Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.05.1965, Blaðsíða 4
/ 16 TlMJNN MIÐVIKUDAGUR 5. mai 19® SVEIT Röskur 10 ára strákur vill komast til snúninga í sveit í sumar. Meðgjöf að einhverju leyti kæmi til greina. Upplýsingar á afgreiðslu Tímans. Sími 18300 Meistari í rennismíði Meistari í rennismíði sem getur tekið að sér kennslu nema 1 rennismíði óskast. Góð laun. Vélaverkst. Sig. Sveinbjörnssonar h. f. Skúlatúni 6. BRflyn KM32 Hrærivélin • 400 W. MOTOR — 2 SKÁLAR — HNOÐARI — ÞEYTARl • VERÐ INNAN VIÐ 4000 KR. • ÚRVAL AUKATÆKJA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI • BRAUN HRÆRIVÉLIN FÆST í RAFTÆKJA VERZLUNUM f REYKJAVÍK OG VÍÐA UM LAND BRAUN UMBOÐIÐ RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H/F REYKJAVlK Bremsuborbár Á aö greiða niöur ' landbúnaðarvörur? Nú undanfarið hefur mikið ver- ið rætt og ritað um verðuppbæt- ur þær, sem greiddar eru á land- búnaðarvörur, hefur sumum ráð- herrum og ýmsum fleiri orðið ær- ið brjóstþungt í sambandi við þann mikla „styrk,“ sem ríkið greiddi til landbúnaðarins. Ekki ætla ég að ræða þá hlið málsins hér, það hefur verið gert af öðr- um og er engu þar við að bæta. Hitt kom mér í hug að víkja nokkrum orðum að því hver áhrif það mundi hafa, ef þessum nið- urgreiðslum væri hætt, og land- búnaðarvörurnar seldar á því raunverulega verði, sem bændurn ir þurfa að fá fyrir þær. Það segir sig sjálft, að ríkið þarf með einhverju móti að fá það fé, sem til niðurgreiðslnanna þarf. Til þess ei engin önnur leið, en að taka það með einhverju móti af skattþegnunum, fólkinu í landinu, sem og hefur verifS gert gegnum söluskatt o.fl. En mun það þá vera heppilegra að fara þessa krókaleið til að greiða vör- urnar en að borga þær beínt til framleiðenda raunverulegu verði? Ég get ekki séð það. Skal þetta nú athugað nokkru nánar. Efns og tekið er fram hér á undan þarf ríkið með einhverju móti að afla fjár í niðurgreiðsl- urnar. Til þess notar það t.d. sölu- skatt. Talið hefur verið að á hon- um yrðu hálfdánarheimtur, og að allmikið af því sem innheimt væri af fólkinu týndist á leiðinni og kæmist aldrei í ríkiskassann, og par við bætist svo sá kostnað- ur, sem innheimtunni fylgir. Þá er ekki vafi á, að mjög mikill kostnaður er samfara þessu nið- urgreiðslu fyrirkomulagi, sem landsfólkið þarf auðvitað að borga en mundi að sjálfsögðu hverfa, ef þetta kerfi væri lagt niður, og vörurnar seldar á réttu verði. Það er því mín tillaga, að þetta fyrir- komulag verði lagt niður og bænd- urnir verðleggi sjálfir sína vöru á þvi verði, sem þeir þurfa að fá á hverjum tíma til þess að fram leiðslan beri sig. Sjálfsagt væri, að fylgzt væri með verðlaginu af opinberri hálfu, og væri bændum skylt að leggja fram nauðsynieg- ar skýrslur í því sambandi til að fyrirbyggja að þeir yrðu vændir um okur. En trúa mín er, að yrði þetta fyrirkomulag upptekið, mundu bændur leggja sig enn meir fram um að ná hagkvæmni í búrekstri, og framleiða sem ódýr asta og bezta vöru. Ég sé ekki, að þetta fyrirkomu- lag þyrfti að auka dýrtíðina, held- ur raunar þvert á móti hið gagn- stæða. Það sem neytendur þyrftu að borga meira fyrir landbúnaðar- vörurnar, sparaðist aftur á útgjöld um til ríkisins, og rúmlega það, því eins og bent var á hér að framan, fer mikið fé til að halda uppi þessu niðurgreiðslukerfi, auk þess, sem týnist svo í meðför- unum (sölusk.). Líka mundi drag- ast frá vöruverðinu sá hluti, sem bændur borga nú úr sínum vasa í uppbæturnar gegnum söluskatt o.fl. Mér sýnist því, að þessu at- huguðu, að hagkvæmara mundi verða að greiða landbúnaðarvör- urnar réttu verði og afnema allar krókaleiðir í því sambandi. Sennilega yrði þó rétt að halda áfram að greiða uppbætur á út- fluttar landbúnaðarafurðir en láta ekki það, sem á söluverðið kynni að vanta til að bera uppi framleiðslukostnað leggjast á inn anlandssöluna. Væri niðurgreiðsl- um hætt, yrði það bæði óeðlilegt og óréttlátt. Ef horfið væri að því ráði, sem hér hefur verið stungið upp á, mundi að fulíu verða kveðin nið- ur hin leiða deila um það í hverra þágu niðurgreiðslurnar séu. Með þessu fyrirkomulagi yrði línumar hreinar. Er það útaf fyrir sig nokk urt atriði, sem allir ættu að geta fagnað. Stefán Kr. Vigfússon. I rúllum fyrirliggjartdi. ] 3/8’ 1 1/2’ - 1 3'4’’’.