Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.12.1951, Blaðsíða 9
j Laugardagur 22. des. 1951. MORGVNBLAÐIÐ Þjáningar manna voru faldar sjálfsagðar FYRIR ókunnuga getur Saga Sovét-Rússlands því aðeins haft þriðju vídd raunveruleikans, að baksviðið hverfi aldrei né gleym- ist. En á baksviðinu er hálf- soltinn, tötrum klæddur, hrjáður og fyrirlitinn múgur, sem sviptur hefur verið einfaldasta frelsi í stjórnmálum og fjjármálum. Það leið varla sá dagur, að ekki kæmu til mín verkamenn eða konur þeirra og segðu mér frá fátækt sinni eða veikindum. Ég gerði allt, sem ég gat, til að b'æta úr þessu, en það var hörmu lega lítið, sem ég gat áorkað. Stundum tókst mér að brjótast í gegnum skriffinnskuna og út- vega verkamanni, sem hafði brýna þörf fyrir það, skó eða vinnuföt. Við og við tókst mér að koma hreyfingu á starfsmenn sjúkrahússins, þegar barnslíf var í hættu. En meinin voru of mörg og ristu of djúpt til þess, að fyrir- höfn nokkurra viðkvæmra em- bættismanna gseti dregið úr þeim, hvað þá bætt þau. Þegar ég hugsa aftur í tímann, finnst mér það verst af öllu, að þján- ingar manna voru taldar sjálf- sagðar. Menn álitu þær eðlilegar og óhjákvæmilegar, eins og for- ina og kuldann í úralska lofts- laginu. Þrátt fyrir opinberar ráðstaf- anir til að binda verkamennina við starf sitt, skiptu menn ákaf- lega oft um störf. Úr verksmiðju minni hurfu mánaðarlega tvö til þrú hundruð verkamenn af hér um bil seytján hundruð verka- mönnum, sem störfuðu við hana. Auðsætt er, hver áhrif þetta hef ur á áframhald og afköst við framleiðsluna. NAUÐUNG EINA RÁÐSTJÓRNARLYFI3Í Aðeins verulegar kjarabætur hefðu getað leyst þetta vandamál. Verkamaður, sem tók saman fá- tæklegar eignir sínar og hélt af stað til að afla sér atvinnu ann- ars staðar, gerði þetta í hreinni örvæntingu. Ef til vill hafði hann frétt að hann gæti annars stað- ar fengið hærra kaup, stærri fata- og matarskammt eða hrein- legra húsnæði. En nýju húsbænd Urnir gáfu orsökunum engan gaum, en létu afleíðingarnar sig meiru skipta. Áróðurstæki stjórn arinnar helltu háðsyrðum yfir höfuð þeirra borgara, sem sótt- ust eftir betri lífskjörum. Þeir voru kallaðir letingjar, flótta- menn frá vígstöðvum vinnunn ar, staðfestulausir ræflar. Og stjórnin fyrirskipaði stærri skammt af því eina ráðstjórnar lyfi, sem notað var gegn öllum þjóðfélagslegum sjúkdómum, sem sé nauðung. Læknislyfið kom í formi nýrr- ar „vinnubókar“ handa öllum verkamönnum. Þó að vinnúbæk- urnar ættu formlega ekki að gilda fyrr en frá 15. janúar 1939 var farið að úthluta þeim mörg- um vikum áður. í blöðunum var jþessu fyrirkomulagi fagnað sem sönnun fyrir ,vexti og viðgangi verkamannastéttarinnar og holí- ustu hennar gagnvart sxnu sósíal istiska föðurlandi". Þó að stjórn- málanefndin ætti upptökin að jþessu fyrirkomulagi og því væri xieitt inn á almenning, sem sýni- lega skoðaði það sem r.ýjan lás fyrir fangelsið, sem hann lifði í, var þetta fyrirkomulag skýrt sem vopn verkamannanna í barátt- unni gegn þeim „slæpingjum, sem voru dragbítur á framleiðsl unni.