Morgunblaðið - 26.08.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.08.1952, Blaðsíða 7
í Þriðjudagur 26. ágúst 1952 MORGUNBLAÐiÐ !»1 Í^^\\\\W\\\\\' \\W V * ^//^///////// Stjórn Chnrchllls dregur úr þjóðnýtingunni og hætir efnn- hng lnndsins Rabbað við unga, enska stjórnmálakonu. DINN FARÞEGANNA, sem komu hingað til bæjarins nýlega með brezka listiskipinu „Chusan“, var ung ensk stúlka, Pamela M. Riches að nafni. Hún er formaðurinn í félagi ungra íhaldsmanna, „Young Conservatives“, í heimaborg sinni, Eden Bridge í Kent í Suður Englandi. Var hún hér á ferðalagi til þess að kynnast land- inu, þótt viðdvöl skipsins hér væri skömm. Æskulýðssíðan notaði tækifærið og náði tali af hinni ensku stjórnmálakonu og leitaði nokkurra frétta um hvað helzt bæri á góma í enskum stjórnmálum og hvernig afstaðan væri til höfuð- atriða brezkra stjórnmála frá herbúðum ihaldsflokksins og verka- xnannaflokksins. VERKAMANNAFLOKKURINN RÝFUR EININGUNA — Eitt af því, sem mesta at- hygli hefur vakið í Englandi manna á meðal á undanförnum Vikum, segir ungfrú Riches, er að eining sú milli íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, r.em verið hefur um öil utanríkismál frá stríðsbyrjun var rofin af hálfu Verkamannaflokksins fyrir skömmu. Það var um niánaða- xnótin júlí-ágúst, þegar umræður fóru fram um það í brezka þing- inu, skömmu áður en það fór í sumarleyfið, hvort samþykkja skyldi friðarsamningana við Þýzkaiand — Bonn-sáttmálann svonefnda. Hann hlaut auðvitað samþykki, en með litlum meiri hluta þó. Verkamannaflokkruinn var pær allur andvígur honum og bar. þar þó aðeins lítið á milli Mátti þar gjörla kenna áhrifa farand- Tiddara Verkamannaflokksins. Aneurins Bevans og var það stór sigur fyrir stefnu hans innan- flokksins. Annars þykir mörg- um Verkamannaflokksmönum sem Bevan gerist nú þeirrr „enfant terrible“, mikill vand- ræðapeyi, íramgjarn og "rakkur' og má t.d. benda á ummæli Mr Bmanuels Shinwells, Verka • mannaflokksþingmanns og fyrr- verandi ráðherra, um hann, on hann segir með ugg í brjósti í „Daily Express“: „Vinsældir Bevans meðal flokksmanna eru einstakar, meiri en nokkur .mnar maður hefur oðlazt — nema ef vera skvldi Oswald Mosley, þótt undarlegt megi virðast“ (Mosley varð síðar formaður fasistaflokks Bret- lands). BUTLER BÆTIR FJÁRHAGSKREPPUNA — Hvað er helzt að segja um steínu og framkvæmdir stjórnar Churchills? — Utanríkisstefna íhaldsstjórn- arinnar markast fyrst og "rerr.sí af því að efla friðinn með styrk- leika, — vopnabúnaði og vináttu- höndum. Anthony Eden lýsti bví vfir eftir sex mánaða stjórnartíð, að friðarhorfurnar væru nokkru hetri, sem afíeiðing þessarar stefnu og búast mætti við, að ástandið 'æri batnandi. Þegar íhaldsmsnn í Bretlandi komust til valda 25. október 5 haust riðaði landið á barmi gjaid- þrots. í október 1951 eyddi þjóð- in erlendis 22 £ á hverri sek- úndu fram yfir það sem hún vann sér inn og gull- og dcrllara- forði landsins minnkaði um 34 £ með hverri sekúndunni sem leið. Ef þetta stórtap yrði ekki stöðvað á einhvern hátt var fyrirsjáanlegt gjaldþrot og algjör riðlun fjár- málalífsins. Skylda ríkisstjórnar íhalds- manna við brezku þjóðina var að hrinda þeim úrbótum, sem með þurfti í framkvæmd á skjótu bragði og bjarga með því xjár- hag landsins, þótt það kostaði hana einhverjar óvinsældir. — Stjórnarstef'na íjármálaráðherra rkkar, Mr. Butlers, hefur haft það í för með sér að gullbirgð- 'rnar hafa ekki farið nær því eins irt minnkandi og áður íyrr, í.d. 'ar minnkunin í janúar 107 millj. £. en í marzmánuði var komið jafnvægi á og tapið þurrkað út. Nokkuð hefur borið á atvinnu- ’eysi í vefnaðariðnaðinum um allan heim og til þess að bæta úr hví meini í Bretlandi hefur 'tjórnin lagt auknar pantanir r-ir ver.ksmiðjurnar, 25 millj. 1 virði, svo 30 þús. manns hafa 'lotið aftur atvinnu. TREGID ÚR ■>JÓDNÝTINGU — En hvað hefur ríkisstjórnin ,.ert gagnvart þjóðnýtingarráð- stöfunum Verkamannaflokksins? i' — Flutningalöggjöf landsins ihefur þegar verið stórbreytt. Alla’- samgöngur höfðu verið .