Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 12
12 MORGUtX BLAÐIÐ Föstudagur 17. júll 1953 — Aldarminning Framhald af bls 11 aði hana þá rúma þrjá mánuði á 95 ára aldur. Með þessu var Jok- ið löngum og giftudrjúgum starfsdegi, þar sem unnið var í kyrrþey að koma á legg myndar- legum hópi barna. Eins og ég gat um hér að fram- an, komust átta börn þeirra upp. Vil ég að endingu geta þeirra ; aldursröð. Sverrir er elztur, f. 1878. Hef ég getið hans áður. Hann býr enn á Kaldrananesi ásamt konu sinni. Komust þrjú börn þeirra til fullorðinsára. Guðrún, f. 1880. Dvaldist hún alla ævi með foreldrum sínum og bróður á Kaldrananesi og gift ist ekki. Lézt hún 1939. Sunnefa, f. 1884. Hún varð eft ir í Meðallandi, þegar foreldrar hennar fluttust út í Mýrdal. Átti hún Árna Jónsson frá Bakka- koti í Meðallandi, og bjuggu þau í Efri-Ey. Lézt Árni fyrir nokkr- um árum. Þau eignuðust fimm börn, og dvelst Sunnefa í skjóli sona sinna, er búa í Efri-Ey. Jón, f. 1886, rafvirkjameistari í Reykjavík. Er hann kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Giljum í Mýrdal, og eiga þau einn upp- kominn son. Eiríkur, f. 1887, rafvirkjameist- ari 1 Reykjavík. Kona hans er Rannveig Jónsdóttir frá Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri. Þau eiga fjögur börn uppkomin. Sveinbjörg, f. 1889. Hún gift- ist Eiríki Jónssyni, bróður Árna, manns Sunnefu. Áttu þau lengi heima í Sandgerði, en síðast í Norðurkoti á Miðnesi. Komust tíu börn þeirra til fullorðinsára. Eiríkur er látinn fyrir allmörg- um árum, og býr Sveinbjörg nú með börnum sínum í Keflavík. Ormur, f. 1891, rafvirkjameist- ari í Borgarnesi. Hann er kvænt- ur Helgu Kristmundsdóttur frá Vestmannaeyjum. Eiga þau tólf börn, sem flest eru uppkomin. Ólafur, f. 1893. Hann var kvæntur Guðrúnu Jakobsdóttur frá Skammadalshól I Mýrdal, en missti hana eftir fárra ára sam- búð. Eignuðust þau þrjú börn. Lengst bjó Ólafur í Höfnum suður, en nú býr hann hjá dótt- ur sinni og tengdasyni í Kefla- vík. Ég hefði gjarnan kosið að segja hér enn rækilegar frá þeim Guð- rúnu og Ormi, því að þau eiga 1 vissulega skilið, að minning þeirra geymist með niðjunum. En hér á þessum stað verð ég að láta nægja það, sem ég hef þeg- ar sagt, enda var það ekki heldur í anda þeirra heiðurshjóna að láta mikið yfir sér eða auglýsa verk sín. J. A. J. Sigríður Sigurðardóttir frá Neðranesi - Minning HÚN VAR FÆDD að Dýrastöð- um í Norðurárdal 29. sept. 1877, dóttir hjónanna Sigurðar bónda Þorsteinssonar og konu hans, Þór- dísar Þorbjarnardóttur frá Helga vatni. Þorsteinn Sigurðsson afi hennar bjó á Glitsstöðum og höfðu þeir kynsmenn búið um Borgarfjörð um skeið, en ætt þeirra var runnin úr Dölum vestra. Sigurður á Dýrsstöðum dó ungur, en Þórdís lifði til hárr- ar elli og bjó síðar með seinni manni sínum, Þorsteini Eiríks- syni, langa hríð í Neðranesi í Staf holtstungum. Dvaldizt Sigurður þar með þeim og löngum siðar. Á unga aldri gekk Sigríður á hússtjórnarskóla. Einnig lærði hún fatasaum. Varð hún