Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 3
MIÐVnrUDAGUR 5. maí 1965 TBIVINN Tvær merkiskonur i. Tvær austfirzkar merkiskonur hafa kvatt þennan heim með Ætuttu millibili. Önnur þeirra, Atw »5aría Lúðvíksdóttir, and- aðist ab morgni 31. desember s.l., en hin, Jónína Rannveig Gunnars- dóttir, 9. febrúar s.l. Menn þeirra beggja voru Vestur-Skaftfellingar, báðir komnir af Sverri Eiríkssyni, sem bjó á Seglbúðum Kirkjubæj- arklaustri og Rauðabergi. Þeir voru að þriðja og fjórða frá son- um Sverris. Þær voru einnig skyldar, þótt ekki væri þar um nákominn skyldleika að ræða. Báðar urðu þær að lúta þeim hðrðu forlögum að sjá á bak mönnum sínum á miðjum starfs- aldri, frá ungum börnum, sem þær urðu á ýmsa vegu að sjá far- borða meðan þau voru á barns- og unglingsaldri. Reyndi þar mjög á hjartahlýju, framsýni og ráð- snilld mæðranna. Fórnfýsi og um- önnun íslenzkra mæðra í garð bama sinna, hefur í flestum til- vikum borið góðan árangur. Full- yrða má, að báðum þessum mæðr- um hafi tekizt með sæmd að sjá böm sín verða að nýtum þjóðfé- lagsþegnum. n. Anna María Lúðvíksdóttir var fædd 24. júlí 1881 í Hammers- minde á Djúpavogi. Það hús hafði norskur skipstjóri byggt og húsið kennt við hann. í sóknarmanna- tali Hálssóknar frá því fyrir 1880 er nafn hússins íslenzkað og nefnt Hammersminni. Þetta hús höfðu foreldrar Önnu keypt 1878. Bjuggu þau í því frá þeim tíma, unz þau flytja að Karlsstöðum á Berafjarðarströnd nokkru eftir manntal 1892, því að árið 1893 era þau skráð í manntal Beru- nessóknar. Hún fluttist með for- eldram sínum á Ströndina og gift- ist þar 27. júní 1908 Ingimundi Sveinssyni frá Skeiðflöt í Skafta- fellssýslu. Tólf árum fyrr hafði Ingimundur átt heima á Djúpa- vogi um tíma. Fór þaðan til Nor- egs, nam þar húsgagnasmíði, en kom aftur upp til Berufjarðar ár- ið 1907. Á Karlsstöðum bjuggu þau um sjö ára skeið unz for- eldrar hennar urðu að bregða búi og fluttust að Teigarhorni til Jóns sonar síns, sem þar bjó. Jón hafði einnig farið til Noregs og lært húsgagnasmíði. Þar kynntist hann Ingimundi, er síðar varð mágur hans. Þeir urðu samfevtíá til íslands árið 1907. Ingimundur var sonur Rannveigar á Skeiðflöt, en hún var dóttir Runólfs bónda á Maríubakka, bróður Eiríks sýslu- manns Sverrissonar, sem Sverre- sensætt er talin frá. Synir Sverr- is Eiríkssonar voru margir, átti alls um 20 börn. Séra Gísli Brynj- ólfsson er afkomandi Eiríks sýslu- manns. Af einum bróðurnum voru komnir þeir Stefán, Erlingur og Gissur Filippussynir, af öðrum bróður Kjarval málari og systkini hans og af einu systkinanna Þur- íður Höjdahl og systkini. Ifafa margir gáfumenn, smiðir og lista- menn verið í þessari ætt. Þegar foreldrar Önnu hættu bú- skap, fluttist hún með manni sín- um suður á Djúpavog. Settust þau að í Hammersminni og bjuggu þar fram á árið 1923, er hún missti mann sinn. Maður hennar hafði smátt og smátt verið að missa sjónina og var nær alblind- ur orðinn er hanna ndaðist. Eftir fráfall manns síns varð hún að leysa heimilið upp og láta börn- in frá sér, nema yngsta soninn, með hann fluttist hún a* Heydöl- um til prestshjónanna þar, frú Sigurbjargar og sr. Vigfúsar. Um