þjóðnýttar, en nú hafa allir vöru- .flutningai' i landinu með bifreið- Jum verið fengir einstaklingum í ihe-'dur. Scmu áðstafanir verða [viðhafðar um stáliðnaðinn og hann srftur "enginn ■-'instakl.ing- um í hendur pndir eftirliti ríkis- ins. — Hvað er að segja um aðra almannaþjónustu? — Með síðustu fjárlögum var fé til almenningsstyrkja og trygg inga állaukið. Hækkeð var fram- lag til fjölskyldna. ekkna, at- vinnulausra og stríðshrjáðra. MET í HÚSABYGGINGUM Þrátt ívrir fiárhagsörðugleika okkar hefur skólalöggjöfinni ver- ið fylgt út í æsar og ekkert þar til sparað. Næsta ár verðu’- 10 miU.i. £ í viðbót eytt til skóla- mála samkvæmt áætlun stjórn- arinnar. Fjöldi beirra húsa, sem bvggð voru á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var met í byggingum síðan stríðinu lauk. Slík er af- leiðing stjórnarstefnu íhalds- manna í landinu og það þýðir að 10 þús. fölskyldur, sem á biðlista voru fengu nýjar íbúðir, sem ekki hefðu verið reistar, ef Verka mannaflokkurinn hefði verið við völd. ★ Þannig fórust hinni ungu, ensku íhaldskonu orð um stjórn- málalífið í Englandi og helztu málin er þar eru uppi. íhalds- flokkurinn vinnur nú að því föst- um skrefum að bæta úr mörgu því ráðdeildarleysi og ofstjórn, sem fylgdi svo mörgurn gjörð- um Verkamannaflokksstjórnar- innar. Efnahagur landsins er heldur að rétta við þótt hægt fari, einkum sökum þeirrar grund vallarstefnu Richards Butlers, fjármálaráðherra, að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög, þótt það kosti óneitanlega nokkra skerðingu á innflutningnum og drátt á endurvígbúnaðaráform- um þeim, sem sett höfðu verið. Frh. á bls. 12. Ung;u skáldin í of litlum tengslum við samtíðina Arffaki Stalins Georgi Maximilianovitj Malenkov. Mjög líklegt þykir að hann verði arftaki Stalins, og hljóti einræðis- völd í landinu að honum látnum. Ástæðan lil þess er sú, að hinn 5. október verður 19. flokksþing kommúnistaflokks Ráðstjórnar- ríkjanna kvatt saman í Moskvu. Á Malenkov að flytja þinginu skýrslu miðstjórnarinnar og þyk- ir það benda tii nukinna veg- tylla. Lagt hefur og verið íil að Malenkov verði gerður i ningi þessu að ritara flokksins, cn Stalin taki að sér íormennskuna í nýju flokksráði er leysi æðsta ráðið og fleiri flokksbákn áf hólmi. Malenkov hefur áratugi verið skriffinnur og auðmjúkur þjónn Stalins og virðist nú í þann veginn að erfa eina silkihúfu ein- ræðisherra síns. Á S.L. VETRI var haldinn hér í bæ fundur á vegum Stúd- entafélags Reykjavíkur. Var þar rætt um strauma í nú- tímabókmenntum íslendinga, og var ljóðlistin einkum tek- in til meðferðar. Áttust þar við hinir mestu kappar á and- legu sviði og varð umræðu- efnið einkum atómskáldin, list þeirra og boðskapur. Það væri synd að segja, að maður hafi verið nokkru nær eftir að hafa hlustað á þau skáld og andlegu ofurmenni, sem þar létu ljós sitt. skína, því að ekki var það ýkja oft, sem þau komu að kjarna málsins og rökræddu á heiðarlegan hátt, heldur flugu þar hnútur um borð engu síður en hjá Goðmundi gamla á Glæsivöll- um. SAGAN ENÐURTEKUR SIG Á þessum fundi kom það greini ’ lega fram, sem raunar var vitað áður, að hér skiptast menn í tvo andstæða flokka, atómskáld og fylgjendur þeirra annars vegar og hin hefðbundnu skáld og fylgj endur þeirra hins vegar. Minnti hann því nokkuð á kappræðiu* þær, sem hér voru haldnar í Reykjavík 1888 milli rómantískra og raunsæisskálda og einkum milli Hannesar Hafsteins og Benedikts Gröndals. Átti Hannes upptökin að þessum deilum með árás sinni á rómantísku skáldin ' í janúarmánuði, en Benedikt Gröndal svaraði honum í næsta mánuði með fyrirlestri er hann ne^ndi „Um skáldskap“. Urðu deilur þessar mjög harðar og •ýmiss konar vígorð óspart not- uð. Var bóðum stefnunum spáð litlu lífi í framtíðinni, og er ekki ófróðlegt að sjó, hvernig farið hefur. Tíminn, hinn óskeikuli dómari allra listastefna, hefur skorið úr um það, að hvorug þessara stefna hefur haldið velli, heldur hafa komið fram nýjar stefnur, sem hafa leyst þær af hólmi