Morgunblaðið - 12.01.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1952, Blaðsíða 1
Sfór þyrilfluga. Bretar hafa nú smíðað þyrilflugu, sem rúmar 13 farþega og fer með yfir 150 kílómetra hraða á kiukkusíund. Þyrilílugan á myndinni hér að ofan er af gerðinni Bristol 173 og er sú fyrsta, sem húin er tveim hreyflum. Talið er að flugur af þessari gerð verði í náinni framtíð mest notaðar á skemmri flugleiðum og jafn- fi’amt til þess að flytja farþega frá umferðarmiðstöðvum stórborga til flugvallanna í úthverfunum. Alísherjarþingið samþykkfi af- vopnunarlillögur Y-vefdanna PARÍS, 11. janúar. — Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti endanlega í dag afvopnunartillögur Vesturveldanna og ákvað að innan 30 daga skyldi komið á fót afvopnunarnefnd, sem í ættu sæti fulltrúar þeirra ríkja, sem eru í Öryggisráðinu og full- trúi Kanada að auki. 42 : 5 <$> Tillögur Vesturveldanna voru samþykktar óþreyttar frá Stjórn- málanefndinni með 42 atkvæð- um gegn 5, RúsSa og leppríkj- anna. Rússar tóku aftur breyt- ingatillögur sínar, sem gengu í sömu átt og afvopnunartillögur þeirra sjálfra. Breytingatillögur frá fulltrúa Tékkóslóvakíu voru felldar. EINNIG FELLD Þá var og felld ályktunartil- laga Rússa, þar sem gagnkvæmu öryggislögin voru fordæmd. Rúss ar halda því fram, að þau séu sett til þess að efla moldvörpu- starfsemi í Kominforrrilöndunum. Þessi tillaga Rússa var felld með sama atkvæðamagni, 42 gegn 5, fulltrúar 11 ríkja sátu hjá. [hurchill í Kanada OTTAWA 11. jan. — Churchill er nú kominn til Ottawa til við- ræðna við ríkisstjórn Kanada og tók Laurent forsætisráðherra á móti honum. Eden utanríkisráð- herra er væntanlegur þangað á sunnudag. Að loknum fundum hverfa þeir aftur til New York og halda þaðan heimleiðis. — Reuter—NTB PARÍS — 1300 síðu ritverk hefur verið sent út af Indlandsdeild Al- bjóða vinnumálastofnunarinnar. I verki þessu er safnað saman út drætti af vinnulöggjöf í þessum hluta heims og nefnist það „Vinnulöggjöf Asíu“. leita ai ræia ágreiningsmáiin Virðasl heldur kjósa flugvelli en vopnahié Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB TÓKÍÓ, 11. jan. — Fulltrúar kommúnista í Panmunjom neituðu í dag að ræða það ágreiningsmál, hvort leyft skyldi, að þeir smíðuðu flugvelli í Norður-Kóreu eftir að vopnahlé væri komið á. HELDUR FLUGVELLI EN VOPNAHLÉ Kínverski hershöfðinginn Hsieh Feng kvað svo að orði, að komm- únistar myndu smíða flugvelli algei'lega eftir þörfum, og væri hann því fráhverfur, að þetta mál sem raunar var á dagskránni, yrði rætt frekar. í Tókíó-útvarpinu var sagt eftir árdegisfundinn, aS komm únistar vildu heldur flugvelli cn vopnahlé. Þeir væru nú að reyna sömu aðferðir við samn inganefnd S.þ. og Vishinski notaði, er hann vildi fá Kóreu málið fyrir sérstakan fund Öryggisráðsins. FANGASKIPTANEFNDIN Enginn árangur varð í dag í fangaskiptanefndinni og hafa kommúnistar haldið því fram, að tillaga S.