Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 14
 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 22. des. 1951. Framhaldssagan 29 ...........................................................1.«...».....™ Herbergið á annari hæð Skaldsaga eftir MILDRID DAVIS „Þér verðið ágæt brúðarmey“, sagði hann og fleygði frakkanum yfir stól. Hún deplaði augunum og leit niður á kjólinn. Um leið munaði minnstu að hún missti jafnvæg- íð. Kjólfaldurinn var orðinn gegn ósa og önnur ermin hafgði lent ofan í rjómaskál. Hún reyndi að dusta burt blettinn en breiddi í stað þess úr honum. Þá gafst hún alveg upp og lyngdi aftur augunum. Swendsen hellti wiskylögg í glas og fór fram í matargeymsl- una. Þar fann hann stóran hum- ar og disk með smurðu brauði. Hann drakk út úr glasinu, setti það frá sér í eina hilluna og tók tvær ölflöskur undir handlegg- inn. Svo lokaði hann matar- geymslunni og settist við borðið. Hann tók humarinn með fingrun um og beit í hann. „Má bjóða yður‘“, spurði hann kurteislega eins og hann áttaði sig skyndilega. Hilda geispaði en svaraði ekki. Hún bar tómt glasið við birt- una og reyndi áð loka öðru aug- anu, en í stað þess lokuðust þau bæði. „Tómt“, sagði hún og reyndi að standa á fætur. Hún hélt höfðinu eins og það lægi bók oían á því og snéri sér að borðinu og leit yfir það. Hönd hennar rakst á flösku, en Swend- sen greip hana áður en hún datt á gólfið. „Kannske get ég hjálpað“ sagði hann. „Vínbirgðirnar entust þá ef til vill svdlítið lengur.“ Hilda brosti sigri hrósandi þeg ar hún hafði fundið koníaks- flöskuna og skvetti því sem eftir var í henni í glas sitt. Swendsen tók flöskuna af henni og setti hana í örugga fjarlægð. Hún hélt glasinu á hnjánum og starði á einhvern blett miðja vegu milli hennar og veggjarins. Hann borðaði humarinn og horfði á hana. Hún var öll af sér gengin nema hárið. Það lá í föst- um skorðum. Hún rann hvað eftir annað niður í sætinu en reisti sig alltaf up aftur. „Kannske væri betra að ég bindi yður við stól- inn“, sagði hann. Hún lagði glasið varlega frá sér á borðið en gaf honum engan gaum. Svo stóð hún hægt á fæt- ur. Hún beið dálitla stund eins og til að sannfæra sig um að það hefði heppnast. Svo þreifaði hún eftir glasinu en tók annað glas í stað þess. Svo gekk hún reikulum skrefum í stóran boga fram að dyrunum. Hún ýtti á dyrnar með fætinum en það varð til þess að hurðin skelltist beint framan í hana. Swendsen flýtti sér að koma henni til aðstoðar. Hún hélt hend- inni um nefið en annars var ekki á henni að sjá að hún hefði meitt sig. Hann tók varlega um axlir henni og leiddi hana aftur að stólnum. „Við skulum setja eitt- hvað kalt við það“, sagði hann. Hún kom auga á glasið sem hann hélt á og þreif það af hon- um svo að enn skvettist yfir kjól- inn. Hún ýtti honum frá sér og lagði aftur af stað. „Yður langar ekkert til að sjá allt þetta fólk núna“, sagði hann. „Þér skuluð hvíla yður svolítið fyrst“. Hún gaf honum engan gaum en gekk aftur fram að dyrunum. Þegar hún kom að þeim, nam hún staðar og ýtti varlega við þeim með einum fingri. Ekkert skeði. Hún gægðist í gegn um rifuna eins og hún byggist við að hurð- in slægist við hana