Morgunblaðið - 29.01.1952, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
.Þriðjudagur 29. janúar 1952 ]
1
f
w
Háðgefandi verkfræðing-
iur ráðinn til leiðbeininga
við iðnaðarframleiðslu
IÐNAÐARMÁLANEFND, sem skipuð var af iðnaðarmálastjóra um
Æ.l. áramót, hefur nú ráðið til starfa tæknilegan verkfræðing, sem
véitir iðnrekendum tæknilegar leiðbeiningar og fyrirgreiðslu til
aukinnar verknýtingar við iðnaðarframleiðsluna. Er þessi starfsemi
hugsuð sem vísir að sjálfstæðri stofnun, sem í framtíðinni gegni
<;vipuðu verkefni fyrir iðnaðinn i landinu og búnaðarfélagið og
fiskifélagið er fyrir landbúnað og sjávarútveg.
— Þeir sem fórust með vn.b. Grindvikingi -
«TARFAR í ÞÁGU ALLS
VERKSMIÐ J UIÐN AÐ AR
Til þessa starfa valdist Frank
_Á. Stefánsson, vélaverkfræðing-
iir, Hann hefur starfað hjá Vega-
gerð ríkisins frá því í júlí s.1., en
t»á kom hann heim frá Banda-
TÍkjunum að afloknu námi við
Massachusetts. Institute of
Techneology í Boston. Frank er
«onur Þórðar Stefánssonar, yfir-
verkstjóra hjá Slippfélaginu í
Tteykjavík.
Frank Á. Stefánsson.
' Verkfræðingr iðnaðarmála-
hefndar er ætlað að starfa í þágu
alls verksmiðjuiðnaðar, hvort
sem fyrirtækin eru í Félagi ísl.
Sðnrekenda eða utan þess, en að-
«etur verkfræðingsins er að
Skólavörðustíg 3, á sömu hæð og
,skrifstofa FÍI, og sama síma-
*uimer, 5730. Allir iðnrekendur
«iga þess kost að leita til hans um
tæknileg vandamál og mun hann
greiSa úr þeim eftir því sem tími
og tækifæri leyfa. Fyrst um sinn
hyggst Frank haga þannig störf-
um, að hafa viðtalstíma á skrif-
stofunni kl. 9—-12, en verja síðari
hluta dagsins til þess að heim-
eækja verksmiðjur og vinna að
tirlausnum verkefna.
VANDASAMT VERKEFNI
• Iðnaðarmálanefnd væntir þess
að þessi vísir að tæknilegri að-
stoð fyrir verksmiðjuiðnaðinn,
leiði til víðtækari verknýtingar
í íslenzkum iðnaði, er stimdir Hða
og reynslan hefur sannfært menn
um þýðingu hennar.
Hins vegar er nefndinni Ijóst,
að verkefnið er vandasamt, eink-
jrm í byrjun og veltur á miklu að
íðnrekendur taki hugmyndinni
yel og notfæri sér aðstoðina á
jskynsamlegan og eðlilegan hátt.
; Forsaga þessa máls er í stuttu
Tráli sú, að í apríl 1951 skipaði
atvinnumálaráðuneytið nefnd til
|?ess að gera tillögur um bætt
vinnuskilyrði og hagkvæmari
vinnubrögð við íslenzkan iðnað
■og önnur þau atriði, sem máli
fikipta í því sambandi. í þeirri
hefnd áttu sæti Páll S. Pálsson,
torsteinn Gíslason verkfræðing-
tir og Þorbjörn Sigurgeirsson,
atómfræðingur.
Nefndin skilaði ítarlegum til-
lögum um málið um stofnsetn-
ingu iðnaðarmálaskrifstofu, yfir-
stjórn hennar, rekstursfé, ráðn-
ingu ráðunauta o. fl.
VERKEFNI
IÐNAÐARMÁLANEFNDAR
Var þá verki þeirrar nefndar
lokið, en um s.l. áramót skipuð
jjðnaðarmálanefnd, eins og fyrr
iéegtr. Verkefni hennar var:
1. Að taka til athugunar, hvort
ri æskilegt sé, að komið verði á
S opinberri forystu um iðnaðar-
f- mái og„ gecæ íiUögw. þsr .gð
í lútandi.
