Morgunblaðið - 21.03.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1952, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 21. marz 1952 Ótg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Komimúnistar og móthirmái BINN þeirra manna, sem komm- únistar hafa lengst haft á oddi hér á landi og talið sérstakan menningarfrömuð, komst fyrir skömmu þannig að o:ði í blaða- grein um afstöðu sína til íslenzkr- ar tungu: „Ég hefi aldrei elskað móð- urmál mitt og aldrei borið fyr ir því neina virðingu fremur en öðrum mállýzkum, sem nefnast þjóðtungur“. „Menningarfrömuðurinn“, sem þessi orð Iét sér um munn fara var Þorbergur Þórðarson. í þessum ummælum felst hin raunverulega afstaða kommúnista til þeirra verð- mæta, sem bessi þjóð á dýrust, tungu hennar, þjóðernis, þjóð- fána og annara tákna sjálf- stæðis hennar. Fyrir tveimur áratugum könn- uðust kommúnistar hreinskilnis- lega við þessa afstöðu sína. Þá lýstu þeir því yfir, að hver sá, sem sýndi þjóðfánanum virðingu og risi á fætur fyrir þjóðsöngnum væri þý „auðvaldsins" og „yfir- stéttanna“ i þjóðfélaginu. Síðan kommúnistar gáfu þessar yfirlýsingar hefur mikið vatn runnið til sjávar á íslandi. Síð- ustu árin hafa þeir fylgt allt ann- sri „linu“. Þeir hafa keppst við að telja íslendingum trú um, að einu mennirnir, sem berðust fyr- ir frelsi þeirra, vernduðu þjóð- erni þeirra, stæðu vörð um tungu þeirra og önnur verðmæti, væru leiðtogar „Sameiningarflokks al- þýðu, sósíalistaflokksins“. A þessari staðhæfingu hafa mál gögn og málpípur kommúnista hamrað ár eftir ár. En nú hefur einn af áróðurs- postulum þeirra allt í einu tekið upp þráðinn frá árum hreinskiln- innar, meðan kommúnistar komu til dyranna eins og þeir voru klæddir. Þorbergur Þórðarson hefur allt í einu orðið þreyttur á nýju „línunni". Þess vegna gengur hann fram fyrir skjöldu, kastar grímunni og segir: „Ég hefi aldrei elskað móður- mál mitt og aldrei borið fyrir því neina virðingu fremur en öðrum mállýzkum, sem nefnast þjóð- tungur“. Greinilegar er ekki hægt að af- hjúpa sinn innri mann en með þessum ummælum. Allir þeir, sem þekkja íslenzka sögu og sjálfstæðisbaráttu vita, að grundvöllur frelsisbaráttu þess arar litlu þjóðar var menning hennar, gömul handrit og bækur, er geymdu norræna tungu. I þessi r&enningarverðmæti hefur fólkið sótt kjark og trú á framtíð sína sem sérstæðrar þjóðar. Þess vegna lögðu foringjar frelsisbaráttunn- ar jafnan mikla áherzlu á rækt við þessi verðmæti. Skáld henn- ar ortu ljóð um „ástkæra yl- hýra málið“, fræðimenn hennar tóku gömul handrit og sóttu í þau rök fyrir rétti fólksins í bar- áttu þess gegn kúgun og niður- lægingu fyrir frelsi og framför- um. Af þessu leiðir það, að ís- lenzk tunga og sjálfstæði þessa lands eru eitt og verður ekki að skilið. Ef þessi þjóð hefði glatað tungu sinni ætti hún enga sjálf stæða þjóðlega menningu. Þá væri þetía Ianti heldur ekki sjálfstætt heldur ófrjáls hjá- lenda. -A- Enginn íslendingur, sem ekki virðir tungu sína og skilur þýð- ingu hennar fyrir þjóð sína í nú- tíð og framtíð, getur unnað sjálf- stæði lands sins. Yfirlýsing Þor- bergs Þórðarsonar felur því ann- að og meira í sér en vanmat hans á íslenzkri tungu. Hún felur í sér hyldjiioa fyrirlitningu fyrir sjálf stæði Islands. Þeir íslendingar, sem muna fyrri afstöðu kommúnista til þjóð legra verðmæta munu ekki undr- ast hina hreinskilnu yfirlýsingu. Hinum, sem fyrst og fremst hafa hlustað á hræsnishjal þeirra um sjálfstæðismál