Morgunblaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. okt. 1952 MORGVIS'BLAÐIÐ ií D'3 Oaipcri í Þýzkaiandi GísEi 1. iohnsen: Fnimkvöðlar frystihúsa De Gasperi forsætisráðherra ítalíu kom í opinbera heimsokn tíl Þyzkalands og var þar gestur Aden- auers ríkiskanslara. Er þeir fóru um Rinarlönd heimsóttu þeir elzta klaustrið þar, Maria Laach klaustrið, en Adenauer leitaði þar sWjóls á stríðsárunum, er leynilögregla Hitlers leitaði hans sem ákaíast.-—- De Gasperi er til vinstri á myndinni, þá Adenauer og' ábóti klaustursins, Sjálfstæðisþingmenit! bera fram mörg nýmæli Afnám veifingaskafís, hæii drykkju- sjúkra, um leigubifreiðar og sfldarleit. í GÆR var útbýtt á Alþingi all- mörgum nýjum frumvörpum og þingsályktunartill., sem þing- menn Sjálfstæðisflokksins standa að. Mun þeirra verða gelið hér að nokkru, en nánar skýrt frá þeim síðar í þingfréttum blaðs- ins er þaú koma til meðferðar þingsins. MERKILEG MÁL Eitt helzta þeirra er frumvarp til laga um afnám veitingaskatts- laganna frá 1933. Flutningsmen þess eru þeir Jónas Rafnar, Jó- hann Hafstein og Halldór Ás- grímsson. I greinargerð frumvarpsins Eegir m. a.: LÚXUS-SKATTUR „Með lögum nr. 99 19. júní 1933 var ákveðið, að greiða skyldi 10% skatt til ríkissjóðs af söluverði rilatfanga, drykkjar- fanga og annarra neyzluvara, sem seldar eru í gistihúsum, kaffihúsum eða öðrum veitinga- stöðum. Á sínum tíma var þsssi skatt- tir sniðinn eftir danskri fyrir- rnynd og þá einnig rökstuddur sem eins konar „Iúxus“-skatt- ur. Síðan hafa miklar breytingar á orðið, sem mæla eíndregið með því, að þessi skattur verði nú afnuminn. SKULI AFNUMINN Ríkissjóð munar nú ekki miklu, þótt þessi skattur sé af- numinn, enda mundi um leið sparast töluvert fé, sem fer í ínnheimtu hans, og einnig ^kap- ast nýjar telcjur af fjölþættari starfsemi og bættum hag þess atvinnurekstrar, sem skatturinn hvílir þungt á. TJM MEDFERÐ ÖLVAÐRA Þau Gunnar Thoroddsen og Kristín L. Sigurðardóttir bera fram frumvarp um hreytingu á lögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. I greinargerðinni segir m. a.: HÆLI VERÐI REIST Um þaðs er tæpast ágreiijing- Jjr, að nauðsynlegt sé'að koma á fót stofnunum til hjáiþar drykkjusjúkum mönnum. Meðal þeirra stofnana er hæli fyrir þá, sem ætla má að þarfnist vistar og umönnunar um langt skeið. Núgiidandi lög úm þessi mál, nr. 55 frá 1949, mæia svo fyrir, að vilji sveitarfélög reisa og reka á sinn kostnað slík hæli, fari um ríkissjóðsstyrk til þeirra eftir lögum um sjúkrahús, þ. e. ríkissjóður greiði 2/5 hluta stofn kostnaðai. Það er efni þessa frv., að rík- ið, þ. e. gæzluverndarsjóður, reisi og reki hæli fyrir þá áfeng- 'issjúklinga, sem þarfnast langrar dvalai-. UM LEIGUBIFREÍÐAR , Þiír þingmenn, Jóhann Iiaf- stein, Jónas Rafnar og Gunr.ar Thoroddsen flytja frumvarp um leigubifreiðar í kaupstöðum. Er frumvarpið aðeins í þremur greinum og er það flutt að til- hlutan Hreyfils og Þróttar. — Fyrsta grein þess er svohljóð- andi: j AUar leigubifrsiðar í kaup- stöðum, hvort ,sem það eru fó!ks-, vöru- eða sendibifreiðar, skulu hafa afgreiðslu á bifreiða- stöð, sem fengið hefur viður- kenningu bæjarstjórnar. Bæjarstjórnir sku'u, að fengnu samþykki dómsmáiaráðuneytis- ins, hafa heimild til að takmarka fjölda leigubifreiða þeirra, er greinir ? 