Morgunblaðið - 30.07.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1953, Blaðsíða 12
Veðurúili! í dag: Hæg breytilep átt, víða léttskýjað 169. tbl. — Fimmtudagur 30. júlí 1953. Keíiivikurbréf á 7. síff'.i. Allur síldveiðiflotinn var í uótt í síld út af Langanesi Mlesti söltimardagurinn á Radfarlhöfn var í giærdag I RAUFARHÖFN, 29. júlí. — Allur síldveiðiflotinn íslenzki stundar *nú veiðar út af Langanesi, en þar veður síld á stóru svæði, símar :fréttaritari Morgunblaðsins á Raufarhöfn. Á þessu sama svæði eru erlendu síldarskipin að veiðum. Var veiðin ágæt til kl. 10 árd. í dag, síðan fremur lítil, en síldin tók að vaða aftur er líða tók á daginn. Logn er nú á miðunum og hefur þokuna létt. Mörg skip fengu ágætan afla og koma þau til hafnar á hverjum klukkutíma. Á Raufarhöfn hefur ekki verið saltað eins mikið áður á einum degi og í dag. Á söltunarstöð inni Óskar Halldórsson var saltað í 1600 tunnur á 24 klst. og á söltunarstöðinni Hafsilfur var saltað I 1500 tunnur á 18 tímum. Vinna um 60 stúlkur að söltun hjá þessum stöðvum. HLAÐIN SILDARSKIP í kvöld komu svo til sam- síða hingað inn á höfnina Smári frá ísafirði og Smári frá Húsavík. Voru þeir báðir drekkhlaðnir, líklega með um 1700 tunnur síldar samtals. — Var dekkið á bátunum um það bil feti fyrir neðan sjáv- armál — svo mjög voru þeir hlaðnir. f dag var saltað í 4018 tunnur síldar hér á Raufarhöfn og er það mesta söltun á einum degi. Auk þess var hér landað nokkru I magni af síld til bræðslu. Til söltunar lönduðu þessi! ■skip: Ingvar Guðjónsson 144 tunnur, Snæfugl 120, Guðmundur Þorlákur 136, Björgvin KE 110, Hafbjörg 97, Helga 202, Ágúst Þórarinsson 100, Sæfell 100, Jón Finnsson 83, Fram 109, Sæfari 128, Völusteinn 90, Milly 75, Frey dis 100, Fiskaklettur 50, Víðir 4Eiskifirði 350, Mímir 104, Vörður 115, Þorsteinn 42, Björgvin, Dal- vík 108, Kári 80, Haukur I. 113, Týr 120, Björg, Eski- firði 40, Súlan 90, Marz 155, Einar Þveræingur 240, Helgi Helgason 100, Særún 100, Böðvar 60, Svanur 81, Milly 40, Heimir 160. Til bræðslu lönduðu Fram 111 hektólítrum, Guðmundur Þórðar- sön 156 hl., Haukur I. 66 hl., Kári Sölmundarson 1098 hl., Gullfaxi 261, Gylfi 390, Von, GK 222, Sigurður 1230, Vörður 819, Heim- fr 276, Flosi 54, Guðbjörg NK 132, Vöggur 744. Þá voru að landa Fanney um 1500 hl., Hólmaborg 1000. —Einar. SEYÐISFIRÐI, 29. júlí: Á Seyðisfirði var líf í tuskun- trm. Fjöldi stúlkna frá suðurfjörð um hefur verið fenginn til síldar- söltunar þar og munu um 200 wanns vinna að söltuninni. f dag lönduðu þessi skip síld tii söltunar og bræðslu á Seyðis- firði, Rifsnes 1000 tunnur, Ásgeir ►RV 800, Valþór SF 900, Arin- ’björn RV 500, Heimaskagi 400, *Hilmir KV 350. — Á leiðinni til ‘lands voru Snæfell með 1600 tunn ur og Sæfinnur með 800 tunnur. — Benedikt. Síld kom ©g tfór frá Akranesi AKRANE'SI, 29. júlí: — f dag komu 6 reknetjabátar til Akra- ness. Afli þeirra var samtals 240 tunnur síldar. Af bátunum var Reynir með mestan afla — 70 tunnur. Síldin er fryst. Drangajökull lestaði hér í dag 70 tonn