þjóðarinnar mun hins vegar koma hún nokkuð ann arlega fyrir sjónir. En þeir verða að gera sér það ljóst, að þeir hafa verið herfilega blekktir. Norræna ráðlð Á SÍÐASTA fundi utanríkis- ráðherra Norðurlanda, sem lauK í Kaupmannahöfn 16. þ. m. var m. a. rætt um stofnun hins vænt- 'anlega fulltrúaþings Norður- Jlanda, Norræna ráðsins eins og það hefur verið kallað. Varð sam komulag um að málið skyldi lagt fyrir þjóðþing landanna til end- anlegrar meðferðar. j Deildir Norræna þingmanna- sambandsins í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á íslandi hafa allar samþykkt að taka þátt í þessari nýju stofnun. En fcrmlega á- kvörðun þinganna vantar enn um hana. Eftir það, sem á und- I an er gengið virðist fullvíst að Norrænt ráð verði stofnað með þátttöku hinna fjögra ríkja. | Með þessu norræna ráðgjafar- ' þingi er áformað að gera nor- ræna samvinnu raunhæfari og fjölþættari en hún hefur ver.ið' til þessa. Störf, sem áður hafa verið falin ýmiskonar nefndum verða nú tekin til meðferðar inn- an vébanda þess. En þar eiga sæti þingmenn og ráðherrar frá öllum þátttökuríkjunum. Ætlun- . in er að milli ráðsins og ríkis- stjórna landanna verði náið sam- band. Með því sambandi er stefnt að því, að samþykktir þess og áform verði framkvæmd en ekki lögð á hilluna. ) Einhverjir kunna að varpa þeirri spurningu fram, um hvaða I hagsmunamál þessi samkoma eigi að fjalia. j Hinar norrænu þjóðir eiga mörg sameiginleg áhugamál, bæði á sviði menningar og við- skipta. Þær þurfa að greiða götu einstaklinga sinna til þess að kynnast innbyrðis, auka viðskipti sín í milli, treysta samvinnu sína í alþjóðamálum, vinna að gagn- kvæmum félagslegum ráðstöfun- u mog leysa ýms ágreiningsmál, sem uppi eru á milli þeirra. Ef hinn Norræna ráði auðn- ast að taka á viðfangsefnum sínum af raunsæi og mark- vísi getur mikið gagn að því orðið. Ef hinsvegar verður látið sitja við ræðuhöld ein hefur verr farið en skyldi. En við skulum vona að þannig takizt ekki til. AHir þeir, sem unna þróttmikilli og raun- hæfri norrænni samvinnu hljóta að óska hinu norræna ráði góðs gengið og þjóðum þess farsældar og gagns af störfum þess. Þar eru ógrynni banono pg óhiriir óvextir — en þjóðin sveliur HUGSIÐ yður land, þar sem allar mikilvægar samgöngur verða að vera með flugvélum — vegna þess að engir not- hæfir vegir eru til, land þar sem lostæt ávaxtategund, sem getur keppt við appelsínuna á heimsmarkaðinum, vex án þess að nokkur reyni til að selja hana, land þar sem allt er fullt af banönum og ó- mögulegt er að losna við þá — en á sam tíma líða flestir landsmenn stiiðugt af næring- arskorti. Land, þar sem ein- ungis eru tvær stórar borgir, önnur með sjsðandi hitabeltis loftslag, en hin svo köld, að ganga verður í þykkum ullar- fötum og vetrarfrökkum all- an á’-sins hring. Ef til vill haldið þér að land ið sé ekki til. En svo er ekki. FAO, matvæla- og landbún- aðarstofnun SÞ, hefur nýlega fengið mikla skýrslu þaðan og Iandið er Ecuador. Dr. Lawrence Campbell frá FAO kom fyrir skömmu frá Ecua dor. Hann var sendur þangað til að kynna sér hvað hægt væri að gera til að útvega íbúum Ecua- dor meira að borða. Ríkisstjórnin í Quito hafði beðið FAO um að kynna sér aðstæðurnar og leggja fram tillögur til úrbóta. Starfi dr. Campbells er enn ekki lokið, en hann hefur þegar séð nóg til að styrkjast í þeirri trú sinni, að starfið geti borið góðan árangur. AHEINS 900 HITAEIMNGAR — ÞRÁTT FYRIR AUÐÆFI LANDS OG HAFS Enda