1. málsgr. , Sírætisvagnar og sérleyfisbif- reiðar íalla ekki undir ákvæði þessara laga. TILLAGA NORBAN- MNGMANNA í3á flytja þeir þingmennirnir Jónas Rafnar og Magnús Jóns- son þingsályktunartill. um áíld- aricit -fyrir Norður- og Norð- austurlandi. Ríkisstjórnin skuli útvega hentugt skip til leitar- innar næsta sumar. í greinar- gerð segir: • I RIKISVALDIÐ KÆMI TIL SKJALANNA Eins og kur.nugt er, hefur afla- bresturinn á síldveiðunum síð- astliðin sumur komið mjög hart niður á landsmönnum og þá ekki sízt Norðiendingum. Ýmsar ráð- stafanir hafa verið gerðar að til- hlutun ríkisvaldsins til þess að draga úr afleiðingunum, en þær hafa náð skammt til þess að bæta tjónið. Ber þvi að leggja höfuðáherzlu á að leita síldar- innar og ná til hennar með hent- ugum veiðitækjum. Skiptir miklu fyrir þjóðarheildina, að unnið sé markvisst að því, að árangur nóist í þessum efnum og eðlilegt, að ríkisvaldið hafi þar foi ustu og íyrirgreiðslu. Reykja of mikið UNGIR Danir reykja svo mikið, segir i nýútkominni skýrslu nefndar þeirrar, sem fjallað hef- ur um íeykingar dansks æsku- fólks, að þeir vihna sér ekki inn margir hverjir nema rétt fyrir tóbaki. Er nefndin á einu máli um það, að danskt æskufólk væri bæði árægðara og betur statt fjárhags’.ega, ef það reykti svo- lítið minna. Þó er nefndin-á bvi, að erfitt sé að fá unga fólkið til þess að minnka reykingarnar, þar sem því finnist þær bera því órækt vitni, að það sá „orðið full- orðið“. Ungir Danir reykja þetta 300— 400 vindlinga á mán. að meðalt., segir ennfremur í skýrslunni, og þar eð vindlingapakkinn kostar kr. 3.20 danskar, reyki þeir fj'rir 48—G4 danskar krónur á mánuði hverjum, Er það stór hluti venju- legra tekna dansks æskufólks. — Kemst nefndi.n að lokum að þeirri niðurstoðu, að dönskum ungling- um ætti að nægja 200 vindlingar á mánuði, ef þeir þá þurfa endi- lega að reykja á annað borð. — Reuter. ÞEIR gerast nú fleiri og fleiri, sem telja sér bera heiðurinn af því að hafa verið frumkvöðlar um byggingu hraðl'rystihúsa. En nú heita öll frystihús á máli flestra slíkra manna hraöfrysti- hús. Það þarf engan að furða, þó margir vilji nú eiga heiðurinn, svo mikil lyftistöng hafa frysti- húsin verið í atvinnulífinu. Sú var þó tíðin að minnsta kosti var það svo hjá „nýliðun- um“ í atvinnulífi Vestmanna- cyja nokkru eftir aldamótin, að þeir áttu ekki upp á háborðið, sem gerðust svo ajai'fir í hug- sjón og bjartsýnir að byggja vél- frystihús. Þeir létu sér pað í léttu rúmi liggja og hugsuðu naum- ast svo langt, hvernig tryggja ætti hinum nýskapaða fagra vél- bátaflota næga síld til beitu. En án öruggs frystihúss var slíkt ómögulegt. Og oft