Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUDIBLAtílÐ Föstudagur 17. júlí 1953 Verndum fögur örnefni og spornum við Á SÍÐASTA alþingi voru sett lög (nr. 35, 18. febr. 1953) um bæjanöfn og fleira. Þessi lög eru uppsuða úr bæjarnafnalögunum frá 1937 og eru þau reyndar urn fátt merkileg. Aðalatriðið er það, að ekki má taka upp nafn á ný- býli né breyta um nafn á eldra býli nema fá til þess samþykki nefndar í Reykjavík. Þó ma valdsmaður á hverjum stað úr- skurða um nafn á húsi í þorpi eða kaupstað, hvort hæfilegt sé, áður en þinglýst er, og sýnist mér að sami háttur hefði mátt gilda um upptekt á nöfnum ný- býla. En málið er nú ekki öld- ungis svo einfalt. Örnefnanefnd situr að völdum í Reykjavík, sem virðist taka starf sitt mjög há- tíðlega. Verða menn oft að berj- ast við hana langtímum saman áður en hún veitir sitt náðarsam- legt leyfi til nafngiftar. Þetta er enn hlægilegra en hvað það er vitlaust. — Því að frá landnámsöld hef ir það tíðkast, að menn væru látnir sjálfráðir um að gefa örnefni þeim bólum, sem þeir byggðu, og verður hvorki sagt, að það hafi illa tekizt né að það hafi vandræðum valdið. Getur það og naumast kallast of- rausn. þó að mönnum sé gert frjálst að skíra bæ sinn. En nú er svo komið, að ríkis- valdið vill hafa vit fyrir okkur í öllum hlutum og skipar nefndir til að setja hvern mann á kopp- inn eins og óvita fram eftir öll- um aldri. Ætti þjóðin að hafa mannrænu í sér að mótmæla slíkum ófögnuði áður en hver maður er gerður ómyndugur í þjóðfélaginu með heimskulegri afskiptasemi og ofstjórn. GÖMIJL, FÖGUR ÖRNEFNI Mörg gömul örnefni eru svo fögur og sérkennileg, að óhætt má fullyrða, að aldrei hefðu þau getað orðið til í höfðinu á nokk- urri örnefnanefnd, hvað þá að slík samkunda hefði nokkru sinni látið sér til hugar koma að leyfa þau. Nægir að benda á ör- nefni eins og: Skjálfandi, Skugga björg, Ljósavatn, Dynskógar, Alviðra, Glæsibær, Árkvörn, Kaldrani, o. s. frv. til að sýna, að þjóðin hefir fram til síðustu tima verið fyllilega þeim vanda vaxin að skapa falleg örnefni án nefndarstuðnir^gs, enda sé ég ekki, að það sé mikið hættulegra að leyfa mönnum að ráða nöfn- um á býlum sínum heldur en börnum sínum. Að vísu eru til lög um, að ekki megi skíra hérlenda menn út- lendum nöfnum eða skrípanöfn- um, en nægilegt þykir að láta presta hafa eftirlit með þessu, og lík regla hefði átt að gilda um skrásetningu örnefna. Má það vel vera, að æskilegt sé vegna póst- sendinga, að ekki sé samnefnd býli innan sama sýslufélags. En það ætti vel að geta dugað, að sýslumenn á hverjum stað litu eftir þessu, áður en nafni á býl- inu væri þinglýst, og ætti þá að vera nóg að setja um þetta ein- faldar reglur. BÆJANAFNALÖGIN FÁRÁNLEG En bæjanafnalögin, fram- kvæmd þeirra og þær reglur, sem örnefnanefndin hefir sett ( sér, virðist mér allt hið fárán-1 legasta. Hefi ég nokkra reynslu af þessu, því að fyrir tveim ár- ! um var ég beðinn að finna gott heiti á nýbýli í mínu presta- kalli. Ég hélt fljótt á litið, að þetta mundi ekki vera neitt sér- legt vandaverk. En það reynd- ist á aðra lund. Ég átti í ströng- ustu bréfaviðskiptum við örnefna nefnd í heilt ár