“ ENN HERT Á EFTIRLFriNU Vinnubókin var fyrir verka- mennina það sama og flokks- fcókin fyrir kommúnistana. Verka maðurinn gat nú ekki lengur far iið úr vinnu sinni án skriflegs leyfis, sem ritað var í bókina. Hann gat ekki fengið aðra vinnu, inema í bókina væri ritað vott- <orð, sem gaf honum leyfi til að fara úr fyrri vinnustað. Auk þess var færð inn í bókina nákvæm skrá yfir þær ámmningar og refs íngar, sem verkamaðurinn kunni að hafa hlotið fyrir að hafa kóm- ið of seint til vinnu, orðið eitt- Verkamenn gátu engrar miskunnar vænzt hjá sovétstjórninni Kaíii úr békinni „Ég kaus frelsið" í eitt ár eða lengur fyrir ekki meiri sakir. En þar skjátlaðist okkur hrapalega. Auk þeirra við- Þegar búið var að binda verka , Yarna’, ,sem beint. voru teknar Á efri myndinni sést Victor Kravsjenko í hinum frægu réttarhöld- um í París, er hann stefndi kommúnistablaði þar fyrir níðskrif. Vann hann málið, sem kunnugt er. Á neðri myndinni sjást blaða- menn og ljósmyndarar þyrpast að Kravsjenlto. við framleiðsluna og háfði verið bekkjarbróðir minn hvað ; aðrar syndir.. Verkamaðurinn var með öðrum orðum neyddur til að dragast með þungann af allri fortíð sinni með sér hvert sem hann fór. Hann átti ekki leng ur neina von um að geta byrjað nýtt líf í annarri borð eða iðn- grein. Ég átti tal við tugi karla og kvenna í Novo-Trubni verksmiðj unni um það leyti, sem vinnubæk urnar voru afhentar. Undantekn ingarlaust var þeim meinilla við þær. Jafnvel hinn einfaldasti verkamaður áleit þetta uppátæki bragð af hálfu stjórnarinnar. Jafnvel þeir, sem ætluðu sér ekki að skipta um vinnustað, álitu sig veidda í gildru. „Hver hættir að vinna í verk- smiðju, ef lífskjörin þar eru nokk urn veginn viðunnandi?“ sögðu þeir við mig. „Hvaða munur er nú orðinn á okkur og mönnun- um í fangabúðunum hérna í um- hverfinu?" URÐU EINNIG AÐ KYSSA Á SVIPUNA En eins og títt var í Ráðstjórnar rikjunum voru fórnardýrin neydd til að vei'ta þessum nýju hlekkjum viðtöku, ekki aðeins af „fúsum vilja“, heldur „með hrifningu". Það var ekki nóg, að þau kenndu á svipunni, heldur áttu þau líka að kyssa á svipu- ólina og hróoa húrra. Starfs- | búa hina nauðsynlegu vakningu, menn verkalýðsfélaganna hófu og auðvitað var endurskoðunin „menntabaráttu“ til þess að alls staðar í því fólgin að krefj- kenna mönnum, hve fagur þessi ast meiri vinnuafkasta. Verka- nýji „agi“ væri. Þeir boðuðu til | mennirnir í. hinum ýmsu verk- fjöldafunda, þar sem útvaldir smiðjudeildum hjá okkur sam- flokksmenn meðal verkamanna þyktu enn einu sinni á opinber- héldu lofræður um hina nýju um fundum ályktanir, þar sem blessun og hljómmiklar ályktan þeir juku kröfurnar til vinnu- ir, sem fyrirfram höfðu verið afkasta sinna af „fúsum og samdar af borgaranefndunum eft frjálsum vilja“, en það var raun- ir fyrirskipunum frá Moskvu, verulega samn og að lnékkn laun eomhvVl/tar , Amn Kliníii f cír, TXtri^íir, i PArwmirtílclr lvctn x verkfræðingaskólanum. Við kvöldborðið, þegar við vorum orðnir einir í íbúð minni, fórum við að ræða um vinnubækurn- ar. Vinur minn, sem hafði komið í margar verksmiðjur, var dap- ur í huga. Hin almenna beiskja meðal verkamannanna hafði haft áhrif á hann. „Já, ég held þrumandi ræður um þetta nýja sovétafrek", end- varpaði hann, „en, Vitja, ég segi ekki það, sem mér býr í brjósti. Fyrst komu skírteini handa flokksmönnunum og nú þessar gulu bækur handa verkamönn- unum!“ Það vill svo skrýtilega til, að ég heyrði þessa sömu setningu úr annarri átt. Einn af aðstoðar- mönnum mínum kom inn í skrif- stofu mína einhverra erinda. „Jæja, Victor Andrejevitch“, sagði hann og gretti sig. „Þér petið óskað mér til hamingju. Ég hef fengið gula bók eins og vændiskona...