matti um þess- ar mundir lesa í fiskiíréttum úr öðrum byggðarlögum: Nógur afli. ef beita væri til. SliV.t var óþekkt atriði í Vestmanpneyjum. Það lá við, a<f þeir hlytu nafn- ið landráðan?ann, og ekki hafði fyrr verið regið cvo hatramlega að fjárhar nokkurs byggðarlags, ( eins og að ginna menn út í slíka fjárgRjfra, eins, og að steypa heil’.i byggðarlagi út í slíkan f jé .hagsvoða eða fjárglópsku. Lannig sungu hinir „vitrari". Það er réttmætt að rifja þetta upp nú til þess að sýna, hversu hugsunarháttur og tíðarandi breytist ört, og dómgreind al- mennings þroskast, enda er það ekki lengur talið til þjóðarógæfu eða mennirnir „útataðir“ með verstu orðum tungunnar, sem gerast forystumenn um nýjung- ar í atvinnuháttum, en svo var einatt, þó ekki sé farið nema svo sem 3—4 áratugi aftur í tímann. í blaðinu Fylki, sem gefið er út í Vestmannaeyjum, 33 tölubl. 20. sept. þ. á. er því t. d. slegið fram, að það sé Einar Sigurðs- son eigandi Hraðfrystistöðvar Eyjanna, sem hafi byggt fyrsta hraðfrystihúsið á landinu. Ég held, að þarna sé full djúpt tekið í árina, því að ekki mun Einar hafa hafist handa um frystihús- byggingar fyrr en kringum 1930. Hinsvegar vita allir eldri Vest- mannaeyingar að minnsta kosti og sagan geymir það, að fyrsta vélfrystihúsið, sem byggt var hér á landi, var byggt í Vestmanna- eyjum á árinu 1908 undir for- ystu þess, er þessar línur ritar. Þetta frystihús avr tvímælalaust svo vandað, sem þeirra tíma tækni gat sagt fyrir um og krafð ist, og í því var frystiklefi svo öflugur og hraðvirkur, að hann gefur á engan hátt eftir því bezta nútímans. Enda fullnægði þetta hús, eins og vitað er, þörfum Eyjanna bæði hvað beitu og mat- vælageymslu snertir til skamms tíma. Og ég veit ekki betur en mikið af vélunum sé enn í notk- un, svo vel hafa þær reynst. Þetta hús var svo vel búið að vélakosti, að það hafði tvö „sett“ aflvéla, og hið sama var að segja um frystivélarnar en allt var þetta gert með öryggi bátaút- vegsins í huga, enda er það al- kunna, hversu atvinnulíf Vest- mannaeyja stóð þá traustum íót- um, og blómgaðist ört. Þá er það og kunnugt, að út- flutningur á frosinni lúðu hófst með byggingu frystihússins eða um 1909 og hélst látlaust þar íil heimsstyrjöldin fyrri hindraði útflutning, eða sökum þess að enginn var skipakostur. Þá segir Vilhjálmur Þór í ræðu þeirri, er hann héit á afmælis- fundi S.Í.S. 4. júlí þ. á. og birt er í 151. tölubl. Tímgns 20. júlí, að Sambandið hafi haft forystu um byggingu frystihúsa. Hvernig að slíkri niðurstöðu er komist, er mér ekki vel ljóst, enda skýtúr hér allskökku við. Fyrsta frystihús — vélfrystihús —, sem S.