og gerði fjölda-1 margar tillögur. En ekki var ! nefndin fyrr komin saman á ’ fund en hún stráfelldi þær allar , fyrir mér. Að lokum uppgafst ég alveg við einstrengingshátt nefndarinnar og féll fyrir henni við lítinn orðstír, en ekkert nafn fannst á nýbýlið, sem nefndin gat sætt sig við, annað en skíra það eftir jörðinni, sem það var að þau afbakist Sr. Benjamín Kristjánsson gerir nokkrar athugasemdir viU störf örnefnanefndar byggt úr með sem flatrímuðust- um hætti, og mátti það svo sem vel vera, eins og þegar afkvæmi kattar er nefnt kettlingur. AUKA ÆTTI FEGURÐ OG TILBREYTNI Þær reglur, sem nefndin set- ur, virðast að minnsta kosti ekki stuðla að því að auka fegurð og fjölbreytni örnefnanna, og mein- illa er henni við, að í örnefnum komi nokkurt ímyndunarafl til greina. Aðalreglan, sem nefndin virðist fylgja, er að skírt sé eftir staðháttum og má þá gjarna nota nafn mannsins, sem fyrstur byggði fyrir forlið heitisins svo fremi að ekki sé samnefnt í nánd. Annars vill nefndin einkum láta skíra eftir hól eða bakka, hlíð eða tungu, melum eða holtum, skóg eða læk og svo framvegis, nöfn sem alls staðar eru í hverju byggðarlagi, stundum mörg fyrir, svo að ekki verður frumleikinn mikill. Þó má alls ekki skíra skóg eða lund, ef á þeim stað hefir ekki skógur staðið frá land- námsöld. Enda þótt sá, sem ný- býlið byggir, planti mörg þúsund trjám í kring um það þegar á fyrsta ári gerir það enga stoð, fremur en tillit sé tekið til þess, sem Ari segir, að í fornöld hafi landið allt verið viði vaxið milli fjalls og fjÖru. Ekki má heldur nefna býli velli eða akur, þó að gert sé umhverfis það strax í upphafi 50 dagslátta rennislétt tún eða ræktaðar séu þar fleiri hundruð tunnur af kartöflum, ef þar hefir ekki verið fyrir slétt flöt eða akurstæði fornt. Enn fremur er óleyfilegt að skíra ný- býli t. d. Fagrafoss, þótt foss sé nálægt óg hann fagur að almanna rómi, ef sá foss hefir aldrei heit- ið svo. FORN OG FÖGUR IIEITI Það sem mestum ágreiningi olli milli mín og nefndarinnar var, að ég gerði einkum tillögur um ýmis forn og fögur heiti, sem mér þótti fara vel á, að endur- nýjuð yrði í nafngiftum nútím- ans. En svo er að sjá, að nefnd- in telji það eitt meginviðfangs- efni sitt að sporna við þessu, og er þetta ein klausan úr reglum hennar: „Eftirtaldir flokkar nýbýla eru ekki leyfðir ....: Nöfn úr goða- fræði, svo sem Ásgarður, Bald- ursheimur, Fensalir, Þrúðvang- ur; nöfn á kunnum stöðum eða fornfrægum og landskunnum höfuðbólum hér á landi, svo sem: Ásbyrgi, Lögberg, Þingvellir, Bræðratunga, Helgafell, Keldur, Melstaðir; nöfn á kaupstöðum eða kauptúnum hér á landi eða erlendum borgum eða landshlut,- um, svo sem Eyrarbakki, Túns- berg, Uppsalir, Gautland, o. s. frv:“ SAMNORRÆN HEITI Um hið síðast talda er það að, segja, að vitanlega fer það illa' að skíra eftir erlendum borgum eða landshlutum, þar sem nafnið samræmist ekki íslenzkri tungu. En allt öðru máli er að gegna um samnorræn heiti, sem bæði eru fögur og mikillar merkingar og laga sig alveg eftir eðli tungunn- ar, ein og t. d. Uppsalir. Til hvers er að banna slíkt heiti þegar til munu vera milli 15 og 20 lögbýli. hér