Morgunblaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. nóv. 1952 MORG L .\ BLAÐIÐ k 1 «* i ÞAÐ er mín skoðún, að hlutverk útvarpsins í tónlistarmálum sé tvíþætt: Annarvegar að geðjast hlustendum, hins vegar að ala þá upp, m. a. með tónlistarfræðslu og flutningi úrvalstónlistar. Þannig komst Jón Þórarinsson tónskáld m. a. að orði, er Mbl. hitti hann nýlega að máli og ræddi við hann ýmislegt um tón- listarstarfsemi Ríkisútvarpsins á komandi vetri. En hann er eins <og kunnugt er fulltrúi í tónlistar- deild útvarpsins. TALSVERÐUR ÁRANGUR NÁÐST — Ég tel að með starfsemi út- varpsins, heldur Jón Þórarinsson áfram, hafi :ráðst íöluverður ár- angur í þessu. uppeldi., enda þótt tónlistarfræðsla útvarpsins hafi ekki verið eins mikil og æskilegt hefði verið. VeJdur þar um skort- ur á- mönnum og annríki þeirra, sem að þessum rnálum hafa starf- að. Áformað er, að reyna að bæta úr þessu í vetur með því að taka upp skipulega fræðslu um tón- list. Mun dr. Páll ísólfsson, Árni Kristjánsson og ég annast hana. Það er skoðuo mín að blöðin gætu gert mikið gagn með því að vekja athygli á góðum tón- listaratriðum í dagskrá útvarps- ins. Þau gætu jafnvel lagt fram drjúgan skerf til þess að fræða hlustendur um tónlist og ýmisiegt er að hljómlistarstarfsemi lýtur. Af ýmsu má ráða, að tón- listarsmekk almenning hafi -'farið verulega fram á undanförn- um árum. Því er þó ekki að leyna, að raddir þeirra, sem óánægðir eru með tóníistarflutning útvarps ins eru jafnan háværari en við- urkenningarorð hinna, sem ánægðir eru. Mikill hluti hlust- enda viroist enn ekki kunna að meta það sem gert er í þessum efnum. Liggja til þess ýmsar ástæður, bæði það að tónlist nýt- ur sín í möi'gum tilfellum alls ekki, þegar hún er komin til hlust enda gegnum útvarp, Valda því erfið hlustunarskilyrði, léleg við- tæki o. fl. Ennfremur hefur útvarpið ekki ennþá lagt eins traustan grund- vÖll að tónlistarþroska fólksins, með skipulagðri fræðslu og æski- legt er. STOFNUN SYMFÓNÍU- HIjJÓMSVEITARINNAR MERKILEGASTA SPORIÐ Ánnars tel ég að það langsam- ]ega merkilegasta, sem útvarpið hefur gert í þágu tónlistarmál- anna í landinu, sé þátttaka þess og forysta um stofnun symfóníu- \ tó'Eilístarmáfum: uin og þroska þeirra starfsemi >* ar enerkiiegasta sporið Jón Þórarinsson tónskáld. hljómsveitarinnar. Það er fyrst og fremst að þakka ágætum skiln ingi ráðamanna útvarpsins, hversu langt það mál er komið áleiðis. Með þessu hefur útvarpið farið inn á þá braut, að eiga þátt i að gefa hlustendum sínum kost á lifandi flutningi tónlistar. En að allra manna áliti er það frum- skilyrði þess, að almenningur geti haft gagn af grammófóns og útvarpsmúsík, að hann hafi áður haft sem nánust kynni af lifandi tónlist. Með því að leggja sinn skerf fram til stofnunar og starf- semi Synfóníuhljómsveitarinnar hefur útvarpið því ekki aðeins verið að heyja að sér útvarps- efni að hverju sinni, heldur og að skapa skilyrði til þess að hlust- éndur geti notið hvers konar tón- listar sem það flytur. TÓNLISTARFLUTNINGUR EYKST Eins og hlustendum er. kunn- ugt, hefur dagskráin nú verið lengd um eina klukkustund á dag. Með því eykst auðvitað tón- listarflutningur útvarpsins tölu- vert og standa vonir til þess að hlustendúm sé með því gert til hæfis. Symfómuhljómsveitin á hljómleikum í Þjó'ðleikliúsinu. Annars er það mín skoðun, að varlega beri að fara í lengingu dagskrár. Aðaláherzluna beri að leggja á, að vanda sem mest það sem fyrir er. Ég tel yfirleitt að ofnotkun útvarps sé mjög hættu- ieg. Hljómlistin á ekki að vera eins og stöðugur lækjarniður í eyrum hlustenda. Hún má ekki heldur verða of hversdagsleg í • notkun útvarpsins. Helzt ættu menn ekki að hlusta á góða tón- list, nema þegar þeir hafa góðan tíma tii þess og geta gefið sig ó- skiþta að því á meðan. — Ertu þá mótfallinn tónlist á vinnustöðum? — Já, alveg hiklaust, e. t. v. einmitt vegna þess, að ég hef kynnt mér sérstaklega notkun slíkrar tónlistar í Ameríku. — Hvaða áhrif hefur hún haft þar? — Það er að vísu fullyrt af ‘sumum, að vinnuafköst aukizt