Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur 158. tbl. — Föstudagur 17. júlí 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsina FélagsmáiaráSherrar Norðurlanda Félagsmálaráðlierrar Norðurlandanaa. Talið frá vinstri: land, Noregi, Steingrímur Steinþórsson, Vieno Sinonen, Myndin er íekin í garði Alþingishússins í gaer. Poul Sörensen, Danmörku, Aaslaug Aas- Finnlandi og Gunnar Stráng, Svíþjóð. — — Ljósm.: R. Vignir. I fuidur félugsmúlurúð- rðuriundu hófst hér í gær Fyrsfl fuoiditrmHip sem haldinn er hér á landi I GÆR hófst hér í Reykjavík þrettándi fundur félagsmálaráð- herra Norðurlanda. Var hann settur í sal Neðri deildar Alþingis kl. 2,30 e. h. Sækja hann félagsrnálaráðherrar Noregs, Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og íslands, ásamt allmörgum öðrum fulltrú- um. — Steingrímur Steinþórsson forsætis- og félagsmálaráðherra íslands setti fundinn og bauð þátttakendur hans velkomna. Har.n gat þess að íslendingar hefðu tekið þátt í þessum fundum síðan árið 1945. En þetta væri fyrsti fundurinn sem haldinn væri hér á landi. Ráðherrann lét í lok ræðu sinnar þá ósk í ljósi, að sam- vinna hinna norrænu þjóða á sviði félagsmála mætti fara vaxandi og að þessi fundur stuðlaði að auknu félagslegu öryggi þeirra. Varaforsetar fundarins voru,____________________________________ síðan skipaðir þeir Hjálmar Vil- hjálmsson skrifstofustjóri og . Jónas Guðmundsson fyrrverandi skrif stof ustj óri f élagsmálaráðu- neytisins. DAGSKRÁ FUNDARINS Síðan var gengið til dagskrár. Voru fyrst teknar fyrir greinar- gerðir um félagsmálalöggjöf og félagsmálaþróun á Norðurlönd- um frá því er síðasti félagsmála- ráðherrafundur var haldínn árið 1951. Um það mál tóku þessir menn til máls: Odd G. Eskeland, ríkisritari, Noregi, Aarne Tarasti deildarstj., Finnlandi, Gunnar Strang félags- málaráðherra Svía og Poul Sör- ensen félagsmálaráðherra Dana. Næsta mál á dagskrá var skýrsla um störf norrænu félags- málanefndarinnar síðan síðasti ráðherrafundur var haldinn. —- Framsögumaður um það mál var A. Kringlebotten skrifstofustjóri frá Noregi. í gærkvöldi sátu fulltrúar á fund.lnum kvöldverðarboð hjá fórsætisráðherra. í dag hefst fundur kl. 9,30 fyrir hádegi. vlSf'js að HÆaryrét giftist LUNDCNUM, 16. júlí: — Á að leyfa Margréii prinsessu að giftasi Peter Townsend flug- liðsforingja? spyr stórblaðið Daily Mirror lesendur sína. Margir hafa þegar svarað: 67.987 hafa sagt IÁ 2.235 liafa sagt NEI Blaðið er gefið út í 4% milljón eintaka daglega. — At- kvæðagreiðslunni er ekki lokið. — NTB—Reuter. fyrir Egypia ? íiretar slaka á umferða■ eftirlitinu við Ismailia Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB KAIRÓ 16. júlí. — Yfirmaður brezku hersveitanna í Egyptálandi slakaði í dag nokkuð á umferðatálmunum þeim er Bretar settu við Ismailia. En þessar umferðatálmanir voru settar upp í s.l. viku eftir að brezkur flugforingi hafði horfið í borginni. — Brezka sendiráðið tilkynnti fyrst að öllum umferðatálmunum hefði verið rutt úr vegi, en síðar kom tilkynning um, að aðeins hefði verið um nokkra tilslökun að ræða. KRAFA EGYPTA Egypzka stjórnin krafðist þess á miðvikudaginn, að Bretar afléttu öllu eftirliti með umferð til og frá borginni, og kváðust Egyptar eng an þátt taka í leit að hinum týnda brezka flugforingja fyrr en svo hefði verið gert. SIGUR FYRIR EGYPTA í Kairó líta menn á til- slökun umferðaeftirlitsins sem nýjan sigur Egypta í deilunni við Breta. ÓVINSÆLL MAÐUR iSérstakur sendimaður brezku stjórnarinnar er nú í Kairó. Flaug hann í dag til Suezsvæð’sins til viðræðna við torezku herstjórnina þar. Maður þessi, Robert Hankey að nafni, verður mjög fyrir barð- inu