Morgunblaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. okt. 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. lausasölu 1 krónu eintakið. B úfrss ðikennslan í héra ðsskólum FÉLAG íslenzkra búfræðikanai- data hefur gengist fyrir þvi, að búfræðikennsla verði tskin upp í nokkrum héraðsskólum lands- i.ns, í Skógaskóla, Núpsskóla og Reykjaskóla. Tilraun var gerð með þetta í Skógaskóia í fyrra- vetur og reyndist vel. Nemendur tóku þessari nýbreytni fegins hendi og höfðu áhuga fyrir rnál- inu. Kennslu annaðist þar Júl- íus Daníelsson er á undanförnum árum hefur stundað búfræðinám í Svíþjóð. Upphafsmaður að nýbreytni þessari .mun að vissu leyti vera Ólafur Jónsson ráðunautur á Ak- ureyri. Hefur hann á undanförn- um árum vakið máls á því í ræðu og riti, að nauðsynlegt sé, að beina hugum skólaæskunnar að hagnýtum störfum. Því stærri sem nemendahópur héraðsskól- anna er, þeim mun sjalfsagðara að gefa þeim kost á, að kynn- ast grundvallaratriðum í atvinnu vegum þjóðarinnar. Á þann hátt fá þeir hagnýta undirstöðu til þeirra starfa, er þeir verða að leggja stund á, þegar ut í lífið kemur. Eins og kunnugt er, hefur náms tilhögun bændaskólanna verið sú í aðalatriðum, að fyrra ár námstímans er að miklu leyti notað til kennslu í almennum gagr.fræðafögum. Nemendur fá þá svipaða kennslu og þeir fá í hinum almennu héraðsskólum. Búfræðin er svo kennd síðara skólaárið. Þegar lögin um bændaskól- anna voru samin, voru héraðs- skólarnir ekki til og almenn gagn fræðamenntun af mjög skornum sk^mmti í landinu. Nú er öldin önnur. Nú hafa héraðsskólarnir tekið við kennsl- unni í þeim greinum er nem- endur bændaskólanna fá fyrra árið. Samtímis þessari breytingu hefur þörfin á búfræðikennslu orðið miklum mun meiri en fyr- ir 40—50 árum, er fyrirkomu- lag bændaskólanna var ákveðið, það, sem síðan hefur haldist. j Starfshættir í landbúnaði hafa tekið miklum breytingum. Véla- vinnan er komin til sögunnar f stórum stíl, tilbúinn áburður, bættar og fullkomnari heyverk- unaraðferðir, og jarðræktar-1 bændur þurfa nauðsynlega að hafa undir höndum víáttumikil sáðlönd til túnræktar o. fl. o. fl. Skólamenntun í landbúnaði er því mikiu nauðsynlegri fyrir bændur en áður var. Entía heyrast bændur kvaría yíir því, að þeir hafi ekki íengið nægilega undir- stöðumenntun til þess að hafa fullkoinið vald á nauðsynleg-- um framkvæmdum í atvir.nu- rekstri sínum. I Manni skilst, að í framtíðinni geti verið um tvennt að velja í búfræðikennslunni. Að leggja niður kennslu bændaskólanna i hinum almennu gagnfræðafögum og ,hafa búfræðikennsluna eina í þessum skólum. Þau fög, sem , aðallega voru kennd síðara árið í bændaskólunum yrðu látin liægja þar, ef aðsóknin að bænda skólunum ykist verulega. Gæti; þar komið til mála að hafa að eins eins árs skóla. Ellegar að aukin ýerði kennslan i búfræði-! greinunúm svo skólarnir yrðu tveggja ára skólar ems og þeir hafa verið, enda þótt sleppt yrði kennslu í þeim námsgreinum, sem héraðsskólarnir hafa á sinni ,könnnu. | Fyrir helgina átti Helgi Elías- | son fræðslumálastjóri og Gísli ’ Kristjánsson ritstjóri Freys, tal við blaðamenn um þessa ný- j breytni í skólamálum. Hefur greinargerð frá þeim birzt í blöðum bæjarins. | Fræðslumálastjóri skýrði svo frá, að áhugi fyrir verknámi sé mjög vaxandi hjá hinni upprenn- andi kynslóð í landinu og er það eðlilegt tímana tákn. I Mikil skólamenntun kcmur aldrei að tilætluðu gagni nema hún sé í lífrænu sambandi við atvinnulíf þjóðarinnar. Með því að fylla héraðsskólana á hverju ári af nemendum úr sveitum og kaupstöðum landsins og láta kennslukerfi skólanna vera utan við landbúnað, er beinlinis verið að gera hina uppvaxandi kynslóð fráhverfa landbúnaði. CÉIcsMnaælas1 í ailsaar leIgaMisr©ISiar í Heykfavákj HafnarSirði s&cuco FRÁ og með deginum í dag að telja er óheimilt að aka fólksbif- reiðum í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík í leiguakstri, án gjaldmæiis, nema ef