Morgunblaðið - 26.08.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.1952, Blaðsíða 8
I UORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. ágúst 1952 Útg.: H.f: Árvakur, Réykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Arni Óla, sími 3045. tuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstraeti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, lnnanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Lokun hafnarinnar LÖGREGLUSTJÓRI hefur fyrir skömmu gert það að tillögu sinni til bæjaryfirvaldanna að gatna- svæðinu umhverfis höfnina verði lokað að næturlagi. Tilgangurinn með þeirri ráðstöfun er sá, að koma í veg fyrir stöðugt ráp um borð í innlend og erlend skip, sem liggja í höfnínni. En í kjöl- far þess hefur ævinlega siglt drykkjuskapur og margvísleg ó- reiða. Þá hafa og iðulega orðið slys af þessu hafnarrápi. Drukkið fólk hefur fallið í sjóinn og drukknað án þess að nokkrum vrörnum yrði við komið. Alkunn- ugt er einnig að lauslætiskven- fólk hefur sótt ákaflega að höfn- inni og um borð í skipin, sem liggja þar. Hafa oft risið mikil og erfið vandamál vegna þess. í erlendum hafnarborgum þyk- ir það sjálfsagt og eðlilegt að loka höfnum að meira eða minna leyti fyrir umferð almennra borgara að næturlagi. Ástæður þess er hinar sömu og lögreglu- stjórinn í Reykjavík telur fyrir hliðstæðum ráðstöfunum hér. . Aðalatriði málsins er, að al- menrúngur á ekkert erindi að höfninni eða úí í skip að næt- urlagi. í skiparápi lauslætis- kvenna felst þar að auki stór- hætta, ekki aðeins fyrir þær sjálfar heldur fyrir heilbrigði annars fólks, sem þær um- gangast. Það verður að hafa vit fvrir þeim tiltölulega fáu vandræða manneskjum, sem sífellt sækja í soll og ólifnað um borð í erlendum skipum. Auðveldasta leiðin til þess að koma í veg fyrir ráp þeirra er beinlípis lokur hafnarinnar efíir ákveðinn tíma á kvölöin. Búast má við að einhver kostn- aður yrði af þeirri ráðstöfun. En hanh yrði áreiðanlega ekki svo mikill, að hann ekki borgaði sig. Þess vegna er fráleitt að láta kcstnaðprhlið þessa máls hræða sig, frá skynsamlegum aðgerðum. í sambandi við lokun hafnar- innar og aukna viðleitni til þess að koma í veg fyrir lausiæti og spillingu ber einnig að drepa á nauðsyn eftirlits með ferðum íslenzkra kvenna til Keflavíkur- flugvallar og samskiptum þeirra við hið erlenda varnarlið. Því fer víðsfjarri að æskilegt sé að fjöldi íslenzkra kvenna sæki stöðvar varnarliðsins heim eða blandi geði við það á öðrum stöðum í landinu. Enda þótt eðlilegt sé, að ungir menn, fjarri ættlandi sínu, fjölskyldum og vinum, leiti fé- lagsskapar við konur í því landi, sem þeir dvelja, er slíkur félags- skapur þó síður en svo æskilegur, ekki sízt þegar annars vegar er örfámenn smáþjóð. Þetta gera bæði íslenzk stjómvöld og yfirmenn hins erlenda varnarliðs hér á landi sér áreiðanlega ljóst. Þess vegna verður að halda uppi j eftirliti, bæði við stöðvar j varnarliðsins og utan þeirra, sem hafi svipaðan tilgang og ráðgerð lokun Reykjavíkur- hafnar. Hér er í raun og veru ekki um neitt nýtt vandamál að ræða. Oll lönd, sem erlent eða jafnvel inn- lent herlið gistir, hafa staðið andspæíiis því og orðið að gera ráðstafanir til þess að leysa það, koma í veg fyrir að sársauki og vandræði sigldu í kjölfar of ná- inna samskipta þess og borgar- aiina. Mcginhluti hinnar íslenzku þióðar veit að koma erlends vamarliðs hingað til lands var óhjákvæmileg vegna öryggis hennar og sjálfstæðis. