Morgunblaðið - 26.08.1952, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. ágúst 1952
f.14
KÚLA |
Skáldsaga eítir FALSTAFF FAKIR |
Framhaldssagan 3
— O, hvaða mas....!
— Jú, þú ert hræddur við
hann! Neitaðu því ekki. Og þú
hefur fengið þennan unga mann
hingað, þó að þú þyrftir alls ekki
á honum að halda í raun og veru.
—O, hoho!
— Já það er einvörðungu að
kenna — jú, við skulum vona að
það lagist brátt — leti þinni —
hm! Þú varst óupplagður og þess
vegna baðstu hann að koma hing-
að, og nú er það hann, sem vill
ráða og regera öllu, en þú hefur
látið undan honum og síðan látið
Iþér ráðríki hans lynda, af því að
þú ert hræddur við að setja hlut-
ina á sinn stað. Og þar sem hann
er meinlætamaður, varð ekki
komizt hjá því að þínar smáu
holdsins veikleikasyndir yxu
mjög í augum hans, enda þótt all-
ir hljóti að viðurkenna, að frá-
vik þín séu mjög ósaknæm.
Heyrðu nú, Andrés ....
Presturinn stóð upp og sagði:
— Já, þessi bölvaður meinlæta-
maður er að gera út af við mig.
Hann glápir á mig, þegar ég fæ
mér brennivínsstaup. eftif há-
degisverðinn, hann hóstar og styn
ur, þegar ég fæ mér vindil og
starir óttasleginn á mig og ógnar
mér með augunum, eins og ég
væri ker reiðinnar, þegar hann
sér mig blanda toddý. Já, ég held
næstum því að honum finnist það
ólúterskt af mér að vera ógiítur,
því að eitt kvöldið þvældi hann
í heilan klukkutíma um að prest-
urinn ætti að vera fyrirmynd safn
aðarins í fjölskyldulífinu. En ég
get þó ekki .... já, þú hefur sjálf
sagt á réttu að standa — en á hinn
bóginn er hann svo þægilega
ungur maður, að ....
— Já, sjálfsagt, já, sjálfsagt, en
ég er nú samt ekkert hrifinn af
honum!
— Og hann heldur ekki af þér,
það geturðu verið viss um. Sér-
staklega ekki eftir þetta, sagði
presturinn og kveikti í vindlinum
sínum, sem hafði slokknað í á
meðan á samtalinu stóð.
— Jæja, það getur vel verið,
gvaraði Kalli Kúla hugsandi.
Stundu síðar ók hann hei n í
vagninum sínum.
Það var glampandi tunglsljós.
Skógurinn stóð þögull og hátíð-
legur beggja/vegna vegarins, en
Kalli Kúla hallaði sér aftur á bak
í sætið og var óstyrkur'og gremju
legur á svipinn.
Árekstur hans við aðstoðar-
prestinn hafði raskað jafnvæg-
inu í sál hans.
Hann lyngd.i aftur augunum, og
allt í einu sá hann hroðalega sýn:
Hann sá sjálfan sig liggjandi á
jörðinni, en séra Jóhannsson dans .
aði á brjóstinu á honum og sveifl- !
aði stórri vatnskönnu yfir höfði
hans.
Kalli Kúla stundi svo hátt, að
ekillinn sneri sér við og leit á
hann. Kalli Kúla kinkaði kolli
til hans og ferðinni var haldið
éfram.
Hann sat og dreymdi er þeir
fóru framhjá litlu stöðuvatni sem
hét Ásavatn. Eyja lítil var í miðju
vatninu og lýsti gullbrydd í máiia
skininu. Gamlar sagnir skýrðu
svo frá, að afguðadýrkun hefði
farið fram á eynni, og þar var enn
þá steinn, er sagt var að hefði
verið notaður fyrir altari.
Kalli Kúla renndi augunum
yfir eyjuna og lokaði þeim svo
aftur. Allt í einu glennti hann
upp augun og þ|ut upp úr sæti
sínu. Hann halláði sér út af strax
aftur, reis upp að nýju.
