Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 11
[ Laugardagur 22. etes. 1951. MORGUNBLAÐIÐ Krisfmann Guðrmmdsson skrifar um BÓKMENNTIR ni icn Bjðrnsson skrifar um: BOKMENNTIR VICTORIA BENEDIKTS- j SON OG GEORG BRAND- j ES — Eftir Fredrik Böök. “• Sveinn Ásgeirsson þýddi. Bókaútgáfan Dagnr. ÞAÐ ER fremur sjaldgæft að norðurlandabækur birtist á ís- lenzku þegar árið eftir að þær koma út á frummálinu. En það hefur nú skeð með útgáfu bókarinnar: Victoria Benedikts- son og Georg Brandes. Hún kom út á sænsku 1950 og er nú jólabók hér á Fróni 1951. Senni- lega mun fæsta gruna hvílíkt snilldar- og merkisrit er hér ó ferð. Það lýsir eigi aðeins ásta- kynnum tveggja stórmerkra og víðfrægra persóna, heldur eru dagbækur frú Benediktsson, er rittð byggist á, hvorki meira né minna en bókmenntir á heims- mælikvarða. Þess skal getið, að þegar bók- in kom út í Svíþjóð, hlaut hún þá dóma, að um óvenjulegt og stórbrotið listaverk væri að ræða. — Frú Victoría var, ásamt Strindberg, talin fremst meðal rithöfunda hins sænska „natural- isma“. En þó er það fyrst með dagbókum þeim sem birtast í þessu riti, sem hún sannar, svo ckki mun um deilt, hvílíkum af- burða gáfum hún hafi verið gædd. Hún bjó einnig yfir miklu ástríðumagni, þótt uppeldi og skapgerð virðist hafa valdið því, að þær urðu innibyrgðar henni til skaða og hamingjutjóns. Dagbækur þessar lýsa kynnum hennar við hinn mikla danska gagnrýnanda, Georg Brandes. Frúin var liðlega hálffertug er þau hittust í fyrsta sinn. Þá gekk hún við hækjur, sökum beinhimnubólgu, er hún hafði hlotið eftir meiðsli í hné. En andlegir kraftar hennar uxu, með an á hinum langvinnu veikindum stóð og með óbugandi viljakrafti tókst henni að ná líkamlegri heilsu á ný. En þótt hún gengi eigi heil til skógar, er þau hitt- ust, hreif hún þó Georg Brandes, sem var mjög eftirsóttur af kon- um, þótt hann væri hvorki fríð- ur né mannborlegur. Kynni þeirra urðu smám saman mjög náin og örlagarík. Dagbækurnar sína, að Victoría berst fyrir lífi sínu, bæði sem kona og sem rit- höfundur, en Brandes lítur fyrst og fremst á konuna í henni. Rit- höfundinum virðist hann ekki hafa gert sér neitt far um að kynnast, og má það furðu gegna. Lýsingin á baráttu þessari er á- takanleg og stórkostleg, en lif- andi og sálfræðilega svo merki- leg, að hún getur engan lesanda látið ósnortinn. Maður minnist bæði Dostojevskis og Sigrid Undsets, — hinnar ástríðufullu sannleiksleitar þeirra. — Lesand- inn kynnist nakinni konusál, sem elskar og þráir af óstýrilátum til- finningahita, en er haldin margs- konar hömlum, sem meina henni að njóta lífsins að fullu. En þó er það að sjálfsögðu hennar innsta þrá. í Dagbókinni leita tilfinningar hennar útrásar. Hún segir: „Þessi blöð mín eru ekk- ert annað en uppbót á því, að ég á enga manneskju til að elska og tala við.“ Hún harmar hlut- skifti konunnar: „Ég harma það að vera kona. Kona getur aldrei orðið frábær listamaður. Það er sagt svo, það er víst þannig líka. _■ Ef við konur erum vel gefn- ar, þá erum við aðeins leikföng mikilla manna. Og þangað ná þær okkar, sem mest skara fram úr.