Morgunblaðið - 29.01.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1952, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ I’riðjudagur 29. janúar 1953 Framhaldssagan 5 .. llllllllllllllllll■lllmlllllmllllllm■mllllllllllllll■llllllllllllll ii iii >n 111111 iii m iii imi'- EKKI í AINIIMAÐ SIIMIM i iiiiMiiiMiiiiiitmiiimtmiiiiiimiimmmmmii Skdldsaga eítix GEORGE NEWTON iiiiiiiiimmimii Mac nam staðar áður en hann liom nálægt henni. Stundum var það hreinasta kvalræði að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá Alice. Og stundum var ennþá verra að vera í návist hennar. Til allrar hamingju hafði honum tekist að halda leyndri ást sinni til henn- ar. „Dell Blackmann er farin að vinna á afgreiðslunni hjá okkur“, sagði hann við hana. „Hún sagð- ist hafa rekist af hendingu á þig, fyrir mánuði eða svo.“ Hann var alvarlegur á svipinn. „Ég vona að henni eigi eftir að ‘farnast vel“, sagði hún. Nélin gekk fram og aftur í handklæð- inu, sem hún var að merkja A. H. T. Alice H. Taylor. „Mac, fékk hún að hafa barnið hjá sér.“ „Ég veit ekkert. Fólk segir mér aldrei neitt“. „Jú víst segir fólk þér allt. Ég geri það og einmitt vegna þess að þú segist aldrei vita neitt.“ „Sjáðu hérna, Normann“, hróp aði faðir hennar og hélt uppi hálf gerðum hnút. „Sjáðu, er þetta ekki rétt“. Þegar Alice hafði lokið við að sauma stafinn, var Mac farinn heim í gamla bílskrjóðnum sín- um. Alice fór upp til að leggja frá sér handklæðið í gestaher- bergið, sem nú var notað fyrir gjafirnar sem hún hafði íengið í tilefni trúlofunarinnar. Flestar þeirra voru frá fólki sem hún þekkti ekki .... frændfólki Barrys í Virginía og frænkum hans á Bermuda. Hún skoðaði gjafirnar enn einu sinni, silfurgafflana, hrærivélina kristalsskálarnar og borðdúkana. Abstrakt málverkið var frá syst- 5ur Barry. Alice gat ekki sagt að hún hefði beinlínis ánægju af því, en Barry vildi hafa hús sitt búið nýtízku húsgögnum. Hann mundi vilja láta þetta málverk hanga •í stofunni. Hún skildi Barry. Það gerði ekkert til þó hún skildi ekki málarann, sagði hún við sjálfa sig. Hún snéri við og ætlaði að , fara út en rakst á föður sinn í dyrunum. „Þú ert alltaf að skoða gjafirn- ar“, sagði hann í föðurlegum tón. „Þig hlýtur að hafa langað í slíka muni lengi, og aldrei hef ði ég get- að veitt þér neitt slíkt“. „Bráðum verð ég fokreið við þig“, sagði hún. „Ég vildi óska að ég gæti búið þig almennilega út fyrir gifting- una“. Hann stundi við. „Móðir þin mundi aldrei hafa látið þig giftast án þess að vera vel útbú- :lin.“ Hann þurrkaði af gleraugun- um. »Ég man að hún átti hálft dúsín af öllu sem þurfti til að stofna heimili“. ■ „Taylor-fólkinu stendur ná- kvæmlega á sama, pabbi,, sagði hún. „Og Barry varð ekki ástfang inn af mér vegna þess að ég væri betur búin en allar aðrar. Og þú veit að okkur mun ekki vanhaga um neitt“. 1 í' „Þetta er annar heimur, sem þú átt eftir að flytja inn í“, sagði . faðir hennar. „Þú skilur það bara ekki ennþá“. „Mér væri ekki nokkur leið að Umgangast þennan kvenmann daglega“, sagði Hayden læknir við dóttur sína. Það var komið fram í miðjan nóvember. Hann var að tala um þá síðustu af hópi tilvonandi ráðskvenna. Það var ekki úr miklu að velja og faðir Alice gat ekki hugsað sér að láta ' sér lynda nokkra þeirra. Stund- um langaði Alice til að kalla yfir sig: „í guðanna bænum, reyndu . að vera ákveðinn. Einhver þeirra hlýtur að duga“. En um leið og hún hafði hugs- ;. að