á landi með því nafni og sum J þessi heiti eru frá landnámsöld? I Sama er að segja um bæjanöfn eins og Sigtún og Baldursheim- ur. Túnsberg mun aftur á móti ekki vera til hér, en jafngóð ís- lenzka væri það sem norska og sé ég ekki hvað mælt gæti á móti því að skíra nýbýli þessu nafni, ef það samræmdist stað- ' háttum. Enginn mundi rugla því saman við Túnsberg í Noregi I fremur en nokkur blandar Litla- I hamri í Eyjafirði saman við Lillehammer þar í landi. Og ef vér tökum svo nöfn á sumum þessum höfuðbólum eins og Hó'- ar t. d., þá er það kunnugt, að býli með því nafni eru til svo að segja í hverri sveit á íslandi og munar þá ekki miklu, þó að einu sé bætt við. Hvaða goðgá ætti það þá heldur að vera að skíra t. d.: Keldur, víðar en á þrem stöðum þar sem keldur eru um allt landið engu síður en hólar? I þessu finn ég enga brú, enda getur hvaða staður sem er orðið frægur sögustaður, þegar tímar líða, og verður þá ekki með neinu móti hægt að leggja nið- ur samnefnda bæi fremur en þetta er gert nú. GOÐSAGNAHEITIN Loks eru það goðsagnaheitin. Þau eru yfirleitt hin fegurstu, sem til eru í tungunni, enda hafa um þau fjallað skáld og snilling- ar. Þessi heiti mega nú ekki framar heyrast. Þau má með engu móti endurnýja og tengja þannig saman fortíð og nútíð að gera þau lifandi í tímanum. Hver er ástæðan? Helzt virtist mér það vaka fyrir nefndinni, að það væri eins konar vanhelgun að grípa til þessara heita. Sem nöfn á bústöðum lifandi manna séu þau annað hvort of stórfengleg eða tilgerðarleg. Skárri er það nú guðræknin! Ekkert er ég að setja út á það í sjálfu sér, þó að nefnd- in blóti heiðin goð á þennan hátt, heldur hiti að guðhræðslan kem- ur í ljós með öfugum hætti eins og oft vill verða. Mér finnst, að í þessari afstöðu nefndarinnar komi fram svo herfilegur mis- skilningur áð mótmæla verði, og þess vegna eru þessar línur skrifaðar. Fyrst og fremst nær þessi kredda engum tilgangi. Fjöldi býla og einstakra húsa hafði ver- ið skírður þessum goðsagnaheit- um áður en nefndin tók til starfa og þeim hefir verið dreift víðs vegar um Vesturheim, þar sem þau munu skarta um aldir, eftir að allir eru hættir að skilja þau. Og aldrei verða þessi nöfn bönn- uð eða niður lögð. Hvaða til- gangi nær það þá að fara að banna þessi heiti nú meðal þeirr- ar þjóðar, sem skilur þau og elskar þau? Tökum eitt dæmi: Það hefir ef til vill ekki þótt spámannlegt, þegar Knútur Zimsen var að byggja hús í aug- lýsingaskyni úr Mjölnissteini fyrir nærfellt fimmtíu árum síð- an, að þá kallaði hann það Gimli. En svo hét sælustaður úrvaldra í hinum forna átrúnaði vorum: Þar skulu dyggvar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. Nú býr þarna sjálfur biskupinn yfir íslandi, æðsti maður hinna andlegu mála, og er það vissu- lega harla skemmtilegt að bisk- upssetur íslands skuli heita þessu fagra og þaulvígða nafni úr eld- fornum átrúnaði þjóðarinnar. VARÐVEITUM SAGNAARFINN Einar Benediktsson kallar þjóð vora einhvers staðar Eddunnar börn, og þá ættum vér bezt skilið það heiti, ef vér varðveitum sagnaarfinn sem bezt. En það gerum vér ekki með því að fela hann í bókum, sem færri og færri