af frystri síld til Austur- Evrópu og Svisslands. — Oddur. I Efst til vinstri er húsið, eftir aff þaff hefur verið flutt út á Laugaveginn. A myndinni efst til hægri I er húsið á gatnamótum Ingólfsstrætis og Bankast rætis. — Neffri myndin til vinstri sýnir húsiff, þar sem þaff er komið niður á Lækjartorg, og á myndinni til hægri er húsiff komiff inn í Kleppsholt, þar sem því hefur veriff búinn framtíðarstaður. — Ljósm.: Ól. K. M. og Örn Bernhöft. í 25 höggum NÝLEGA kom danskur maður, sem beið hér eftir fari til Græn- lands, í Tjarnargolfið við Sóleyj- argötu. Samkvæmt frásögn fé- laga hans tókst honum að fara allar brautirnar, 15 talsins, í 25 höggum. — Er það mjög góður árangur og algert met. Síðar í sumar mun Tjarnar- golfið veita verðlaun þeim, er beztum árangri nær, og þar sem afrek Danans er óstaðfest verð- ur það ekki reiknað með. Haiskipabryggjan á SEYÐISFIRÐI, 29. júlí: — Segja má að hin nýja hafskipabryggja hér hafi verið vígð í dag, en þá lagðist að henni fyrsta stóra skip ið, sem hingað kemur eftir að hún varð fullbúin. Var það Dettifoss, sem kom hingað með steypijárn o. fl. —- B. Keynt aff koma sykurverði í fastar skorffur LONDON: —- Alþjóðleg ráð- stefna til að reyna að koma á föstu verðlagi á sykur, var haldin hér nýlega. ■SIGLUFIRÐI, 29. júlí: Hér út af Siglufirði er þoka ■og allur fiotinn er við veiðar á Austurvsæðinu. Einn bátur kast- p.ði hér fyrir utan og fékk 30—40 tunnur, en ekkert hefur verið liægt að leita á Vestursvæðinu fyr ir þoku. — Hingað komu i dag Sigurður Pétur með 1000 tunnur, Ásmund- «r með 400, Sjöstjarnan með 8— ÍKiO. — Höfðu skipin fengið þessa stld austur áf Langanesi. — Guðjón. Sefclir fyrir veiSiþlófni ólöglega veiði sférhækksðar Á S.L. ÁRUM hefur alltaf nokkuð borið á veiðiþjófnaði í ám og vötnum. Hendur hafa verið hafðar í hári flestra veiðiþjófanna, og þeir látnir sæta ábyrgð gerða sinna, samkvæmt lögum. En lögin eru gömul og sektarákvæðin voru því lág á nútíma mælikvarða. Á s.l. þingi var því refsiákvæðunum breytt og sektir allar fyrir ádrátt og veiðiþjófnað stórhækkaðar. Munaði aðeins þremur Comimim, að húsið kæmist ekki niður Laugavee c* o Fiulningurinn gekk prýðilega inn i Kleppshoif. — Ekki svo mikið sem rúða brolnaði FLUTNINGURINN á hinu 120 fermetra stóra húsi Kristjáns Sig- geirssonar gekk samkvæmt áætlun, og er húsið komið upp í Efsta- j sund, þar sem það bíður þess að verða sett á nýja grunninn. —• Morgunblaðið átti í gær viðtal við Sveinbjörn Pálsson, vélsmið, sem séð hefur um flutning þessa mikla húsbákns og innti hann frétta af þessum viðburði. Vann hann þá við að koma húsinu fyrir í Efstasundi ásamt öðrum þeim, sem að flutningnum hafa unnið, og hafði honum ekki komið dúr á auga á annan sólarhring. Var hann hinn ánægðasti með öll málalok og skýrði blaðinu svo frá: ÓLÖGLEG VEIÐI ‘ Samkvæmt hinum nýju refsiákvæðum varðar þaff nú allt að 15.000 kr. sekt aff veiða ólofað í veiðivatni annars manns, auk þess, sem eigandi vatnsins skal fá veiðifangið bætt auk bóta fyrir annað tjón, er hann kann aff