við notkun tónlistar á vinnustöð- um, en á hinn bóginn fullyrði ég, að þess háttar notkun tónlistar sem deyfilyfs geri menn smátt og smátt ónæma fyrir sannri nautn hennar og jafnframt að þroska- minni einstaklingum. EITTHVAD FYRIR ALLA — Hvað viltu að öðru leyti segja um þátt tónlistarinnar í ( dagskrá útvarpsins í vetur? — Hann verður í aðal atriðum svipaður og verið hefur. Áherzla f verður lögð á það, eins og áður, 1 að hafa þar eitthvað fyrir alla. Hins vegar mega menn ekki i vænta þess, að eingöngu verði I flutt það sem allir vilja heyra. j — Verður aukinn flutningur léttrar hljómlistar og danslaga? — Um það eru ekki beinlínis uppi sérstakar ráðagerðir. Hins- vegar eykst sennilega nokkuð flutningur blandaðrar tónlistar, svipaðrar og hádegisútvarpið flýtur. Sprettur sú aukning af dagskrárlengingunni, scm við minntumst á áðan. SKIPTI ÚTVARPSINS OG SYMFÓNÍUIILJÓMSVEIT- ARINNAR — Hvernig er háttað skiptum útvarpsins og Symfóníuhljóm- sveitarinnar? — Þcgar hljómsveitin tók fyrst til, starfa var það fyrir tilstyrk og forgöngu útvarpsins og í von ufn að styrkir mundu fást til staríseminhár frá ríki og bæ. — Þessir styrkir hafa síðan verið veittir og eru það nú þessir þrír aðilar, útvarpið ríkið og Revkja- víkurbær, sem standá að rekstri hljomsveitarinnar. — Hvað fær svo útvarpið frá hljómsveitinni? — Það hefur rétt til þess að út- varpa öllum opinberum hljóm- leikum hennar án sérstaks end- urgjalds og ber hljómsveitin sjálf allan kostnað af stjórnend- um sínum, einleikurum og ein- söngvurufn, sem fram kunna að l Framhald á bls. 10 Einbýlishús úr timbri er til sölu nú þegar. Tilboð ósk- ast. Húsið er til sýms, þeg- ar óskað er. Nánari uppl. gefur: Tómas Tómasson, hál. Vatnsnesi. -— Sími XJ. Ung, reglusöm óskar eftir stúika ráðskonustöðu Menn, sem eiga móðurlaus börn ganga fyrir. — Þeir, sém vildu sinna þessu, sendí nöfn, heimilisföng, inn á afgr. Mbl. fyrir 11. þ. m., merkt: „Farsæl — 3 55“. F rímerk j asaf narar Hið eftirsótta frímerkjasett Hópflug ítala til sölu. Enn- fremur fleiri fágæt íslenzk frímerki. Læt útlend frí- roerki í skiftum fyrir ís- lenzk. Bjarni Þóroddsson, Blönduhlíð 3. IBUÐ Okkur vantar sem fyrst litla íbúð fyrir einn af starfsmönnum okkar. Æski- legast á hitaveitusvæðinu eða í Austurbænum. Hús- hjálp og leiga eftir sam- komulagi. Upplýsingar: FÁLKINN h.f. Sími 81670. Enska ullar- éfseumsgariiið komið í öllum litum. — Bekkjótt gluggatjaldaefni. Ódýrt kjólntau, margar teg. Nærfatasilki einlit og rósótt. Sportsokkar. Verzl. ÓSK Laugaveg 82. Sími 80025. Báðskonsi óskast út á land. — Tvennt í heimili. Má hafa með sér 1—2 börn. Uppl. á Braga- götu 26, eftir kl. 3, laugar- dag og sunnudag. Tvíbreitt og Laugaveg 1. Sænskur piötuspiiari (Luxor Radio), sem skiftír 12 plötum og innbýggður í spónlagðan kassa, til sölu, ásarnt 60 plötum. Uppl. í Bragga J4'við Sölvhóisgötu kl. 4—6 í dag og á morgun. KYNNING Maður um fertugt í góðri stöðu, en dálítið einmana, óskar eftir að kynnast góðri stúlku, nánari kynning get- ur komið til greina. Þær sem áhuga hefðu á þessu eru beðnar að leggja nafn og heimilisfang, símanúmer og mynd, inn á afgr. Mbl. fyrir mánud.kv., merkt: „Góð staða — 154“. lÍÐHíjisia Kenni 10—14 ára bömum reikning. —- Kristján Halldórssort Njálsg. 87. Heima kl. 5 til 7 e.h. — Í4|érb(irm Amerísk hjón óska eftir barni, ekki eldra en 2ja ára. Tilboð merkt: „Kjörbarn — 162", sendist afgr. Mb). sem fyrst. —- Notað Drengfa*- reiébfóS til sölu i Tjarnargötu 20. ■ Til sýnis eftir kl. 4 í dag. íhtifl óskasf 1—2 herbergi og eldhús. — Þrennt í heimili. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 12. þ.m., merkt: „100—163“. Húsmæður athugið Stúlka getur tekið að sér hreingerningar og þvotta i heimahúsum. Uppl. í síma 81345 á milli kl. 10 og 3 í dag. — Bandaríkjamaður, giftur ísl. konu, óskar eftir íbúð í Keflavík, 1—2 herbergjum og eldhúsi. Má gjarnan vera eitt stórt. herbergi. Uppl. í síma 302, Keflavík. * Verzl. BLANDA Bergstaðastræti 15. BEZT AÐ AUGIASA í MORGUmLAÐim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.