2. Að gera tillögur um, hvernig
efla megi iðnaðinn í landinu
með aukinni tæknilegri að-
stoð, bættum vinnubrögðum
og hagnýtingu erlendra nýj-
unga á sviði iðnaðar.
3. Að gera tillögur um eftirlit
með vörugæðum innlends iðn-
aðar í því skyni að hefja iðn-
reksturinn á hærra stig í
vöndun framleiðslunnar.
Ennfremur var tekið fram í
skipunarbréfinu: „Nefndinni er
heimilt að hefja tilraunafram-
kvæmdir um tæknilega fyrir-
greiðslu og aukin afköst. Mun
ráðuneytið fá nefndinni til um-
ráða 100 þús. krónur til að standa
undir kostnaði við störf hennar
og má kostnaður ekki fara fram
úr þtirri upphæð.
f nefndinni eiga sæti Páll S.
Pálsson, formaður, Kristjón
Kristjónsson og Þorsteinn Gísla-
son. Mun þessi nefnd leggja fyrir
ráðuneytið eigi síðar en 31. des.
1952 tillögur um framtíðarskipan
framan greindra mála hér á landi.
Hraðskákmót íslands
hófst í gær
í GÆRKVÖLDI hófst hraðskák-
mót íslands, að Þórskaffi við
Hverfisgötu. Keppendur eru 22,
Reykvíkingar og Hafnfirðingar.
Að þessu sinni er hraðskák-
keppninni hagað þannig að allir
keppa innbyrðis og verður því
21_umferð keppt.
í gærkvöldi átti að tefla 10
umferðir og í kvöld er mótinu
heldur áfram á því að ljúka með
því að 11 umferðir verða tefldar.
Meðal keppenda eru ýmsir
kunnir skákmenn, svo sem Frið-
rik Ólafsson, Guðmundur Ágústs
son, Bjarni Magnússon, Benóný
Benediktsson, Þórir Ólafsson og
fleiri.
Eftir 8. umferð voru þessir
fjórir menn efstir.
Friðrik Ólafsson, Gunnar Ólafs
sno, Arinbjörn Guðmundsson, all
ir með 614 'vinning hver. Fjórði
maður var Guðmundur Ágústs-
son
Sem fyrr- segir á mótinu að
ljúka í kvöld og hefst keppnin
að Þórskaffi við Hverfisgötu kl.
8, stundvíslega.
ikreiðarframleið-
endur stofna félag
STOFNFUNDUR Samlags skreið
arframleiðenda var haldinn í
Reykjavik 2. þ. m.
Verkefni samlagsins er að ná
til allra þeirra, sem hafa skreið-
arframleiðslu með höndum, er
ákveðin er ti lsölu á erlendum
markaði, til þess, á þann hátt,
að ná sem hagkvæmustu verði
fyrir þessar afurðir.
Á undanförnum árum hefir
sala á hertum fiski á erlendum
markaði verið mjög laus í bönd-
um — og má telja víst að fram-
leiðendur skreiðar hafi ekki náð
hagkvæmasta markaðsverði, þar
sem ekekrt samstarf hefir verið
innanlands um sölu þessara af-
urða. Með hverju ári sem líður
eykst framleiðsla skreiðar hér á
iandi og því tímabært að stofna
samlag til að annazt sölu þessara
afurða.
í stjórn samlagsíns voru kosn-
ir til eins árs:
Óskar -Jónsson, Hafnarfirði,
Jón Gíslason, s. st„ Ingvar Vil-
hjálmssop, Jleykjavík, Sigurðujr
Ágústssoru . Btykkishólmi, og
Sveinbjörn Jónsson, Kothúsum.
