Morgunblaðið - 12.02.1952, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.02.1952, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. febrúar 1952 lawre nce EFTIR Hl LD U I. dag bjóðum við yður Samkvæmiskjóla Framhaldssagan 4 „En herra East“. Gamli maður- inn setti upp undrunar og skelf- ingarsvip. Daufur roði hljóp fram í föla vanga hans, svo að húðin varð ljósrauð. Hann bar aðra hend ina upp að gagnauga sér eins og hann kenndi til. „Herra East, ág skil ekki .... Þér hafið þegar tekið stöðunni og lofað að hjálpa mér. Ég hef bréfið frá yður . .. .“ „Hvers vegna hafið þér ráðið mig?“ spurði Mark. „Kæri ungi maður .... þér skjót ið mér skeik í bringu“. Hann tók upp vasaklútinn og þurrkaði sér um ennið. „Þér eruð svo skjót- ráður. Ég sannfæri yður um að það er ekkert grunsamlegt við þetta. Mig vantaði bara vingjarn- legan aðstoðarmann við skriftim- ar .... auðvitað ágætt að hann væri greindur og vel að sér. Ég tók það allt skýrt fram í bréfinu sem ég sendi yður. Ég hef safnað saman minnisblöðunum sem ég hef skrifað á athugasemdir mínar úr ýmsum rannsóknaríeröum .... með það fyrir augum að gefa út bók um fornleifafræði .... sumar athugasemdirnar eru bara hrip- aðar niður á bréfmiða og ég þarf að láta vélrita þetta allt fyrir mig. Er þetta ekki nógu ljóst allt saman?“ „Nei“, sagði Mark. „Eruð þér hræddur um að einhver liggi á hleri? Ég veit að einhver var frammi í anddyrinu fyrir augna- bliki síðan en sá fór burt þegar við fórum að tala um málverkið. Ég veit ekki hver það var því ég sá hann ekki. En yður er óhætt að tala núna“. „Tala?“ „Já. Og þér getið byrjað á því að útskýra það fy:ir mér hvers vegna maður ræður til sín einka- leynilögreglumann, þegar hann þarf á vélritunarstúlku að halda?“ Stoneman rétti úr sér í stóln- um og rak upp stór augu. „Leyni- lögreglumann“, sagði hann með uppgerðar undrunarhreim; „Þetta getur ekki staðið heima. Ég skrif aði yður í fullu trausti og út- skýrði allt fyrir yður og þér tók- uð boðinu. Þér sögðust geta tekið þetta að yður eða fyrirtæki yðar. Ég.skil ekki hvað þér eru að fara, herra East“. ,Það er ég sem ekki skil. herra Stoneman", sagði Markl „Ég hef þegar sagt yður. Wood-skrifstof- urnar hafa aðeins einn mann í þjónustu sinni og það er ég. Og það er satt, allt sem ég sagði um sjálfan mig. Ég kann tvö tungu- mál auk ensku og ég hef séð egypzkar múmíur. Og nú langar mig bara til að vita hvers vagna þér rikrifuðuð mér“. „Ég hlýt að hafa haldið að Wood-skrifstofurnar væru venju legar ráðningarskrifstofur .... já jú, nú man ég það. Ég man að ég blaðaði í geng um símabækurn ac yfir New York. Ég var að leita að símánúmeri kunningja míns og þá rakst ég á nafn yðar á sömu síðu. Vinur minn hét nefnilega líka Wood. Það var skömmu áður en ég fór hingað. Og mér datt í hug þegar ég kom auga á nafnið að ég skyldi muna eftir því ef ég þyrfti á aðstoðarmanni að halda. Og þess vegna kom ég mér í samband við yður“. Hann var orðinn móður. „Þér verðið að trúa mér“, sagði hann blátt áfram. „Ég er hræddur um að ég ætti erfitt með að trúa manni sem segði mér slíka r.