Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 14
14 M O K Cr L /V III. A /»l li Föstudagur 17. júlí 1953 JtLIA GREER SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 56 En til hliðar á bakkanum var lokað hólf. Eg horfði á hann yfir cixlina á Avery. Við vorum að tala um uppsetningarnar hjá málara, sem við þekktum báðir og dást að þeim. Ég var nýbú- inn að segja að ég vildi óska að cg gæti tiieinkað mér svolítið af hinum hreina stíl hans“. Aftur gaut hann augunum til Júlíu. „Eg leit aftur upp og þá var hann kominn að borðinu okk ar og horfði á mig. Hann spurði n-úg með ákafa hvort ég væri málari. Aður en mér vannst tími til að svara lyfti hann lokinu á hóltinu og ýtti ógeðslegu póst- kortunum til hliðar og tók fram npkkur léleg málverk. Ég hrós- aði þeim auðvitað eins og ég gat Eg keypti meira að segja Jpað spm ég sá að honum þótti mest til koma. Hann drakk vínglas rneð okkur. Við Avery heimtuð- um að hann settist hjá okkur og hann talaði með miklum virðu- leik um list. Málaralistina hafði hann stundað í hjáverkum þegar hann hafði verið ríkur“. Mike þagnaði og rifjaði upp fyrir sér orðaforðann, sem runn- ið hafði upp úr manninum. — Hann minntist þess hvernig hann hafði tekið á póstkortunum eins og þau væru einskis virði, ýtt þeim til hliðar til að sýna okkur listaverkin sín. Hann leit á Júl- í'u. Andlit hennar var sviplaust. Hún sat og horfði á neglurnar á sér. „Nú“, sagði hún og brosti til trans. „En skilur þú þetta ekki, Júl- ía? Með sjálfum sér vissi mað- urinn ósköp vel, að hann gat ekki málað. En málaralistin gaf ómurlegu lífi hans tilgang. Hann gat lagst svo lágt að ganga um og bjóða ógeðsleg póstkort til sölu án þess að skammast sín og verða boginn og niðurlútur. Án listarinnar hefði augnaráð hans orðið flóttalegt... ,um Júlía brosti glaðlega til hans. Hann fann að hún skildi ekki hvað hann var að fara. Sagan af manninum varð kjánaleg. Hann hallaði sér aftur á bak á koddana og lofaði henni að strjúka fingr- unum um enni sér, þangað til róin færðist yfir hann, sem hann var orðinn svo kunnugur. Skeytið kom tveim dögum síð- ar, þegar Júlía og móðir hennar voru úti. Hann lofaði guð fyrir það að þær væru ekki heima. — Þær höfðu farið saman í kirkju- garðinn. Hann vissi vel áður en hann opnaði skeytið hvað í því stóð. „Þú þarft ekki að bíða eftir svari“, sagði hann og rétti sendl- inum drykkjupeninga. En þá datt honum annað í hug. Hann foað drenginn að koma inn og foíða á meðan hann skrifaði tvö hraðskeyti. Annað til fyrirtækis- ins í New York, þar sem hann foað um lausn frá störfum af þeim ástæðum, sem öllum voru kunnugar. Annað til klæðskera við Madison Avenue til að stað- festa vissa pöntun. Sendillinn brosti þegar hann tók við eyðublöðunum. „Ég óska yður til hamingju, herra Walton. Það hlýtur að vera þægileg til- finning, að vita nákvæmlega hvað maður ætlar sér“. „Það er það vægast sagt“, sagði Mike. Svo kallaði hann aft- ur í drenginn og bætti einum dal við drykkjupeningana. Þegar hann var kominn í húsið aftur, hvarf hrifningin úr huga hans. Nú var teningnum kastað, gat hann sagt við sjálfan sig. Með þessu hafði hann að, yis$U leyti fengið aftur virðingu fyrir sjálfum sér. Nú gat hann staðið augliti til augiits við Júlíu og svarað öllum andmælum hennar með rósemi og staðfestu. Það var gott að vita til þess. En þeg- ar hún kom nokkru seinna heim ásamt móður sinni, minntist hann ekkert á skeytið. Ennþá voru fimm dagar til stefnú. Það var nóg að segja henni fréttirn- ar sama daginn og hann yrði að fara. Hann brosti að þessu niki sínu. Það var auðséð að hann vildi draga það á langinn eins og hægt var. Ennþá voru tveir dagar eftir. Hann ók í bílnum út í kofann við vatnið og lokaði gluggum og læsti dyrum án þess að kveðja Westerlundsfólkið. — Hedvig muni auðvitað ekki fyrirgefa hon um það, en hann vildi ekki þurfa að tala við hana núna. Næstá dag féll þátt snjódrífa yfir Sherryville. Allan fyrri hluta dagsin snjóaði á gluggana í gráa húsinu við Concord-götu. Veðrið gerði stofuna ennþá hlý- legri, svo að hún varð eins og heimur út af fyrir sig. Júlía lá á legubekknum. Svartir lokkar hennar féllu yfir púðann. Það logaði glatt á arninum og loginn varpaði birtu yfir fætur hennar. Mike horfði á hana þar sem hún lá. Hún hafði setið við að sauma litla barnatreyju og önnur ermin lá á teppinu. I útvarpinu var verið að leika Nocturne eftir Debussy. Hljóm- arnir fylltu stofuna. Þannig á að leika lög eftir Debussy, hugsaði Mike. Með ákafa og tilfinningu. Hann