Morgunblaðið - 16.10.1952, Side 11

Morgunblaðið - 16.10.1952, Side 11
| Fimmtudagur 16. okt. 1952 BORGAR það síg að ferðast austan frá Japan, syðst sunnan úr Afríku, vestast úr Arneríku og norðan af íslandi til Parísar, til þess eins að hlusta á er indi nokk- urra fræðimanna urn áfengismál, og umræður þar að lútandi? — Sumir, er sátu þing þetta, urðu áreiðanlega t'yrir einhverjun vonbrigðum, en hvað er það sen borgar sig í heimi manna? Borgi sig allar þingræður þjóðanna, öll skólakennsla og allar piédikanii manna? Sem betur fer spyrja aldrei þeir menn, sem hugsjónir eiga, hvort það borgi sig að lifa oé starfa fyrir þær. Léleg hefð þroskasaga mannkynsins orðið. ef allir hefðu spurt, hvort þetta eða hitt borgaði sig. Ég var ekki kominn iangt á haf út, er ég þóttist sannfærður um, að fyrii mig mundi ferðin borga sig. — Jafnvel samtal við eirin mann, getur verið nokkurra þúsunda króna virði. GLÆSÍGNOD ÍSLENÖINGA Án þess að ég væri upphaflega hvatamaður þess, varð það úr að ég færi til Parísar og sæti þar þetta alþjóðaþing um áfengismál. Ég íór á vegum ríkisstjórnarinn- ar og Stórstúku íslands, og lögðu báðir aðilar til ferðakostnað, sem ég þakka hér með. Ferðasaga verður hér engin sögð að þessu sinni, aðeins þess getið, að báðar leiðirnar milli ís- | lands og Danmerkur fór ég með Gullfossi, en hann er nú glæsi- gnoð okkar íslendinga, prýðilegt og skemmtilegt skip, og mega það heita sældarkjör að ferðast j með Gullfossi. Öll er viðgerð og þjónusta hin prýðilegasta. Mig fýsti að fá nokkurra daga hvíld á sjónum og fór því þessa ieið, en frá Danmörku fór ég, í fylgd með ágætum samferðamönnum, með hraðlest um Vestur-Þýzka- land, Holland og Belgíu til Frakk lands. Þetta eru fögur og frjó- söm lönd og leiðin liggur um ýmsar stórborgir. Við gistum i Amsterdam og hefðí ég gjarnan viljað mega staldra þar við leng- ur. í SVARTASKÓLA Þingið í París stóð dagana 8. til 12. september og hafðist við í húsakynnum Sorbonne-háskól- ans, sem íslendingar hafa löng- um kallað Svartaskóla, og er sú mikla húsaþyrping heldur skuggaleg til að sjá. Vinnubrögð þingsins voru góð að því leyti, að fundir hófust hvern dag kl. 9 árd. og stóðu til klukkan 5 eítir hád. Það var ekki sá glæsibragur á þessu þingi, sem stundum er á bindindisþingum og ráðstefnum okkar Norðurlandamanna. Þess varð líka vart, að fulltrúar frá Noregi og Danmörku og sjálfsagt Svíþjóð líka, voru að ýmsu leyti sáróánægðir með þingið. Frakkland þarfnast slíkra þinga, en heppilegasti staðurinn fyrir þau er París þó ekki. Von- andi er, að undirbúningsnefnd | næsta alþjóðaþings um áfengis- mál læri eitthvað af þessu þingi, einnig það, að tilkynna fyrir- fram, hvaða tungumál verði not- að. Einn frakkneskur klerkut sagði við mig: ,,Við erum ókurt- eisir við gesti okkar, að tala næstum eingöngu frönsku“. — Hann var einn þeirra fáu manna, sem ég» hitti í París, er skildu og töluðu ensku. Franskan var ákaílega þreyt- andi á þinginu, fyrir okkur sem skiljum ekki frönsku. Hefði ég haft grun um það fyrir hálfu ári að ég ælti að sitja þetta þing og svo væri ástatt í París, að varla væri hægt að spyrja til vegar, án þess að kunna