Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. júlí 1953 MO RGVNBLAÐIÐ 9 af tíðindamönnum blaðsins sér suður á Suðurnes til þess að ræða við nokkra kunna at- hafnamenn og sjósóknara þar hið syðra. Hélt hann í þetta skipti suður í Garð og hítti þar að máli þá feðgana, Guðmund Jónsson útgerðarmann frá Rafnkellsstöð- um og son hans, hinn kunna afla- kóng, Garðar, og ennfremur átti hann viðtal við annan aflakóng á staðnum, Eggert Gíslason frá Krókvelli. tJTGERÐARMAÐUR í ÞRJÁTÍU ÁR Guðmundur Jónsson, útgerðar- maður frá Rafnkellsstöðum í Garði, gerði út í vetur tvo afla- hæstu bátana í Sandgerði, m.b. Mumma og m.b. Víði frá Garði. Er hann kunnur athafnamaður hið syðra og hefir hann fengizt við og gert út í um þrjátíu ár. Byrjaði hann í Sandgerði með einn lítinn bát, aðeins níu tonna, ásamt öðrum manni. En fleyið reyndist brátt of lítið og keypti hann sér tuttugu tonna bát eftir nokkur ár og seldi hinn minni. Gerði hann bát þann út í um þrjú ár, en að þeim tíma liðnum eyði- lagðist hann í fárviðri í Sand- gerðishöfn. En þrátt fyrir óhapp ið var áfram haldið og eignaðist Guðmundur brátt nýjan bát, sem hann gerði einn út og leið eigi á löngu þar til hann keypti ann- an. Fyrir átta árum lét hann smíða mótorbátinn Mumma í dráttarbrautinni í Keflavík og hefir sá bátur reynzt ákaflega vel og verið happaskip hið mesta. Fyrir nokkrum árum seldi hann minni bátana tvo og keypti Hug- in frá ísafirði, sem nú heitir Víðir. MIKIL AFLASKIP Báðir bátarnir, m.b. Mummi og m.b. Víðir, hafa verið með aflahæstu bátum undanfarn- ar vertíðir og síðustu árin hef- ur Guðmundur hagnýtt og unn- ið úr aflanum sjálfur, en með því hefur hann skapað mikla og góða vinnu í Garði. Síðastliðna vertíð unnu að staðaldri um 30— 40 manns á vegum Guðmundar, ýmist á bátunum eða við vinnslu aflans í landi, er það eigi lítið í útgerðarstað eins og Garði. Afl- inn var annað hvort saltaður eða hertur, en hann var samtals 1352 smálestir hjá báðum bátunum og er ekki fjarri lagi að áætla að verðmæti hans sé um kr. 1,8 millj upp úr sjó. Greiddi Guðmundur um 1 millj. og 125 þús. kr. í vinnulaun á s. 1. vetrarvertíð. AUKNAF FRAMK V ÆMDIR Um þessar mundir er Guð- mundur að ljúka við byggingu á um 350 fermetra harðfiskskemmu og hugsar hann gott tii fram- tíðarinnar. Var það greinilegt, þegar tíðindamanninn bar að garði, og hitti Guðmund, sem var að ljúka við að koma m.b. Mumma af stað á síldveiðarnar fyrir norðan, að Guðmundur hef- ur ýmsar framkvæmdir á prjón- unum og að stöðnun og kyrrstaða á illa heima í kringum hann. MINNKANDI ÁHUGI UNGA FÓLKSINS Við truflum Guðmund augna- blik frá störfum og eigum stutt viðtal við hann. — Hvernig finnst þér áhugi unga fólksins fyrir sjónum vera nú í dag? — Því miður verð ég að segja, að mér finnst hann ekki nægi- lega mikill og til marks um það, vil ég geta þess, að á síðastlið- inni vertíð, byrjaði aðeins einn ungur maður sjósókn í Sand- gerði. Hér áður fyrr í mínu ung- dæmi, þóttist enginn maður með mönnum, nema hann gerðist sjó- maður, vélstj., eða fengizt við ein hver störf í sambandi við sjávar- útveg. En ég er vongóður um, að Hætt við nokkrat afftafna' meriri á S'R&uíítEsf&LMm Aflaskipin „Víðir“ og „Mummi“ frá Garði. þetta muni breytast í náinni framtíð, þar sem aflahorfur hafa stórum aukizt við útvíkkun land- helginnar, en .af því hlýtur aftur að leiða betri afkoma þeirra, sem fást við framleiðslustörf sjávar- útvegsins. BATNANDI VEIÐIHORFUR Veíðihorfur fyrir smábátaút- veginn hér í Garði hafa stórum 33 ÞÚS. SJÓMAANNSHLUTUR •— Hvernig varð hlutur bát- anna í Sandgerði í vetur? — Hann var ákaflega mismun- mdi. Aflahæsti báturinn í ver- stöðinni var m.b. Mummi frá Garði með 715 lestir, lifur 53325 htrar. Var sjómannshlutur á hon- um 33 þús. kr. í