Morgunblaðið - 03.10.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1952, Blaðsíða 1
ttttM 16 sáður [ 39. árgangnr 225. tbl. — Föstudagur 3. október 1952 Prentsmiðja Morgunblaðsins. I ilit eninf Flck’íar hans sígraSi Hf iðar að hóflegri áfengisneyzíu fækkun vánvsitifigaleyfa en ölbraggfUfiD háð þ£á£aratkvæði TvEFND SÚ, er dómnnáiaráðberra skipaði 28. apríl 1951 til að end- urskoða áí'engisiöggjöf lar ásins hefur rú skilað áiiti til þingsins. Ifefur nefndin samþykkt frumvarp að nýjum áfengislögum, er ráðherrann leggur fyrir Alþingi. Nefndin heíur aflað ýmissa gagna um ástandið í áfengismálunum, kostað kapps um að kynna sér áfengismátalöggjöf nágrannalandanna og þær ráðstafanir, sem þar hafa verið gerðar til endurskcðunar og breytinga, segir í greinar- gerð frá nefndinni, er biaðinu barst í gær. Þessir menn voru skípaðir í nefndina: Gústaf A. Jónasson, skrif- stofustjóri, formaður, Brynjólfur Tobíassor;, áfengismálaráðunaut- ur, Jóhann G. Möllcr, forstjóri, Glafur Jóhannesson, próftssor og Pétur Daníelsson, hótelstjóri. Samkv. greinargerð um frumvarpið og nefndarálitið er blaðinu baist í gær, leggur nefndin til, að Áfengisverzlun ríkisins verði gefin heimild til að brugga áfergt öl, fáist um það samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu. Dómsmálaráðuneytið getur skv. frumvarp- inu veitt fleiri veitingahúsum leyfi til vínveitinga en Hótel Borg, en jafnframt eru í frumvarpinu ýms ákvæði þess efnis, að stuðlað verði að hóflegri áfengisneyzlu og vínveitingaleyfum til félaga við ‘sérstök tækifæri verði fækkað. Áfengisvarnaráð hafi hönd í bagga með ráðstöfunum, hvað snertir áfengissölu og skulu 6% af ágóða áíengissölunnar lagðar til hliðar, sumpart varið til byggingar dx-ykkjumannahæla og sjúkrahúsa, en sumpart til byggingar fé- lagsheimila og hótela sem vaxtarlaus lán. Svo segir í greinargerð nefndarinnar: Bæjarstjbritin vill ú spornað sé pfi! óhæfileyri álsgninp Birt verii ssöfn brollegra. BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær gerði Þórður Björnsson að fdí' Wk umræðuefni óhæfilegt verðlag á 'f "> f| . vörum, sem frjálst verðlag er á — og flutti hann tillögu um það I . efni: 1® BRÁDABIRGÐALÖGIN Jóhann Hafstein rakti gang málsins og sýndi fram á, að_ ríkis- jsstjórnin hefði beitt sór fyrir að »koma í veg fyrir óhæfilega álagn ingu, með bráðabirgðalögum í vor, þar sem heimilað væri að birta nöfn þeirra, sem brotlegir væru, og verðgæzlunefndinni var jafnframt markað ákveðnara verksvið en ^ður. Getraunamyndin ©r á bi§. 9 □- -□ VARÐ OKVÆÐA VÍÐ BREYTINGATILLÖGUNNI Flutti Jóhann Hafstein breyt- ingartillögu við tillögu Þórðar. Varð Þórður ókvæða við og taldi það „skítverk“ eins og hann orð- 'aðið það, að breyta tillögu hans. Var tilagan samþykkt sam- hljóða eins og Jó'nann lagði til, svohljóðandi: ALYKTUNIN í MÁLINU „Bæjarstjórn Reykjavíkur tel- ur að nauðsyn beri til að sporna við þeirri misnotkun sem sumir verzlunaraðilar hafa gerzt sekir um á því frelsi sem þeim hofur verið veitt til að ákveða sjálfir áiagningu á vörur. Fyrir hví skorar bæjarstjórnin á yfirstjórn verðgæzhxnnar ?5 beita jafnóðuxn og tilefni gefast ti). »’ei»nild þeirri sem felst í bráðabirgðalögum nr. 45 frá 6. maí síðastl. 