þótí landbúnaður sá mikill í Ecuador búa ílestir landsmanna við stöðugan nær- ingarskort. Þeir fá um 1350 hitaeiningar á dag, en það er ekki nema helmingur þess, sem eríiðismaður þarf. Og til sveita, þar sem fólkið þrælar og stritar án véla og tækni, fær það ekki nema 900 hita- einingar á dag. Þessu er hægt að breyta, segir dr. Campbell. Útvegið mjólk, kjöt og fisk og þá renna upp vel- sældartímar í Ecuador. Naut- peningur er í landinu, en skort- ur er á nýtízku mjólkurbúum og ekki er hægt að útvega öllum kjöt með þeim nautgripum, sem til eru. Hins vegar hefur Kyrra- hafið upp á auðug fiskimið að bjóða, en fiskiflotann skortir ný- tizku veiðarfæri. Að vísu eru fiskveiðar stund- aðar við strendur Ecuadors og frosinn túnfiskur er ein helzta útflutningsvara landsins til Bandaríkjanna. Meira er flutt út af túnfiski en neytt er innan- lands . . . og við þessu er lítið hægt að gera vegna þess að Ecuador þarf á að halda öllum dollurum, sem hægt er að öngla saman. NAUÐSYNLEGT AÐ LEGGJA NÝJA VEGI Annars er til lítils að búa íiski- flotann nýtízku veiðarfærum fyrr en góðir vegir hafa verið lagðir í Ecuador, því ekki er hægt að flytja fiskinn á markað fyrr en vegirnir eru fyrir hendi. Eins og stendur er fiskur rándýr i höfuðborginni, Quito, því ekki er hægt að flytja hann þangað nema með flugvélum. Dr. Campbell, sem er matvæla sérfræðingur, rak fyrst augun í þetta vandamál, sem vegaleysið skapar. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að umbætur í þjóð- féla^slífi Ecuadors gætu ekki átt sér stað fyrr en góðir vegir hafa verið lagðir. Og hvar er hægt að fá fjármagn til vega- gerðar? Jú, er hægt er að auka útflutninginn skapast ný tekju- lind og í Ecuador er til útflutn- ingsvara, sem selja rhá ótakmark- að af, ef aðeins er fundin rétt söluáðferð. Þessi vara er banan- ar. Svo mikið vex af þeim, að enda þótt fjórðungur þeirra hristist í sundur og merjist í mauk í flutningnum til strandar, er samt nóg til. Það sem máli skiptir, er að finna a ðbærustu aðferðina við útflutning á ban- j önum. Það er hægt að flytja þá ' út þroskaða með kæliskipum, en einnig er hægt að vinna ýmis- legt úr þeim og veitir það auknar tekjur og skapar samtímis at- vinnu fyrir landsmenn. ÁTTA FYRIRÆTLANIR | MEÐ BANANA I Dr. Campbell ræddi þetta mál I við stjórn Ecuadors og í Ijos kom, að stjórnin hafði gert nægar á- ætlanir um hagnýtingu banana — I áætlanir, sem dr. Campbell hafði aldrei heyrt um eða látið k.orna sér til hugar. Að minnsta kosti átta af þessum fyrirætlunum stj órnarinnar voru framkvæman legar. 1) Ef óþroskaðir og þurrir ban anar eru malaðir, er hægt að j búa til bananamjöl, sem r.ota má I til brauðgerðar. Ef þetta brauð nær ekki vinsældum erlendis er ■ hægt að blanda það brauði lands- ' manna sjálfra, en Ecuador flytur inn fjórðung af brauðkorni sínu og gæti bananamjölið komið í þess stað. 2) Á eirifaldan hátt er hægt að þurrka banana til sölu bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. 3) Hálf-þurrkaða banana má skera í þunnar flísar, þurrka þær og selja til Bandaríkjanna til að blanda saman við mjólkur- drykki. 4) Hægt er að framleiða sæl- gæti, sem mestmegnis er búið til úr banönum. 5) Bananasulta og mauk er hægt að flytja út. 6) Bananar geta að miklu leyti komið í stað hins dýra malts, sem notað er í ölgerðarhúsum og lyf tiduf tsverksmiðj um. 7) Úr banönum má búa til læknislyf, sem notað er við melt- ingarkvillum. 