aftur. Loks ákvað hún að hætta ekki á það, snéri við og að bakdyratröppun- um. Reikult fótatak hennar fjar- lægðist upp stigann. Swendsen lauk við humarinn og snéri sér að brauðinu. Ómur af röddum barst inn í eldhúsið. Einhver hljóp við fót og jm-&uananá dálitla stund, ýtti hann diskinum frá sér og nuddaði vangann hugs andi á svip. Það var heitt í eld- húsinu. Hann tók vasaklút og þurrkaði sér um ennið. Loks stóð hann upp og gekk fram að glugganum. Allt í einu nam hann staðar. Skelfingaróp kvað við svo und- ir tók í húsinu. 12. kafli. Seinna sama dag. Hljóðið hafði komið einhvers staðar að ofan og á eftir komu þungir dynkir, eins og eitthvað dytti niður tröppur. Og svo varð allt hljótt. Swendsen stökk að borðstofu- dyrunum. Um leið og hann opn- aði dyrnar heyrði hann raddir, spyrjandi og hrópandi hver upp í aðra. Hann renndi augunum rannsakandi yfir gestina. Snöggv- ast leit hann í áttina að tröppun- um en hann sá ekkert. Þá snéri hann við fram í eldhúsið og opn- aði djnrnar sem lágu að baktröpp unum. Fyrst sá hann ekkert fyrir ^ myrkrinu. Stiginn hvarf upp í myrkrið fyrir ofan. En svo sá hann móta fyrir einhverju fyrir neðan. | Það var manneskja, scm grúfði andlitið niður í gólfið og fæturn- ir lágu uppi á .fyrsta þrepinu. Swendsen beygði sig niður og studdi hendina við hjartastað. i Gangurinn var að fyllast af fólki. Spyrjandi augu litu á Swendsen. „Hvað hefur komið fyrir? Má ég sjá? Hvað skeði?“ I „Hvar er Schoenemann lækn- ir“? spurði Swendsen og reis upp. | „Hvað skeði....“, spurði ein- hver méð ákafa að baki honum. Hann snéri sér við. Það var frú Corwith. Hún hafði rutt sér braut . í gegn um þröngina. Hún var föl- I ari en Swendsen hafði nokkurn tímann séð hana áður. „Lofið mér J að sjá....“. Orðin dóu á vörum j hennar þegar Swendsen flutti sig til hliðar. „Það er erigin hætta. Hún er bara í yfirliði“ sagði hann. Hann sá hvernig henni létti og daufur roði kom fram í kinnar henni. Hún lét fallast á hnén og greip um aðra höndina. „Dora“, sagði hún blíðlega og nuddaði úlnliðinn. „Dora“. Ein kvennanna reyndi að sjá betur og ýtti við Swendsen. „Far- ið með hana inn í Stofuna. Stand- ið ekki þarna eins og glópur“. Bílstjórinn greip um handlegg hennar og ýtti henni frá. Hún starði undrandi á hann, eins og hún sæi hann nú fyrst. „Hv.., hvað....“. „Við látum lækninn líta á hana fyrst“, sagði hann stuttur í spuna. Loks kom Francis. Hann þreif- aði á unnustu sinni til að vita hvort hún væri beinbrotin. Morg unsloppurinn hafði opnast að sást í hvítan undirkjólinn. Hann dró sloppmn saman en rétti ekki úr sér. „Ég held að hún hafi að- eins fallið í yfirlið", sagði hann eftir góða stund og stóð upp. Hann leit hálflokuðum augunum yfir hópinn sem stóð allt í kring um þau eins og hann væri að leita að einhverju. Honum leið auðsjáanlega ekki vel. Will ruddi sér í gegnum hóp- inn. Hann stakk handleggjunum undir axlir Doru og hné og lyfti henni upp. Einhver hafði staðið á faldinum á sloppnum svo að hann rifnaði. Will leit á Francis undarlegu augnaráði. Það var næstum eins og hann væri sigri hrósandi. Svo ruddi hann sér aft- ur braut í gegn um borðstofuna og inn í setustofuna. Hann lagði frá sér