2. gr., til þess að birta nöfn þeirra sem verða uppvísir að ób.óflegri álagningu á vöriir eða hiúnustu sem frjálst verðlag er erði sma> STUDLAÐ AÐ HOFLEGRI § ÁFENGISNEYZLU Helztu nýmæli frumvarps þessa og breytingar frá eldri lögum eru þær, sem nú skal greina: í 1. gr. er það tekið fram, að tilgangur laganna skxdi vera sá, að stuðla að hóflegri meðferð áfengis og vinna gegn misnotkun þess. Slík stefnuyfirlýsing er eigi i gildandi lögum, og er ákvæðið því nýtt, en hefur vitaskuld að- eins þýðingu sem lögskýringar- atriði. STERK OG LÉTT VÍN í 2. gr. er skilgreining á sterk- um drykkjum og léttum vínum. Hefur slík skilgfeining eigi veríð áður í lögum. Er hún nauðsynleg, ef horfið yrði að því ráði að setja aðrar reglur um veitingasölu léttra vína en sterkra drykkja, en slíkt er á færi ráðherra sam- kvæmt 12. gr. frumvarpsins. ÞJÓDARATKVÆÐI UM ÖLIÐ Það er og nýmæli, að ríkis- stjórninni er gefin heimild til að yeita Áfengisverzlun ríkisins leyfi til að brugga hér áfengt öl. Slíkt leyfi getur hún þó aðeins gefið, að hún hafi áður borið það efni undir atkvæði allra kosninga bærra manna í landinu, og hafi meirihluti þeirra, sem þátt tóku í atkvæðagrciðslunni goidið fyr- irhúgaðri leyfisveitingu já- atkvæði, sbr. 7. gr. frumvarpsins. Upp í þá grein frumvarpsins hafa Og verið telcin lög nr. 11/1952 um bruggun áfengs öls handa varn- arliðinu hér á landi. ÚTSÖLURNAR Samkvæmt gildandi áfengis- lögum er ríkisstjórninni heimilt að undangenginni atkvæða- greiðslu að setja á stofn áfengis- útsölur í kaupstöðum og kaup- túnum. í frumvarpinu er lagt til, að þessi heimild sé bundin við kaupstaði, enda hefur engin áfengisútsala verið staðsett utan kaupstaðar fram til þessa. Ef Framii. á bls. 5 á!iiyg'iive:§ hGsningaársli!: iommúnistar þurrkuð ist út uf þingi Jupons Stjérnaiflokkuiinn íékk hreinan meirihlyta Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB TÓKÍÓ, 2. okt. — Kosningunum í Japan lyktaði á þá lund, að Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Jósídas forsætisráðherra, fékk l'.reinan meirihluta á þingi eða 240 þingmenn af 466. Mesta athygli vekur að koinmúnistar hafa gersamlega þurrk- azt út af Japansþingi, þar sem þeir áttu áður 22 þingfulltrúa. Féllu allir frambjóðendur þeirra, 107 að töiu. Þykja úrslit kosn- inganna sýna ótvírætt, að japanska þjóðin sé staðráðin í að skipa sér í sveit með hinum frjálsu þjóðum gegn ofbeldi og yfirgangi kommúnista í Austur-Asíu. Úrslitin eru reiðarslag fyrir kommúnista. ibúðabygginga Frumvarp ríkissijórnarinnar á Alþingi. RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp um heim- jid sér til banda til öflunar lánsfjár til smáíbúðabygginga. Segir á þsssa leið í fyrstu grein þess: Ríkisstjórninni er heimiU að taka að láni allt að 16 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fé þetta skal endurlána lánadeild smáíbúðahúsa með sömu kjör- um og það er tekið. í greinargerð frumvarpsins segir svo: t SIGUR LÝÐRÆSISFLOKK- 1 ANNA Þingkosningar þessar eru hin- ar fyrstu sem haldnar eru í landinu síðan Vesturveldin gerðu friðarsamninga við Japan. Enda þótt Frjálslyndi flokkurinn hafi tapað 45 þingsætum, eru úrslitin talin sigur fyrir stefnu stjórn- arinnar bæði fyrir og eftir frið- arsamningana. Þingmannatölur annarra flokka eru sem