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að ríka nauðsyn ber til var- fæmi í umgengni þess og hinnar fámennu þjóðar, sem það dvelur hjá. Hlutatryggingar- ■ r%»r* sjoour ÞAÐ er fyllilega eftir öðru lán- leysi Alþýðuflokksins að hann lætur nú blað sitt taka að fjand- skapast við þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að gera útgerðinni mögulegt að greiða sildarsjó- mönnum kauptryggingu þeirra. Telur AB-blaðið það .varhuga- vert bjargráð að verja hlutatrygg ingarsjóði í þessu skyni og ræðst á núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa vanrækt að afla sjóðnum tekna. I í þessu sambandi ber þess fyrst að minnast að sjómenn og útgerðarmenn hafa aldrei orðið varir mikils áhuga hjá Alþýðu- flokknum fyrir eflingu hluta- tryggingasjóðs. Þegar Sigurður Kristjánsson flutti fyrst frum- varp um stofnun slíks sjóðs fékk það litlar undirtektir hjá Alþýðu- flokksmönnum. í heilan áratug barðíst hann og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir stofnun hlutatryggingarsjóðs, eT skyldi gegna því hlutverki að jafna og bæta aflahluti sjómanna og út- vegsmanna og draga þannig úr hinum illu afleiðingum aflaleysis- ára. AB-blaðið kemst þannig að erði í forystugrein sinni s. 1. sunnudag: „Peningarnir til að bjarga síld- arútveginum nú eru þannig tekn- ir af þeim hluta bátaútvegsins, sem síst má við því að missa aðstoð fiskideildarinnar". Hverskonar þvættingur ’ er þetta? Síldveiðideildin hefur feng ið fé að láni hjá hinni almennu deild hlutatryggingarsjóðs. — Þetta lán er tryggt með ríkis- ábyrgð. Engum hefur komið ann- að til hugar en að löggjafinn tryggði endurgreiðslu þess. Þess vegna hefur ríkið ábyrgst þessa bráðabirgðalántöku, sem óhjá- kvæmileg var til þess að síldar- sjómenn fengju kauptryggingu sína greidda þegar að vertíð lok- inni, en þyrftu ekki að bíða henn- ar í marga mánuði eða misseri. En í þessu sambandi mætti e. t. v. spyrja AB-blaðið, hvaða tillögur það hefur að gera um öflun fjár í hlutatryggingasjóð? Vill það láta afla þess með álagn- ingu nýrra tolla? Atvinnumálaráðherra og ríkisstjórnin í heild hafa í þessu máli haft fyllilega eðli- legan hátt á. Handbært fé hlutatryggingarsjóðs hefur verið notað til þess að firra vandræðum. Það fé mun verða endurgreitt og sjóðurinn mun ekki þurfa að vanrækja nein af verkefnum sínum vegna þessarar ráðstöfunar. AB- menn hafa því eins og oft áð- ur vaðið j villu og svima í hinni neikvæðu afstöðu sinni til hverskonar ráðstafana ríkis stjórnarinnar til stuðnings at- vinnulífi þjóðarinnar. Jarðaður ó 388 Iriíirmsaga í dýpsta Sralli heims FJARLÆGT óp, sem varla heyrðist upp á yfirborð jarð- ar, stálvír, sem brast skyndi- lega og mannslíkami, er hent- ist til jarðar með veikum dyn — þetta allt olli því, að draum ur próf. Max Cosyns um nýj- ar vísindauppgötvanir varð að engu í einu vetfangi. Einn af • leiðangursmönnum hans niður í dýpsta helli jarðar- innar, Pierre-Saint-Martin, beið þar bana fyrir nokkru, er hann var á uppleið og vír, sem hann var festur í, brast. Maður þessi heitir Loubens og var alvanur að fást við rannsóknir í dýpstu hell- um