tíma var hún á Heyklifi í Breið- dal. Þaðan fluttist hún til Vest- mannaeyja, var svo stuttan tíma í Reykjavík hjá dóttur sinni og tengdasyni. Þegar hér er komið sögu, var elzta dóttir hennar og tveir eldri sjmirnir farin að búa í Stöðvarfirði. Fluttist hún þá austur aftur með yngsta soninn og átti þar fast heimili hjá yngsta syni sínum og hjartahlýrri tengda- dóttur, unz ævin var öll. Leið henni þar prýðilega og kaus ekki annars staðar að vera. Börn þeirra Önnu Maríu og Ingimundar eru: Lovísa, gift Al- bert Brynjólfssyni, Rannveig, gift Sigfúsi Bjarnasyni stórkaupmanni í Reykjavík, Sveinn, kvæntur Þór- eyju Jónsdóttur Ijósmóður, Dag- ný, gift Tómasi Geirssyni kaup- manni í Vestmannaeyjum, Sverrir, kvæntur Ljósbjörgu Guðlaugsdótt- ur, og Jón, kvæntur Petru Sveins- dóttur. Allir era þeir bræður. smiðir, hlutu þá náðargjöf í vöggu- gjöf. Föðurætt Onnu Maríu var af út- lendu bergi brotin, en í móðurætt má rekja ættir hennar frá Her- manni á Berunesi á Berufjarðar- strönd, Bjarna Guðmundssyni á Karlsstöðum í sama hreppi, Bjarna Marteinssyni, er kvæntur var Ragnhildi, dóttur Þorvarðar Loftssonar hins ríka á Möðravöll- um í Eyjafirði, Einari prófasti Sigurðssyni í Heydölum, Þorsteini Finnbogasyni sýslumanni í Hafra- fellstungu, er kvæntur var Sess- elju, dóttur Torfa sýslumanns í Klofa á Landi. Má af þessu yfir- liti sjá, að margar styrkar stoðir standa að ættingjum Önnu Maríu. III. Jónína Rannveig Gunnarsdóttir var fædd árið 1889. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Jónsdótt- ir frá Bóndastöðum og Gunnar Þorvarðarson frá Núpi á Beru- fjarðarströnd. Móðir hennar ólst upp hjá Jóni og Rannveigu á Torfastöðum, en eftir að móðir hennar giftist Gunnari bjuggu þau um tíma á Hnitbjörgum og Litlasteinsvaði, en voru víðar. A unga aldri átti Rannveig heima í Krossgerði á Berufjarðarströnd og fermdist í Beruneskirkju.. Með- an á fermingunni stóð, kom bát- ur austan frá Stöðvarfirði. Af ein- um bátverja var henni tjáð, að móðir hennar hefði andazt þá um morguninn. Hún hafði átt heima á Hóli í Stöðvarfirði, en yngri dóttir hennar, Þuríður hafði stund- að hana í banalegunni. Nokkru eftir aldamót var Rannveig um tíma í Reykjavík. Fyrst leigði hún ásamt frænku sinni, Sigur- laugu Helgadóttur úr Njarðvík, um vetrartíma hjá Þórði í Odd- geirsbæ við Framnesveg. Síðan dvaldi hún um tíma hjá frænd- konu sinni Kristinu Sigurðardótt- ur, sem gift var Jóni Helgasyni prentara og útgefanda Heimilis- blaðsins og Ljósberans, en áður hafði hún þá um tíma dvalið í Borgarfirði eystra og var þá í vist hjá frú Marin og Eiríki Sigfússyni verzlunarstjóra, og síðar hjá frú Sesselju og Bender verzlunar- stjóra. 22. júní 1917 giftist Rannveig Gissuri Filippussyni vélsmið. Bjuggu þau fyrst i Reykjavík. S)ð- ar fluttu þau að Vestdal við Seyð- isfjörð. Þá gekk Gissur í lið með Jóhanni Hanssyni vélsmið á Seyð- isfirði. Unnu þeir um tíma að björgun togara, sem strandað hafði á söndum skammt austan við Fagurhólsmýri í Öræfum. Eft- ir mikinn tilkostað og margvís- legar tilraunir við björgunina, fór þó svo að lokum að þeir urðu að hætta við meira en hálfnað verk. Vann þá Gissur um tíma í vélsmiðjunni