— .2’ - 2 1/4 — 2 1/2’ X'3/16v ' 3’ - 3 1/2’ - 4’ - 5’ X 5/lb 4' _ 5’ - X 3/8’ 4’ X 7 16’ 4 X l/2“. Einrug bremsuhnoð gott úrval. , SMYRILL Laugaveqi l/O. Simi 1-22-60. SREB jfeSLAAERI * RANDERS / / RANDERS STALVIRAR HEILDSÖLUBIRGOIR KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRÐ Simi 2-41-20 Fljótlegra aö fara með strætis- vagni til borgarinnar, en aö bíða eftir réttum biðtóni í símanum Nýlega var haldinn aðalfundur Framfarafélags Seláss og Árbæjar bletta F.S.Á. Þar var til umræðu meðal annars hið nýja skipulag hverfisins, sem mun að fullu lok- ið, að minnsta kosti fyrir Árbæj- arbletti, enda framkvæmdir' hafn- ar þar við götulagnir með skólp og vatnslögnum. Einnig er þegar byrjað á byggingum. í þessum hverfum er fyrirhug- að að búi um 7—8 þúsund manns. Vissulega má gera sér vonir um að starfsemi F.S.Á. megi eflast á ókomnum árum í vaxandi byggð- arlagi austan Árbæjar, með sam- vinnu við hina nýju íbúa til áframhaldandi starfa að hagsmuna málum sínum. Einkum á sviði menntamála, tómstunda- og æsku- lýðsstarfs, sem og annarra fram- faramála. Félagsheimilið, sem byggt var fyrir liðlega 10 árum síðan, fyrir gjafafé og í sjálfboðavinnu íbú- anna, sýnir, að máttur s...ntak- anna orkar miklu til jákvæðs fé- lagslífs, og stofnun F.S.Á. hefur stuðlað að ýmsum framfaramál- um okkar. Vinsamleg samskipti félagsins við borgaryfirvöld, hafa verið því i mikill styrkur, og vonandi /erð- I ur framhald á því. Skólastarfsemi hefur verið rek- in í húsi félagsins um árabil, í góðri samvinnu við fræðsluyfir- völd. í húsinu hefur einnig farið fram unglingastarf. svo sem skáta starf, barnastúka, tómstundastarf í samráði við æskulýðsráð, barna- guðsþjónustur séra Bjama Sig- urðssonar sóknarprests og æfingar kirkjukórs Árbæjarkirkju. Ung- mennafélag fékk einnig afnot af húsinu. Félagið sækir fast að fá úthlut- aðri lóð undir byggingu veglegs félagsheimilis, og áhugi er fyrir íþróttastarfsemi og sundlaugar- byggingu. \ Á aðalfundi félagsins voru til umræðu vandamál þeirra félags- manna, sem eru svo óheppnir að hús þeirra lenda utan ramma skipulagsins. Hér var upphaflega leyft að byggja flytjanlega sumarhús ur timbri, 25 fermetra að stærð. Ár- ið 1955 leyfði bæjarráð að byggð væru 65 fermetra hús. Varð það til þess að hér risu varanlegri hús, sem búið var í allt árið. Sum þessara húsa verða nú að hverfa á næstunni, og samþykkti fundurinn að sanngjarnt væri að eigendum þeirra væri greitt fullt brunabótamat fyrir þau. Leit fund urinn svo á að vænta mætti1 skiln- ings ráðamanna borgarinnar á þessum lágmarkskröfum, og því ekki trúáð að vandamáli fólksins sem í hliit á, verði svarað á nei- kvæðan hátt. Félagið hét því þessu fólki aðstoð sinni, eins og öllum meðbræðrum er skylt, og kaus þriggja manna nefnd til sam- ráðs við borgaryfirvöld um úrbæt- ur. Á aðalfundinum skýrði fráfar- andi stjórn frá viðleitni sinni úl að fá símamál hverfarina í -etra horf. Sjálfvirkt samband símans kom hér á síðasta ári, og eftir að hafa verið aðnjótandi hálfs-sjálfvirks sambands um árabil, gerðu not- endur sér vonir um að sjálfvirkt samband við borgina yrði snurðu- lítið. Önnur varð raunin á, varð samband símans svo slæmt, að al- talað var að fljótlegra væri fyrir símnotendur að fara með strætis- vagni til borgarinnar, en að bíða réttrar tóntegundar biðtóns sím- ans, eru þó ferðir strætisvagn- anna strjálar svo ekki sé meira sagt. Boðið var bæjarsímstjóra á sím- notendafund, þar sem hann upp- lýsti ýmsa tæknigalla á apparat- inu, ásamt fleiri erfiðleikum í sambandi við hið flókna kerfi hinnar nýju stöðvar. Kvað bæjar- símstjóri unnið að lagfæringum dag og nótt. Tillaga var samþykkt á sím- notendafundinum að leita ásjár neytendasamtakanna fyrir símnot endur, sem töldu að um svikna þjónustu væri að ræða og því engan veginn hægt að selja fullu verði, eins og forráðamenn sím- ans heimta þó. Liggur sú mála- leitun hjá neytendasamtökunum til úrlausnar. íbúar hverfisins eru undrandi yfir að ekki skuli lagðir stokkar í hinar nýju götur fyrir hitaveitu. Hefur félagið þó skorað á borgar- ráð að hitaveita fyrir húsin sé tekin með í framkvæmdunum. Á því hlýtur að sparast mörg krón- an, þegar svo djúpir skurðir eru Framhald á síðu 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.