Frakklands. DÝPSTI KELLIR HEIMS Hellir sá, sem hér um ræðir, er, eins og að framan er sagt, á- litinn vera dýpsti hellir í heimi. Hann fannst fyrir þremur árum í Pyreneafjöllum, skammt frá landamærum Frakklands og Spánar og er í 1660 metra hæð. Hann er um 400 hietra djúpur og neðst í honum er nokkurs konar FRANKMG rouióuu 'N Norðan við spönsku landamærin er hellismunni Pierre-St. Martin- hellísins. hinir allir á eftir, og náðu þeir allir hellisbotninum. Þar höfðust þeir við og gerðu ýmsar athug- anir, tóku myndir o. s. frv. — Fundu þeir þar örsmáar, hvítar og blindar bjöllur, sem álitið er, að séu ein elzta dýrategund jarð- i arinnar. Þegar revnt var cð :"ara með nokkrar bjöllur upp ó vfir- borðið, kom það í ljós, að þær þoldu ekki hitann og hið burra , loft, því að niðri í Elizabeth-Cast- aret er rakastigið 95 og um allan hellinn strevmír vatn svllu af * syllu, en það er aðeins um fjög- úrra stiga heitt. VAR Á IÆIÍ) UPP Er Loubens lét lífið, var hann á leið upp úr hellinum eftir langa og erfiða dvöl á botni hans. Fékk hún svo mjög á hann, að hann var illilega haldinn nokkurskon- ; ar inm'lokunarskelkun og átti , myrkrið, rakinn og einveran' ekki minnstan þátt í því. Ætlaði hann að taka sér nokkra hvíld, áður en hann héldi starfi sínu áfram. — Vírinn bíast, er Lou- þens hafði verið hífður um 20 i metra. Lenti hann á syllum og limlestist mjög í fallinu. Voru þá strax gerðar ráðstafanir til þess að ná í lækni, og var hann send- ur niður með nauðsynlegustu ( sjúkraáhöld. Komst hann um sið- ir til þess staðar; þar sem Lou- bens lá, og hafði hann komízt í I mikla lífshættu, vegna þess að neðanjarðarfljótið tók skyndilega að vaxa. Er hann kom niður, gaf hann hinum limlesta manni blóð, og var síðan haldið af stað upp. Ferðin gekk mjög erfiðlega, og á meðan á henni stóð, lézt Lou- bens. En þar sem þeir komu ekki börunum, sem líkið lá á, í gegn um þrengsli, sem eru í hellinum, jörðuðn þeir það í 388 metra dýpi. — Þar með var þessum harmleik í dýpsta heilli heimsins lokið. ER TILBÚIN AÐ IIÆTTA LÍFl SÍNTJ FYRIR VÍSINDIN En hvað var svo erindi þeirra félaga niður í hin myrku djúp jarðarinnar? Var það aðeins af ævintýraþrá, sem þeir fóru þessa glæfraför eða var tilgangurinn vísindalegs efnis? — Max Cosyns heldur því fram, að nauðsynlegt sé, að rannsaka þessa hella, vegna þess að liklegt sé, að þeir geti gefið okkur nokkrar upplýsingar um myndun fjallanna og berg- laganna, en það sé mjög mikils- vert rannsóknarefni vegna námu- graftar og olíuvinnslu. í þessu skyni — og auðvitað einnig af ævintýraþrá — er hann tilbúinn til að hætta lífi sínu, — og f jölda- margir eru fúsir til að fyigja honum. Velvakandi skrifai: ÚB DAGLEGA LÍFINU Max Cosyns. salur, er léjðangursmenn nefndu Elizabeth-Castaret, og einnig er þar stórt neðanjarðarfljót, sem virtist ætla að reynast leiðangurs mönnum allskeinuhætt. HEFUR FARIÐ ÝMSAR GLÆFRAFERÐIR Max Cosyns hefur fengizt við ýmiss konar vísindarannsóknir á undanförnum árum. M.a fór hann í loftbelg upp i 16 ktn hæð árið 1934 ásamt aðstoðarmanni sínum og stukku þeir út í fall- hlíf, áður en þeir komu til jarðar í Júgóslavíu, og stuttu fyrir síð- asta stríð fórust þrír félagar hans, er þeir fóru með honum upp í háloftin og loftbelgur þeirra sprakk. Má því með sanni segja, að Cosyns sé einn