þannig, fylltist hún samvizku- jí biti. Henni fannst hún óréttlát. Hvernig var hægt að fara fram á j, það að hann tæki ákvörðun, þeg- I? ar hrukkurnar í andliti hans virt lotinn í baki eins og hann gengi undir þungri byrði. Þetta var erfiður tími fyrir föður hennar. Það var líka erfitt fyrir Barry. Hann vildi ákveða giftingardag- inn. Hann vildi géta pantað hótel herbergin í Havana en þar ætl- uðu þáu að eyða hveitibrauðsdög unum. Það var engin furða þótt hann hefði ekki þolinmæði til að sitja við bréfaskriftir. Eða hringja, þegar Alice gat aðeins sagt: „Um leið og pabbi ákveður sig, þá getum við byrjað undir- búninginn". En faðir hennar skildi þetta ekki. „Hefur þú ekki heyrt frá honum ennþá?“ spurði hann með undrunarhreim þegar Alice kom inn. „Og Jjú sem skrifar á hverj- um degi. Ég skil þetta ekki“. Smátt og smátt hætti hún að bera upp afsakanir fyrir Barry En alltaf sárnaði henni þegar póst urinn kom, en ekki var neitt bréf til hennar. Hún lét þó lítið á því bera. Þó sagði hún við Mac eitt kvöldið þegar hann var að hjálpa henni að þvo upp diskana: „Það eru margir kostir við það að gift- ast stúlkunni úr næsta húsi“. „Horfðu ekki á mig. Ég á ekki nágranna í minna en mílu fjarð- lægð“, sagði Mac glaðlega, en vissi þó hvað hún átti við. Hann var farinn að þekkja öll geð- brigði Alice, en hann lét ekki á tilfinningum sínum bera. Hann skildi sitt hlutverk. Hann var henni eins og kær bróðir sem hún mátti treysta. „Ef til vill ætti að banna fólki að verða ástfangið, sem ekki býr í sama fylki“, sagði Alice. „Þegar slíkar fjarlæðir eru fellur svo mikil byrði á póstinn og lands- símann“. Ég gæti myrt Barry Taylor, hugsaði Mac með sjálfum sér. „Ég ætti að skammast mín“, sagði Alice. „Aðrar stúlkur hafa orðið að fresta giftingunni um fleiri ár og hafa verið aðskildar frá unnustanum í miklu lengri tíma. Ég ætti að kunna að meta það hve ég hef verið heppinn. Margar aðrar stúlkur hafa engar slíkar framtíðarvonir sem ég“ Eins og Dell Blackmahn, hugs- aði Mac með sjálfum sér, en sagði ekkert. Skyldi hún vera að hugáa um hana. Ég gæti sagt þér að Barry fór aftur til hennar um kvöldið sem þið hittuð hana hjá Luigi. En Mac gerði ekki slíkt. Honum hefði verið sönn ánægja að segja Barry til syndanna, en hann gat ekki baktalað hann. Auk þess sagði ekki ekki það sem honum hafði verið sagt í trún- aði. Alice fannst tíminn lengi að líða. Það voru sextíu sekúndur í mínútunni, sextíu mínútur í klukkutímanum og tuttugu og fjórir klukkutímar i sólarhringn um. Vikan leið án þess að hún heyrði nokkuð frá Barry. Enda þótt Alice kvartaði aldrei leyndist föður hennar þó ekki hve hún þjáðist. Og hann þjáðist með henni, eins og honum var það mögulegt. Þegar Mac kom ekki til að heim sækja þau eyddu þau saman kvöldunum tvö ein. En illir vætt- ir leyndust í skuggunum í stof- unni. „Hvað heldur Barry eiginlega að hann sé“ spurði Hayden lækn ir kvöld eitt. Það var varla hægt að svara slíkri spurningu. Hún gat ekki lengur borið fram afsakanir fyrir framkomu Barry. Áður hafði hún getað bægt burtu öllum grunn- semdum og allri tórtryggni föð- ur síns. Nú gat hún ekki annað en verið honum sammála. „Eitthvað er að. Eitthvað hlýt- ur að hafa komið fyrir hann“, sagði Havden læknir. Hann gat ekki skilið að nokkuð væri hon- um að kenna. „Fólkið hans ætti að láta þig vita. En úr því það gerir það ekki, þá finnst mér þú gætir sent honum skeyti, Alice“. „Ég get hringt", sagði Alice ákveðin. „Ef eitthvað hefur kom ið fyrir Barry, þá....