sérstaklega stendur á t. d. ef gjaldmælir bil- ar í ökuferð o. s. frv. Sérstakur löggildingarmaður hefur verið skipaður til þess að hafa eftirlit með því að gjaldmæiar í bifreið- um séu réttir. VERÐUR NÚ FRAM- FFLGT FAST Stjórn bifreiðastjórafélagsins Hreyfils skýrði fréttamönnum frá þessu í gær. í s.l. mánuði var gef- in út reglugerð þessa efnis og áítu ákvæðin að ganga í gildi 1. okt., en vegna þess að nokkra gjald- mæla vantaði hefur reglunum ekki verið framíylgt fast á eftir fyrr en með deginum í dag að telja, þegar réttir gjaldmælar eiga að vera komnir í allar leigu- bifreiðir. REKA AF SÉR SLYÐRUORÐ Foi maður bifreiðastj óraféiags- ins, Bergsteinn Guðjónsspn, skýrði svo frá að með þessari ákvörðun væri merkilegum áfanga náð. Vegna þess að bifreið arstjórar hefðu legið undir ámæli um það að þeir ákvæðu verð fyr- \ . ,, ir akstur af handahófi, þá hefði Nvju gjaldmælarnir eru sænskir, af svonefndn Halda-gerð, sem stjórn félagsins haft forustu fyrir því að þeir rækju af sér það eru eftirsóttir víða um heim. Eintak af Halda-gjaldmælinum sést t. v. á myndinni. Á miðri myndinni sést einn af gömlu gjaldmæl- slyðruorð, sem að ósekju hefði á «num, sem notaðir voru í Leigubifreiðum í Reykjavík á árunum þeim legið. Nú kæmi slíkt ekki 1928—29. lengur til greina. Jálnimi (onljórans FORSTJÓRI Áfengisvcrzlun- ar ríkisins, sem er drengilegur og frómur maður, játar það hrein skilnislega í grein, sem hann skrifar í Tímann í gær, að vín hafi verið sent unglingum í póst- kröfu og að þetta hafi gerst und- ir yfirstjórn fjármálaráðhorrans, Eysteins Jónsosnar. Er þetta mik- ið áíall fyrir Halldór á Ivirkju- bóli, sem skrifað hefiu' hvern langhundinn á fætur óð'um tii þess að bendla núverandi dóm- málaráðherra við allt það, sem miður fer í áfengisrnálum okk- ar, enda þótt vitað sé að hann hafi hafi haft forustu um um- bætur, scm miða að skaplegra ástandi í þersu.m máium. Er Halldór nú á hröðu undanhaldi og þykir mörgum flokksmönnum hans, sem hann hafi gert flokkn- um leiða glennu með brenni- vínsrausi sinu. Vegna þessara ófara ritstjórans hótar Tíminn því í svarleiðara í gær, að ræða framvegis ýms dæmi um þá réttarvörzlu, sem þjóðin eigi nú við að bua Mbl. mundi fagna því, ef Tím- inn léti verða af þessu. Það væri miklu sæmilegra en að nalda uppi stöðugum rógi og dylgjum í garð þeirra, sem fara með yf- irstjórn dómsmálanna. Ef Tim- inn færir ekki rök að því, að ákæruvaldinu hafi t. d. verið misbeitt í einstökum málum, er sjálfsagt að dómsmálaráðherrann svari þeim ásökunum opinber- lega. Mbl. endurtekur þá skoðun sína, að ekki sé ástæða til þess að hefja umræður um oinsíök atriði í máli Helga Benediktsson- ar, sem sætir nú mcðferð lög- legra dómstóla. í því mun ganga dómur á sínum tíma. Niðurstaða hans er aðalatriðið. Opmber varn arskrif hins ákærða eru auka- atriði. Því má svo hvcr trúa, sem vill, að vörn Tímans í olíumálinu og verðlagsmáli Heíga Bene- diktsSonar sýni sérsíakan áhuga blaðsins og flokks þess ] fvrir „heiðarlegri réttar- j vö 'zlu" í þessy landí!!! i EINS OG VOGARLAUS VERZLUN Hann jafnaði því saman, að leigubifreið væri gjaldmælislaus og að vog skorti í verzlun. Því hefði sú ákvörðun verið tekin að skyida leigubílstjóra til að hafa 'gjaldmæla í bifreiðum sínum. ^ TAXTARNIR FJÓRIR Þeim yrði þannig fyrir komið j í leigubifreiðum að viðskipta- vinir gætu auðveldlega séð hvað verði akstursins liði. Hann þyrfti þó að kynna sér hina mismunandi taxta. Þeir væru fjórir. Á svæð- inu í Reykjavík, innan Elliðaár og Fossvogslækjar gilti taxti nr. 1 á rúmhelgum dögum, en taxti nr. 2 að nóttu, helgidögum og al- mennum frídögum. Utan Elliðaár kemur tvennt til greina. Á rúmhelgum dögum gildir taxti 1 ef farþeginn er með báðar leiðir, en taxti 3, ef farþegi er með aðra leiðina. Að næturlagi og á helgidögum gildir taxti 2, ef farþegi er með báðar leiðir, en taxti 4 ef hann er með aðra leiðina. Dagvinna telst frá kl. 7—18 virka daga, nema