ögu“. Mark gat ekki varist brcsi. „Datt yður ekki í hug að spyrj- asþfyrjr .urp, fyr.irtækið, fyrst?“. . .,Nei--J. nei. eg éé éklti íýo vkí-l aldarvanur. En þetta eru ekki nema hversdagsleg mistök, sem alltaf geta komið fyrir, herra East. Ef ég væri í yðar sporum, þá mundi ég láta bæta við leyni- lögreglumaður fyrir aftan nafnið í símaskránni. Þér hafið það ekki einu sinni á bréfhausnum. Ég veit það .. ég hef bréfin yðar hérna“. Hann stakk hendinni í brjóstvas- ann. Við það rann ermin upp á handlegginn svo að sást í hefti- plástur og umbúðir um úlnliðinn. Hann dró bréfin úr umslaginu. „Þarna sjáið þér. Það stendur ekkert hér um leynilögreglu“. „Ég fæ viðskiptavini mína í gegn um lögfræðinga" sagði Mark „Þeir þekkja. mig“. „Einmitt". Stoneman hikaði áður en hann hélt áfram. „Jæja, ég verð að viðurkenna að ég skammast mín fyrir mistökin. Þarna hafið þér orðið að leggja á yður erfitt ferðalag í kulda og myrkri og aðeins vegna hugsun- arleysis gamals manns". „Ég sagði það ekki“. „Hvað eigið þér við?“ „Ég á við að ferðalagið hafi ekki verið til einskis. Mér þykir gaman að sjá þennan landshluta aftur. Ég hef stundað veiðar hér í nágrenninu áður fyrr .. Er yður mjög umhugað um að ég verði kyrr?“ „Já, vissulega herra East. Ég veit að þér eruð einmitt maður- inn, sem ée þarf á að halda. En ef þér hafið aðra viðskintavini ... ef það eru önnur störf sem kalla....“ „Nei .. hvað þarf þetta að taka langan tíma?“ „Aðeins nokkrar vikur. Ég er viss um að við getum lokið því af á nokkrum vikum. Ef til vill fyrir jól, ef þér tollið svo lengi í vistinni“. Hann brosti við. „Ég er hræddur um að þér hafið fengið lélegt álit á mér við fyrstu lcynni. Þér vitið heldur ekke>-t um mig“. „Þar skjátlast vður“, sagði Mark glaðlega. „Þér hafið ef til vill ekki leitað yður upplýsinga um mig, en ég fékk að vita ýmis- legt um yður. Þér hafið kennt fornaldarsögu í ýmsum háskól- um, þér hafið verið umsjónarmað ur á tveim forngripasöfnum .. í Indiana og Delevare .. og þér hafið fengist við íornleifarann- sóknir upp á eigin spýtur .. en hafið haft lítið fé. Fyrir nokkr- um árum hurfuð þér af sjónar- sviðinu“. „Ja, hérna“, sagði Stoneman. „Þér vitið sannarlega lengra en nefið nær. En nú verðið þér að hætta að prafast fyrir um lifnað- arháttu fólks og taka yður frí. j Þér verðið bá kvrr, eða^ hvað?“ „Já“, sagði Mark. „Ég verð kyrr“. j Stoneman hafði hardleikið bréf in allan tímann á meðan þeir töl- j uðu saman. Nú stakk hann þeim aftur í vasann og þurrkaði sér í framan með vasaklútnum. Það var engu líkara en hann væri gráti nær. „Hvenær eigum við að hefjast handa’“ sagði Mark. Hvað get ég tekið mér fyrir hendur í dag?“ „Ég tek það ekki í mál, að þér byrjið strax að vinna", sagði Stoneman. „Þér eruð nýkominn .. úr erfiðu ferðalagi. f dag eigið * fjsér að hvíla yður. Gera hvað sem yður sýnist. Auk þess er líka sunnudagur í dag. Op bér verðið að heilsa unp á fólkið. Laura .. saeði ég yður að hún er dálítið miður sín þessa dagana. En þér berið nýian og hressandi blæ inn á heimilið.