verffa fyrir af völdum veiðiþjófa. Ef maffur meff veiðarfæri hittist viff veiffivatn annars manns. fyrir utan venjulega vegi, skal hann sektaður sem hann væri sekur um ólöglega veiði, nema sannað sé, aff hann hafi haft þar lögmætt erihdi. SPRENGIOG DEYFANDI Samkvæmt hinum nýju refsi- ákvæðum veiðilaganna varðar það allt að 8.000 kr. sekt að nöta sprengiefni, eitruð efni eða deyf- andi við veiði. (hurchll vill enn þríveldafund LUNDÚNUM, 29. júlí: — Saiis- bury, lávarður, utanríkisráðherra Breta, lýsti því yfir við upphaf umræðu um utanríkismál í þingi í dag, að hann hefði talað fyrir til- lögu Churcchills um þríveldafund, er utanríkisráðherrar þríveldanna komu saman í Washington. Ráð- herrann sagði: „Ef hægt er að tala um, að okkur utanrrkisráð- herrunum hafi orðið sundurorða, þá var það helzt i þessu máli“. Churdhill er sjálfur enn þeirrar skoðunar, að róa beri að því öll- um árum, að hann hitti þá Eisen hower og Malenkov á 3ameigin- legum fundi. — Reuter—NTB — Við höfðum komið triliun- um undir húsið um 4 leytið í nótt, tveimur að framan og einni að aftan. Drógu stórir kranabíl- ar þær, sem voru að framan- óerðu, en þriðji kranabíllinn ýtti afturtrillunni á undan sér. Við vorum 2 klukkustundir niður Laugaveg og Bankastræti, og var það erfiðasti hluti leiðarinn- ar. Munaffi t. d. afar Iitlu, aff hús- iff kæmist milli Laugavegs 10 og 11, eða affeins um 3 tommum á hvora hliff. Má af því sjá, að ekki mátti miklu skeika, ef allt átti ekki að standa fast. Svo varð þó ekki, sem betur fer. URÐU AÐ HLAÐA UNDIR TRILLURNAR | Efst á Bankastrætinu urðum við að hlaða undir trillurnar, því að þar eru grindur á gangstétt- unum, um meters háar. Urðu þessar hindranir til nokkurs trafala. — Að öðru leyti gekk flutningurinn niður Lgugaveg og Bankastræti ágætlega, enda höfðum við tekið niður götuvita og snúið við þeim ljósastaurum, sem fyrir voru. i 4Ý2 TÍMA FERÐ | Um 6 leytið vorum við komnir niður á Lækjartorg og héldum leið okkar út á Skúlagötu. . Gekk það eins og í sögu. Síðan ókum við eftir Skúlagötunni, upp Höfðatún, inn Suðurlandsbraut og beygðum síðan norður Lang- holtsveg. Vorum við komnir hingað klukkan hálf níu í morg- un og hafði ferðin því aðeins tek- ið um 4%* tíma. Klukkan 12 í dag vorum við búnir að taka hús- ið af triiiunum og erum jiú að koma því fyrir, eins og þú sérð. ÞESS MÁ geta, að þeir voru all- margir, sem voru í vafa um, hvort flutningur þessi tækizt. Er ekki nóg með, að sú hefur orðið raunin á, heldur gekk ferðalag þetta svo mjög að óskum, að ekki er ein einasta rúða í öllu hús- inu brotin, hvað þá annað. HÚSIÐ, sem flutt var, er 120 fermetrar, eins og fyrr er getið. Það er tvær hæðir, auk íbúðar- riss. Er það rúmlega hálfrar ald- ar gamalt, byggt 1902. Það er hið vandaðasta í alla staði og mjög traustbyggt. — Er ekki annað að sjá en það kunni prýðilega við sig í hinu nýja umhverfi. — Geta má þess að lokum, að all- margir leikmcnn fylgdust í alla nótt með ferðum hins miðaldra „ferðalangs."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.