Þ. þess efnis, að fangar ákveði sjálfir framtíðardvalar- sinn, fælu í sér dulbúnar, pólitísk ar kosningar. Fundir veirða í báðum undir- nefndunum árdegis á laugardag. Tassigny iézt í gær PARÍS 11. janúar. — Franski hershöfðinginn De Lattre De Tassigny, yfirmaður hers Frakka í Indó-Kína, lézt í París síðdegis í dag, tæplega 62 ára að aldri. Hershöfðinginn var skorinn upp við nýrnasjúkdómi fyrir nokkrum dögum og var á bata- vegi er honum versnaði skyndi- ega. De Tassigny átti að sitia fund með herráðsforsetum Vesturveld anna í Washington í þessari viku. — Reuter—NTB STJÓRNARKREPPAN j FRAKKLANDI PARÍS 11. janúar — 5 dagar eru nú liðnir síðan jafnaðarmenn felldu stjórn Plevens í franska þinginu. Tilraunir Auriols for- seta til að leysa stjórnarkrepp- una hafa enn engan árangur bor- ið. Talið er að hún kosti franska ríkið einn milljarð franka á dag auk þess sem hún stofnar utan- ríkismálum Frakka í hættu, eink um vegna væntanlegrar ráð- stefnu Atlantshafsbandalagsins í Lissabon. Auriol hefur nú snúið sér til fyrrverandi dómsmálaráðherra í stjórn Plevens, Edgars Frure og beðið hann að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Hann er 43 ára gamall og tilheyrir sósíal-radíkalaflokknum. Er svars hans að vænta á mánudag. Eden ræddi heims- mólin í New York Menn verða a 5 gera sér grein fyrir stað- reyndum, sem varða hverja þjóð fyrir sig, fil þess að unni verði að leysa vandamálin. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB NEW YORK, 11. janúar. Antony Fden, utanríkisráðherra Breta, var í gær heiðraður við Columbía-háskólann í New York, þar sem hann var gerður heiðursdoktor í lögum. Við það tækifæri flutti ráðherrann erindi og vék máli sínu m. a. að hinu alvarlega ástandi í heimsmálunum. Taldi hann, að styrjaldarhættan væri ekki eins mikil nú og fyrir einu eða tveim árum síðan. Rússar óákveðnir OSLÓARBORG 11. janúar. — Norska fréttastofan hefur farið þess á leit við fréttamann Reuters í Moskvu, að hann geri tilraun til að fá úr því skorið, hvort Rúss- ar hyggjast taka þátt í Vetrar- Olympíuleikunum eða ekki. I skeyti hans segir, að þátt- taka Rússf sé ósennileg, en svar hafi þó ekki fengizt frá yfir- völdum. Ekki telur hann þó útilokað, að Rússar tilkynni þátttöku á síð- ustu stundu. •— NTB. ^SKILNINGUR OG 1 í ÞOLINMÆÐI Eden réði Bandaríkjamönn- um frá því, að ætlast til þess af Bretum, að þeir gerðust þátttakendur í áætlunum um sambandsríki Vestur-Evrópu, þar sem Bretar vissu það bezt sjálfir, að slíkt væri ógjörn- ingur að svo stöddu. Eden lagði áherzlu á, að menn gerðu sér grein fyrir þeim stað- (reyndum, sem vörðuðu hverja þjóð fyrir sig með skilningi og þolinmæði. Með þeim hætti yrði 1 að ráða til lykta vandamálunum, sem skilja þjóðirnar. AFRAMHALDANDI JAFNVÆGI í — Ég trúi ekki, sagði hann, að ráðamenn í Sovétríkjunum óski eftir þeirri ringulreið og eyði- leggingu, sem styrjöld við Vest- urveldin mundi hafa í för með sér. FALMOUTH, 11. jan. — Mikið var um dýrðir í bænum Fal- mouth í dag, er Carlsen skip- stjóri og stýrimaðurinn af Turmoil gengu á land. Eim- pípur skipanna blésu, hljóm- sveitir léku og mannfjöldinn hrópaði húrra. Er fagnaðarlátunum linnti, sagði Carlsen nokkur orð í hljóðnemann. Ekki minntist hann einu orði á sjálfan sig, heldur var hugur hans allur hjá skipinu, sem nú liggur á hafsbotni um 60 km frá Fal- mouth. Carlsen harmaði það, e-5 heppnin skyldi ekki fylgja þeim unz yfir lauk, en það var stormur síðustu tveggja dag- anna, sem gerði gæfumuninn. Þá þakkaði hann öllum þeim, sem fylgdust með baráttu hans við náttúruöflin og lauk lofs- orði á þrautseigju og kjark skipshafnarinnar á dráttar- bátnum. 