennisteins- rannsókna einnig úr V2 millj. í 1 millj. kr. í vísitöluuppbætur á lífeyri úr lífeyrissjóðum starfsmanna ríkis- ins, barnakennara, Ijósmæðra og’ hjúkrunarkvenna var" samþykkt að veita 575 þús. kr. og vegna verðlagsuppbóta, sem ef til vill J>arf að greiða opinberum starfs- mönnum, vegna hækkaðrár vísi- .Aölu, 3,5 milij. Til viðbótarhúsnæðis við ríkis- «pítalana voru veittar 1,8 millj. V.r. og þar af 250 þús. kr. til bygg ángar hjúkrunarkvennaskóla. Ríkisstjórninni var heimilað að verja ailt að 1 millj. króna til hyggingar sementsverksmiðju. 25 ÞÚSUNB KR. TIL SÓLIIEIMADRENGSINS Einnig var ríkisstjórninni heim ílað að greiða hafnarsjóði Húsa- vikur vegna samnings við Síld- arverksmiðjur ríkisins allt að 240 þús. kr. Þá var heimilað að greiða allt að 25 þús. kr. til foreldra Sól- Iieimadrengsins, ef að því ráði yrði horfið að fara með hann til Bandaríkjanna og koma honum t>ar á skóla fyrir vansköpuð börn. Heimilað var að lána bændum á harðíndasvæðunum frá 1949— 51 alíí að 5 millj. kr., enda greið- ist féð af tekjum ríkissjóðs árið 1951. Sainþvkkt var, að ríkissjórnin mætti ábyrgjast lán allt að 6 millj. kr. til byggingar hrað- frystihúsa og fiskimjölsverk- *miðja. XÁN EFTIRGEFIN TXL SÍLDARÚTVEGSMANNA Alþingi samþykkti samhljóða að gefa eftir að einhverju leyti aðstoðarlan úr ríkissjóði, sem voitt. voru. á ái unuiri 1945.-r-49 ,til fildarútvegsmanna, er ekki hafa notið eftirgjafar samkvæmt lög- um nr. 120 frá 1950. Með 33 atkv. gegn 8 var sam- þykkt, að af þeirri f.iárveitingu, sem veitt er til styrktar íslenzk- um námsmönnum erlendis skuli 275 þús. kr. veittar námsmönn- um sem lán Vneð hagkvæmum kjörum samkv. reglugerð, er menntamálaráðuneytið setur. Einnig var samþykkt að hækka fjárveitingu til Alþýðusambands íslands upp í 50 þús. kr. SAMÞYKKTAR TILLÖGUR EINSTAKRA ÞINGMANNA Nokkrar af þeim tillögum, sem einstakir þingmenn fluttu voru samþykktar og verður þeirra helztu getið hér. Samþykkt var tillaga frá Sig- urði Bjarnasyni o. fl., að ríkis- stjórninni væri heimilt að verja í samráði við vitamálastjóra fé til að ljúka viðgerð á brimbrjótn um í Bolungarvík vegna skemmda er urðu á mannvirkinu 10. des. 1950. Tillaga frá Gunnari Thorodd- sen var samþykkt um, að ríkis- stjórnin mætti ábyrgjast allt að 6 millj. kr. lán fyrir h.f. Skipa- naust vegna dráttarbrautar og skipasmíðastöðvar. Einnig var ríkisstjórninni heim ilað að greiða að fullu kostnað við viðgerðir á skemmdum, sem urðu á hafnargarðinum á Dalvík haustið 1950. Samkv. tillögu frá Magnúsi Jónssyni o. fl. SKIPASMÍÐASTÖÐVUM BÆTT TAP í sambandi við tillögu, sem Jóhann Þ. Jósefsson og fleiri fluttu um að heimila ríkisstjórn- inni að bæta skipasmíðastöðvum þeim. er smíðuðu báta fyrir rík- issjóð, upp tap vegna smíði bát- anna. Þá lýsti Ólafur Thors því yfir, að stjórnin myndi gefa eftir aðflutningsgjöld á efni í þessa báta og fleiri hluta á þá, allt að því 25 þús. kr. á minni tegund bátanna, en 35 þús. kr. á þá stærri. Var þessi tillaga því tek- in til baka. Einnig lýsti menntamálaráð- herra því yfir, í sambandi við tillögu um að veita styrk til dvalar ísl. stúdenta við Norræna sumarháskólann, að mennta- máiaráðuneytið myndi veita fé til þess, án þess að það væri tek- ið inn á fjárlög. EINSTÆTT ÁBYRGÐARLEYSI STJÓRNARANDSTÆÐINGA Stjórnarandstaðan flutti nokkr ar sýndartillögur, sem aðeins voru ætlaðar til áróðurs, um að leggja fram fé til atvinnuaukn- ingar í landinu. I sambandi við það lýsti ríkis- stjórnin því yfir, að hún væri að afla sér víðtækra upplýsinga um atvinnuástand út um land, og að hún myndi eftir því sem gjald- þol ríkissjóðs leyfði, leita að ráð- um til úrbótar fyrir þá staði þar sem til vandræða horfði og myndi gera