“ Þjónustustúlka svaraði í sím- ann. „Barry er farinn til Atlanta og verður þar yfir helgina", sagði hún. „Viljið þér tala við frú Taylor? Eða kannske herra Taylor?“ “'V' ■ --- ^ % ARNALESBOK 'in$ Ævíntýri Mikka III. Veikgeðfa risinn Eftir Andrew Gladwin 30. — Vertu þolinmóður og vongóður, hvíslaði Gimbill. — Við skulum með einhverju móti reyna að bjarga þér úr prísundinni. Mikki notaði síðasta tækifærið til að horfa bæði reiðilega og með fyrirlitningu árisann. Svo gekk hann þögull út úr herberginu í fylgd Gimbils og Togga. Þegar þeir komu fram á ganginn nam hann staðar. — Heyrið þið, kunningjar, sagði Mikki. Ég þarf að tala við ykkur undir sex augu. Svo hélt hann áfram. — Þið vitið það ósköp vel, að allt sem risinn sagði um mig er aðeins bull og vitleysa. Ég er enginn njósnari. Ég stóð hér lengur við en ég ætlaði, aðeins til að hjálpa ykkur að koma þessari hugmynd í framkvæmd og sjáið þið, hvernig það hefur. gengið. Það er ekki hægt að segja, að hann sé mjög veik-' geðja lengur þessi risi ykkar. — Voða er leiðinlegt, hvað þetta fór út í öfgar, hvíslaði Toggi. — En við megum ekki brjóta bann risans, eða getum við það? — Nei, það nær ekki nokkurri átt, sagði Gimbill. — Jæja, svona ætlið þið að yfirgefa mig. Og þið sem lof- uðuð að koma til hjálpar, ef vandræði hlytust af þessu. — Já, víst lofuðum við því, svaraði Toggi. — En komdu nú samt með okkur niður í svarthohð. Við verðum að hlýða fyrirskipun risans. En svo þegar þú hefur legið um stund í svartholinu, þá skulum við koma og reyna að frelsa þíg ?aðan. Við verðum að geta sagt risanum, að við höfUm sett úg í fangelsið, annars lendum við í himlm' versta háska og .................'...... Höfum miklar birgðir af allskonar varahlutum fyrir Austin bifreiðar, m a. fjaðrir, stýrisenda, bremsuparta, spindilbolta o. fl. Eigendur Austin-bifreiða ættu að láta okkur vita sem fyrst hvað þá vantar fyrir vorið, svo tryggt sé að fullnægt verði þörfum þeirra. Nýkomið fyrir allar gerðir bifreiða: Afturlugtir, fram- lugtir, parklugtir, ljósasamlokur 12 volt, rafgeyma-sam- bönd og klemmur, innsogsbarka, gúmmíþéttilistar, úti- speglar, suðubætur o. m. fl. Heildsölubirgðir O. Johnsoa & Kaaber h.f. Uppboð Fimmtudaginn 31. þ. m., kl. 1,30 e. h. verður haldið nauðungaruppboð í uppboðssal borgarfógetaembættisins í Amarhvoli eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. Verða m. a. seld alls konar dagstofu og borðstofuhúsgögn, skrifstofuhúsgögn, saumavélar, útvarpstæki, rafmagns- eldavélar, borvélar, plasticvélar, málverk, fatnaður, sokkaviðgerðarvél o. m. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetínn í Reykjavik, ......................................... •■••■•••••................................. m Slípað gler í spegfa m 6/8 mm., speglar og hillur, hvítt ópalgler, 10 mm., rúðu- .» gler 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 mm. - GLERIÐJAN S. F. 5 Skólavörðustig 46 — Súni 1386 j IWafreiðslumaður eða kona j óskast að stóru möturíeyti út á landi. Ibúð fyrir hendi. :» • Umsóknir leggist á afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudag merktar ; ; „Matreiðsla — 870“. ; ■ . ■ •MM •MMMM»MM*MM9 ■ ,*# ■ M f> ••MF ••MM • •fM ■ •••• ■.•••■•■ ■,■■ ■■ ■ ■ •••• ■ ■ ■ • • ■■■■■>■•<■•■•••■■■•■■••■• •>!••* *o>rt ••■•■■■■•■■••••■■■■•■■•■••■■•■■■••■••■■■••■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.