Hann var auðsjáanlega að
hugsa um eitthvað merkilegt, og
kveikti sér í vindli, til þess að
skýra hugsunina. Allt í einu kast
aði hann vindlinum burt, fleygði
sér niður og fór að hlæja, fyrst
lágt, síðan hærra og hærra. Ekill
inn sneri sér við aftur og leit á
hann, en herragarðseigandinn
veifaði hlæjandi til hans og bað
hann að halda áfram.
Hlátur hans skelfdi fuglana í
skóginum. Honum virtist sem
máninn, er í fyrstu hafði horft
kæruleysislega á hann, væri nú
loks farinn að skilja og viður-
kenna ástæðuna fyrir kæti hans
og væri farinn að hlæja líka —
hlæja gullhlátri — með sínu bleik
gula andliti. Og máninn og Kalli
Kúla hlógu hver í kapp við ann-
an, þangað til vagninn stanzaði
við Ásaþorp og Kalli Kúla hopp-
aði út og gaf vinnupilti sínum
krónu í þjórfé, á meðan hann
skellihló.
Stuttu síðar fór Kalli Kúla að
hátta. Hann lá lengi vakandi og
las í lítilli óinnbundinni bók —
hætti fyrst þegar sólin kom upp.
Undir hádegið vaknaði Kalli
Kúla þreyttur eftir lesturinn um
nóttina. Árdegisverðurinn var
tilbúinn og prófessorsfrúin hafði
hóstað nokkrum sinnum fyrir
utan dyrnar og barið tvisvar. Hún
óttaðist, að hinn bragðgóði árang
ur vísindastarfsemi hennar yrði
kaldur og missti nokkuð af hinu
góða bragði, áður en hihn ná-
kvæmi gagnrýnandi fengi tæki-
færi til að bragða á honum. Loks
ins heyrðust hin stuttu skref
Kalla Kúlu fyrir innan. Það var
tákn þess, að hann væri að verða
tilbúinn að setjast að borðum.
Hann borðaði árdegisverðinn í
djúpri þögn og andvarpaði djúpt
nokkrum sinnum og leit upp í
loftið. Prófessorsfrúin horfði hálf
skelfd á hann.
— Er herragarðseigandinn
sjúkur? dirfðist hún loks að
spyrja, er hún heyrði, að andvörp
hans voru þyngri en áður, þegar
hann tók uppáhaldsrétt sinn, lít-
ið glóðarsteikt svínshöfuð í kúlu-
sveppassósu.
Kalli Kúla hristi höfuðið
áhyggjufullur á sVip.
— Nei, Auðhumla!
— A-a. Humla?
— Ég kalla þið Auðhumlu af
því að þú nærir mig úr spenum
þínum. Ég á við, bætti hann við
til skýringar, er hann sá roða
blyggðunar og gremju færast yfir
andlit hennar — ég á við, að ég.
lifi með þinni hjálp — þú gefur
mér næringu mína — Auðhumla!
—- Hann getur verið sannarleg
Humla fyrir mér! hvæsti hún sár-
móðguð og skellti eldhúsdyrun-
um á eftir sér.
Kalli Kúla hló og veiddi eina
ansjósu, sem hann hreinsaði mjög
nákvæmlega, áður en hann sam-
einaði hana bræðrum sínum.
Þá er hann sat á veröndinni
yfir kaffibollanum og renndi aug-
unum með velþóknun út yfir
landareign sína, kom pósturinn
með lítinn bókapakka, er Kalli
hafði pantað símleiðis úr bæn-
um. Þegar Kalli sá hvað í pakk-
anum var, varð hann glaður á
svip. Hann hringdi með lítilli
klukku.
— Kallaðu á Lar.tz, sagði hann
við vinnukonuna.
Lantz var fyrrverandi undirfor
ingi, en nú var hann í ráðsmanns
stöðu í Ásaþorpi, og húsbóndan-
um til aðstoðar að öðru leyti.
Hann hlýddi húsbónda sínum í
blindni og skoðaði hann sem yfir-
mannlega veru, síðan hann hafði
útvegað Lantz medalíu frá Félagi
föðurlandsvinanna. Lantz var
ósegjanlega hreykinn af þessum
heiðri, ekki sízt, þar sem hann
átti fyrir „heiðursmerki óbreyttra
hermanna“ og var þar af leiðandi
hinn mest krossaði maður í næstu
sveitum.