hjá Jóhanni á Seyð- isfirði. En ári síðar, eða 20. jan- úar 1921 drukknaði Gissur, er hann var að fara yfir Seyðisfjörð, einn á báti að kvöldlagi. Eftir fráfall Gissurar fluttist Rannveig til Borgarfjarðar eystra og dvaldi þar um sex ára skeið. Flytzt þá aftur til Reykjavíkur með börn sín innan fermingaraldurs. Með atorku, framsýni og dugnaði sá hún sér og börnum sínum far- borða með ýmsu er til féllst. Börn þeirra Rannveigar og Giss- urar, er upp komust, era: Gunnar prentari og verkstjóri í Kassagerð Reykjavíkur, kvæntur Guðnýju Helgadóttur kennslukonu __ og Kristín hjúkrunarkona, gift Árna Halldórssyni lögfræðingi. Síðustu fjögur æviárin dvaldi Rannveig á Elliheimilinu Grund, södd lífdaga. Var það hennar heit- asta ósk að safnast sem fyrst í hóp horfinna ástvina. Hún var tæpra 76 ára, er hún lézt. Rannveig var a_f austfirzkum ættum í báða liðu. í móðurætt var hún komin af Þorláki fvarssyni presti í Heydölum, er gegndi þar prestsstörfum frá 1562—1590, næst á undan Einari prófasti Sig- urðssyni. í föðurætt var hún kom- in af Þórði Pálssyni, er bjó á Geithellum og Reyðará. Þórður var kvæntur Helgu Ketilsdóttur, sem var afkomandi Bjarna Mar- teinssonar, sem er ein af höfuð- ættum Austfirðinga, og sú ættin, er Ættir Austfirðinga hefjast S: Framhald á bls. 22. 15 Athugasemd viö grein um ísl. hunda I Timanum 60 tbl., er ut kom Í3. marz, er grein eftir Harald Antonsson. Hún er inrömmuð með íslenzkum hundi í hægra horni. Greinina nefnir hann: „Er rétt að útrýma íslenzka hunda- kyninu?“ Greinin er læsileg, og sumt rétt, en annað minnir á eitt- hvað, sem misskilning mætti kalla. Eg vona, að það valdi engum skaða, þó gerð sé smáat- hugasemd við greinina. H.A. segir á einum stað: „f Skotl. og Lapplandi sá ég hve mikil not bændur og hirð- ingjar geta haft af skynsömum hundum, og mér kom til hugar, að íslenzkir bændur gætu það einnig, ef þeir kynbættu hunda sína og legðu rækt við að temja þá, því að í íslenzka hundastofn- inum eru eflaust það margir skynsamir og vel skapaðir hund- ar að það sé kleift“. Þetta segir H.A. Er nóg, að hundurinn sé Skyn samur og vel skapáður? Er ekki þörf á eðlishneigð hundsins til þess starfs, sem honum er ætlað að vinna? Eru íslenzku hundarnir okkur mönn unum fremri á þessu sviði, — að geta lært hvað sem vera skal andstætt eðli þeirra? H. A. se-gir á öðrum stað: „líreinræktaðir íslenzkir hundar hafa betri sjón og era þefnæmari en skozkir hundar". Hefur H.A. þekkingu á þessu, eða fer hann með fleypur ann- arra? Haraldur heldur áfram: „Einnig eru íslenzku hundarn- ir betri til að reka upp fé þar sem er leitótt. og við fjármarga rekstra eru þeir duglegri að mjaka sauðfénu áfram, því að þeir gelta.“ Þarna kom það! Hefði ekki verið betra að orða fyrri helming setningarinn ar svona; Einnig eru íslenzku hundarn- ir betri til að aðvara kindur, sem eru í leitóttu landi, svo að þær fái betri tíma til að kom- rst í felur, eða út af smala- svæðinu, svo að gera þurfi auka leitir að þeim. máske án árang- urs. Það getur ekki verið móðgun við málefnið, þótt spurt sé: I. Hver var upphafsástæða að Emstrumálunum, — þau voru dæmi í Hæstarétti á sínum tíma? 2. Hver var fyrsta ástæða að fréttunum um Herdísarvíkur- surtlu, 3. Hver var frumástæða til frétta um kindumar í Hvíting- um og skothriðina að þeim? Haraldur Antonsson er má- ske of ungur til að greina svör við þessu. En hérna eru önnur dæmi, sem hann hlýtur að geta ráðið við; 1. Úr Múlasýslu. Ungir menn fóru í jólaleyfi upp á öræfi og fundu 20 kindur. 