lesa, heldur með því að dreifa gulli hans sem víðast út í hið lif- anda líf þjóðarinnar nú í dag. I augum erlendra fræðimanna, sem þekkja þessar sagnir, væri það einmitt merkilegt, ef hin fornu og fögru heiti fyndust enn á hverju strái vor á meðal, og sýndi það gleggst, að menning- arþráðurinn hefir aldrei slitnað frá forneskju. Það er stórkostlegur misskiln- ingur að slíkar nafngiftir séu nokkur goðgá og að það sé á einhvern hátt óviðeigandi að skíra bústaði manna eftir bú- stöðum goða. Um langan aldur hafa menn verið skírðir: Óðinn, Baldur, Þór og Freyr, og engum dottið í hug að hneykslast á því. Á sama hátt hafa konur heitið: Freyja, Gerður og Nanna. Jafn- vel frá fornu fari hafa forliðir mannanafna verið goðanöfn eins og Þorsteinn, Þorbjörg, Freydís, Freygerður o. s. frv., eða seinni liðurinn eins og t. d. Hafþór. og Geirþór. Og í nútímamáli eru menn ekkert feimnir við að skíra Guðmund, Kristbjörn, Kristfinn, Kristgeir, Kristleif, Kristmann o. s. frv. Þessi siður tíðkast með öllum þjóðum að skíra börn guða nöfnum og þar með helga þau guðnum. Hefir engum þótt þetta óviðeigandi né nokkur guð verið talinn niðurlægður með því móti. Hví skyldi það þá vera einhver goðgá að skíra býli eftir bústöð- um goða og taka þannig upp hinn mikla og fagra örnefnaauð goðsagnanna? — Mér finnst það þvert á móti vera synd að láta svo falleg nöfn geymast og gleymast í fornsögum einurn. Hér er reyndar aðeins um að ræða orðsmíð frábærlega spakra og orðhagra manna, sem gæddir voru skáldlegri skyggni. Slíkt gull má ekki leggja á kistubot.n- inn af sérvizku einni saman eins og þegar dýrlingur er lagður í skrín, heldur á að sá því til skrauts og prýði um allan akur j þjóðlífsins, svo að af því megi | drjúpa aðrir dýrgripir jafnhöfg- ir; hin glampandi fegurð þeirra megi renna inn í málvitund og hugarheim sem allra flestra ís- lendinga. HVÍ EKKI BREIÐABLIK OG IÐUVELLIR? Hví skyldi t. d. ekki maður, sem heitir Baldur, mega skíra bústað sinn Breiðablik, ef hann langar til? Slíkt heiti gæti átt víða við. Breiðaból hafa bæir heitið frá fornöld. Breiðablik er myndað á líkan hátt lætur ekki mikið yfir sér en er þó fagurrar merkingar: staður sem ljómar af langar leiðir, staður, þar sem ekkert óhreint mátti þrífast. í slíkum nafngiftum er skáldlegt ímyndunarafl, og það er hvöt fyrir ábúandann að halda í horf- ið til gildis hugsjóninni. „ Að strika slíkt nafn út úr lifandi mólsögu þjóðarinnar væri mjög hrapalegt, en skíra í þess stað alveg flatjárnuðum og ímyndun- arsnauðum nöfnum eins og ör- nefnanefnd vill. Annað fagurt nafn á nýbýli væri t. d. Iðavellir. Mundi það merkja iðgræna jörð eða jörð, sem er svo frjó, að hún sprettur stöðugt að nýju. Snjallara heiti á ræktuðu landi er ekki hægt að hugsa sér. Nefndu landar vorir í Vesturheimi einn samkomustað sinn þessu nafni, en hér í sjálfu sögulandinu má það ekki heyrast Varla nokkurt barn mun þekkja þessa nafngift. Jafnvel sagnaheifti forn eins og t. d. Brávellir eða Brálundur eru of ginnheilög í hugum hinn- ar guðhræddu nefndar til þess að þau megi heyrast eða nefnast. Nú verður aldrei framar kveðið: Þá hafði Helga hinn hugumstóra Borghildur borið