vel mennt uð í þeim greinum og umfram það, er venja var þar í sveitum. Varð hún því eftirsótt til slíkra starfa um héraðið. Lagði hún því fyrir sig saumaskap og var líka títt fengin til þess að standa fyrir veizlum. Hafði hún víðtæk kynni um héraðið og fór víða til starfa, en átti jafnan heimili í Neðra- nesi. — Sigríður var dugmikil og sköru leg í störfum, úrræðagóð, forsjál og fylgin sér. Þeim er nú farið að fækka, sem nutu starfa henn- ar heima í Borgarfirði á mann- dómsárunum. En enn eru þó ýms- stóran og tryggan hóp kunningja og vina. En oft fer það svo, að störf sem unnfn hafa verið af al- þýðu manna fyrr á tímum, er starfsskilyrði voru erfiðari og hættir allir fátækilegri en nú er orðið, njóti sín ekki sem skyldi, er borin eru saman við samkynja störf nú. Þannig eru vetrarferðir Sigríðar til starfa sinna um sveit- ir Borgarfjarðar, áður en sam- göngur gerðust þar greiðar, efni í ærna sögu, sem starfssystur hennar nú á tímum ekki hafa af að segja. Og fyrirhyggja hennar - V.-Þýzkaland Framh. af bls. 7 kosningar, að fylgi þeirra hefur stöðugt dvínáð eða bráðnað nið- ur eins og ísmoli í funa. Það er ólíklegt að dyr þinghússins standi framar opnar þeirra þing- mönnum. Engu er hægt að spá um end- anleg úrslit kosninganna, nema því að það verður annaðhvort, kristilegi flokkurinn eða sósíal- ■ demókratar sem halda um stjórn artaumana næstu fjögur árin. j dpa. Alltaf er það LILLU-súkkulaði, asem líkar bezt. - Úr daglega lífinu Framhald af bls. 8. PETER TOWNSEND — „sem gæddur er óvenjulegum stjórn endahæfileikum, ákvörðunarhæfni og hugrekki og er reiðubúinn að hætta sínu eigin lífi...eins og segir í skjalinu er fylgdi heiðurs peningnum, er hann fékk fyrir afrek unnin í flughernum — er maður sem ung stúlka eins og Margrét prinsessa getur verið stolt af að elska, og sem tigin fjölskyida gæti verið sæmd af að eiga fyrir tengdason. Og stað- reynd er að bæði prinsessunni drottningarmóðurinni og drottn- ingunni þykir vænt um Peter Townsend hefur verið kvæntur. Hann fékk skilnað fyrir ári síð an, og sannaðist á konu hans að hafa verið honum ótrú. Townsend var því dæmdur foreldrarétturinn fyrir tveimur sonum þeirra hjóna — og sannar það kannski bezt hjá hvorum aðiljanum orsök skilnað- arins lá. En samt er það þetta atriði sem brezka ríkisstjórnin og brezka kirkjan telja svo þýðingar mikið, að þau heimila ekki hjú- skap Townsend og prinsessunnar. Og því verður prinsessan nú að ferðast „ein“ um Afríku, meðan Peter Townsend pakkar niður pjönkum sínum og býr sig til Belgíufarar. Sá ástarleikur, sem til varð að baki múra konungs- hallarinnar brezku er „sprunginn út“ — í stórum blaðafyrirsögnum og skiptu almenningsáliti. (Þýtt og endursagt). — A. St. ir er þau muna. Hún átti líka og úrræði þar sem aðdrættir voru ónógir og af skyndingu þurfti úr að bæta, hlutu þar þjálfun, sem nú er fátíðari orðin í þeirn verka- hring. Eftir lát móður sinnar fluttist Sigríður hingað til bæjarins. — Starfaði hún hér lengst af að saumum. Einnig stundaði hún hér ráðskonustörf. Síðustu árin dvald izt hún á Elliheimilinu Grund, nú að síðustu við mjög hnignandi heilsu. 