400 hundruð blaðamenn voru komnir á vettvang og sagði Carlsen þeim í fáum orðum frá veru sinni um borð í skipinu, cftir að hann var einn orðinn. Carlsen sagði að erfMasta augnablikið hefði verið, er hann sá skip sitt hverfa í djúp- ið. Hann harmaði það, að sú rödd skyldi hafa heyrzt, að hann hefði ekki viljað yfirgefa skipið vegna íjárvonar. Þegar blaðamenn spurðu Carlsen hvað hann hygðist fyr- ir, svaraði liann því til, L5 hann vonaðist til að komast flugleið- is til Bandaríkjanna, er hami hefði hvílt sig, og þá væri ekki úr vegi að taka sér frí og ferð- ast til Danmerkur með konu sinni og heimsækja ættingja þar í landi. Félagið Lloyds i Lundúnum hefur sæmt Carlsen silfurmerki félagsins fyrir hetjudáð á sjó. Loks var lesin fyrir Carlsen kveðja frá Friðriki Danakon- ungi, þar sem hann þakkar honum afrekið, sem sé til sóma fyrir gömlu Danmörku og stolt hennar og‘iérfðavenjur í langri sjófcrðasögu. Ráðstefna um varnir Ausfur-Asíu WASHINGTON 11. janúar. — í dag hófst í húsakynnum land- varnaráðuneytisins í Washington ráðstefna herráðsforseta þríveld- anna um varnir Austur-Asíu. Ástralía, Nýja Sjáland og Kanada eiga áheyrnarfulltrúa á ráðstefn unni, sem fer fram fyrir luktum dyrum. — Reuter—NTB Schuman-áæilunin slaðfest í Bonn BONN 11. janúar. — Þjóðþing Vestur-Þýzkalands samþykkti í dag með 232 atkvæðum gegn 143 að staðfesta Schuman-áætlunina, þar sem stofnað er til framleiðslu og viðskiptasamvinnu í stál- og járniðnaði ríkjanna í Vestur- Evrópu, næstu 50 ár. Menn telja, að samþykkt Schu- man-áætlunarinnar sé hin mikil- vægasta, sem gerð hefur verið síðan vestur-þýzka ríkið var stofnað. Talsmenn áætlunarinnar vona, að hún verði til þess að græða „opið sár“ sem hindrað hafi vinsamlega samvinnu Þjóð- verja og Frakka allt frá dögum Karls mikla. — Reuter—NTB. Hann sajfðist vera þeirrar skoðunar, að unnt væri að finna grundvöll fyrir samlífi þjóða án stöðugs stríðsótta. Unz málum er þannig komið * munu Vesturveldin halda á- fram viðleitni sinni til að halda jafnvægi í herstyrk þjóðanna, sagði Eden. i j AUSTUR-ASÍA Eden sagði, að ekki mætti líta svo á, að öryggi Austur- Asíu væri tryggt, þótt friður kæmist á í Kóreu. Enn væri við að etja uppreisnarmenn í Indó-Kína og Malaja. Afskipti Kínverja af þeim málum gætu skapað ástand, sem ekki væri síður alvarlegt en Kóreustríðið. Við verðum að vera við því búnir að standa gegn slíkum afskiptunu A-BANDALAGIÐ Um Atlantshafsbandalagið sagði Eden, að hann liti á það sem varanlegt náið samfélag þjóða, sem ekki væri takmarkað við ákveðin lönd, enda vildu Bretar halda við hinum traustu böndum, sem tengdu brezku sam- veldislöndin. Alómspreng.iur í failbyssur WASHINGTON 11. janúar — Á lokuðum fundi í kjarnorku- málanefnd Bandaríkjaþings var nefndarmönnum - sýnd ný gerð fallbyssu, sem skjóta má úr kjarn orkusprengjukúlum. Var fall- byssan flutt til og frá fundarstað í luktum umbúðum. — Reuter—NTB. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.