“ „Er eiginmaður hennar ekki heima?“, spurði Mark sakleysis- lega. „Jim? Jú auðvitað. Ég var bara að hugsa um tilbreytinguna .. sjá nýtt andlit og ný sjónarmið. Jim er ágætur .. og vel á minnst .. mér þætti vænt um að Jim fái ekki að vita um þessi mistök mín.“ „Þér eigið við að hann fái ekki ARNALESBOIf Juov£utmaöSins * ÆVINTÝRI MIKKA IV. Gíraidi Eítir Andrew Gladwin 7. gekk varlega nær búrinu, þetta var sú mikla stund, sem hann hafði beðið eftir. Og þá sá hann þá furðulegustu skepnu, sem hann hafði á ævinni séð. — Ó ....! veinaði hann. Er þetta Gíraldi! Lýsing prófessorsins á þessari skepnu hafði ekki verið fullkomin þó sönn væri. Mikki tók strax eftir ýmsu sem prófessornum hafði sézt yfir. Það voru undarlegir blettir á ljósbleikum skrokk dýrsins og sver hárgöndull, kolsvart- ur, stóð beint upp úr hausnum og það voru hvítir blettir á báðum afturfótunum. í fáum orðum sagt þá hafði Gírald- inn til að bera svo mörg einkenni ótal dýra, að það var alveg ótrúlegt. Mikki vissi ekki almennilega, hvort hann átti heldur að hata hann eða.láta sér líka vel við hann. Pró- fessorinn stóð við hlið hans og Mikka heyrðist ekki betur en að hann skríkti af ánægju. — Hann er mitt stolt og gleði, útskýrði prófessorinn og ljómaði út að eyrum af breiðu brosi. Gíraldinn rölti fram og aftur í búrinu með reiðilegum hreyfingum. Grá útþanin augu hans störðu álasandi á gest- ina og báðir halar hans voru á sífelldri hreyfingu upp og niður. — Hvílíkt dýr! sagði Mikki og réði nú ekki við sig lengur og rak upp hverja hlátursrokuna eftir aðra. Hann hló og hló þar til að tárin komu fram í augu hans og hann verkj- aði í magann. Prófgssor Árbákki hió líka með honum. — Finbst Eftirmiðdagskjóla Verð undir kr. 350,00 Þetta tækifæri býðst úúm í dag Heildsölubirgðir: O. Johnson & Kaaber h.f. Steinhús í Vestnrbænum | Kjallari hæð og rishæð á hitaveitusvæðinu til sölu. ■ I húsinu eru tvær 3ja herbergja íbúðir og ein 2ja her- ; bergja íbúð með tilheyrandi. Verzlunárpláss ásamt vöru- > geymslu, og einni stofu, eldhúsi og salerni er í viðbygg- » ingu. Verzlunin er í fullum gangi og getur vörulager ; fylgt. íbúðirnar seljast sérstaklega ef óskað er. Getur Z allt orðið laust 20. maí n. k. Verð er sérstaklega hag- » kvæmt ef um peningaútborgun að fullu er að ræða. NÝJA FASTEIGNASALAN = Hafnarstræti 19 — Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 heldur fund í fundarsal L. í. Ú. í Hafnarhvoli kl. 9 í kvöld stundvíslega. ; Við óskum eftir, að þeir útvegsmenn, sem ekki hafa ■ j gengið í samlagið,-mæti á fundinum, með það fyrir augum ■ að ganga í það. STJÓRNIN í iziiiiiiiiiiiiiiiiiisraiiica'tsaisciiBnBeirsfrirriiiiiiMiitf giriEiBiifii I ■ ■ M11111«II«IIJIMHIIIIftIJMJUJJLIIIUlllIJMJ■JL«IJJJUULIJLV J,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.