Morgunblaðið - 30.07.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júlí 1953 1 JULIA GREER 1 P SKÁLDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Er^c Framhaldssagan 67 varfeins og andlit hans fjarlægð- ist. ?Hún sperrti skelfd augun og lok$ sá hún greinilega aftur and- iitsdrættina. Þegar hann talaði voru orð harís blíðleg. Stundum þagnaði haijn og þá varð hún hrædd. Hún flulti sig nær honum og fyllti eyriu sín af hljóminum af rödd- inni, sem hún þekkti svo vel. ffau heyrðu skæran barnshlát- ur. ÍHún leit niður garðstíginn og sá jlerry litla koma til þeirra. Augu hans ljómuðu í litla and- litinu. Hann rétti út hendurnar til að halda jafnvægi, en svo datt haAn fram á hendurnar. Hann ætlaði að fara að gráta, en hætti við það og brosti í stað- inn. Lítil stúlka kallaði á hann í ákafa og hljóp niður stíginn, svq að þilsin feyktust um fætur hetnar. Hún greip um hönd drengsins og lyfti honum upp. Sv© gengu þau saman hlið við hlfö. Andlit stúlkunnar breytt- ist|á leiðinni, þangað til það var orðið að blíðlegu konuandliti. Állt fölnaði og fjarlægðist nema andlit hennar, sem var fag- urt í sakleysi sínu og loks fjar- lægðist það líka. Varirnar hreyfð us^ eins og hún segði: Mamma, mámma. „Nei, — nei,“ hrópaði hún, því henni fannst hún þurfa að svara andliti konunnar. En andlitið hélt áfram að tala og augun horfðu beint í augu hennar. Hún hropaði aftur til að fá það til að hverfa inn í skuggana og fá aft- ur fram andlit litlu stúlkunnar. Hún tók rós og velti blöðunum á henni milli fingra sér. Silki- mjúk blöðin höfðu róandi áhrif á hana. En svo var eins og silkið yrði hrjúft. Hún þvingaði sjálfa sig til að líta niður og sá þá að fiiígur hennar héldu utan um rúmábreiðu. Hún lokaði augun- um aftur til þess að láta myrkr- ið fela sig og hugur hennar tók aftur á rás um vel þekktar slóð- ir.s — Hún var í herbergi, sem þó var elcki herbergi. Það var garður. 18. KAFLI næstu grösum og um leið er allur virðuleiki horfinn“. Júlía þagði og hugsaði: Truda er góð og sterk og heilbrigð. Hún getur látið allt verða eðlilegt. Hún er ekki eins bjartsýn og Mike, en hún er alveg eins heil- brigð og hann. Hún tekur ekki hlutina eins hátíðlega og ég. Hún hefur sjálf lifað sig upp yfir taugaveiklun sína ef hún hefur þá haft nokkra veiklun. Mike og hún eiga vel saman vegna þess að þau eru svo lík. Henni líkaði ekki þessi niður- staða, en þó hafði hún einhver ró andi áhrif á hana. Jafnvel þeg- ar sársaukinn gerði hugsanir hennar ógreinilegar, fannst henni hún aldrei mundi skilja Trudu svona vel aftur. Trudu iOg Mike. Hún sá fyrir sér andlit þeirra beggja yfir rúminu þang- að til þeim var ýtt til hliðar af hvítklæddum mönnum. Loks var henni lyft upp á borð með hjólum. Hún fann að henni var ekið eftir hvítum löngum gang. Hvítar dyr opnuðust. Hún fann sætan ilm alveg niður í lungu, svo fannst henni rauð sprengja springa svo að neistarn ir flugu allt í kring. Hún sveif niður í hyldýpi og naut þess að láta fara vel um sig. Allt í einu birtist andlit Trudu við hliðina á henni. Það er eitthvað sem ég verð að segja henni, hugsaði Júlía. Eitt- hvað sem snertir Mike og barn- ið og mömmu.