Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 1
16 síðuar 38. árgangtur. 298. tbl. — Laugardagur 22. desember 1951. PrentsmiSJa MargnnblaSslna, | Samþykkt fjárhagsáætlun S.þ. Bandaríkin greiSa 36.9% Rússar 9.85% SKIPT&R SKOÐANIR UM ÁRAKSUR STARFSIMS Einkaskeyti til Mbl. frá Rcuter-NTB. PARÍS, 21. des. — Fyrsta áfanganum er nú lokið í fundahöldum Allsherjarþings sameinuðu þjóðanna að þessu sinni. Forseti þings- ins sagði við fréttamenn í því tilefni, að þróun málanna hefði miðað í friðarátt milli austurs og vesturs. Almennt mætti segja, að árangur af starfi S. Þ. undanfarnar vikur væri jákvæður. EKIvI JAFN BJARTSÝNIR ^ Þrátt fyrir ummæii forsetans er talið, að yfirleitt gæti ekki sömu bjartsýni meðal stjómmálamanna á Allsherjarþinginu og séu marg- ir þeirrar skoðunar, að bókstaf- lega ekkert hafi áunnizt þá 45 daga, sem þingið hefur starfað. Árangur af starfi nefnda haíi orðið sáralítill hvað snertir ósam- komulag austurs og vesturs og stjórnmálaleg vandamál séu jafn óleyst sem áður. Ásakanir og gagn ásakanir hafi verið sízt minni nú, en á fyrri samkomum S. Þ. og af því mætti marka árangurinn. GÆZLUVERNDARRÁÐIÐ Á það er bent m. a., að Frakk- land og Suður-Afríka hafi kallað fulltrúa sína úr Gæzluverndarráð- inu vegna þeirra mála, sem þar hafi verið tekin til meðferðar. Hins vegar hafi sá árangur náðst, að ný afvopnunarnefnd hafi verið ekipuð en óvíst sé hverju hún fái framgengt. FJÁRHAGSÁÆTLUNIN Fulltrúar hafa nú fengið jóla- leyfi og var samþykkt fjárhags- áætlunar fyrir árið 1952 síðasta málið, sem tekið var fyrir. Fjár- hagsáætlunin var samþykkt með 47 atkvæðum gegn 5. Kommún- istaríkin voru á móti. Áætlunin hljóðar um 48.096.780 dali. Einnig var samþykkt hvernig framlög um skuli skipt milli þjóðanna með 40 atkvæðum gegn 5 atkv., en Bandaríkin, Israel og Etíópía greiddu ekki atkvæði. Gert er ráð fyrir, að Bandaríkin greiði 86.9% af heildarupphæðinni, en banda- ríski fulltrúinn benti á í því sam- bandi að ekki væri sanngjarnt, að eitt ríki greiddi meira en þriðj- ung kostnaðar. Bretar gixiða rúm 10%, og Sovétríkin 9.85%, Frakk- land og kínverskir þjóðernissinn- ar 5.75% og önnur ríki minna. Að lokum færði forseti þings- ins fulltrúum jólaóskir og hvatti nefndir til að hraða störfum þannig að unt yrði að ljúka fund- um hinn 26. janúar eins og áætl- að hefði verið. Er hann forseiaefni? i..' j Verða dæmdir BUDAPEST, 21. des. — Ung verska ríkisstjórnin hefur tiikynnt bandaríska sendi- ráðinu í Budapest, að áhöfn flugvélarinnar, sem skotin var niður af rússneskum; orrustuflugvelum 19. nóv. s. 1., verði leidd fyrir ungversk- an dómstól. — I tilkynning- unni segir, að flugmennirn- ir verði ákærðir fyrir að hafa farið inn á ungverskt yfirráðasvæði í glæpsamleg- 1 um tilgangi —Reuter-NTB. i Fangalistinn rangur RAUÐI KROSSINH ATHUGI FANGABÚÐIR Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. TÓKÍÓ 21. des. — Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Panmunjom hafa tilkynnt, að á fangalista Norður-Kóreumanna, er þeir afhentu í þessari viku, vanti nöfn yfir 1000 hermanna, sem áður hafi verið lesin í útvarp kommúnista. Ennfremur segja fulltrúarnir, að listinn sé ekki í samræmi við þær upplýsingar, sem fengizt hafi eftic öðrum leiðum. ( --------------------®RAUÐI KROSSINN 1 | Ridgway hershöfðingi hefur S AS hausti verða forsetakosningar í Bandaríkjunum. Innan skamms fara fram kosningar í Kaliforníu í tilraunaskyni til að fá úr því skorið, hverjir séu vinsælastir þar úr flokki demókrata. Þessi heitir Estes Kefauver, og er öldunga- deildarþingmaður fyrir demó- krata. HJOTA EKKISÍUÐNSNGS PARÍS 21. des. — De Gaulle sagði á blaðamannafundi í París í dag, að Evrópuherinn og Schu- man-áætlunin væru algerlega ó- fullnægjandi úrræði til samein- ingar Evrópu og þar sem þessi áform nytu ekki stuðnings þjóð- anna mundu þau fremur Spilla einingarhugmyndinni en styrkja hana. Taldi hann það ekki heppi- legt fyrir afdrif málsins, hversu Bandaríkin fylgja því fast eftir. NTB-Reuter. 