byrði sína á legubekkinn fyrir framan arininn. Winnie kom með vatnsglas og ammoniak-flösku og rétti Will. „Ég fann ekkert annað en þetta“. Will tók við flöskunni, skrúf- aði af henni tappann og hélt henni fyrir vitum Doru. Hún hreyfði til höfuðið, Bílstjórinn hlustaði á skvaldrið í fólkinu sem stóð allt í kring. Allir virtust hafa eitthvað að segja. „Hvílíkt brúðkaup! Það á ekki af þessari fjölskyldu að ganga“. „Svo Dora fær þá ekki Francis í þetta skipti heldur“. Hann snéri sér við til að sjá hver hafði sagt síðustu setning- una, en hann gat ekki séð það. „Kannske ættum við að fara. Það verður sjálfsagt engin gifting hér eftir.“ c—ypr '"**"'*W iw " p ^ ARNALESBOjf \jUlcwiít2blaðsins 1 Ævinfýri Mikka 131. Veikgeðja risinn Eftir Andrew Gladwin 4. lýsa að allt landið hér í grennd er eign Ribbalda risa og það ei fyrirskip,*n hans, að menn stanzi hér. — Hver er eiginleg .... byrjaði Mikki. — Ekki taka fram í fyrir mér, sagði gamli maðurinn. Það er mjög ruddalegt. — Já, svo éeg komi að spurningu númer þrjú, um krókódílinn..Því er svo háttað, að það hefði verið ósköp bjánalegt að hengja spjald yfir ána þar sem stæði „Varið yður á hundinum“. Er það ekki? — Jú, líklega, svaraði Mikki. — Já, það passar. Þessvegna setti ég á skiltið: Varið yður á krókódílnum. Það á miklu betur við. — En er þá enginn krókódíll hérna? — Ha! Enginn kródíll, sagði gamli maðurinn og brosti út að eyrum. — Jú, auðvitað er krókódíll hér. Þú heldur þó ekki að ég hafi farið að skrifa það á spjaldið, ef það væri, svo enginn krókódíill neinsstaðar nærri. Þá myndu allir sjá,! bætti hann við dapurlega, að ég segði alls ekki satt. | — Nei, ég á ekki við það að þú sért að skrökva neinu að mér, flýtti Mikki sér að segja. — Ég átti aðeins við, að ég hélt..... i — Já, þú hélzt vitlaust. Það er staðreynd. Það er nefnilega krókódíll hérna. Risinn lét flytja einn krókdíl, alla leið frá Honga-Ponga. Það var geysilega dýrt að flytja hann alla þá leið. Já, blátt áfram ofsálega dýrt. ■ — Er ‘krókódíllinfi htettúlegur? spurði drengurinn. %er komið HIÐ EINA HEIMA -PERMANENT, SEM NOTAÐ ER AF MEIRA EN 20 MILJÓN AMERÍSKRA KVENNA EINS AUÐVELT I NOTKUN OG VINDA UPP HÁR YÐAR. Nú getið þér ejálfar sett f yður heima þá fallegustu hárliðun, sem völ er á. Reynið Toni í dag og sann- færist um, hve fljótt og auð- veldlega þér sjálfar getið sett f yður þá eðlilegustu liði, sem þér hafið nokkurntíman fengið. Toni liðar hvaða hár sem er, ef það á annað borð telcur hárliðun, og gefur því miúka og fallega liði, sem endast mjög veL Meðal hárliðunartími er hálf önnur klukkustund. Fylgið aðeins leiðbeining- unum, og hár yðar getið þér liðað eins og þér óskið. Munið að feiðja um Toni. Permanent með 42 plast- spólum kostar kr. 43.65. Permanent, án spóla kost- ar kr. 2Ö.5Ö. Liðið hdr yðar sjdlí með • og það verður sem sjdlíliðað Best-friend Hárþurkurnar komnar HENTUGAR FYRIR TONI NYTSÖM JÓLAGJÖF Verð kr. 357,50 HEKLE H.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 — SÍMI 1275 I Þýzku ryksugurnar KOMNAR — 4 mismunandi gerðir. Verð kr.: 790,00 — 850,00 — 980,00 — 1690,00. Hekla h.f. SKÖLAVÖRÐUSTÍG 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.