“ — Hverjum dettur ekki í hug Strindberg, t. d. „Inferno", er hann les suma kafla þessara dagbóka? — „Kona án ástar, — listamaður án listsköpunar!" skrifar hún á einum stað, — spaklega mæit! — Frásögn Victoríu Benediktsson ©r berorð og hlífðarlaus, en hvergi gróf. Hún er jafn misk- unnarlaus í krufningu á sjálfri gér sem elskhuga sínum. Dag- bókin er djúptækur vitnisburður um þjáningu og þrá mannlegrar sálar og sýnir ljóslega hversu ástin fær í senn upphafið og nið- uriægt jafnvel hina stærstu per- sónuleika. Útkoma þessarar bókar er fágætur bókmenntavið- burður og ég fagna því, að hún skuli hafa birst svo skjótt og vel í íslenzku. Þýðing Sveins Ásgeirssonar er á lipru og lifandi máli, og — að undanteknum nokkrum prent- villum — prýðilega af hendi leyst. Mætti hann færa oss fleiri slíkar perlur úr bókmenntum frændþjóðanna!___________ Hvað viliu mér? SVO heitir bók, er Hugrún hefir ritað. í bók þessari, sem er prent- uð á Akureyri og gefin út af Norðra, eru 18 smásögur fyrir börn og unglinga. Hugrún er svo mörgum kunn fyrir bækur'sínar, sem hún hefir ritað á liðnum árum. Oil ritstörf hennar stjórnast af þeim ásetn- ingi, að það, sem hún færir í let- ur, verði til eflingar því, sem göfugt er, satt og rétt. Þess vegna á hún nt#ga þakkláta lesendur, sem bæta þessari bók við aðrar bækur Hugrúnar. Á lipru og léttu máli ber hún svo margt fram úr góðum sjóði, að þeir sem lesa, kinka kolli og kannast við sínar eigin bernskuminningar. Allar lýsa sögurnar í bók þess- ari því, að gott er að vera barn heima í sveitinni. Þau börn, sem aldrei dvelja í sveit fara mikils á mis. Það styður að góðum þroska að venjast heibrigðu sveitalífi. Við lestur bókarinnar verður eðli legt að hafa yfir orðin: „Ógn er gott að vera barn, vinur vors og blóma“. Hér talar sú kona, sem man eftir hátíðinni í sveitinni, fegurð- inni er miðsvetrarsólinni er heils að, hræðslunni, er úlfgrá þokan læðist yfir dalinn, og gleðinni, er sóin sigrar. Sagt er frá hinu marg breytilega lífi í veröld barnanna, sem eru að starfi úti og inni frá morgni til kvölds, er svefninn loks ber þau inn á sólskinslönd. Vel er lýst hugmyndaflugi barn- anna, lundarfari þeirra, vináttu, deilum, gleði og hryggð. Lesið bók þessa, sem byrjar á hinu fagra ævintýri um glerbrot- ið undir garðinum. Þegar búið er að lesa þá sögu, verður lestr- inum haldið áfram unz bókin end ar á b!s. 105, og að lestrinum lokn um höfundinum enn á ný þakk- að fyrir góða bók. Bj. J. Líi og List Jólabeftið komið úi JÓLAHEFTI hins vinsæla tíma- rits Lífs og listar, er nýkomið út og er hið myndarlegasta eins og vænta mátti. Á forsíðu er litmynd að málverki Muggs Sjöundi dagur í Paradís. Annað efni blaðsins er m. a.: greinin Grahm Greene og skáldverk hans, grein um Per Lagerkvist, eftir Sigurð Þórarins- son, grein um Ilannes Hafstein, eftir Leif Haraidsson, myndlistar- greinin Heimsókn til Chartres, eftir Steingrím Sigurðsson, leik- dómur um Hve gott og fagurt, eftir Sv. B. Svona fór það, smá- saga eftir Jökul Jakobsson, smá- sagan Eilífðarblóm eftir Ásgeir Ingvars. Loks eru nokkur kvæði í ritinu eftir séra Sigurð Einars- son í Holti og að venju er þar að finna ritstjórarabbið Á kaffi- húsinu. Næst síðasta hefti Lifs og Listar seldist upp á fáum dögum, en rit- stjórinn hefur tjáð blaðinu, að það hafi nú verið endurprentað og verði til sölu, ásamt jólaheftinu, í bókabúðum bæjarins. Jólaheftið er hið læsilegasta og frágangur allur er mjög til fyr- irmyndar. Ný unglingabók eflir Baden-Powell NÝLEGA hafa komið út á vegum Setbergs í Reykjavík smásögur, „Við varðeldinn", eftir Baden- Powell. Smásögum þessum hefur verið safnað saman í bók með fyrrgreindu heiti, en sögurnar sagði Baden-Powell við ýmis tækifæri. Svo sem kunnugt er, var B.