'Sigríður andaðist 11. þ.m. úr heilablóðfalli. Eigur sínar ánafn- aði hún Elliheimilinu. — Útför 'hennar fer fram í dag frá Foss- vogskirkju. R. J. ísland minnir mig helzt á Dolivíu og Wyoming Varaforsefi Alþjóða iandfræðifélagsins á ferð hér Krossnefur á Raufarhöfn RAUFARHÖFN 13. júlí; — Um síðastliðin mánaðamót sá ég hér á Raufarhöfn 4 smáfugla sem ég kannaðist ekki við, þeir voru græn-gulleitir á lit á stærð við steindepil. Þeir voru gæfir en flugu ofan í skurð þegar ég fór að færa mig nær þeim. Álengdar sýndist mér þetta vera hænu- ungar, vegna litarins, en við at- hugun sá ég að svo var ekki. Hafði ég orð á því við menn sem ég mætti hvort þetta gætu verið þrastar ungar. En eftir lýsingu í Morgunblað- inu sé ég að þetta hafa verið Krossnefjar, þó ég veitti ekki nefinu á þeim sérstaka athygli. — Einar ÞEIM útlendingum, sem leggja leið sína til Islands fer stöðugt fjölgandi. Við búum ekki lengur einangruð frá öðrum þjóðum en erum komin í miðja hringiðu heimsins. Einn þeirra erlendu manna, sem lagt hafa leið sína hingað til lands er fyrrum forseti og nú- verandi varaforseti Alþjóða Landfræðifélagsins (Internation- al Geographical Union), George B. Cressey, próf. í landafræði við Syracuse háskólann í Banda- ríkjunum. Fréttamaður blaðsins skrapp til hans á Hótel Borg s.l. þriðjudag og var prófessor Cressey þá nýkominn frá Gull- fossi og Geysi, hafði fengið ágæt- is veður í þeirri ferð. 61. LANDIÐ, SEM HANN HEIMSÆKIR — Hafið þér verið lengi á ís- landi? — Nei, ég er búinn að vera hér aðeins í þrjá daga. — Er það ekki rétt, að þetta sé 61. landið, sem þér heim- sækið? — Jú, þau eru nú orðin svo mörg löndin, sem ég hef heim- sótt. — Hvernig kemur yður landið fyrir? — Alveg prýðilega. Mér finnst það einhvern veginn svo svipað Boliviu og Wyoming. Fjöllin hér og í Boliviu, finnst mér svo svipuð. Fegurð þeirra, hæð og snjóhettan efst á þeim er alveg töfrandi. Og ég get sagt, að ferð mín til íslands er einn mesti viðburð- ur ævi minnar. — Voru nokkrar sérstakar ástæður fyrir komu yðar til ís- lands? ‘ — Nei, ég hef verið á fundum í Evrópu, og var á heimleið en langaði til að kynnast íslandi. Vænti ég þess að fá tækifæri til að koma hingað aftur með konu og börn. og sjá þá staði, sem mér auðnaðist ekki að heim- sækja nú. SVISS FEGURSTA LAND HEIMSINS — Hvað teljið þér fegursta landið, sem þér hafið heimsótt? — Það er nú erfitt að svara því. Fyrst verður maður að gera sér grein fyrir því, hvað maður kallar fagurt. Þó má e.t.v. segja að fegursta land heimsins sé Svissland með yndislegu fjöllin sín. Einnig þykir mér eyðimerk- ur Mongoliu fagrar. Og ekki vil ég draga úr því, að fegurð ís- lands er mjög sérstað. Hún er frábrugðin fegurð Sviss og Hol- lands. STÚLKURNAR FALLEGAR Á ÍSLANDI — Hvað viljið þér segja mér um þjóðina. Hvað finnst yður sérstakt við hana miðað við aðr- ar þjóðir. — Fram til þess, að