Jóhann Magnússon, skipstjóri, Guðmundur Hermann Kristjánsson, vélstjóri, Sigfús Bergmann Jónsa
son, háseti, Valgeir Valgeirsson, háseti og Þorvald ir Jón Kristjánsson, háseti. ;
Saknaðarorð
MEÐ innilegri samúð hugsar ís-
lenzka þjóðin til Grindavíkur í
dag. Hugir íslendinga hafa oft
hnigið þangað á liðnum áratug-
um. Þar hafa skip verið í nauð-
um stödd og björgunarsveitinni
hefur með frábærum vaskleik og
giptu tekist að bjarga mörgum
skipshöfnum í ofsaroki, brimi og
stórhríð; Þetta hefur vakið aðdá-
un og þakklæti utan lands og
innan. — En nú hafa þeir sem
flestum hafa bjargað orðið að
missa sjálfir, af þeim hefur hafið
einnig heimtað sinn skatt. Hafið
er svo óskaplega kröfuhart, eins
og það er gjafmilt, töfrandi fag-
urt. — Það sást úr landi að skip
hafði strandað við Grindavík og
strax var brugðið við til að
bjarga. Þeir voru viðbúnir þá í
Grindavík eins og endranær. En
nú var ekkert hægt að gera. Og
þar drukknuðu fimm ungir og
vaskir sjómenn. Hafið skilaði
' þeim aftur þeir fundust fjórir
saman en einn hafði eins og orðið
ofurlítið viðskila við félaga sína.
Og í dag verða þeir fjórir úr
Grindavík lagðir til hvíldar í
Staðarkirkjugarði á ströndinni
við úthafið mikla þar sem logn-
aldan kveður sín fegurstu vöggu
ljóð á kyrrlátum vorkvöldum og
tunglskinsbjörtum vetrarnóttum.
Og hugir elskandi ættingja og
ástvina munu svo oft dvelja þar
hjá þeim með söknuði og trega.
En einn af þeim, sem drukknaði
vejður lagður til hvíldar norður
í Árnesi. Þá er hann áftur kom-
inn heim til ættingjanna og ást-
vinanna"þar, sem trega hann sárt.
Á dimmu óveðurskvöldi flutt-
ust sjómennirnir af Grindvíking
af strönd jarðlífsins. Þeir voru
alveg að komast heim. Og nú eru
þeir komnir heim í æðsta skiln-
ingi. Það voru ótal margir, sem
biðu þeirra heima í Grindavík til
Herðubreið tók niðri út af Skaga
Effir bráöabirgðaaðgerð á Skagaströnd
verður benni sigit til Reykjavíkur
KLUKKAN fjögur aðfaranótt sunnudags tók strandferðaskipið
Herðubreið niðri á svokölluðu Ásbúðarrifi út af Skaga.
Skipið var á leið frá Siglufirði til Húnaflóahafna. Talsverð alda
var þar' sem skipið strandaði og kom nokkur leki að því. En
klukkutíma síðar komst það aftur á flot, og hélt skipið inn til
Skagastrandar og náði þangað eftir tveggja stunda siglingu.
þess að bjóða þá velkomna af haf
inu. — Og á strönd föðurlandsins
himneska hafa ótal hendur boðiS
þá velkomna heim. Þeir hafa háð
baráttuna til síðustu stundac
æðrulausir, hugrakkir, einhuga
í því að gera allt sem hægt van
til bjargar. Þeir hafa reynst trúir
allt til dauða, því Ungir menn i
æskuprýði oftast kunna bezt að
deyja. ■!
Hafið hjartans þakkir kærU
sjómenn, fyrir líf og starf. Gu3
blessi ykkur. Hvílið í friði. Til
ættingja ykkar og ástvina vil ég
segja þetta: Ofar sorg og sökn-
uði lifir eilíf elska Guðs. Fra
sól hans náðar skín birta í sorg»
bitin hjörtu. „Ég sá á allrar sorg»
ar vegi, er sólskin til með von og
náð“. Almáttugur, algóður Gu3
styrki ykkur í sárri sorg. — Svoi
koma nýir dagar, nýtt starf og
nýjar vonir með hækkandi sóL
Þá birtir og sorgin verður um-
vafin angurblíðu og rósemi hjarlj
ans og traust vex með nýrri náð.
En minningin lifir með birtu og
yi.
Til Grindavíkur leita hugir ís»
lendinga í dag. Guð er beðinn aS
veita huggun og frið, beðinn að
blessa byggðarlagið um öll ókom-
in ár.