fann hvernig æðin sló hratt í hálsi hans. Hann sá fyrir sér nýja heima þar sem fólkið var stærra en sjálft lífið, fólk, sem átti fagra og sterka líkama og fólk, sem elskaði af hreinu hjarta. Hljómleikunum var lokið. — Hann gaut augunum til Júlíu. Hún lá hreifingarlaus með spenntar greipar. Allt í einu opn- aði hún augun eins og hún fyndi að hann horfði spyrjandi á hana. „Of mikill hávaði“, sagði hún. „Ég hef heyrt Debussy leikinn betur“. Hann mundi hvermg hljómlist það var, sem átti við hana. Það voru lög eftir Lieder, sem sner- ust eingöngu um ástina á milli karls og konu, rómantísk og mjúk, án þess að til væri í henni nokkur þungur undirstraumur. Hann var ennþá að hugsa um þetta þegar byrjað var að leika synfóníu eftir Beethoven. En allt í einu þögnuðu tónarnir og þul- urinn kom. Að þessu sinni voru það ekki meiningarlausar aug- lýsingar, sem hrutu af vörum hans inn í hljóðnemann. Orð eins og „Pearl Harbour“ og „Jap önsk árás“, fylltu stofuna. Þul- urinn lofaði að segja nánar frá þessu í smáatriðum seinna og aft ur var byrjað á symfóníunni. Mike stóð upp úr stólnum. — „Drottinn minn dýri“, sagði hann eins og við sjálfan sig. — Hann gekk að útvarpinu og sneri inn á aðrar stöðvar. Augnabliki síðar náði hann í sama þulinn á annarri bylgjulegnd. Annars var ekki að heyra fleiri fréttir. Mike sneri sér að Júlíu. Hún sat á legubekknum og hélt fast um litlu barnatreyjuna. Augu hennar voru stór og starandi og munnur hennar hálfopinn. Mike stikaði stórum fram og aftur um gólfið. Einu sinni gerði hann til- raun til að segja eitthvað, en röddin brást honum. En ennþá snjóaði fyrir utan gluggann. — Júlía gekk að glugganum og dró þungu gluggatjöldin fyrir, til þéss að útiloka enn betur ver- öldina í kring. Loks fékk hann málið, en rödd hans var óstyrk. „Ég veit að það er hræðilegt að segja það á þenn- an hátt — en ég er feginn að f^ÉARMMISBðK BILINCH OG BYLGJURNAR ÞRJÁR Spánskt ævintýri 4. En þegar Bilinch sýndi þeim greinina, sem hann hafði brotið af pálmatrénu, urðu þeir undrandi, því að ekki óx pálmatré þar sem þeir áttu heima, og því hlaut eitthvað að vera til í fullyrðingum Bilinchs. | Þeir komu sér nú saman um að mæta hættunni á þann ^ bezta hátt, sem þeir gætu. Sá sterkasti af veiðimönnunum tók sér því hvalspjót í hönd og hélt því viðbúnu í framstefni bátsins. Sjórinn var enn spegilsléttur, og báturinn skreið áfram á íullri ferð. Vegna hættunnar, sem þeir áttu yfirvofandi, leið sjómönnunum ekki sem bezt. Allt í einu birtist stór hvít alda beint fyrir framan bátinn. Og hún var svo þykk, að hún var einna líkust mjólk. „Hvíta bylgjan", hrópaði Bilinch. „Hvíta bylgjan“, endur- tóku hinir fiskimennirnir, og um leið reið aldan yfir bátinn. Þeir beittu árunum til þess að taka af mesta ólagið, og þannig gátu þeir bjargað bátnum frá því að farast í öldunni. En enn voru þeir ekki sloppnir, því framundan skipinu reis önnur enn stærri alda. Það var engu líkara en hún væri gerð úr krystal, svo tær var hún. „Aldan, sem er eins tær og tár“, hrópaði Billinch. „Aldan, sem er eins tær og tár“, endurtóku þá hinir fiski- mennirnir. Og aftur beittu þeir árunum til þess að farast ekki í öldunni. Fiskimennina sveið hræðilega í augun þegar aldan skall yfir bátinn. Það var engu líkara en hún gæfi fra . I IMokkra hásela vantar á Blakknes á síldveiðar. Uppl. um boxð í bátnum við Grandagarð. Eldhúsvaskar úr ryðfríu stáli með og án hliðarborða. Verð frá kr. 485. ^ÁletcjL Yl/]acjn,úóóoYi &Co. I Hafnarstræti 19. — Sími 3184 3ja—5 herbergja íhúð óskast nú þegar eða 1. okt. Tilboð merkt: „Góð hjálp 265“ sendist afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m. IBUÐ m Óska eftir að kaupa milliliðalaust 2-—3 herbergja íbúð í Reykjavík. Til greina kæmi ófullgerð íbúð. Útborgun eftir samkomulagi. Tilboðum sé skilað til blaðsins fyrir hádegi n.k. þriðjudag merktum: „Milliliðalaust — 1930 — 261“. ■ »•4 STUDEBAKER CHAMPIOM 1947 TIL SÖLU Bifreiðin er keyrð ca. 16 þúsund mílur. Hefir alltaf verið í einkaeign og er í einkar góðu ásigkomulagi. Verðtilboð, auðkennt: „Studebaker Champion — 254“ óskast afhent afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi á laugardag 18. þ.m. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. SALERNI compl. Verð frá kr. 895.00 SALERNIS- KASSAR lágtskolandi úr postulíni Verð kr. 530,00 SALERNIS- SETUR plast. Verð frá kr. 175.00. JU cji n/ lacfYiaóóon Hafnarstræti 19. — Sími 3184. &Co. i * * u im i k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.