ég kom til ( íslands fundust mér finnsku 1 stúlkurnar fallegustu stúlkur í heimi. Nú finnst mér erfitt að dæma á milli, því mér þykja stúlkurnar hérna svo ljómandi fallegar. — Er nokkuð sérstakt, sem þér vilduð segja lesendum frá. — Það, sem ég hef lagt höfuð- áherzlu á í ferð minni hér, er athugun á vandamálum landbún- aðarins og þróun hans. Því að ég og margir aðrir landfræðingar athuga nú frjósemi landa og hvernig jarðvegurinn er hagnýtt ur og hvaða kostum hann er bú- inn. Næstum hver þjóð hefur nú fullræktað land sitt. íslendingar geta ræktað miklu meira. íbúar heimsins eru orðnir um 2,4 billjónir og þeim fjölgar um 25 milljónir á ári eða um 60 þús. á klukkustund. Það er því brýn nauðsyn, að nýta allt ræktanlegt land sem bezt. Við þurfum að fá meiri mat af hverjum hektara og meiri mjólk úr hverri kú. Útflutningur íslendinga er fá- breyttur. Þeir verða að gefa land búnaðinum meiri gaum. Og einn- ig þarf að vinna að því, að fleiri ferðamenn leggi leið sína um landið. — Þér minntust á ferðamenn. Hvað segið þér um hótelin okk- ar og kostnaðinn? — Þessu get ég svarað þannig, að ísland er eitt hreinasta land, sem ég hef heimsótt. Allt er svo hreint, hótelin og hvaða smábúð, sem maður fer inn í. Kostnaðuf- inn er vissulega mikill. En ekk- ert meiri en annars staðar, síður en svo. Og hvað er ekki dýrt hér í heimi? Og nú hefur hinn víðförli, ljúf- mannlegi vinur okkar ekki fleira að segja. Hann fór heim á leið í gærdag. S. P. — Afhafnamenn Framhald af bls. 9. ar á þeim hið fyrsta. Það þarf að lengja bryggjuna um minnst 100 metra frarri og mynda síðan höfn með annarri bryggju, sem myndaði nítíu gráðu horn við enda framlengingarinnar. Að því búnu þyrfti að dýpka það mik- ið fyrir innan, að bátar gætu leg- ið þar og athafnað sig í hvaða veðri sem er. Þegar slík skilyrði væru sköp- uð losnuðu sjómenn á staðnum við þau óþægindi og erfiðleika að leggja bátum sínum við legu- færi í vondum veðrum, en það hafa þeir þurft að gera til þessa. Við slítum samtali okkar. Garð- ar heldur úr höfn um sjöleytið og stefnir skipi sínu í norðurátt. Meðal skipverjanna er sjö ára gamall sonur hans, sem ætlar að taka þátt í glímu hinna eldri við „silfur hafsins" í sumar. Við ósk- um Garðari og áhöfn hans góðs gengis og mikils afla fyrir norð- an í sumar. G. H. G. M A R K tl S Eftir Ed Dodd <^«-5 1 1-cEL tXiTŒt;! PJN}<< r MAVEN'T EATEN ANV- T&, VV30SIS WiTH .... 'ÆAf* • y cri v - :■ t , : V t A' - i !) ~ Morgunblaðið verður erfiðari viðfangs með er stærsta og fjölbreyttasta hverjum deginum, sem líður. blað landsins. 2) — Annars hafa Indíánarnir Þessi bölvaði farangur^ aldrei fyrr sýnt mér annað eins tómlæti og í þetta skipti. Jæja, en ég verð þrátt fyrir allt kom- V inn til minnar elskulegu Val- borgar annað kvöld. 3) — Ég er eitthvað svo illa á mig kominn. Ekki getur það þó stafað af mataræðinu, því að ég hef ekki borðað annað en vant er. 4) — Hver fjárinn er hlaupinn í mjöðmina á mér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.