-P. stofnandi skátahreyfingarinnar í heiminum. Hann hefur skrifað margar ágætar bækur um skáta- mál, sem hrifið hafa æskumenn allra þjóða bæði fyrr og síðar og hafa tvær þeirra áður verið ís- lenzkaðar, þ. e. „Skátahreyfing- in“ og „Ylfingabókin", tvö bindi. Margar sögur í bók þessari, „Við varðeldinn“, eru snjallar og spennandi, og beztar finnst mér sögurnar af ævintýrum Baden- Powell’s sjálfs, en eins og kunn- ugt er, var ævi hans röð af skemmtilegum ævintýrum, stund um hættulegum og spennandi. Enginn hefur skilið unga fólkið betur en Baden-Powell, og allt, sem hann hefur skrifað fyrir það, hefur verið gripið tveim höndum og lesið með ánægju og aðdáun, bæði af skátum og öðru ungu fólki, og er ekki að ef a, að bókin „Við varðeldinn‘“ verði kærkom- in öllu ungu fólki í jólafríinu. Tryggvi Kristjánsson. Handbók húsmæðra 1 ÖLLU því bókaflóði, sem nú | flæðir yfir landið, eru það ekki ýkja margar bækur, sem einvörð- ungu eru ætlaðar húsmæðrum. Nýlega barst mér þó í hendur ein slík bók „Handbók húsmæðra", og finnst mér hún vel þess verð, að konur láti ekki alvel hljótt um hana. Bókin er bersýnilega tekin saman af skilningi á þörfum hús- mæðranna og skal útgefandi hafa beztu þakkir fyrir. Auk þess er hún snyrtileg og vönduð að öllum frágangi með afar þægilegum upp sláttarorði, þar sem hver hlutur er á sínum stað og ráð við flestu. Ungu mæðrunum vil ég þó sér- staklega benda á læknisráðin við- víkjandi hvítvoðungnum og dag- legum óhöppum er oftast þurfa ekki aðra úrlausn en rétt handtak eða smá hjálp, er jafnt leiknir og lærðir geta leyst, ef þekking er fyrir hendi. Ég vil því með þessum línum benda húsmæðrum og húsfeðrum á bók þessa til jólagjafa. Kaupið Handbók húsmæðra, því ekki á morgun, heldur strax í dag, því mér segir svo hugur um, að upp- lagið sé þegar orðið takmarkað af þessari jólabók heimilanna. Handbók húsmæðra inn á hvert heimili. Gömul húsmóðir. TORGSALAN Oðinstorgi selur: Furugreinar, skreytt- ar; jólatré. Fallegar blóma- skálar. — Pantanir afgreidd- ar á sunnudag. — SpariS peningana og verzlið þar sem ódýrast er. Þórður Tómasson frá Vallnatúni. EYFELLSKAR SAGNIR 3. hefti. Bókautgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. MEÐ þessu hefti hefur Þórður Tómasson frá Vallnatúni lokið safni sínu af Eyfellskum sögnum, en gefur í skyn jafnframt, að vænta megi fleira frá hans hendi af innlendum fróðleik. Sagnasafn þetta er fjölbreytt að efni og vel frá gengið. Veigamesta ritgerðin í þessu hefti er um Holtspresta. — Hefur höf. dregið þar saman margvíslegan fróðleik um Holts- presta á síðari öldum. Heftinu lýkur með ítarlegri nafnaskrá yfir allt safnið. Þorsteinn Jósepsson. UM FARN'A STIGU. Bókaútgáfa Fálma H. Jónssonar. HER hefur Þorsteinn Jósepsson safnað i eina heild nokkrum ferðaþáttum sínum. Hann hefur víða farið og kann vel að segja frá. Þættirnir eru hinir skemmti- legustu. Bókin hefst á frásögn frá baráttu við dyraverði á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936, þar sem hann var einn af boðsgestum þýzku stjórnarinnar. Þáttur þessi er bráðskemmtileg- ur, þó að leiðinlegur „opportun- ismi“ skemmi hann á kafla. —, Bókin endar á frásögn um flug- ferð til ævintýralandsins Vene- zuela með Geysi. •— Engum leið- ist meðan hann les þessa bók. Nordahl Grieg. SKIPIÐ SIGLIR SINN SJÓ. Sjómannaútgáfan. SKÁLDSAGA þessi er ein af fyrstu bókum skáldsins. Hlaut hún þegar góðar viðtökur í heima landi höf., enda er hún í senn skemmtileg og fræðandi um líf 1 siómanna á höfum úti. Þýðing Ásgeirs Blöndals Magnússonar virðist vera vel af hendi leyst. Ragnar Þorsteinsson frá Höfðabrekku. VÍKINGABLÓÐ. Isafoldarprentsmiðja. ÞETTA er frumsmíð höfundar- ins. Hann hefur verið sjómaður og bókin fjallar um líf sjómanna á stríðs- og friðartímum. Frá- sögnin er spennandi og maður kynnist vel sjómannalífinu. Lýs- ingarnar eru víða lifandi, og er ekki að efa, að hún mun hljóta vinsældir, einkum hjá ungling- um, sem dá hreysti og ævintýra- legar frásagnir. Sigurður Einarsson. ÍSI ENZKIR BÆNDA- HÖFÐINGAR, I. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. ÞETTA er mikið rit, yfir 400 bls. í stóru broti og þó aðeins fyrsta bindi. Hér eru sagðar ævisögur 25 manna og kvenna í bænda- stétt. Bókin hefst á sögu Yzta- fellsfeðga og lýkur með ævisögu Ögmundar Sigurðssonar, skóla- stjóra. Hér er mikill fróðleikur samankomin um öndvegismenn í bænaastétt á fyrri hluta þessar- ar aldar. Verður ritið um leið saga framfara í lancfbúnaði á þessum árum. Sjálfsagt munu vera skiptar skoðanir um margt í bókinni, en hér er feikna mikill fróðleikur samankominn um menningu og framfaraáhuga í sveitum landsins eftir að þjóðin fékk sjálfforræði. Eftir öllu að dæma, verður þetta rit þýðingar- mikið fyrir menningarsögu þjóð- arinnar. Affasiskln fjóðabék eftir Rannveigu Guðnadóffur SÍÐASTLIÐIÐ sumar las ég Ijóða bók sem mér fanst fyllilega þess virði að vekja eftirtekt á bóka- markaðinum, það var ljóðabók- in Aftanskin, eftir írú Rannveigu Guðnadóttur. Samt hef ég ekki séð neitt um hana ritað í íslenzk blöð, én dr. Richard Beck skrif- aði um liana ritdóm í Heims- kringlu. í ljóðabókinni Aftanskin eru, í fám orðum sagt, vel orkt kvæði. Hvort sem lesin eru tæki- færis- eða átthagaljóð, eru þau öll létt og óþvinguð. Ljóðabókin er sannkölluð óskabarn skáldkon unnar. Hún var gefin út á sextugs afmæli hennar. Frú Rannveig hefur haft öðru að sinna, mestan hluta ævi sinnar heldur en að leggja stund á hugð- arefni sitt, skáldskapinn; þar sem hún um þrjátíu ára skeið var við bústörf norður í Húnavatnssýslu. Rannveig er fædd og uppalin á Vestfjörðum. Tryggð hennar á bernskustöðvarnar sézt vel í kvæðum' hennar um þær. Vestfirðingur vil ég heita víst því enginn kann að breyta. þó ég lifi í þúsund ár. Innst í hjartans æðaslögum ómar hlýtt frá bernzkudögum bæði gegn um bros og tár. Lífsánægju ög bjartsýni má jafnan finna í kvæðunum. i Stuttur starfs er dagur stendur hreinn og fagur heimur opinn móti mér. : Þráir hug til þarfa því svo margt að starfa meðan endist ævin hér. Víða bregður fyrir skýrum og fallegum umhverfislýsingum. Man ég Álftafjörðinn fríða ’ fjörðinn þennan djúpa, víða 1 fjöllin há þar halda vörð. Skógarhlíðar, grænar grundir glitrar áin bökkum undir stiklar frjáls í straumi hörð. „Aftanskin“ er til sölu hér í bænum áskrifstofu Helgafells í Garðastræti 17 og er verði bók- arinnar mjög stillt í hóf. Slíkar bækur sem þessi, eru mörgum kærkomnar jólagjafir, sér stak- lega þeim er yndi hafa af að kynna sér fjölbreytni jóðargerð- ar íslenzku kvennaskáldanna. Á. J. NÝLEGA er komin út smekkleg barnabók, sem ber titilinn Barna- bók Hlínar. Útgefandi hennar er fröken Halldóra Bjarnadóttir. í þessari litlu og fallegu barna- bók eru smásögur og frásagnir, sem áður hafa birzt í Hlín. Þar eru einnig margar vísur eftir Kristínu Sigfúsdóttur skáldkonu og fjöldi mynda. Frk. Halldóra Bjarnadóttir er löngu landskunn kona fyrir sitt merka og mikla starf í þágu ís- lenzks heimilisiðnaðar og félags- mála kvenna. Þessar barnasögur úr Hlín, sem frk. Halldóra er rit- stjóri að, eru fallegar og skemmtt legar. _j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.