vegna nýs tíma og breyttra aðstæðna. — Þarna voru það ekki vígorðin, sem réðu því, hvað yrði úrelt og hvað sígilt. Eins hygg ég, að fara muni um alvarlegustu bókmenntadeilu okkar tíma, þótt þessi tvö dæmi séu e. t. v. ekki alveg sambæri- leg. Það verða ekki vígorð þeirra manna, sem töluðu á stúdentafundinum, sem munu ráða bókmenntastefnum framtíð- arinnar og bókmenntamati kom- andi kynslóða á íslandi, heldur gildi bókmenntanna sjálfra og smekkur framtíðarinnar. Skulum við því ekki leggja of mikið upp úr því, þótt einhverjir menn haldi því fram í blákaldri alvöru, að „hið'hefðbundna ljóðform sé dautt“ eða eitthvað ólíka vitur- legt, því að slíkt sýnir ekkert annað en skort á umburðarlyndi viðkomandi aðjja. h SAMVIZKA SKÓLANNA EKKI SEM BEZT Armars var það annað, sem mesta athygli vakti ó þessum fundi Stúdentáfélagsins. Var það, hversu margt æskufólk sótti fundinn og .fylgdist með umræð- unum af áhuga. Sýnir það okkur, að æska íslands er ekki eins á- hugalaus um bókmenntir og pré- dikað hefur verið á undanförnum árum. Hún Vill vera með, ef á- lhugi hennar er vakinn. En því miður hefur mjög lítið verið gert til þess að vekja þennan áhuga, og er samvizka skólanna ekki sem allra bezt.í þeim efnum. I þeim hefur því miður veríð lögS meiri áherzla á þurra málfræði- kennslu en lifandi og sígildar bókmenntir. Hefur svo verið a. m. k. til skamms tíma, og hygg ég, að enginn viti, hve miklu tjóni slíkt skipulag muni valda íslenzkri menningu i framtíðinni. Að vísu neitar því enginn heil- vita maður, að málfræðikennsla sé nauðsynleg í skólunum. En ef hún er kennd á kostnað bók- menntanna, er voðinn vís. Nem- endurnir fá leið á náminu og hætta að sinna því sem skyldi. Hins vegar getur góð bókmennta- kennsla glætt áhuga nemenda á bókmenntum þjóðarinnar og lát- ið þeim í té nokkurn skilning á kjarna íslenzkrar menningar. Betra veganesti gæti enginn nem- andi haft með sér út í eril og annir hversdagslífsins. — En. m. a. o., hvað skyldi z-kennslan. annars kosta íslenzka rikið í beinhörðum peningum? GÓÐ TILLAGA Viðvíkjandi því, sern að fram- an er sagt, mætti minnast á eina beztu tillögu, sem fram hefur komið á síðari árum frá íslenzk- um rithöfundum. Var hún á þá leið, að meiri áherzla væri lögS á bókmenntakennsluna í skólun- um í framtíðinni en verið hefur hingað til og rithöfundarnir sjálf ir og leikarar færu í skólana og kynntu nemendum íslenzkar bókmenntir. Er þessi tillaga mjög athyglisverð og vonandi að íræðslumálastjómin taki hana ,til rækilegrar athugunar. Alls konar erlend áhrif ógna nú ís- lenzkri æsku meir en nokkru sinni, og yrði slík starfsemi sera þessi vafalaust mikið mótvægi gegn þessari gífurlegu hættu, sem að íslenzkri æsku steðjar nú. NÁ EKKI EYRUM FÓLKSINS | Mjög mörg ung skáld hafa nú risið upp á meðal þjóðarinnar nú á síðustu árum og ber þar einna mest á ungu ljóðskáldunum. Er það vel. Þó er því miður ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að flest þeirra hafa ekki náð eyrum fólksins. Veldur þar margt um, en þó mun það- þyngst ó metunum, að svo er að sjá sem þau geri sér allt far um. að hylja sig einhverjum þoku- slæðingi og gera kvæði sín eins óaðgengileg og undarleg og þaix frekast mega. Má með sanni segja, að þau séu í. lítilli sem engri snertingu við samtíð sína og forðist hana jafnvel á allan hátt. Er nú svo komið, að djúp er staðfest milli þeirra og þjóð- arinnar, sem virðist, a. m. k. eins og málum er nú háttað, algjör- lega óbrúanleg. Er ómögulegt að segja um, hverjar afleiðingar slíkt ástand geti haft í för með sér, en óneitanlega er það í hæsta , máta óæskilegt. Að vísu eiga öll skáld að fylgja sinni eigin sann- færingu og vera köllun sinni trú, láta ekkert þvinga sig til undan- látssemi og vera sjálfstæð í list sinni. En þegar svo er kcmið, sem nú virðist, að bóheimslif og tak- markalaus þjónkun við erlendar stefnur er bezta ráðið tiL þess að vera nefndur skóld ó íslandi, þá getur ekki verið, að allt sé með i F) á Lls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.