fjóra og hálfan mánuð. Næst hæsti báturinn var m.b. Víðir frá Garði. Aflaði hann 637 lestir, lifrarmagn 46515 lítr- ar og var sjómannshlutur á hon- um 26—27 þús. kr. í fjóra og hálfan mánuð. Þriðii hæsti bát- urinn var m.b. Hrönn frá Sand- gerði og næstur m.b. Munin II. frá Sandgerði, bá aflaði m.b. Pét- ur Jónsson frá Húsavík vel og voru þessir þrír s:ðastnefndu bát- ar mjög svipaðir. Lifrarmagn þeirra var um 45000 lítrar. AFKOMA SJÁVARÚTVEGSINS -— Hvað segir þú um fjárhags- afkomu bátaútvegsins og hvernig lízt þér .4 :'ramtíðina? ■— Ég tel, að yfirleitt sé hagur bátaútvegsins mjög lélegur og Gai'ður Guðinundsson skipsíjóri batnað vegna friðunar Faxaflóa og nýju landhelgislínunnar og hefur merkum áfanga verið náð með henni, og mun þjóðin búa að því heillaverki um ókomna framtíð. Við Suðurnesjamenn þökkum okkar dugmikla þing- manni, Ólafi Thors, það, hversu vel var á þessu rnáli haldið fyrir okkur íslendinga sem og öðrum góðum mönnum, sem hafa lagt hönd á plóginn". V ETR AR VERTÍÐIN 1953 Hvað hefur þú annars að segja um síðastliðna vetrarvertíð? —■ Hér fyrir sunnan var byrj- að að gera út upp úr áramótun- um og voru aflabrögð allgóð á grunnmiðum í janúar og þakka menn það aðallega friðuninni. Þegar kom fram á vertíð í byrj- un marzmánaðar var tíð mjög slæm og stirðar gæftir. Rættist þó úr því og veiddist allsæmilega í lokin. Mun síðasta vetrarvertíð vera mun betri hér við Faxaflóa heldur en undanfarin ár. Yfir- leitt var fiskurinn langt úti og lítið um hann á grunnmiðum sfðari hluta vertíðarinnar, en vegna þess hve bátarnir eru nú orðnir stórir og góðir var hægt j að sækja sjóinn betur og lengra j út. 1 verið einu skynsamlegu bjargrað- in til þess að nokkur bátur væri gerður út bæði hér á Suðurnesj- um og annars staðar á landiau. SÍLDVEIÐARNAR. — Hvað heldur þú um sild- veiðarnar i sumar? — Ég er bjartsýnn um að vel gangi, þótt illa hafi árað und- anfarið. Annars er nauðsynlegt að atvinnutækin, í þessu sam bandi bátamir, séu hagnýttir til hins ýtrasta og færi aflann é land. Með því verður atvinnan tryggari bjá sjómönnunum sem og þeim, sem vinna úr aflanum, en með þvi er hagur þjóðarinn ar bezt efldur. Ef vel skyldi tak- ast í sumar hjá bátunum mín- um, hefi ég mikinn hug á því að láta smíða nýjan bát fyrir mig, en maður verður að sjá hvað setur. UNGUR AFLAMAÐUR Lýkur hér samtali okkar við þennan duglega athafnamann, en skammt undan er annar dugmað- ur, Eggert Gíslason frá Krókvelli í Garði, en hann var skipstjóri á m.b. Víði á s. 1. vertíð. Eggert hefur verið skipstjóri á mótorbátnum Víði síðastliðin tvö ár. Á vetrarvertiðinni árið 1952 . var hann aflahæztur í Sandgerði I með um 650 lestir, en í ár var hann hæztur með 637 lestir. — Eggert er ungur maður aðeins 26 ára gamall, ættaður úr Garði. — Hvenær byrjaðir þú að stunda sjómennsku, Eggert? — Um fermingaraldur á vél- bátum héðan af Suðurnesjum. Síðan hefi ég ætíð stundað sjó- inn, að undanteknum þeim tíma, sem ég var á Stýrimannaskólan- um, en þaðan lauk ég prófi vorið 1948. — Hvenær byrjaðir þú for- mennsku? — Á vetrarvertíðinni 1950 og hefi ég síðan verið formaður bæði á vetrarvertíðum og síld- veiðum. — Hvað hefur þú að segja mér um vertíðina i vetur? — Hún var gæftasöm framan af, en þegar kom fram í febrúar kom ógæftakafli, sem stóð yfir í um mánaðartíma, var þá mjög erfitt um sjósókn". — Hvað fórst þú marga róðra í vetur? — Við fórum 80 róðra, misstum um 10—12 róðra vegna vélbiiun- ar. Við rérum oftast á djúpmið, aðallega djúpt út á Eldeyjar- banka. Þar var oft mjög erfitt að veiða vegna ágengni togara, þar sem við vorum fyrir utan friðunarlínuna. — Vel á minnst, hvað hefur þú að segja mér um viðhorf ykk- ar bátasjópianna til nýju frið- unarlínunnar? — Við teljum hana mikið fram- faraspor, því