Eiríkur S. Brynjólfsson.
Remington Rand liagnast
NEW YORK — Á 7 mánaða tima*
bili er lauk 31. okt. s. 1. varfl
nettóhagnaður Remington Rand &
Co 8.833.661 dollarar. Á sama
tíma árið áður nam hagnaðu rinrx
6.699.320 dollurum. i
Lekinn var svo mikill,
skipverjar höfðu ekki und-|
an að dæla úr skipinu. En
þegar til Skagastrandar Icom*
var skipinu Jagl innan við.
bryggju síldarverksmiðjunn-
ar. McA því að fá dælu að j
láni frá síldarverksmiðjun-
um tókst að hafa undan lek-
anum og halda Herðubreið áj
fJoti.
Var skipið sett inn fyrir bryggj-
una á grunnsævi, þar sem það
hefði getað staðið á botni, án þess
að saka. En ekki kom til þess.
Talsvert var af vörum í Herðu-
breið. Mest af síldarmjöli og kart-
öflitm. Nokkuð af síldarmjölinu
blotnaði og verður það þurrkað i
verksmiðjunni. Eins er talið að
kartöflurnar hafi eitthvað
skemmst. Nokkuð var of ag öðr-
um vörum í skipinu. Voru það
alls konar verzlunarvörur, sem
komu frá Akureyri og áttu að
fara til Húnaflóahafna. — 30 tonn
voru þar líka af frosnu dilkakjöti.
Allar þessar vörur voru teknar
úr Herðubreið á sunnudaginn. En
vörurnar sem áttu að fara til ann-
ara Húnaflóahafna voru sendar
með vélbátnum Oddi frá Skaga-
strönd í gær áleiðis til ákvörðun-
arstaðanna.
Dilkakjötið á að fara hingað til
Reykjavíkur og verður kyrrt í
ílerðubreið vegna þess að enginn [
sjór kom í þá lest þar sem það
var.
Kafari vann að því í gær að
gera við botn skipsins til bráða-
birgða. Síðan verður Herðubreið
siglt hingað til Reykjavikur í
ylgd með öðru skipi. En hér í
leykjayik fer fram fullnaðarvið-
gerð á skipinu. ______
Sl sýndur margvíslgur heiður
ferlugs afmælinu
Sambandið minnisl fallinna frumherja 1
í GÆRMORGUN lagði stjórn ÍSÍ blómsveiga að leiðum fallinnai
frumherja í tilefni af fjörutíu ára afmæli íþróttasambandsins, þeirra
Axels V. Tulinius, Guðmundar Björnssonar, dr. Björns BjörnssonaC
frá Viðfirði og Matthíasar Einarssonar. *
Síðar um daginn hafði sam-
bandsstjórnin móttöku gesta í
Tjarnarcafé í tilefni afmælisins.
Kom þangað á annað hundrað
manns til að hylla ÍSÍ og þakka
sambandinu unnið starf. Meðal
Forseti f.S.f.
þeirra var borgarstjórinn £
Reykjavík, fulltrúar frændþjóð-*
anna á Norðurlöndum, íþrótta*
leiðtogar og fleiri.
Sambandinu barst fjöldi .ejafa,
blóma og skeyta, innanlands og,
utan,. ,
I i
FORSETI ÍSf HEIÐRAÐUR ^
f tilefni af afmælinu ofhenti
sendiherra Svía Ben, G. Waage*
forseta ÍSÍ, Commandör-orðuna
sænsku, sem hann hefir veriði
sæmdur fyrir vel unnin störf $
þágu norrænnar iþróttasam-
vinnu.
r
NÝR HEIÐURSFÉLAGI
Sambandsráð ÍSÍ hefir kiöriðí
Jóhannes Jósefsson heiðursfélaga
sambandsins, en Jóhannes var
fyrsti íslendingurinn, sem keppti
Þá hefir framkvæmdastjórrx
ÍSÍ sæmt þá Jón Halldórsson,
skrifstofustjóra og Kára Arn-
grímsson, bónda að Staðarhóli í
Koldukinn, gMllroerki .saíubanAs-.'
ins. i.