202 daga LUNDÚNUM - Joseph Colbridge 6 ára að aldri frá Manchester hef- ur nú verið meðvitundarlaus í samfleytt 202 daga, eða síðan gerður var á honum heilaskurð- yr. Síommúnista- óeirðir í Höfn FYRIR nokkrum dögum stofn-! uðu kommúnistar til óspekta á' aðalumferðargötum Kaupmanna- hafnar til þess að mótmæla 18 mánaða herskyldutíma. Hengdu þeir upp áróðursspjöld á hús- veggi og myndastyttur þar sem jólaskrauti hafði verið komið fyrir. Kalla varð lögreglumenn og brunalið á vettvang til að nema burt áróðursspjöldin og gerðu kommúnistar tilraun til að hindra framkvæmd verksins, og stofnuðu lífi brunaliðsmanna í hættu, þar sem þeir voru við skyldustörf. Hvöttu þeir friðsama borgara, sem voru á ferli við jólakaup, tilj að veitast að lögreglumönnum \ með ofbeldi og hindra verkj þeirra. Nokkrir kommúniskir vind- belgir voru handsamaðir, meðal þeirra tvær ungar stúlkur. Bandaríkin svara WASHINGTON 21. des. — Banda ríkjamenn hafa sent rúmensku stjórninni orðsendingu, þar sem þeir vísa algerlega á bug stað- hæfingu Rúmena, að hinn 18. okt. s.l. hafi tveir bandarískir njósnarar verið fluttir flugleiðis inn yfir rúmenskt land og látnir svífa til jarðar í fallhlífum. Segja Bandaríkjamenn að staðhæfingin sé hlægileg og fram komin ein- ungis í áróðursskyni. NTB-Reuter. íþróltamenn flýja ÞRÍR kunnir austur-þýzkir knatt spyrnumenn Werner Oberlánd- er, Winfried Herz og Heinz Woz- inakowsky, sem hafa leikið í landsliði Austur-Þýzkalands m.a. gegn rússneska liðinu Dynamo, hafa flúið til Vestur-Þýzkalands. Blöð í Austur-Þýzkalandi höfðu valið Oberlánder bezta íþrótta- mann ársins 1951. öruggur BELGRAD, 21. des.: — Tító marskálkur lýsti því yfir í dag í ræðu, að her Júgóslava væri nú svo öflugur, að hann gæti hrund- ið hvers konar árásum. Jafnframt varaði hann þjóðina við flugu- mönnum, sem væru að reyna, að koma á fót fimmtu herdeild í landinu að undirlagi Komin- form. Sagði hann, að úr þeirri einu átt væri öryggi landsins hætta búin. — NTB-Reuter. Spelðvirkjar athafnassmir PARÍS 21. des. — Bretar hafa sett nýjar öryggisreglur um um- ferð á Súez-eiði, þar sem öllum farartækjum er meinuð umferð um veginn milli Port-Said og Fayid öðrum en þeim sem flytja mikilvægan varning. Tilkynnt hefur verið að hér sé um að ræða öryggisráð- stafanir vegna þess hve spell- virki hafa farið í vöxt að undan- förnu. Aðfararnótt fimmtudags skutu brezkir hermenn 5 egypzka skemmdarverkamenn til bana þar sem þeir voru að gera tilraun til að rjúfa vatnsleiðslu Breta. ný hreyft því máli, að Alþjóða: rauða krossinum verði- leyft að athuga fangabúðir í N.-Kóreu. Þessa málaleitan höfðu fulltrúar; S. Þ. áður lagt fram en tekiðl aftur. Hershöfðingjar kommún-< ista hafa ekki svarað Ridgway] ennþá. TILBOÐ 1 Samninganefnd S. Þ. bauð kommúnistum í dag, að fluttur yrði brott her Sameinuðu þjóð- anna, sem hefst við á eyjum norð- an 38. breiddarbaugsins. Fóru þeir ekki fram á að neitt kæmi í stað- inn. ; 3 ATRIÐI SAMÞYKKT Málum er nú svo komið, að samkomulag hefur náðst um 3; atriði í vopnahléssamningunum, eni ágreiningur er enn um ýmis grund vallaratriði svo sem vígbúnað og liðssamdrátt að baki markalín- unnar og endurbyggingu flug- valla. LOFTARASIR Orrustuflugvélar