8) Hægt er að nota banana sem skepnufóður, annað hvort þurrkaða með hýði eða nýja úr- gangsbanana, en með notkun þeirra mætti koma upp mikilli svínarækt í hafnarbæjunum þar sem þúsundum af skemmdum banönum er kastað úr hverju hlassi. KAKÓÁ GÖTUNUM Ecuador selur meira en túnfisk og banana til útlanda. Morgun nokkurn er Dr. Camp bell vaknaði í gistihúsi sínii í Guayaquil fann hann mjög sterka kakólykt og er hann leit út um gluggann, sá hann að gatan var dökkbrún, al- þaMn þykku lagi af kakó- baunum. Þær þöktu akbraut- ina og náðu þvert yfir götuna kramh. á bls. 8 Vehmmndj skrifar: ÚB OAGLEGA &1FIMU Prófáhyggjurnar farnar að gera vart við sig KÆRI Velvakandi. Undanfar- in vor eða síðan 1946 hafa þeir unglingar, sem hafa ætlað sér upp í lærdómsdeild Mennta- skólans, þurft að taka hið svo- nefnda landspróf. Er talið, að próf þett'a sé að tiltölu þvngsta Drófið, sem tekið er við þann skóla, og þó að víðar væri leitað. í próflestrinum Venjulega hefir upplestrar- leyfi verið þrjár vikur, og hefir ekki veitt af því fyrir þá, sem reyna vilja að ná góðu prófi, en láta sér ekki nægja að skríða upp. 1800 bls. á hálfum mánuði EN svo heyrði ég um daginn, að í ráði væri að stytta leyfið um þriðjung eða niður í hálfan mánuð. Þykir mér þetta alger óhæfa, og eru allir þeir lands- prófsnemendur, sem ég hefi átt tal við, á sama máli. Kunnugum er yfirleitt Ijóst, að þetta fyrirkomulag mundi gera nemendum geysilega erfitt íyrir við próflesturinn. Annað hvort yrðu þeir að lesa allt saman í einum spreng og hvíldarlaust, eða Velja hinn kostinn að fara ekki: yfir allt efnið. Eða þykir þér 'ekki til of mikils mælzt að ætla nemendum að lesa þessar 1800 bls. ásamt vinnubókum og fleiru á hálfum mánuði? Hætt við ofþreytu ASTÆÐAN fyrir styttingu leyf- isins, ef til kemur, kvað vera sú, að kennarar telji nem- endur orðna þreytta eftir þriggja vikna lestur. Hafa þeir þar nokk- uð til síns máls. En þó fer það að miklu leyti eftir því, hvernig nemandinn les. Nokkur hvíld frá lestrinum dag hvern og frískt loft öðru hverju er nemandan- um nauðsyn. Réttmætt þætti mér, að landsprófsnemendur væru sjálfir spurðir álits um þetta mál. — Stud. real“. Yfirráð yfir landgrunninu. UM ekkert er nú meira talað en víkkun landhelginnar og er það að vonum, því að varla er of djúpt tekið í árinni, þó að sagt sé, að með því máli standi og falli líf þjóðarinnar. Aldrei fór þó svo, að ekki heryð ist geðvonzkuhrina úr horni, þeg- ar tilkynnt var um athafnir ríkis- stjórnarinnar í málinu. Sumir unna aldrei neinu msannmælis. En mikil verða viðbrigðin hjá sjó- mönnunum, sem daglega hafa oráið að sæta yfirgangi útlend- inga, enda hefir ónóg landhelgi komið þeim verst í koll. Er Karlsen lélegur sjómaður? ÞEGAR Karlsen. skipstjóri, barðist hugrakkur fyrir sér og skipi sínu í stórviðrum skamm degisins, áttum við í honum hvert bein að okkur fannst. Margvís- legar eru fréttirnar, sem um hann hafa borizt. Sú nýjasta er á þessa leið tekin úr blaði rúss- neska flotans: Allt fjas um hetjuskap Karl- sens var ekki annað en skálka- skjól til að leyna því að vopn voru í óleyfi flutt frá Þýzkalandi. Það var nefnilega alls ekki brota- járn með skipinu hans Karlsens, heldur flugsprengjur og önnur leynivopn frá Þýzkalandi. Þess vegna fékk skipstjórinn fyrirskipun frá Bandaríkjunum um að sigla fyrir enga muni inn til Brest, því að þar hefðu svikin orðið uppvís. Vel hefði mátt bjarga skipinu, ef Karlsen hefði verið betri sjómaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.