Lántz kom brátt og sló hælun-
um saman svo að glumdi við.
— Hvað fyrirskipar herra herra
garðseigandinn
— Jú, sáðu til, Lantz, ég ætla
að segja nokkur orð við fólkið
viðvíkjandi þýðingarmiklu mál-
efni, ákaflega þýðingarmiklu
málefni. Þú getur sagt þeim að
koma upp til mín — í stóra sal-
inn klukkan sex eftir hádegi í
dag. Það getur hætt vinnu klukk-
an fimm og farið í hrein föt, og
komið svo hingað.
— Eins og yður þóknast, herra
herragarðseigandi, svaraði Lantz
án þess að hin minnstu svipbrigði
sæjust á andliti hans, enda þótt
hann væri að springa af forvitni.
eítir Grimmsbræður
6.
Stúlkan hélt nú áfram að nauða á Jóni, þangað til hann
sagði, að hann skyldi láta einn héra af hendi, ef kóngsdóttirin
vildi sjálf koma og sækja hann. Stúlkan fór nú heim til
hallarinnar með þessi skilaboð. Stuttu eftir að hún var farin,
kom gamli maðurinn til Jóns og sagði:
„Hvað ertu nú að gera?“ „Ég er að gæta þess, að enginn
héranna strjúki,“ svaraði Jón. „Ég fæ ekki kóngsdótturina
fyrir konu, ef einhver þeirra strýkur."
„Ég ætla að gefa þér hljóðpípu, sem þú skalt flauta í, ef’
einhver þeirra skyldi hlaupast á brott, og þá munu þeir
koma óðar aftur.“
„Nokkru seinna kom kóngsdóttirin og hafði á burt með
sér einna héra. En þegar hún var komin nokkuð langt í
burtu, blés Jón í flautuna og þá hljóp hérinn frá kóngsdóttur
og beint inn í hérahópinn. Þegar komið var kvöld, blés
Bárður aftur í flautuna til þess að fullvissa sig um, að engann
héra vantaði. Svo rak hann allan hópinn til hallarinnar.
Kóngurinn varð mjög undrandi þegar hann sá, að Bárður
kom með alla hérana til baka. Hann vildi þó ekki láta hann
hafa dóttur sína fyrr en hann hefði fært honum fjöður af
fuglinum Griff.
Næsta morgun lagði Bárður af stað frá konungshöllinni.
Um kvöldið kom hann að höll einni og bað þar um gistingu.
Gestgjafinn tók honum mjög vel, og spurði hann hvert hann
væri að fara. Bárður sagðist vera að leita að fuglinum Griff.
„Já, einmitt það,“ sagði gestgjafinn. „Það er sagt, að fugl-
inn Griff viti alla hluti.“
* «■ > c'MaTaim'aw* lansili ■■*■■■■■■■■•■■■« ■■■««■:■■ ■■■■ ■ ■;■ rt
Siflver Gross
Nú er ný sending komin.
Einnig hinar mjög cftirspurðu kerrur.
VERZLtNIN VARÐAN
Einkasali í Rcykjavík fyrir Silver Cross.
Eaugaveg 60. Sími 6783.
vagninn, sem öllum konum langar til að aka.
Vagninn, sem allir krakkar vilja láta aka sér í.
Höfum nokkra ódýra VÖRUBÍLA, sendiferAabíla, jeppa-
bila, Dodge-herbíla og 4ra og 6 manna bíla. — Tökum
bíla í umboðssölu. — Bjartir og rúnigóðir sýningarsalir.
Bílamarkaðurinxa
'hci k
»
■■■■■■i
'LlamarteaöunnYi :
Brautarholti 22 — Sími 3673
■
■
■
■■■■■■■■■««■■■■■■■•■■*■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■••■■»«an
B. S. S. K.
lil solu
á vegum félagsins hálf húseign í Hlíðahverfinu. Nánari 3
■
upplýsingar gefnar í skrifstofu félagsins Lindargötu 9A ;
efstu hæð, næstu 3 daga kl. 17—18,30. Félagsmenn, sem jj
vildu neyta forkaupsréttar gefi sig fram á þeim sama tíma. 5
Stjórn B.S.S.R.
■ ífUJJl
c«