þeirra manna, sem komizt hafa lengst upp í há- loftin og einnig dýpst í iður jarð- ar. RAKASTIGIÐ MJÖG HÁTT OG VATNIÐ AÐEINS 4 STIGA HEITT í byrjun ágúst Iögðu þeir fé- lagar af stað að hellismunnanum og komust þangað hinn 4. ágúst. Hófu þeir starf sitt með því að koma fyrir rafmagnsspili, sem átti að geta flutt mann niður í 500 metra dýpi á 15 mín., en áður hafði það tekið fullan klukku- tíma. Sex menn áttu að fara nið- ur í hellinn og voru þeir útbúnir sérstaklega í því skyni. Sá, sem fór fyrstur niður, var Loubens, sem hafði til að bera einna mesta þjálfun í slikum ferðum. Komst hann vandræðalaust niður á 378 metra dýpi og þar tjaldaði hann um nóttina. Næsta dag komu svo Dýr spölur. FARÞEGI, sem nckkrum sinn- um hefir skroppið upp á Akranes í sumar, lætur illa yfir fleyinu, sem flutningana annast og saknar sáran Laxfoss og harm- ar afdrif hans. „Hvernig stendur annars á því, að fargjaldið skuli vera 30 krón- | ur fyrir þennan spotta, sem varla er nema snertiróður? Það er litlu dýrara að ferðast með áætlunar- bílum, þó að landleiðin sé að minnsta kosti fimm sinnum lengri. Veit ég vel, að fargjaldið var þetta hátt á dögum Laxfoss, en mér er spurn: Er þetta sann- gjarnt gjald? Ekkert skjól. , AÐBÚNAÐURINN og þægindin á Laxfossi voru líka í ágætu samræmi við kröfur tímans, en það er miklu meira en sagt verð- ur um aðbúnaðinn á Faxaborg- inni. Farþegarnir geta hvergi komizt1 inn, í mesta lagi leitað skjóls úti á þilfarinu. Mér lízt ekkert á að ferðast með bátnum þeim arna í vetrarsveljandanum, ef ekki verð ur reynt að koma upp einhverju skýli fyrir farþegana um borð. Fötunum hætta búin. ÞÁ vil ég víkja að því, sem auð- j veldast hefði verið að kippa í. lag, jafnvel þótt báturinn sé ekki notaður til mannflutninga nema rétt til bráðabirgða eða sú hafi að minnsta kosti verið ætlunin í upphafi. Óvíða er þorandi að tylla sér eða halla sér upp að þili eða brík, ef menn vilja ekki eiga á hættu að fá ryð eða annan óþverra í föt- in sín. Það hefði ekki verið van- þ€rf á að þrífa skipið betur og jafnvel mála það áður en það var tekið til mannflutninganna. Farþegi.“ Nýtt farþegaskip. AÐ er satt hjá „farþeganum", að Faxaborgin er alls ófull- nægjandi til mannflutniijga á J kranesleiðinni. Er nú svo komið, að viðkomandi aðilar hafa snúið sér til Eimskipafélagsins og beðið það að annast Akranesferðirnar, annað hvort kaupa skip eða láta smíða nýtt. Eimskipafélagið kvað ekki ehn hafa svarað af eða á, en vonandi verður svarið jákvætt. Með því ætti að fást fullkominn skipakostur milli Akraness og Reykjavíkur í framtíðinni. Unglömb á borðum. VATNIÐ streymir fram í munn- inn á sælkerunum, því að sum arslátrun dilkanna hefst á morg- un. — Það er fastur þáttur ís- landssögunnar, að lambakjötið þrýtur upp úr sumarmálunum og jafnsnemma verður það, að hóp- ur manna, allt af sami hópurinn vel að merkja, rekur upp rama- kvein, svo að undir tekur. •— Aldrei erum við þó svo illa stödd, að landið verði kjötlaust, og lax og silungur skartar í hverj- um glugga, svo að það væri satt að segja öfugmæli að segja, að við þyrftum að fa'Sta. Fremur er dilkakjötsleysið til að skerpa næmi bragðlaukanna fyrir næstu sláturtíð. Og héðan í frá verður það aftur á borðum til næsta vors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.