S. Þ. höfðrt sig í frammi í dag og töldu flug- mennirnir sig hafa rofið mikil- vægar samgönguleiðir í Norður- Kóreu. Ekki kom til neinna veru- legra átaka á vígstöðvunum síðasti liðinn sólarhring. ÞEGAR Nóbelsverðlaunin voru afhent í Stokkhólmi í þessum mánuði, var erlendum sendi- mönnum boðið að vera viðstödd- um. Þekktust þeir allir boðið nema sendiherrar Rússa, Pól- verja og kínverskra kommúnista. Stríðsæsingamaðarinn Andrés önd! ÞAÐ bar til tíðinda á þingfundi í fulltrúadeild ítalska þingsins í þessum mánuði, að þeir Mikki ( mús og Andrés önd urðu fyrir árásum af hendi eins af kven- fulltrúum kommúnista, sem brigzlaði þeim um stríðsæsingar. Sagði frúin, að teiknimyndir af þeim félögum' væru „liður í kerfisbundnum J stríðsundirbún! ingiBandaríkj- anna“. Einkum var henni þyrn ir í augum teiknimynd ein þar sem And- rés kom fram sem stríðsmað- ur grár fyrir járnum og fór með umsvifum og háreysti að her- mannasið. Þessar uggvænlegu upplýsing- ar frúarinnar um þá félaga, hafa fengið góðar undirtektir hjá mál- gagni kommúnista, blaðinu Unita í Rómaborg, sem tók ennþá dýpra í árinni og fullyrti að „Kjarn- orkumaðurinn" og aðrar slíkar hetjur í amerískum teiknimynda- flokkum væru augljósir fasistar! Þeir Andrés og músin hafa sem kunnugt er átt mjög innangengt hjá Þjóðviljanum og fengið mynd ir sínar á þrykk í því blaði öðr- um fremur. Verður það að telj- ast með nokkrum ólíkindum að það skuli líðast að blaðið birti jöfnum höndum myndir af þess- um geigvæniegu stríðsæsinga- mönnum og sjálfri friðardúfunni. Hafðu gát á línunni, Þjóðvilji! Tillaga Rússa var felld Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter. PARÍS, 21. desember: — Stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna hafnaði í dag ásökunum Rússa um, að Bandaríkjamenn ynnu að því að koma á fót fimmtu herdeildum í Kominform-löndunum. 39:5 & Tillaga Rússa um að fordæma viðbótarákvæðin í lögunum um gagnkvæma aðstoð til eflingar öryggi, þar sem gert er ráð fyrir hjálp til handa flóttamönnum frá Austur-Evrópu, var felld með 39 atkvæðum gegn 5 í Stjórnmálanefndinni. 11 fulltrú- ar greiddu ekki atkvæði, en það voru fulltrúar Araba- og Asíu- ríkjanna. I ákvæðinu er m.a. gert ráð fyrir, að flóttamenn geti gengið í Atlantshafsherinn, er þátttöku- ríkin samþykkja það. Truman forseta er heimilt að verja 100 ^milljón dölum í þessu skyni. VÍSHINSKY Áður en atkvæðagreiðslan fór fram lýsti Vishinsky því yfir, að fulltrúarnir í nefndinni hefðu keppst um að rægja* Sovétríkin og æsa til haturs gegn þeim. — Sagði hann að áætlunin um gagn kvæma hjálp væri skref í áttina til nýrrar styrjaldar. Brýr endurbyggðar BONN — í stríðinu voru eyði lagðar 8000 brýr í Vestur-Þýzka landi. Helmingur þeirra hefur nú verið endurbyggður. Churchill seinkar 1 LUNDÚNUM 21. des. — Föf Churchills til Bandaríkjanna hef- ur seinkað um einn dag, þannig að hann leggur af stað 30. desem- ber í stað 29. Stormur hefur geis- að á Atlantshafi og tafið risa- skipið Queen Mary á ferð sinni yfir hafið. — NTB-Reuter. Kasmírdeilan PARlS, 21. des. — SendimaðujJ Kasmír hjá S. Þ. tilkynnci í dag, að Indlandi og Pakistan hefði ekki tekizt, að koma sér satnan urrt afvopnun í Kasmír. Hugmyirdin var, að afvopnunin yrði undan- fari • almennra kosninga, undir handleiðslu S. Þ., um framtíð landsins. — Reuter-NTB. , Sendiráð í Argentínu TVEIR fulltrúar úr utanríkis- ráðuneytinu í Bonn eru nýkomn- ir til Buenos Aires, þar sem þeir vinna að undirbúningi að opnun sendiráðs Vestur-Þjóðverja. —> Hefur það verið lokað síðan 1944, Höfnuðu boðinu 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.