--------Nýr sársauki yfirbugaði hana, en andlit Trudu var kyrrt. Nú sá hún glampa á tár í augum hennar. Júlía sá að Truda beit fast í neðri vörina á sér. , „Nú er þessu að verða lokið, Júlía“, sagði Truda. „Þú verður að vera sterk“. Henni fannst nafn Mike berg- mála við hvíta veggina. Hún heyrði sína eigin rödd hrópa nafn hans. „Töng“, sagði rödd Scott lækn- is. Hún reyndi að brosa til and- litsins, sem beygði sig yfir hana. Hún þekkti það ekki, því það var hulið hvítri slæðu. Allt nema gleraugun. „Hann er nógu hávær“, sagði ,rödd Scotts. Nú var allt hljótt í kring um hana og hún var þakk- lát hvíldinni. —o— Þegar hún var að vakna til meðvitundar, heyrði hún Mike segja: „Þau segja að hann sé fallegur drengur. Hann er að minnsta kosti ekki þögull“. Þegar hún vaknaði alveg nokkru síðar, varð henni Ijóst, að hana mundi hafa dreymt þetta, því Mike var ekki þarna og enginn nefndi hann. „Ég sá hann í gegn um gler“, sagði Truda og brosti til Júlíu. „Er hann eins og hann á að vera?“ „Já“, sagði Truda. „Fyrirmynd ar barn, jafnvel á mælikvarða Scotts. Á ég að biðja um hann hingað inn?“ Þegar hjúkrunarkonan kom inn, kveið Júlía fyrir því að líta á böggulinn, sem hún hélt á. Hjúkrunarkonan var alvarleg og næstum ströng á svipinn. Hún var með djúpa hrukku á milli augnabrúnanna. Hrukkan varð ennþá dýpri þegar hún leit á töfluna og sá að barnið átti að fá pela. Hún lagði böggulinn í hægri handarkrika Júlíu og lyfti teppinu frá andlitinu. „Ætlið þér ekki að líta á son yðar, frú Walton?“ sagði hún. „Hann er myndarlegur". Júlía leit niður á litla hrukk- ótta andlitið, en fannst varla það tilheyra sér. Mér fannst ég frek- ar vera móðir hans, þegar ég gekk með hann, hugsaði hún. Nú finnst mér við varla vera nokk- uð tengd. Hún vissi að Truda beið á ganginum fyrir utan sam- kvæmt reglum sjúkrahússins. Með sjálfri sér óskaði hún þess að hjúkrunarkonan færi með barnið, svo að Truda gæti kom- ið inn aftur. Þegar barnið hafði verið tek- ið og Truda var komin inn aft- ur, varð vandræðaleg þögn á milli þeirra. Loks herti hún upp hugann. „Hann er auðvitað mjög nýr á nálinni". Truda fitlaði við efsta hnapp- inn á kjólnum sínum án þess að líta á Júlíu. „Blátt fer honum kannske ekki sem bezt“. Nóttin var svört en stundum skar í gegn rauður ljósbjarmi með sársaukanum. Á milli verkj- anna tók Júlía á öllum sínum kröftum. Henni fannst óralangt síðan hvítir veggir sjúkrahússins hefðu lokast utan um hana en ekki gat hún þó látið ró koma yfir sig. Henni fannst ennþá mikilsvert að berjast við þennan ótta með öllum sínum viljastyrk. Loksins fann hún óljóst nál- stungu, og síðan varð hún vör við hendur sem undirbjuggu hana undir fæðinguna. Það voru van- ae hendur, sem kunnu sitt verk. Myrkrið hvarf snöggvast og hún sa Trudu standa í hálfrökkrinu við hliðina á rúminu. Hún var ipeð hendur spenntar fyrir aftan bak. .„Truda", sagði Júlía lágt. Truda sneri sér að háa mjóa riiminu. „Hvernig líður þér?