frönsku, þá helci ég að ég hefði reynt að læra nokkur orð í frönsku, þótt ég sé tekinn að eldast. SKILJA ADEINS SITl’ MÁL Ég varð undrandi á þessu. Einu gilti, hvort ég snéri mér til lögregluþjóna á götum úti, veit- jngamanna eða gæzlumantna á MORGUNBLAÐIÐ 31 Pétur Sigurðsson. söínum, næstum engir töluðu ensku, nema ef ég rakst á Kín- verja eða Japani, þeir skildu og tiiiuðu ensivU. f ulúrúinn frá Jap- an talaði ensku ágætlega. Eg snéri mér eitt sinn að dr. Paul Perrin, sem flutti lengsta erindið á þinginu og reyndi að fá hann til að tala ensku við mig, en jafnvel hann sá ágæti lærdóms- maður, sagðist vera stirður í enskunni. Eftir þann mann hafði ég lesið eitthvað og vildi gjarnan þakka honum fyrir fylgi hans við bindindismálefnið. Á þinginu voru flutt milii 30 og 40 erindi, að mestu leyti fræðslueríndi og vísindalegs eðl- is. Flest voru þau flutt á frönsku og þeir fáu fulltrúar, sem töluðu ensku, að fráteknum Englending- um, Ameríkumönnum og full- trúa Ástralíu, töluðu málið ekki vel. Útdrátt úr öllum ræðunum fengum við á ensku, og er það allmikill bunki. Þar er margs konar fróðleikur um þessi mál, þó auðvitað ekki allt nýtt. Full- trúar voru frá 24 eða 25 þjóðum, og það hafði sína þýðingu að geta hitt menn frá Bandaríkjun- um, Canada, Englandi, öllum Norðurlöndunum, Tyrklandi, Japan og viðar. Það gaf mér tækifæri til að efla sambönd mín út á við, og met ég það alltaf mikinn feng. MINNISSTÆSUR MAÐUR Ýrnsir þingmenn verða mér minnisstæðir, eins og til dæmis dr. Gökay, sem er borgarstjóri í Istanbul í Tyrklandi, og pró- fessor í læknavísindum. Hann er ekki hár á velli, en hneilinn og fullur af fjöri og krafti. Hann gerði sér enga tæpitungu við vandamálið. Tillögur hans voru: að bind- indisfræðsla hæfist strax í fyrstu bekkjum barnaskólanna, æsku- menn væru fræddir og þjálfaðir í allri reglusemi, áfengissjúkling- um bannaður hjúskapur og ung- um hjúum ekki veitt vín í brúð- kaupsferð þeirra. Hann taldi það æðstu skyldu allra forustumanna þjóða að vernda og tryggja þióðirmi frið- samt líf. Eftir 30 ára baráttu gegn áfengisbölinu og sem borgarstjori í miiljónaborg, taldi hann sig geta talað af reynslu. Hann iét blöðum í té þær upp- lj'singar, að hann hefði mælt svo iyrir í sínu umdæini, að hver msður, er léti sjá sig ölvaðan, /rði fyrst skoðaður af lækni lög- eglunnar og svo af öðrum lækni, og kæmi í Ijós, að áfengisneyt- andinn væri kominn út á hála braut, yrði hann hafður undir :ftirliti um tíma. Prófessorinn talaði af krafti og áheyrendur klöppuðu mikið. .STANDÍÐ VERST í VÍNFRAMLEIÐSLU- IERUDUNUM Fyrsti fyrirlesari þingsins, dr. Paul Perrin, talaði á aðra klukku stund. Hann hafði þau orð eftir hinum fræga sálfræðing, Krae- pelin, að áfengisneyzlan, eins og hún nú tíðkaðist, væri svo al- rnenn og útbreidd truflun á sál- arlífi manna, að yfirleitt væri litið á hana sem eðlilegt (nor- malt) ástand í samfélagi manna. Hann minnti og á það, sem mik- ill heimspekingur hefði eitt sinn sagt, að drykkjuskapurinn væri hið „eina brjálæði, sem maður- inn tæki á sig sjálfviljuglega". Ölæði, sagði doktorinn, að fylgdi oftast aðeins langvarandi drykkjuskap, venjulega á 