í Brálundi, eins og segir í Helga kviðu Hund ingsbana. Brálundur merktr sennilega lund, sem glitrar af sólskini og gæti heitið því átt víða við. Þannig mætti nefna fjölda fagurra örnefna úr forn- um sögum, sem horfin eru úr hugarheimi nútímans, gleymd og grafin. Við öllum þessum heitum fuss- ar örnefnanefndin og telur það eitt aðalverkefni sitt að sporna við því að þessi nöfn megi heyr- ast. Þetta er álíka viturlegt og ef enginn maður mætti nú heita: Gunnar, Héðinn og Njáll, Egill, Ari eða Snorri, af því að svo hétu frægir fornmenn. HÖLDUM AUÐÆFUM TUNGUNNAR TIL HAGA Það, sem hér er um að ræða, er hvort eigi sé ávinningur að því að halda auðæfum tungunnar til haga, litbrigðum hennar og fjöl- breytni. Væri nokkuð nema prýði að því, ef innan um alla Hólana, Mýrarnar og Holtin kæmi örnefni eins og: Aurvang- ur, Bilskírnir, Bragalundur, Brá- völlur, Elivogar, Fensalir, Fólk- vangur, Glaðsheimur, Glasis- lundur, Glitnir, Hátún, Himin- björg, Himinvangar, Hlébjörg, Hliðskjálf, Hlymdalir, Hinda- fjall, Hveralundur, Logafjöll, Miðgarður, Leiftrarvatn, Ókóln- ir, Sindri, Singasteinn, Sevafjöll, Skatalundur, Vingólf, Þrúð- vangur, Ógló, Hauður, Glæsi- vellir o. s. frv. Þannig mætti prýða landið þvert og endilangt með þessum nöfnum, sem vor eigin þjóð hefir skapað eða varðveitt og er það mikill misskilningur að stofna nefnd til að fela slík auðæfi af fegurstu nafngiftum tungunnar. Ég held yfirleitt, að sú þjóð, sem þessi heiti hefir skapað, þurfi á engri örnefnanefnd að halda til að hafa vit fyrir sér í þessum efnum. Henni er sjálfri trúandi til að skíra sína eigin bú- staði. LEIÐRÉTTA AFBÖKUÐ BÆJANÖFN En það er annað, sem ég vildi hafa örnefnanefnd til, og á það er ekkert minnzt í þessum lög- um um bæjanöfn. Nefndin ætti að hafa það aðalhlutverk með höndum að leiðrétta fyrir næsta jarðamat fjölda bæjanafna á ís- landi, sem afbökuð hafa verið í aldanna rás af vanþekkingu og vitleysu. Þetta er að vísu ekki alls staðar hægt með öruggri vissu, en þó mjög víða. Ég vil taka nokkur dæmi héðan úr Eyjafirði til að sýna hvað nafna- ruglið er algengt: Þórustaðir í Kaupangssveit heita: Þóroddsstaðir í gömlum skinnbréfum frá 1446 og 1492. Þetta breyttist seinna í Þóris- staðir og síðan í Þórustaðir. Árru Magnússon, sem þekkt hefir forn bréfin, nefnir jörðina Þórodds- staði í Jarðabók sinni og er það efalaust hið rétta heiti. Fífilgerði í sömu sveit nefnist: Fífilsgerði í Auðunarmáldaga og er það sennilega upprunalegra. Hóll í Staðarbyggð heitir Hái- hóll í manntalinu 1703. Rifkelsstaðir hafa heitið alls konar skrípanöfnum á liðnum öldum, en samkvæmt Víga- Glúmssögu hét þessi jörð Hrip- kelsstaðir og er engin ástæða til að viðhald.a hinum vitlausu nöfn- um þegar vitað er um þau réttu. Rútsstaðir í Öngulsstaðahreppi heita Rúgsstaðir í öllum fornum skjölum og skilríkjum fram um miðja 19. öld og heitir svo enri í jarðatali Johnsens 1847. Breyt- ingin hefir verið gerð síðar og er hún tilgáta gerð í leiðréttingar- skyni alveg út í loftið. Núpufell hét til forna Gnúpu- fell eða Gnúpafell samkvæmt Landhámu og Valla-Ljótssögu. H’rarnnald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.