sitt bezta til þess að leysa þau vandræði. Sem dæmi um ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar við þesSa atkvæðagreiðslu um fjárlögin er það, að hún greiddi átkvæði með hverri einustu tillögu til gjalda- hækkunar, þótt hún gæti, ekki á neinn hátt bent á liði til tekju-i „ Framh. á bls. 12. Bréf fi! Mbl,: Sparnaður í dóður kenxirari iinnur ©kki til erisðleikrana launagreiðslum Herra ritstjóri: ÚT af ummælum hr. alþm. Jó- hanns Þ. Jósefssonar á Alþingi, um sparnaðarráðstafanir í rekstri Þjóðleikhússins, er birtust í Morg- unblaðinu í dag, vildi ég leyfa mér að gefa eftirfarandi skýr- ingar: Vegna þess hve iítiis fjárhags- legs stuðnings Þjóðleikhúsið hefur notið undanfarið hefur það átt við nokkra fjárhagslega örðugleika að stríða. Ég taldi mér skylt að gera það sem unnt væri til þess að spara á öllum þeim liðum, sem mögulegt var. Ræddi ég og samdi við hina ýmsu starfshópa leik- hússins um þann sparnað er ég hyggðist gera, sem ýmist var í því fóiginn að breyta til um skipu- iag vinnu, svo sem hjá leiksviðs- mönnum, eða afnema greiðsiu fyr- ir aukavinnu, þannig, að ef leik- ari eða annar starfsmaður ynni yfirvinnu eða á öðrurn uma, en til væri ætiazt samkvæmt s-imning- um, greiddi leikhúsið þaö ekfei sér- staklega. Starfsfólkið tók þessari málaleitun minni með skilningi og velvild, og féllst á hana. Gat ég með þessum breytingum sparað upphæð er nemur um 150 þús. kr. á ári og kemur sparnaðurinn nið- ur á öllum starfshópum stofnun- arinnar. Föstum launum, sam- kvæmt samningum og launalög- um, var að sjálfsögðu ekki breytt. Breyting á launum og starfsfyrir- komulagi fatagæzlukvenna var lið- ur í þessum sparnaðarráðstöfun- um og nemur þessi umræddi sparn aður á launum 17 fatagæzlukvenna og dýravarða, sem allir eru í ein- um launaflokki, 23 þús. kr. á ári. Fatagæzlukonur eru nú 9. Þegar leikhúsið er ekki fullskipað á leik- sýningum er ekki þörf á ‘ því að þær mæti ailar, og nægja þá 6, en 3 fá þá frí til skiptis. Það er því skakkt að það séu aðeins 2 á vakt. Fatagæzlukonurnar fá 30 kr. í grunnlaun að viðbættri vísitölu, sem verður með núgildandi vísi- töiu kr. 43.20 fyrir sýningu. Sama gildir um dyraverði beir koma elcki allir þegar fátt er á sýn- ingu, af því að ekki er þess börf, en leikhúsið sparar með því út- gjöld, þar sem greiít er pr sýn- ingu. Þess má geta að hór er um aukastarf að ræða fyrir fatagæziu konur og dyraverði, sem munu hafa önnur störf með höndum. Eeykjavík, 21. des. 1951. Guðl. Rosinkranz. Siuff saffifól við 6ís!a iónasson, kennara GÍSLI JÓNASSON fyrrv. yfir- kennari við Austurbæjarskólann á sextugsafmæli í dag. Þrjátíu ár eru liðin frá því að fundum okllar bar fyrst saman. Áf þessum æfihelming hans get ég ekki fundið að hann hafi nokkuð breytzt. Hann er alltaf hinn sami athuguli hlýlegi fé- laginn, með skagfirzka glettni í augnakrókunum, þegar hann fer með, eða þegar hann heyrir eitt- hvað skemmtilegt. Gísli er Skagfirðingur að ætt eins og kunnugt er. Sonur Jón- asar bónda í Hróarsdal í Hegra- nesi, er var merkis búhöldur á sinni tíð, margfróður og vinsæll. Gísli lét af kennslustörfum haustið 1946. Hefur hann síðan verið fulltrúi í félagsmálaráðu- neytinu. En í mínum augum er hann alltaf fyrst og fremst kenn- arinn. Því ungur kaus hann sér það ævistarf og var snemma vin- sæll og ágætur kennari. — Hvað hugsar þú til kennara- starfsins nú? spurði ég Gísla, er ég hitti hann í gær. — Þetta er líkt og að vera í fríi, sem ég gæti vel hugsað mér að tæki bráðum enda, og ég byrj - aði á minni fyrri iðju aftur. En fjarri er, að ég vilji að svo komnu rifja upp tildrög þess, að ég hvarf frá þessu kennarastarfi nú. — Hve iengi hefur þá fengizt við kennslu? — Ég tók próf frá