35. til 40. aldursskeiði manna, en í víníramleiðsluhéruðum Vestur- Frakklands bæri á ölæði allt frá 20 ára aldri. Hann taldi það mik- ið þjóðarböl, jafnvel verra, en sumar sjúkdómsfylgjur áfengis- neyziunnar, að sú sálartruíiun, er hin almenna áfengisneyzla or- sakaði, mætti heita viðurkennd Æem eðlilegt ástand. Það væri þessi hætta, sem hrundið hefði af stað 1942 samtökum lækna í Frakklandi til rannsókna á áfeng isneyzlunni, og að skipulögð var landsnefnd til varnar áfengissýk- inni. Fyrirlesarinn minnti og á þá kenningu vísindamanna, að í framheila mannsins væru þær stöðvar, er stjórnuðu hinu göfug- asta í fari hans, en þessar stöðv- ar gerði áíengisneyzlan næstum strax óvirkar, þótt aðrar heila- stöðvar væru þá enn lítt trufl- aðar. VERSTA MEINIB ,*Róttækasta og umfangsmesta orsök áfengissýkinnar er hið ranga almenningsálit," sagði dr. Perrin. „Hið virðulegasta fólk, sem hryllir við að sjá drukkinn mann, vinnur þó að því í allri einfeldni, dag eftir dag, að koma sendisveininum, póstmanninum og öðrum er að dyrum ber, út á braut drykkjumannsins (með því auðvitað að bjóða alltaf áfenga drykki). Það er talið hreysti- merki að geta drukkið öðrum fremur, að ekki sé hægt að minn- ast betur hátíðlegra stunda, en með áfengisdrykkju í félagsskap vina og vandamanna, og að veita og drekka sem mest, að ekki sé hægt að sýna öðrum betur virð- ingu, samúð né þakklæti, en með því að veita honum áfenga drj'kki. Á þenna hátt byrjar hver og einn að drekka, eins og hinir. Þannig er sið þessum þröngvað upp á menn, ílöngunin fer svo stöðugt vaxandi, unz'hún er orð- in miskunnarlaus krafa.“ GE0VEIKLUN EKKI ALLTAF UNDIRRÓTIN Þá sagði fyrirlesarinn, að lang- varandi reynsla sérfróðra manna, er meðhöndla áfengissjúklinga og drykkjumenn, einkum í vín- ræktunarhéruðunum, afsannaði þá kenningu, að drykkjuskapn- um yrðu þeir einir að bráð, sem haldnir væru einhverri með- fæddri geðbilun, hversu lítil sem hún kynni að vera. Læknar hefðu veitt því lengí eftirtekt, hversu ungir menn, fullhraustir á sál og líkama, vendust smátt og smátt á áfengisneyzluna, þok- uðust hægt og hægt niður á við til hnignunar og andlegs sljóv- leika. Það væri fásinna, að full- yrða, þegar 70—80% fullorðinr.a manna á vissum svæðum, væru áfengissjúklingar í einhverri mynd, að þeir hefði allir fæðst með einhverri geðbilun. Hér yrði því að hefja sterkar varnir gegn drykkj uvenj unni, og flest í þeim efnum væri enn látið ógert. Að‘ síðustu mættu menn ekki gleyma því, að lítt stoðaði að fordæma aðeins í orði áfengisneyzluna, ef fordæmið fylgdi ekki. Framhald á bls. 12 I^agasr Grstci Hcirliifc vcsr dages i „paradís“ GRETA GARBO fékk nýja reynzlu, sem sagt það, að hún bjó í 14 daga, eins og réttur og sléttur borgari. Það var ekki meira tekið eftir henni heldur en þér og mér. Hún tók óáreitt þátt í Hfi fólksins. Garbo, sem segir að allt umtaliS þessir dagar heil „paradis“, þ. e. FRÚ BROWN FRÁ AMERÍKU Sem „Frú Brown frá Ame- ríku“ bjó hún í 14 daga á Ilótel Post í Ischl í Þýzkalandi. Henni var kleift að sr.