Morgunblaðið - 31.07.1952, Page 1

Morgunblaðið - 31.07.1952, Page 1
j 39. árgangur, 171'. tbl. — Fimmtudagur 31. júlí 1952 Preutsmiðja Margunblaðsins. Van Fieel: drai minni Iriðarvon órsu mí eiumitt nú 138viHri á vígsftöðvuiimnt, glyndroði í Biði kommúnisfo Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-I\TB TÓKÍÓ 30. júlí — Bæði kínverskir kommúnistar og yfirmaður 8. hers Bandaríkjanna í Kóreu hafa gert heyrin kunnugt í dag, að friðarhoríur í Kóreustríðinu haíi stórum daprast að undamörnu. V&n Fleet hershöfðingi, sem stjórnar 8. hernum, ‘ sagði þau uggvænlegu tíðindi á fréttamannafundi í Seúl í dag, að framvinda mála hefði verið með þeim hætti þar eystra undanfarið, að friðarhorfur hefðu aldrei verið vonlausari en einmitt nú. í Pekingútvarpinu var kveðið svo að orði í dag, að sjónarmiö samningamanna Sampinuðu þjóð anna í Panmunjom hlytu óhjá- kvæmilega að eyða allri von um að vopnahlé tækist. GETA HRUNDIÐ HVERRÍ ÁRÁS Van Fleet gaf yfirlit um herstyrk og aðstöðu óvina- ; herjanna og sagði m. a. að herir S.Þ. væru nú svo öflugir í Kóreu, að þeir gætu hrund- ið hvers konar árás á allri víg- línunni. Hann upplýsti einnig, að kommúnistar hefðu dreift liði sínu nokkuð á vígstöðvun- um til að reyna að forðast áframhald þeirra þimgu bú-’ sifja, sem S. Þ. hafa valdið þeim með þrotlausri ásókn síð ustu daga. GLUNÐROÐÍ Þá sagði Van Fleet, að vart hefði orðið grundroða í liði komm \ únista vegna stórfelldra sam- göngutruflana af völdum illviðra, vatnselgs og hinna kerfisbundnu árása sprengjuflugna S. Þ. á sam- , .göngumiðstöðvar í Norður-Kóeru. Hann kvað her sinn hafa búið sig vel undir regntímann, en komm- únistar mundu hins vegar ekki hafa getað gert slíkt hið sama.1 Á vígstöðvunum hafa síðustu 6 ;daga geisað stórrigningar og stormur. Flugveður var ekki í! .dag. i Aukin vöid et HEIDELBERG, 30. júlí. — Opin- berlega hefur verið tilkynnt, að Matthew B. Ridgway hafi verið skipaður yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu frá og með 1. ágúst n.k. að telja. Þessi skipun mun ekki hafa í för með sér neinar breytingar á yfirstjórn herja Atlantshafsbandalagsins, þar sem núverandi yfirmaður Bandaríkjahers í Evrópu, Thom- as T. Handy, verður staðgengill Ridgways í Frankfurt með víð- tæku umboði. — Aðalstöðvar Ridgways verða eftir sem áður í Parísarborg. — NTB. Einn vaidamesti maður egypzka hersins fyrir byltinguna var Hussein Farid, herráðsforingi. — Sýnt er nú að hann kernbir ekki hærurnar í þeirri tignarstöðu, eft ir að Naguib marskálkur hefur láíið hneppa hann í fangelsi, en spilling í æðstu stjórn hersins var að sögn hans eitt megintil- efni bylíingarinnar. Farid hefur áður verið yfirforingi lífvarðar Farúks kóngs. EGYPTALANO: Hreinsun í Wafd fiokknum „Svört bók" verður gef in út um valdaferil Farúks konungs Einkankeyti til \íbl. frá Reuler-ISTIt KAÍRÓ 30. júlí: — Ekki virðast öll kurl enn vera komin til grafar í F.gyptalandi eftir byltinguna um síðustu helgi. Alí Maher for- sætisráðherra mælti svo fyrir í dag, að ákveðnir rrienn mættu ekki fara yfir landamærin án sérstaks leyfis stjórnarvalda og hreinsun fer nú fram í Wafdistaflokknum. Telja menn að með henni eigi að gera flokkinn