laugardaga til klukkan 12 á hádegi. TÖFLUR ER SÝNA RÉTT VERÐ Gjaldmælarnir sýna ekki hið raunvetulega verð, sem greiða á fyrir aksturinn. Stafar það af því að gjald fyrir akstur tekur sífelld um breytingum, en ekki er hægt að breyta gjaldmælunum í sam- ræmi við það. í stað þess hefur verið sett upp i öllum leigubif- reiðum tafla er sýnir hið rétta verð, er leigutaka ber að greiða, þegar gjaldmælir sýnir vissa upp- hæð. Farþegar hafa aðgang að þess- ari töfiu og geta fullvissað sig um hið rétta gjald. Bifreiðastjórafélagið leigir fé- lagsmönnum gjaldmælana til 10 ára. ERU AF GERÐINNI IIALDA Gjaldmælar þeir, sem fengnir hafa verið eru allir af sömu teg- und frá Halda Aktiebolaget í Sví- þjóð. Hafa þeir fengizt hingað fyrir milligöngu Gísla J. Johnsen, stórkaupmanns. Mælar af þessari tegund eru litiir fyrirferðar og tiltölulega léttir, enda notaðir víða um heim, m. a. í Ameríku. Velvakandi skriíar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Símamál Vífilsstaða. ILÖNGU bréfi frá ,,Gesti“ er kvartað mjög undan ástandinu í símamálum Vífilsstaða. Kemst bréfritarinn að orði á þessa leið: „Kæri Velvakandi. Símamál Vifilsstaða hafa um langan aldur verið með þeim ó- dæmum, að þar þarf mikilla um- bóta við, svo viðunandi sé fyri: alla aðila. Á sjúkrahúsi, sem tel- ur yfir 200 sjúklinga, eru aðeins tvö símatæki í sjálfu ’nælinu. Einnig er eitt númer úti í svo- kallaðri Eilífð, sem er hús úti á lóð hælisins. Þar dvelja nokkrir sjúklingar. Afnot af þessum þrem símum hafa því allir sjúklingar á Vífilsstöðum, auk alls starfsfólks, og annað númerið inni í hæiinu er að auki ætlað til afnota fyrir eldhúsráðskonu og hennar starfs- fólk með millisambandi, sem hún getur rofið, hvenær sem er. Það er ös við símann á Vífilsstöðum Að auki eru þessir símar á þeim stöðum í húsinu, að engin skilyrði eru til fyrir fólk að tala í þá í friði, þar sem ekki eru símaklefar. Ilafa sérstöðu. VÍFILSSTAÐIR hafa þá algeru sérstöðu umfram önnur sjúkra hús, að þar dvelur fólk langdvöl- um, meir en á nokkru öðrú sjúkra húsi, og líka þá sérstöðu, að þar er fólk almennt á ferli, svo það getur notið þeirrar ánægju að hringja vandamenn sína og vini upp í síma. Þá má geta þess, að Landsíma- viðtöl verða líka að fara fram í þessum símum og við þau slæmu skilyrði, sem áður voru nefnd. I Eg hefi nú stuttlega lýst ástandi um símaþjónustu á Vífilsstöðum, þar sem ég um 20 ára skeið, hefi | verið nákunnugur þar suður frá, þótt ég hafi ekki verið þar sjúkl- ingur, og tel mig því dómbæran um. Þarfnast umbéta. EG bið þig að vísa þessu máli til þeirra aðila, sem hlut eiga að máli, sem eru að mínum dómi l'þrír: Húsbændur Vífilsstaða, Símamálastiórnin og þá ennfrem- ur félag sjúklingá á Vífilsstöðum, Sjálfsvörn, er ætti að leita um- : sagnar hjá um tilhögun um úr- , bætur í þessu efni, því sjúkling- | unum má vera það kunnast , hyernig þessu yrði sem bezt fyrir ' komið, svo allir gætu vel við unað. Ég skal taka það fram, að fram- anritað er ekki sett fram til á- deilu á húsbændur á Vífiisstöð^ um, heldur sem ábending, er mætti verða öllum til góðs. Gestur“. Við þessi ummæli bréfritarans er aðeins ástæða til þess að bæta því, að umkvartanir hans Virðast ekki bornar fram að ófyrirsynju. Ætti að vera unnt að bæta síma- þjónustu Vífilsstaða ár^stórfellds kostnaðar. Skrýtið fyrirkomulag. ARGIR hafa furðað sig á því, að úrslit í prestkosningunum, sem fram fóru s.l. sunnudag skuli fyrst verða kunn 4 dögum síðar. Er vandséi) hvaða ástæða er tíl þess að draga talningu atkvæða fram á fimmtudag. Annars bendir margt til þess að prestkosningar verði afnumd- ar áður en langt um llður hér á landi. Þeirri skoðun eykst stöðugt fylgi að presta eigi að skipa í embætti á sama hátt og lækna og; dómendur. Hörð kosningabarátta, sem oft er svæsnari en viðj)ólí- tískar kosningar, er mjög lélegur undirbúningur fyrir starf prests- ins í söfnuði sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.