æða í borðsal veitingahússins, í staðinn fyrir að fela sig í einkaherbergi sínu. Hún gat lagt dökku gleraug- ur. til hliðar, en þau hylja vaná- Hin undurfagra Greta Garbo. lega hin frægu augu hennar fynr íorvitnum fjöldanum. Hún gat klæðst því sem hana langaði til og gert það, sem hún vildi án þess að nokkur tæki eftir henni eða áreitti hana. Hún hafði mikla ánægju af þessum „frídögum, þegar enginn þekkti hana“. LEYNDARiMÁLID VEL GEYMT Þjónustufólk hótelsins vissi hver hún var, en það geymdi leyndarmál sitt vel. En gestirnir vissu það ekki. Og það leið ekki á löngu þar til hún varð mjög vinsæl meðal þeirra. Þeir kunnu einkar vel við „frú Brown frá Ameríku”, sem hafði þýðan mái- róm, talaði svo fallega þýzku og sem aldrei gleymdi að bjóða sendisveinum eða þeim, sem gerðu henni greiða, sígarettu. Og frú Brown naut lífsins reglulega. Hún hafði í kringum sig gamla vini sína, Goldschmidt-Rotschild barón og fjölskyldu hans, sem hún hafði komið með til Isehl og og blaðaskrifin þreyti sig, voru a. s. á meðan þeir stóðu yfir. sem hún hafði þekkt lengi heima í Ameríku. KLÆDDIST EINFÖLDUM FÖTUM Hún ók fallega dökk-gráa Kadillakinum sínum um hið fagra umhverfi Ischl og heim- sótti staði þá, sem ferðamenn skoða helzt. Hún klæddist einföldum fötum, peysu og pilsi, kné-buxum, lág- hæluðum skóm eða bandaskóm. Ekki bar hún skartgripi fyrir uc- an einfalt armband. Hún spjallaði vingjarnlega og óþvingað við alla. Hér var "tim aðlaðandi, venjulega persónu að ræða, einungis gest á hóteli. KEMST UPP UM FRÚ' BROWN Þetta varði þangað til dag nokk urn að hún kom í lítinn bæ, ná- lægt Salzburg. Þar varð á vegi "hennar amerískur blaðamaður, sem þekkti hana. Þegar hún neit- aði hinu rétta nafni sínu og þótt- iset einungis vera frú Brown frá Ameríku, var grennzlast eftir þvi á hótelinum og leyndarinálið var ekki lengur neitt leyndarmál. Greta Garbo var eítir sem áður á Post Hotel í Ischl. En eftir þetta snæddi hún í einkaherbergi sínu, gekk að jafnaði með barðastóran hatt, vegna allra blaðaljósmyr.d- aranna sem fylltu anddyri veii- ingahússins. Hún notaði eldhús- dyrnar og lét færa bíl sinn á af- | vikna hliðargötu. ELTINGARLEIKURINN HEFST Én nú byrjaði eltingarleikur- inn fyrir alvöru. Blaðamenn, ljós myndarar, undirskriftasafnarar, ferðamenn, kvikmyndaaðdáendur fylltu stræti Ischl, fylltu hótelið. Vörður var hafður við bakdyrnar og reynt var að múta þjónustu- fólkinu og þeim, sem unnu í bif- reiðageymslunni, til þess að skýra frá íyrirætlunum leikkonunnar. Reynt var að ná myndum af henni, tali af henni og allir vildu reyna afo i!á eitthvað til minn- ingar um uina víðfrægu stjörnu. | Frú Brown frá Ameríku, hin aðlaðandi, einfalda ótilgerðarlega kona, með fallegu röddina var fræga kvikmyndastjarna hafði komið til þess að dveljsst á Hotel Post í Bad Ischl. ! (Eftir fréttaritara Reuters). MÓfHEáfUB ósrkast tíí kaups Tilboð merkt „Nótabátur — 876“ lcggist inn á afgreiðslu biaðsins fyrir 1. nóvember. um breytingu á tilkynningu fjárhagsráðs frá 10. sept- ember 1951 um byggingu smáíbúðarhúsa. Síðasti málsiiður 1. töluliðs tilkynningarinnar orð- ist svo: Rúmmál hússins má ekki fara yfir 340 rúmmetra. Reykjavík, 15. október 1952. Fiárhagsráð - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.