samstarfshæfari við hina nýju valdhafa, ef vera mætti að flokknum sem er allsráðandi á þingi yrði síðan falin stjórnarforysta. Það er af Farúk að segja, að hann dvelzt enn á eynni Kaprí með fjölskyldu sinni og hefur gert brezkan fréttamann að blaðafulltrúa sínum. Er allt í óvissu enn um framtíðar- áform hans, en blaðafulltrúinn tilkynnti í dag að kóngur mundi gefa opinbera yfirlýsingu á morgun, fimmtudag. Á hinum vikulega blaðamannafundi í Washington í dag sagði Acheson að enn hefði ekki borizt umsókn um landvistarley.fi fyrir konungsfjölskylduna. RIKISRAÐIÐ Meðal stjórnmálamanna ríkir nokkur eftirvænting um skipun ríkisráðsins, sem fara á með völd þangað til Fúad litli tekur við ríki. Er álitið að Farúk hafi bréf- Ncrsklr skákmenn valdir á OSLÓ, 30. júlí — Skáksamband Noregs hefir valið eftirtalda menn til þess að keppa fyrir hönd Norðmanna á Ólympíumótinu í skók, sem hefst í Helsingfors 9. ágúst: Ernst Rojahn, Erik Mad- sen, Erling Myhre, Áge Vestöl, Otto B. Morcken og W. Ramm. 28 þjóðir hafa tilkynnt þátt- töku sína í móti þessu. ChurchlSI um landvarnamá! í neðri deild’mni Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM/ 30. júlí. — Umræður héldu áfram í neðri deild brezka þingsins í dag um efnahags- og landvarnamál og var Churchill, forsætisráðherra, málshefjandi. Kvað hann nauðsynlegt að breyta landvarnaáætluninni til samræmis við efnahagsafkomu þjóðarinnar. Við verðum að þreyta henni þannig að hún krefjist ekki stöðugt þyngri fjárfórna og aukinna hráefna, sagði hann. Kostnaður við vígbúnaðaráætlun Varkamannastjórnarinnar hefði farið langt fram úr þeim 14,7 milljörðum punda sem upphaflega var ráð fyrir gert, ef íhaldsstjórnin hefði ekki dregið úr vígbúnaðarhraðanum og fært tímatakmarkið fram. — Meðan Churchill flutti ræðu sína gerðist þingmönnum Vcikamannaflokksins órótt og höfðu þeir í frammi hróp og köll. lega lýst vilja sínum í þessu efni og mælzt til þess að ráðið yrði skipað tveim ættingum sínum undir forsæti Aiís Mahers, for- sætisráðherra. Hins vegar mun Naguib, marskálkur vera því öndverður að nokkur úr konungs ættinni hafi afskipti af æðstu stjórn landsins. NAGUIB VILL VINSAMLEGA LAUSN SÚDAN-MÁLSINS í blaðaviðtaii í dag fór Naguib, marskálkur, nokkrum orðum um Súdan-málið og ítrekaði þau fyrri ummæli sín, að Egyptaland og Súdan ættu að lúta sama þjóð- höfðingja, en því marki yrði að ná með samkomulagi en ekki valdbeitingu. Ég aðhyllist aðeins þá lausn málsins, sem báðir aðil- ar geta fellt sig við, sagði bylt- ingarleiðtoginn. Ekkert bendir til þess, að sam- komulagsviðræður verði teknar upp að nýju milli Breta og Eg- ypta um Súdan-málið. I neðri málsstofu brezka þingsins upp- lýsti Eden, utanríkisráðherra, í dag, að hann hefði sent Egypta- landsstjórn orðsendingu í dag, en kvað þar ekkert hafa verið minnzt á Súdan. Sitarpur bardagi á landla- mærum IVflakaó og Kína Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. IIONGKONG 30. júlí: — Sviptingar urðu enn í dag á landamærum portúgölsku nýlendunnar Makaó og Kína milli kommúnista og portúgalskra varðmanna. Miklu flemtri hefur slegið á hina 350 þúsund íbúa nýlendunnar, sem er áföst við meginland Kína um 65 kílómetrum fyrir