“ HANDAUPPRÉTTINGAR OG LÓFAKLAPP Þegar stjórnin hafði tryggt sér, að öreigarnir gætu ekki hlaupizt á brott, tók hún annað skref í áttina til „sósíalismans“. Hún gaf fyrirskipun um að endurskoða vinnureglurnar um land allt. Verkamannafélögunum var aft- ur falið það hlutverk, að undir- voru samþykktar í einu hljóði. !' sín. Blöðin í Pervourálsk iýstu Rar.nsóknarnefnd var send til á lióðrænan ftútt hinni miklu•. verksmiðju okkár til: þess að hrifningú verkarhanná Við þetta tryggja það, aðt úthlutUn hinna! tækifæri, þótt étígihn vlðstadd-ii nýju stalinsku sv.innubóka færi ur héfði orðið vár við annað en fram á réttan hátt. Það kom 1 venjulega handauppréttingu og Ijós, að einn nefndarmannanna lófaklapp. mennina við vélar sínar og knýja meiri vinnuafköst út úr þeim fyr- ir sama kaup, vorum við tilbúnir til að leggja fram næstu og smán arlegustu sönnunina fyrir virðu leik vinnunnar undir alræðis- stjórn öreiganna. Hún byrjaði með háværum og fjörugum áróðri um efnið: slæpin^gsháttur og óstundvísi við vinnu. I ýmsum bæjum voru haldnar „sýningar- yfirheyrslur“ yfir slæpingjunum. Ef Marzbúi hefði komið til jarð- arinnar á þeim slóðum og um það leyti, sem yfirheyrslurnar fóru fram, hefði hann sannfærzt um, að rússneska þjóðin væri sam safn slæpingja, sem móktu í mjúkum rekkjum sínum þar til sól væri hátt á lofti á daginn, og í leti okkar hefði hann fundið eðlilega skýringu á hinni lélegu framleiðslu. HERT Á HTNUM „SÓSÍALISKA VERK AM ANN A AG A“ Svo kom hin harðneskjulega tilskipun um „að herða á hinum sósialistiska verkamannaaga". Ég vildi óska, að þeir saklausu út- lendingar, sem halda því fram, að í Rússlandi sé „efnahagslegt lýð- ræði“ og „verkamannaþjóðfélag", vildu lesa þessa tilskipun vand- lega. Ég vildi óska, að þeir vildu rannsaka, hvort hinir kúguðu verkamenn í hinum andlega myrkvuðu löndum þeirra myndu sætta sig við slíka meðferð. Þessi nýju lög skipuðu svo fyrir, að hvern þann, sem kæmi meira en tuttugu mínútum of seint til vinnu, skyldi þegar í stað kæra fyrir hinum opinbera ákærð- anda þar á staðnum. Því næst átti að yfirheyra hann, og ef hann reyndist sannur að sök, skyldi hann dæmdur til fangels- isvistar eða hegningarvihnu. Af ótta við, að „veikgeðja“ embætt- ismenn eða „spiiltir frjálslyndir burgeisar" í dómstólunum á staðnum myndu vera of vægir, kröfðust lögin að þeir fram- kvæmdastjórar og aðrir, sem létu hjá líða að kæra eða á annan hátt vernduðu þá, sem höfðu „gert sig brotlega" um að koma of seint til vinnu, skyldu verða handteknir og þeim refsað! Aðeins alvarlegur sjúkdómur, sem vottaður var af læknum verksmiðjunnar-, eða andlát ein- hvers heimilismanns var afsök- un, sem tekin skyldi til greina. Það var ekki tekið gilt sem af- sökun, þótt menn svæfu yfir sig eða almenningsfarartæki seink- aði. Á meðan ég var iðnaðarleið- togi hafði ég séð mörg reiðarslög dynja yfir höfði hinna ólánssömu verkamanna. En ekkert af þeim var jafnóskiljanlegt, jafnlam- andi og þetta. I upphafi álitu flestir, að lögin væru allt of ströng til þess að hægt væri að framkvæma þau. En okkur skild- ist brátt, að Staiin var alvara. Tuttugu mínútur var þag milli- bil, sem skildi takmarkaðan þræl dóm hins „frjálsa" verkamanns frá algjörum þrældómi nauðung- arverkamannsins. ENGA MISKUNN VAR AÐ FINNA Á hverjum morgni var lögð skrá á skrifborð mitt með nöfn- um þeirra, sem höfðu komið of seint, og var þar nákvæmlega tiltekið, hve mörgum mínútum hver maður hafði komið of seint. Starfsmenn flokksins og verka- lýðsfélaganna í verksmiðjunni fengu afrit af þessari skrá. Ég átti ekki annars úrkosta en að undirrita þessa skrá og senda hana til aðalframkvæmdastjór- ans, sem sendi hana áfram til hins opihbera ákæranda. „Saka- mennirnir“ voru því næst fljót- lega kallaðir fyrir rétt og yfir- heyrðior. Við áttum bágt með að trúa þvíj að menn, sem höfðu fyrir öðrum að sjá, myndu verða rifnir burt frá fjölskyldum sín- um og dæmdir í hegningarvinnu fram í lögunum, höfðu dómstól- arnir fengið ákveðnar fyrirskipan ir um að sýna enga miskunn- semi. Þeir gerðu skyldu sína, þó að aðeins fáir af ákærendun- um og 'dómendunum gætu leynt blvgðun sir.ni. Fyrstu þrjá mánuðina eftir gild istöku þessarar tilskipunar voru í öllu Rússlandi hér um bil millj. verkamenn og aðrir starfsmenn kærðir fynr slæpingshátt og fyr ir að hafa komið of seint til vinnu, og vöru flestir þeirra sakfelldir! Feður og mæður voru dregin burt frá heimilum sínum, af því að þau höfðu „sofið yfir sig“ eða vegna þess að þau höfðu verið veik, en ekki nægilega mik- ið veik að áliti opinberu lækn- anna. Og börn þeirra urðu að svelta til bana eða voru sett á munaðarleysingjahæli. í verk- smiðju minni voru tugir verka- manna dæmdir á degi hverjum. Það var grátur og gnístran tanna í hinum svörtu brögg- um, en harmakveinin voru ekki nægilega hávær til þess að ná eyrum stjórnmálanefndarinn a.r Til þessa dags hafa heimsk- ingjarnir, sem vilj leiða svona „efnahagslegt lýðræði“ yfir aðr- ar þjóðir og þjóðflokka, ekki heyrt þau. S LAUN 40 ÁRA STRITS Dag nokkurn kom gamall rennismiður til mín. Ég vissi, að hann var duglegur og iðinn verka maður. Hann var grátandi. Áð- ur en hann hafði skýrt mér frá erindi sínu, var mér ljóst, af hverju hann var að gráta. Ég hafði nefnilega séð nafn hans á hinni sorglegu skrá. Ég kom þrjátíu mínútum oí seint“ stundi hann upp. „En ég er gamall maður. Ég hef unnið með höndum mínum í 40 ára. Hvað verður nú um konu mína og börn? Bjargið mér, bjargið mér, félagi framkvæmdastjóri!“ „Hvers vegna komuð þér of sein_t?“ „Ég hafði slæman tannverk. Ég var andvaka alla nóttina. Með morgunsárinu sofnaði ég og vakn aði ekki á réttum tima. Ég hljóp hálfklæddur til verkstæðisins, eins og fjandinn væri á hælun- um á mér. En mér tókst ekki að koma nógu snemma". „Ég trúi yður, félagi. En ég ræð engu í þessu máli. Ef ég strika nafn yðar út af skránni, verð ég settur í fangelsi. Ég get aðeins skrifað lækninum og beðið hann að hjálpa yður“. Ég skrifaði lækninum, en hann hafði sýnilega aðeins áhuga á að bjarga sjálfum sér. Gamli mað- urinn var leiddur fyrir rétt. Dag nokkurn hratt verkakona einkaritara mínum til hliðar og kom þjótandi inn í skrifstofu mína. Hún var hágrátandi, eins og sveitafólki er títt. „Setjizt niður, og verið róleg“, sagði ég. Það kom í ljós, að hún hafði komið nærri því klukkustund of seint og búið var að stefna henni fyrir réttinn. Hún var ekkja og’ varð að annast tvö börn sín, dótt- ur ellefu ára gamla og aðra tveggja ára, auk vinnu sinnar í verksmiðjunni. Hún sagði mér, að eldri dóttir sín væri mjög veik. Hún hefði sent eftir lækni, en þegar hann kom og var að rannsaka barnið, varð henni ljóst, að hún myndi sjálf koma of seint til vinnunnar. Ég lofaði að tala við lækninn. Því miður var litla stúlkan, að áliti hans, ekki eins veik og móð- irin hafði haldið. Hann kvaðst ekki með góðri samvizku geta gefið vottorð um, að sjúkleikinn veitti móðurinn rétt til að koma of seint. Hún var dæmd til að vinna nauðungarvinnu í verk- smiðjunni. í annað sinn sagði verkamaður einn, að hann ætti enga klukku og væri vanur að fara á fætur eftir sólarmerkjum. Óvenjuléga . Framh. á bls. 12. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.