á æsingablöðum Egypta, sem skella allri sök atburðanna við Ismailia á hann. SIR BRIAN ROBERTSSON KEMUR AFTUR Fréttir frá Lundúnum herma að Sir Brian Robertsson, sá er stjórnaði sáttanefnd þeirri er ræddi við Egypta á dögunum, muni aftur verða sendur til Kairo innan skamms,-til að reyna að lægja óánægjuöldu þá er aftur er risin gegn Bretum í Egypta- landi. — Brezka stjórnin mun ræða Egyptalandsmálin á sérstök- um fundi í þessari viku. Blóðagir bardagar Kínaströndum Þjéðernissinnar styrkja aðslöðu sína TAIPEK, 16. júlí. — Fregnir frá Formosu herma að hersveitir Þjóðernissinna sem aðsetur hafa haft á Quemoy-eyju, hafi í dag tekizt með skyndiárás að ná á sitt vald Tungshan-eyju. Quemoy-eyja er útvirki Þjóðernissinna, og ekki nema um 5 km undan Fukien-strönd meginlandsins. BLÓÐUGIR BARDAGAR Til mikilla og blóðugra á- Herstjórn Rauða hersins lofar fullum staðningi við Mnlenkov LUNDÚNUM 16. júlí. — Æðsta stjórn landvarna- og hermála í Rússlandi hélt fund í dag. Á fundi þessum játuðu allir sem með stjórn þessara mála fara Malenkov tryggð og vináttu. Þeir lýstu yfir , íullkomnu samþykki sínu við ákæru Malenkovs á hendur Bería. í heljarmikilli ályktun lofa þeir í auðmýkt fullum stuðningi Rauða hersins við kommúnista- flokkinn og stjórn Malenkovs. - 02 embættisbrottrekstrar halda áfram U Jafnframt falla menn úr emhættum sínum jafnt og þétt. Er nú sýnt, að reka á alla þá menn úr em- bætti, sem komizt hafa til valda fyrir tilstuðlan Berías. — í gær var innanríkisráðherra Georgín „sópað“, — í dag var innanríkisráðherra Ukraína brottrekinn úr embætti sínu. Bændauppþot í Kína HONG KONG: — Kommúnista- blöðin í Kína hafa viðurkennt, að komið hafi til óeirða í fimm þorp- um í Kwantpnghéraði. Utvarpið í Kiev tilkynnti í deg að Pavel Masjik, innan- ríkisráðherra Ukraníu, hafi verið vikið úr embætti. Var tilkynningin lesin upp 24 stundum eftir af Tiflisútvarp- ið hafði tilkynnt „brottrckst- ur“ Dekanozov, innanríkisráð herra Georgíuríkis (Sjá blað- ið í gær). ★ Kievútvarpið sagði ekkert um það, af hverju Masjik væri rekinn. Nafn hans var ekki nefnt, en þess getið að annar hefði tekið við embætti innanríkisráðherra. Er það Stromkatsj, sem var innan- ríkisráðherra þar til Stalin lézt. •jr Dómsmálaráðherra Austur- Þýzkalands, Max Fechner, var brottrækur gerr úv em- bætti í dag. Var honum á þann hátt þakkað 7 ára starf í kommúnistaflokkinum, en hann var jafnaðarmaður þar til 1946. Næstum á sama tima kom til- kynning frá Eistlandi. Var liún stuttorð — en sagði þó að dómsmálaráðherra Eist- lands hefði verið vikið úr embætti sínu. taka koni á Tundshan-eyju og stóðu þeir í nokkrar klukku- stundir. — Tungsameyja er 2 km. sunnar út af ströndinni. 1200 HAFA FAI.LID Á síðustu mánuðum hafa Þjóð- ernissinnar verið að smátaka ýms ar eyjar út af meginlandi Kína. í þessum bardögum hafa þeir fellt um 1200 kommúnistahermenn. HEILSTEYPT VARNARLÍNA í ráði er að bandarískur herfor- ingi fari til Formósu og skipuleggi her þjóðernissinna. Er sú skipu- lagning talin i sambandi við þá á- kvörðun Bandaríkjanna að koma upp eða aðstoða við að koma upp heilsteyptri varnarlínu frá Japan til Filipseyja. 73 hafa látizf úr taugaveikfl STOKKHÓLMI, 16. júlí: — Á síS asta sólarhring hafa verið til- kynnt um 133 ný tilfelli tauga- veikisbróður. Á þessum sama sól- arhring létust 3 af veikinni. Frá því að veikinnar var fyrst vart hafa 73 látist af henni. NTB BRETAR FLYTJA INN KOL LONDON, 13. júlí — Geoffrey Lloyd, endsneytismálaráðherra, sagði að ákveðið væri að flytja allmikið af kolum til Bretlands frá, Vestur-Evrópu, Er það til að auka birgðirnar í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.