hér seg- ir: Framsóknarflokkurinn 85 (áður 67), hægfara jafnaðarmenn 57 . (áður 30), vinstri jafnaðar- menn 54 (16), kommúnistar 0 (22) og loks náðu allmargir óháð- ir frambjóðendur kosningu. SUNDRUNG í FLOKKNUM Þess er beðið með eftirvænt- ingu hverju fram vindur í átök- um Jósídas forsætisráðherra og Hatoyamas fyrrum flokksfor- ingja, sem nú eiga sér stað innan Frjálslynda flok.csinf.. En talin er hætta á að flokkurmn klofni, ef ekki gengur saman áður en hið nýkjörna þing kemur saman. HEFUR SETIÐ Á ÞINGI SÍÐAN 1890 Þess er getið í fréttum, að einn hinna nýkjörnu þingmanna sé hershöfðingi sá, sem skipulagði sókn Japana á Malakkaskaga í heimsstyrjöldinni og stjórnaði árásinni á Singapore. Þá þykir það og tíðindum sæta, að elzti frambjóðandinn, sem náði kosningu er 92 ára að aldri. Hann hefur verið þingmaður sam fleytt frá því þingdeildin var stofnuð árið 1890. Þrem útlendingum voru greidd atkvæði í kosningunum, þeim MacArthur fyrrum hershöfð- ingja, leikaranum Gary Cooper og Stalín, sem fékk eitt atkvæði. MIKIÐ NAUÐSYNJAMÁL Á yfirstandandi ári gerði ríkis- stjórnin ráðstafanir til þess að slakað yrði þannig á fjárfest- ingareftirlitinu, að þeir, sem vildu, gætu lagt í byggingu smá-, íbúða. Enn fremur var á síðasta Alþingi ráðstafað 4 millj. af greiðsluafgangi 1951, til þess að lána með 2. veðrétti út á smá- íbúðir og var sett um þau útlán sérstök löggjöf. Þessar ráðstafan- ir hafa orðið til þess, að fjölda margir víðs vegar um land hafa ráðizt í að koma sér upp smá- í íbúðum. Þær 4 millj. kr„ sem til umráða voru til að lána út á þessar íbúðir, hrukku hins veg- ar aðeins skammt til þess að full- nægja lánaþörfinni út á annan veðrétt í þessum íbúðum. MENN VINNA SJÁLFIR AÐ BTGGINGUM SÍNUM Eins og nú standa sakir um fjármagn innanlands til fjárfest- ingarlána sýnist það líklegast, til þess að menn geti komið sér upp húsnæði á næstunni, að menn hafi sjálfir sem mest með hönd-j um byggingarframkvæmdir sínar og geti unnið að þeim með venzlaliði sínu. Með þessu móti komast íbúðir upp með miklu minna lánsfé, en unnt er á annan hátt. Augljóst er, að valda mundi stórfElldum vandkvæðum, ex ekki væri hægt að halda áfram lánveitingum út á annan veðrétt í slíkum íbúðum. Telur ríkis- stjórnin því höfuð r.auðsyn, að lánveitingar þessar þurfi ekki að falla niður eins og nú standa sakir. Ríkisstjórnin flytur því þetta frumvarp um heimild til þess að taka að láni 16 milljónir króna og endurlána féð til þess- arar byggingarstarfsemi. SÉRSTAKAR RÁÐSTAFANIR TIL AD AFLA LÁNSFJÁR Um horfur á því að útvega slíkt lán er ekki hægt að segja með neinni vissu nú, þegar þetta frumvarp er lagt fram og mun verða athugað nánar um þá hlið málsins meðan frumvarpið er til meðferðar á Alþingi. Kynni svo að fara að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir, til þess að lánsfé fá- ist í þessu skyni og setja þyrfti í lög ákvæði, er stuðlað gætu að því, mun ríkisstjórnin flytja tillögur á síðara stigi málsins í þá átt. Ástæðxxlaust að draga úr vígbúnaði. PARÍS — Collins, hershöfðingi, hefur nýlega sagt, að ekki sé nein ástæða fyrir V.-Evrópulöndin að draga út' hervæðingu sinni, þótt ný kjarnorkuvopn verði tekin í nptkup.^ _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.