Í.S. kemur sér upp, er á Hvammstanga 1924, og er vél- unum fyrirkomið í gömlu vöru- geymsluhúsi. En undanfari þess- arar framkvæmdar var, að Gísli J. Johnsen, þá kaupmaður í Vest- mannaeyjum, útvegaoi Alþingi til skrafs og ráðagerða og lciff- beininga í frystimálum, erlendan verkfræðing að nafni Holten og upp úr öllu þessu varð svo vé)- frystihúsið á Hvammstanga til, sem um leið var útbúið lítilli rafstöð til þess að skapa betri vinnuskilyrði í og við frystihús- ið. Það má gjarnan koma hér fram nú, svo langt og umliðið er, síðan þetta skeði, að ég sat heilan dag á ráðstefnu með ior- stjóra Sabroe í Aarhus um fyrir- komulag þessa fyrsta vélfrysti- húss, sem kaupfélögin bj'ggðu, en meðan þessu fór fram, beið Oddur Rafnar, sem kom til Aar- hus út af þessu máli frá skrif- stofu S.Í.S. í Kaupmannahöfn, og næsta dag korri hann .svo til móts við forstjóra Sabroe’s og samþykkti allan vélakost og fyr- irkomulag, eins og við hofðum gengið frá þessu. Veit ég ekki betur, en vélakostur allur hafi reynst hið besta. Líka má geta þess í þessu sam- bandi, að þessar ráðslaganir á Alþingi urðu einnig undanfari þess, að íslendingar eignuðust sitt eigið frystiskip, en það var með byggingu „Brúarfoss", en ríkissjóður lagði ca. 300 þúsund króna styrk til þeirrar fram- kvæmdar. En svo að ég viki aft- ur að hugsunarhættinum, er um nýjungar er að ræða, má geta þess, að forstjóri Eimskipafélags- ins, ásamt fleirum, ssm um mál- ið fjöllúðu, lögðu í upphafi á móti byggignu frystiskips. Svona breytist hugsunarhátturinn. En svo að ég snúi mér aftur að frystihúsakosti S.Í.S., með til- vísun til ræðu herra Þórs, þá nfun það rétt vera, að næsta vélfrystihús félagsins eignast KEA á Akureyri 13. des. 1926. er það kaupir frystihús, er Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir höfðu látið byggja á Oddeyri við Akureyri. Ég get ímyndað mér, enda þótt góður aldarfjórðung- ur sé nú liðinn síðan hið fram- anskráða gerðist, að hr. Þór gæti rifjað upp fyrir sér, hvað okkur fór á milli um aukhingu Odd- eyrarhússins og viðbótar starf- semi þess, sem sé frystingu beitu- síldar. — En eflaust er það nú flestum úr minni liðið, er ég út- vegaði á leigu gufuskipið Rickard Kaarböe, sem flutti á erlendan markað fyrsta farm okkar ljúf- fenga frysta dilkakjöts, en það mun hafa verið árið «1924—‘25. ' Þetta er nú orðið nokkuð lengra en ætlað var, en margt fleira mætti rifja upp og minna á í sambandi við þróu.narsögu tækniframkvæmda vor Islcnd- inga, sem lúta að betri nýtingu, ekki hvað síst sjávarafurða. Á ég hér sérstaklega við hinar stór- virku og velvirku hausingar og flatningavélar, er ég notaði við fiskiðjuver mitt' í Vestmanna- eyjum fyrir 25 árum siðan — er öllum var kastað „út á naug“ af nýjum „umráðamönnum" 1930. ' Á sama tíma og siðar, voru eyðilögð ný saltfisk þurrkunar- hús, enda töldu hinir nýju ,.um- bótamenn“ aldrei til þess koma framar, að framleiða saltfisk á íslandi til útflutnings, .svo mikil- væg voru frystihúsin orðin í aug um þeirra. I Nú er stritast við að afla aft- ur til landsins slíkra véla, enda þótt fyrir fimmtánfalt verð sé’, svo mikilsverðar þykja þær nú, og byggð eru fiskþurrkunarhúá með opinberum styrkjum og ærnum tilkostnaði. Svo þýðing- armiklar þykja slíkar írarrv- Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.