“ ságði hún og bætti svo við: „Þú þárft ekki að svara“. Júlía spennti greipar ofan á á- bfeiðunni. Aftur komu hríðar- vðrkir og í þetta sinn stóðu þeir lengi. „Eins og er, finnst mér ég vera dálítið hlægileg“, sagði hún. Truda kinkaði kolli. „Mér var e imitt að detta það í hug. Alla o kar ævi er okkur kvenfólkinu k nnt að vera virðulegar og kur- tc sar, vera beinar í bakinu og d iga magann inn. Svo lendum v S í klónum á einhverjum karl- nfanninum og fæðingin er á SKOSMIÐURINN SEM VARÐ STJÖRNUSPEKINGUR — Ævintýri — 1 EINU SINNI var fátækur skósmiður, sem var kvongaður hinu mesta kerlingarskassi. Var kerlingin mjög eyðslusöm og eyddi hún hverjum eyri sem skósmiðurinn, maður henn- ar vann sér inn, en hann var aftur á móti skaplítill og nízkur. Skósmiðurinn vann baki brotnu allan liðlangan daginn, en kona hans drap aldrei hendi í kalt vatn, hún gekk um í silkikjólum og fór á dansleiki og skemmtanir. Og enda þótt þau væru barnlaus, eyddust eigur þeirra jafnóðum og þeirra var aflað, og einn dag segir skósmiðurinn við konu sína. — Heyrðu kona, þú verður að hætta að eyða svona gengd- arlaust eigum okkar, því það endar með því, að við þurfum að fá sveitastyrk. Að minnsta kosti gæti hún reynt að vinna eitthvað fyrst hún þurfti svo mikla peninga fyrir sjálfa sig. Konan varð öskuvond, og segir, að alltaf sé hann sama lítilmennið og henni detti ekki í hug, hvorki að fara að vinna, eða hætta að vera eyðslusöm. — Hann geti líka svo sem fengið sér einhverja aðra atvinnu sem gefi meira af sér í aðra hönd, heldur en skósmíði. — Og hvaða atvinna ætti það svo sem að vera? spurði skósmiðurinn, sem ekki kunni neitt annað en að smíða og gera við skó. — Þú þarft ekki annað en að gerast stjörnuspekingur, sagði konan þá. — Ég stjörnuspekingur! sagði skósmiðurinn, — það yrði laglegur stjörnuspekingur úr mér, ég sem kann rétt að skrifa nafnið mitt, eða veiztu e. t. v. ekki- að stjörnuspekingar eru hámenntaðir menn, sem reikna út forlög manna eftir gangi himintunglanna? Nei, kona, ég get ekki orðið stjörnuspek- ingur. Þessi bifreið: F I A T, model 1947 er til sölu á Bílamarkaðnum, Brautarholti 22. — Bifreiðin hefur alltaf verið í einkaeign sama manns, og er í mjög góðu lagi og vel með farin. Notið COLGATE tannkrem, er gefur ferskt bragð i munoinn, breinar tennur og varnar tannskemmdum. TANNLÆKNAR SEGJA C0L6ATE TANNKREM BEZTU VÖRNINA GEGN TANN- SKEMMDUM Heildsölubirgðir H. Ólafsson & Bernhöft. Touch & Giow 1 a make up jj Margir litir. ! VERZL. ÁHÖLD I Laugavegi 18. Sími 81880. ; inr.avir ■*■■■■■■■■ ■■■■■■■«■•■ Hreinlætistæki \ nýkomin Baðker — Handlaugar . jl W. C. skálar. A. Jóhannson & Smith h.f. Bergstaðastræti 52 — Sími 4616. 3 Skrifstoiustúlkcs ■ "I ■ ■ a ■ • getur fengið atvinnu hjá stóru fyrírtæki. — Þarf að geta | 3 talað ensku. ,Vakta vipng, — Úmsækjendur leggi nöfn sín, “js : ásamt upplýsingum á afgreið|lu blaðsins fyrir 31. þ. m., jj • merkt: „Skrifstofustúl'ka“ —:468. : 3 *•»***.•»«««■«■ ■ * * * •* »•*■»»»■■»»■»•»• «■■ • »■•■_«■■ • ■■»■■• •■■••■••■»••»«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.