2. í Skaptafellss. voru kind- ur að heimtast í janúarlok. 3. Skagfirðingar fengu 12 kindur í hóp af fjöllum í febr úar. 4. Og í syðsta hreppi Dala- sýslu komu sjö kindur af fjöll um nú í aprílmánuði. Hafði þi verið gerð meira en hreppsfé- lagsleg fjallskil á síðastliðnu hausti. Eg vil halda því fram, að flestar þessar kindur hafi heyrt til hunda og manna í haust, en ekki farið í veg fyrir þá. Há- vaðinn hefur heldur fært þær í felur. En landslag og veður- farslegar ástæður hafa gert kindunum kleift að halda lífi og gera síðar vart við sig. Að sögn era þau landsvæði á íslandi, þar sem menn mega ekki hafa hunda með sér í lög- leitum. Ástæðurnar munu vera tvær. Önnur er sú, að það þarf ekki að ætla þeim mat, hin er af þeirri þekkingarástæðu, að hundunum fylgir hávaði — GELT — sem fælir féð svo að slys eða bani hlýzt af fyrir kindur, auk leiðinda fyrir menn ina. Á öðrum landsvæðum eru hundar taldir óþarfir, af því að þar er svo flatlent, að allir leitarmenn eru ríðandi, — jafn vel með 2—3 til reiðar. í án- ingarstað era hundamir til ó- þrifnaðar og enginn tími til að sinna þeim. Ef ekki leitast vel er*það af því að mannskap- urinn er ekki nógur, eða veðr- ið var vont, sbr. „árinni kennir illur ræðari“. Þetta var nú út- úrdúr. Aðalatriðið er, að hundakyn það, sem fluttist til landsins með landnámsmönnum, var ekki fjárhundakyn, heldur veiði- og búhunda. Þrátt fyrir alla þá blóðblönd- un, sem átt hefur sér stað í þúsund ár, heldur hann enn höfuðeinkenniseðli sínu, að gelta og glefsf í hælinn. Hann hefur aldrei verið fjárhundur í þess orðs merkingu, að reka féð í veg fyrir húsbónda sinn eða í þá átt, sem eiganda hans hentar hverju sinni. Eins og hundar nágrannaþjóða okkar, sem öðlazt hafa fjárhundsnafn, og eru sæmilega vanir, gera. En búhundshæfileika átti hann og við það var hann að mörgu leyti góður. Við það starf nutu eðliskostir hans sín. En þegar gripheldar girðingar vora sett- ar umhverfis tún, þvarr nota- gildi búhundsins, — það var ekki þörf fyrir vörzluhæfileika hans. — Þörf mansins fyrir hann sem ferðafélaga fór svo brátt minnkandi, því girðingar, vegir og símalínur gerðu fólki auðveldara að rata á milli bæja. Tryggð íslenzka hundsins var mikil og eðli hans samgróið. Það var því enginn vinlaus, hversu smár sem hann var, ef hann bar gæfu til að unna hund inum sínum. Það þjónar engri menningu að telja eftirsóknarvert það, sem reynslan sýnir, að er skað- Iegt. Bændur eru tekjulægstu þegn ar þjóðfélagsins, mætti því ætla, að þeir, sem unna ein- hverri búskapargrein, vildu ekki velta steini í götu annarr- ar, þótt hún sé þeim ©kki eðlis hugstæð. Það eru árlega stórar fjár- fúlgur, sem íslenzkir sauðfjár- eigendur tapa vegna þess, hve seint og illa féð heimtist á j Framhaio a 12 slðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.