Kennara- Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. í portinu á Laugavegi 7, þar sem jólatréshappdrætti Landgræðslusjóðs hefur staoió yfir undanfarna 3 daga. Unga fólkið á myndinni var að bera saman númerin á mið'- um sínum og númerum á vinningatöflunum. — Óðum gengur nú á jólatrén. í portið kom í gær maður, sem kevpti 40 miða fyrir 400 krónur. Hann var búinn að opna 38 þeirra án árangurs, en á þann 39, og 40. fékk hann tré. ' ’ "' - - - . . . . skólanum vorið 1917. Gerðist sí3« an farkennari vestur í Önundar- firði. Síðan var ég kennari í einn vetur hjá vini mínum og fyrrver- andi kennara, Sigurði Þóróifs- syni síðasta veturinn er hann hélfc Hvítárbakkaskóla. En ég var nemandi hans á árunum 1912—14* Hann var ágætur æskulýðsleið- togi, snortinn af iýðskólahreyf- ingunni dönsku, trúði á kraft hins lifandi orðs, enda fór kennsla hans fyrst og fremst fram í fyrir- lestrum. Hann lagði áherzlu á að vekja áhuga unga fólksins, sem til hans leitaði, glæða ást æsk- unnar til íslenzkrar tungu og sögu. Allar sínar kennslustundir lét hann byrja með söng. Fjör og þróttur var í kennslu hans og skólastjórn. — Ég gerðist kennari við Mið- bæjarskólann hér í Reykjavík ár- ið 1920 og var þar í 10 ár, unz Austurbæjarskólinn var reistur. Þar starfaði ég til 1946. — Kennslugreinar þínar voru? — Aðallega náttúrufræði, saga og reikningur. — Og hverjir voru eftirminni- legastir erfiðleikar þínir meðan þú stundaðir kennslu? — Ég man ekki eftir neinum. Ég var svo heppinn að ég þurfti aldrei að standa í neinu stima- jbraki við nemendur mína í þau 29 ár, sem ég fékkst við kennslu barna og unglinga. | — Og hvað þótti þér bezt við kennarastarfið? | — Hin andlegu samskipti við nemendurna. Þegar maður hefur 'góða og áhugasama némendur, þegar eftirtekt þeirra er vakandi, Jvilji þeirra til að hlusta og skilja 'svo kennarinn hefur naumast við jað fullnægja fróðleiksfýsn þeirra og þekkingarþrá. Það er ekki erfitt að kenna, þegar þannig er í pottinn búið. Ég skal segja þér eitt lítið dæmi frá daglegu starfi í Austur- bæjarskólanum. í skólann kom 'góður kunningi minn að norðam til að fá að sjá hina nýju skóla- byggingu og kynnast þeirri að- stöðu, er þar var til kennslu, Ég Jvar beðinn að ganga með honura um skólann eftir að kennslu- jstundir byrjuðu. Sagði við nem- endur mína um leið og ég hvarf frá þeim, að ég mundi vera hálf- tíma í burtu. Þetta var reiknings- tími. Ég sá um, að þeir höfðu nægileg verkefni, meðan ég væri fjarverandi. Er hálftíminn var liðinn og ég kvaddi kunningja minn og ætlaði að fara inn í kennslustofuna aft- ur, þá segir hann við mig: Nei. Nú er bezt að ég forvitri- ist um, hvernig er umhorfs 1 kennslustofu þinni, eftir að þú hefur verið svona lengi fjarver- andi. Hann sneri þangað. Um leið og hann opnaði hurðina varð hann þess var, að allir nemendurnir höfðu setið hver í sínu sæti og stóðu nú upp í virðingarskyni við aðkomumann. En engin vorus merki þess, að kennarinn hefða verið fjarverandi um stund. Þeir höfðu sem sé notað allan tímann, sem ég var í burtu, eins og fyrir, þá hafði verið lagt. „Þetta var falleg aðkoma,“ sagði gesturinn. — Hvað vilt þú segja mér ura skólamálin eins og þau eru í dag? — Ég tel að bezt sé að verai sem fáorðastur um þau á meðan ég er alveg fyrir utan það svarfs- svið, eins og nú er. — Hvað segirðu t. d. um skóla- skylduna eins og hún er nú? —■ Ég efast um, að hún nál að öllu leyti þeim tilgangi, sem formælendur hennai' hafa hugsað sér. — En verklega kennslan? — Það mál kom á dagskrá eftir að ég hætti að hafa bein afskipti af skólamálum. En hvað sem ura hana ýerður sagt, þá er það víst Frárrih'.' á 'b'ls.' 12. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.