þegar fiskur gekk inn fyrir hana, gátum við athafn- að okkur í friði. Hefi ég mikla trú á, að í framtíðinni eigi þessi Guðmundur Jónsson útgcrðarm. kenni ég því einkum síldarleys- inu síðastliðin átta ár. Ég hef' t. d. ætíð gert út á síld og tapað á hverju ári mjög mikið eins og útgerðarmenn almennt, en það hefir leitt til þess að menn hafa safnað upp miklum skuldum, sem hafa haft lamandi áhrií á allar framkvæmdir. í þessu sam- bandi langar mig til að minnar-t á það, að mér er óskiljanlegt að forráðamenn vinstri flokkanna skuli halda því að þjóðinni að gengislækkunin og bátagjaldeyx- irinn hafi verið óþörf ráðstöfun. Við, sem fáumst við útgerð, vit-. um af eigin reynd, að þetta hafaj Eggert Gíslason skipstjóri nýja friðunarlína eftir að reynast þjóðinni heilladrjúg. Við kveðjum Eggert, sem er önnum kafinn þessa dagana við að undirbúa bát sinn á síldveið- ar fyrir Norðurlandi í sumar Og óskum honum og skipshöfn hans heilla í starfi þeirra við veiðarn- ar í sumar. AFLAKÓNGUF. VETRARVERTÍÐARINNAR 1953 Sama dag og tíðindamaður blaðsins var á ferð hið syðra, var aflakóngur síðustu vetrarvertíð ar, Garðar Guðmundsson frá Rafnkellsstöðum í Garði, áð ljúka við að búa sig undir að halda norður á síldveiðarnar og bjóst við að fara um kvöldið. Garðar er skipstjóri á m.b. Mumma og var hann aflakóngur Suðurnesja og alls landsins síðastliðna vetr- arvertíð. Hann hefur stundað sjó- inn frá unga aldri og er því sjó- mennskan í blóð borin. Haustið 194(^ lauk Garðar orófi, sem gaf honum réttindi til skipstjórnar á bátum allt upp í 75 tonna stærð, en að því loknu tók hann þegar við bát. Fyrir þremur árum lauk hann fiskiskipstjóraprófi frá Stýrimannaskóla íslands. Garðar, sem er búinn að vera formaður í um 13 ár, hefur ætíð verið með fengsælli skipstjórum á Suð- urnesjum og fer mikið orð af fiskni hans og afburða sjó- mennsku. Við eigum stutt viðtal við Garðar og fer það hér á eftir. — Ég sé, að þú ert að verða ferðbúinn á síldveiðar? — Já. — Hvernig hefur þér gengið að fá mannskap á skipið? — Ágætlega. Við erum það, það verið svo undanfarin ár“. heppnir að yfirleitt eru lítil mannaskipti hjá okkur og hefur — Ert þú vongóður um að síld- veiðarnar heppnist vel í sumar’ — Það er ákaflega erfitt að segja nokkuð um það, en 'maður I hlýtur að vona hið bezta, þrátt \ fyrir undanfarandi aflaleysisár, 715 LESTIR í 9 IRÓÐRI — En svo við snúum okkur að öðru. Hvað hefur þú að seg.ia mér um síðast.liðna vetrarvertið | 0g fyrri vertiðir, sem þú het’ur stundað hér fyrir sunnan? — í vetur öfluðum við 715 lest- ir i 91 róðri og er það betra heid- ur en undanfarnar vertíði.r Sjómannshlutur varð 33 þús. kr. og vorum við að í um fjóra og’ hálfan mánuð. — Er þetta bezta útkoman hjá þér á vetrarvertíð? — Nei. Á vetrarvertíðinni árið 1944 fengum við 865 lestir og vor- um þá hæstir. 53 SKIPP. í EÍNUM RÓÐRI I — Hvað hefur þú fengið mest- an afla í einum róðri? — 53 skippund á vertíðinni árið 1949, en það mun víst vera : mesta aflamagn, sem hefur feng- izt í einum róðri á línu. -— Ég heyri, að þér hefur geng- ið vel að fást við þann gula. En hvernig hefur þér aftur á móti tekizt við síldveiðar? — Það hefur gengið frekar stirðlega fyrir norðan, en aftur á móti heidur vel á reknetum hérna fyrir sunnan. Síðastliðið haust fengum við tæpar þrjú þúsund tunnur hérna í Flóanum, eftir að við komum að norðan HAFNARSKILYRÉIN í SANDGERÐI Áður en við ljúkum samtaJi okkar berst talið að aðbúnaði báta við hinar ýmsu verstöðvar á Suðurnesjum og komst Garð- ar svo að orði í sambandi við aðbúnað þeirra í Sandgerði: — Hafnarskilyrðin í Sandgerði, eru slæm og tel ég, eins og aðr- ir sjómenn á staðnum, að brýnn- ar aðgerðar sé þörf til lagfæring* Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.