suðvestan Hongkong. SPRENGJUKAST Það var upphaf átakanna í dag, að kínverskir kommúnistar vörp- -uðu hándsprengjum að grand- lausum portúgölskum hermönn- um þar sem þeir voru að skipta um vakt í virki einu við landa- mærin. Hófu Portúgalir þá þegar skothríð að Kínverjum og stóð sennan í tvær klukkustundir. FLÓTTI Óstaðfestar fregnir herma, að portúgölsk yfirvöld hafi þegar hafið brottflutning óttasleginna íbúa frá landamærunum og vitað pr sð með ferjunum til Hongkóng ,komast færri en vilja. næstkomandi. — NTB. Atburðir þessir eiga rót sína að rekja til ágreinings sem varð í fyrri viku um staðsetningu gadda vírsgirðingar á landamærunum. Heræfingar í Norður-Noregi OSLÓARBORG, — Mestu heræf- ingar, sem um getur í Norður- Noregi hófust í fyrradag. 6000 hermenn taka þátt í æfingunum. Verður haldið áfram til 21. sept. ÁÆTLUNINNI FRESTAÐ M.A.' AF TÆKNILEGUM ÁSTÆÐUM Forsætisráðherrann sagði, að tæknileg þróun og fUllkomnaii vopn sem ódýrara væri að fram- leiða mundu hafa mikinn sparnað I i för með sér og jafnframt efla ’ varnarmátt Bretlands, enda væru ýmsar gerðir hergagna sem nú væru framleiddar að verða úrelt- ar. Við getum ekki vænzt þess að verða hernaðarlega sterkir, sagði hann, án þess að byggja á traustum efnahagslegum grund- velli og enga landvarnaáætlun ‘ er unnt að framkvæma án þess að nauðsynlegra tekjustonfa sé aflað. ÚTFLUTNINGUR IIERGAGNA Churchill kvað stjórnina hafa gert ráðstafanir til að verulegur hluti framleiðslunnar færi til út- flutnings, og þótt mönnum kynni að finnast það undarlegt ráðlag að flytja út hergöng þegar Bret- ar þörfnuðust þeirra sjálfir, þá teldi hann það nauðsynlegt sök- ' um þess hversu verðmætar út- flutningsvörur hér væru um að ! ræða einmitt til að afla fjár til • Framh. á bls. 2 Gruenfhersbræðrum verður launisð hjálpin WASHINGTON — Fari Eisen- hower með sigur af hólmi i for- setakosningunum í Bandaríkjun- um þykir sennilegt að fyrrver- andi samstarfsmaður hans í París, Alfred Gruenther, herráðsforingi Altantshafsherjanna verði á næsta ári kallaður heim og gerð- ur formaður herforingjaráðs bandaríska landhersins. Einn af einbeittustu stuðningsmönnum Eisenhowers á landsfundinum í Síkagó var bróðir Gruenthers, Hómer að nafni. Sálutnessa Petains ILE D’YEU — Hinn 23. júlí var ár liðið, síðan Petain, marskálk- ur, lézt hér í gæsluvarðhaldi. — Vegna þess voru honum sungnar sálumessur. SVÖRT BÓK UM FARÚK Kunnugt er nú, að Egypta- landsstjórn hefur í undirbún- ingi eins konar „svarta bók“, eins og það er orðað í fregn- inni, um valdaferil Farúks konungs. Verða þar talin öll afglöp og hneyksli, sem Far- úk var bendlaður við meðan. hann sat á valdastóli. Enn- fremur verður þar ítarleg greinargerð um valdafsalið og aðdraganda þess. — Þvkir mönnum ósennilegt að hinn svallsami kóngur verði þar látinn njóta sannmælis meira en góðu hófi gegnir. Nýlt sænskt me! í kúluvarpi STOKKHÓLMI, 30. júlí—Roland Nilsson setti nýtt sænskt met í kúluvarpi á íþróttamóti, sem háð var hér í dag. Varpaði hann kúl- unni 16,64 m., en fyrra metið, sem hann átti sjálfur, var 16,55 m. Setti hann það á Ólympíu- leikunum í Helsingfors. •—NTB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.