Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 1953 uttMðfeífr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. \ ÚR DAGLEGA LÍFINU | Höfuikempur RÍKISSTJÓRNIN gaf fyrir tveim ur dögum út tilkynningu um, að í lok septembermánaðar muni ýmis ríki sem aðilar eru að Norð- ur Atlantshafsbandalaginu hafa flotaæfingar á norðanverðu Atlantshafi. Hefur ríkisstjórnin í því sambandi samþykkt að her- skip fái aðstöðu til æfinga við stendur landsins. Tilkynning þessi hefur valdið því að Þjóðviljinn fær í gær enn eitt óhemjukastið. Lýsir hann því, að „loftárásir á ísland“ verði æfðar í næsta mánuði! Löngum hefur þetta blað fimmtu herdeildar kommúnista flokksins hér á landi lagst lágt í þjónustu sinni við húsbændur sína í Moskvu, og er svo komið að það hefur varpað allri skyn- semi útbyrðis í æðisgenginni á- róðursherferð sinni fyrir varnar- leysi landsins. Það er til marks um hve ein- angraðir Þjóðviljamenn eru orðn ir frá íslenzkum hugsunarhætti og íslenzkum þjóðarhagsmunum, að þeir skuli grípa til þess ráðs að birta slíkar reginfirrur og ætl- ast til að einhverjir taki á þeim mark og leggi trúnað á. Allt frá styrjaldarlokum hefur Þjóðvilj- inn og flokkur hans barizt gegn því af mikilli heift, að ísland tæki þátt í varnarsamtökum hinna frjálsu lýðræðisþjóða, og kæmi með því í veg fyrir að hinnar ís- lenzku þjóðar biðu sömu hörm- ungarörlög og þjóðanna í Austur Evrópu. Að baki þeirri baráttu komm- únista var ekki hugsunin um líf og velferð íslenzku þjóðarinnar, heldur er hún þáttur í skipu- Iagðri herferð kommúnistaflokka allra landa, fyrir varnarleysi og vopnleysi, í heimi, sem síðar yrði stjórnað í skjóli rússneskra skrið- dreka og vígsveita. En ráð hinna íslenzku komm- únista voru að engu höfð og þeir hlutu snuprur og ávítur einar að launum frá húsbændum sínum í Moskvu fyrir að hafa ekki getað lagt land sitt opið og óvarið að fótum þeirra. ísland gekk til sam vinnu við nágrannaþjóðir sínar um gagnkvæma vernd og öryggi gegn árás. Kommúnistar sátu eftir með sárt ennið, ísland yrði aldrei sá stökkpallur í herferð hins alþjóð- lega kommúnisma, er þeir höfðu vonað. Þær flotas^fingar Atlantshafs- ríkjanna sem innan skamms fara í hönd, eru þáttur í því starfi þeirra að tryggja frelsi sitt og ör- i yggi með hjálp hverrar annarrar. ( Miklar vonir eru tengdar við samstarf lýðræðisþjóðanna, að þær komi í veg fyrir með styrk 1 sinum að hersveitir alþjóða-1 kommúnismans leggi út í þriðju' heimsstyrjöldina. Flotaæfingar þær sem fram fara allt frá ströndum íslands til Gibralta sýna það og sanna að þátttaka landsins í varnarbanda- laginu er meira en orðin tóm. Varnir landsins eru skipulagðar af bandalagsþjóðunum, treystar sem bezt og frá þeim tryggilega gehgið með æfingum og fenginni reynslu. Flotaæfingarnar sýna það Ijós- legu að þátttaka íslands í Atlants hafsbandalaginu er ekki mark- laus sýndarleikur, heldur raun- hæft spor lítillar þjóðar til þess að tryggja frið sinn og frelsi, með hjálp öflugra nágranna. Með slíkri samhjálp einni getur landið forðast þær óbærilegu hörmungar sem hertaka óvina- þjóðar leiðir yfir sjálfstæða smá- þjóð og smáþjóðir Austur-Evrópu hafa hlotið í dag. Það er ekki nema að vonum að þeir menn sem fylgja öflugasta herveldi veraldar að málum, heimti varnarleysi Islands og ein angrun þess frá öðrum þjóðum. En það væri ekki úr vegi að heyra svar Þjóðviljans við þeirri spurningu hvers vegna hann beit- ir ekki áhrifum sínum í austur- vegi og leggur að flokksbræðrum sínum í Moskva, að brjóta sverð sín og kasta vetnissprengjum sín- um út á haug. Hví skyldi ekki Rússland njóta ávaxta varnar- leysisins jafnt og ísland, hví skyldu ráðamenn Kreml ekki trygrgja' friðinn með því að af- vopnast í skyndingu? Það er ekki furða þótt menn reki augun í þá mótsögn, að kommúnistar vestan járntjalds- ins berjast um á hæl og hnakka fyrir algjöru varnarleysi landa sinna meðan kommúnistastjórn- arinnar austan tjaldsins eiga sterkustu heri og vígvélar sem í gjörvallri veröldinni finnast, og láta sér vel líka. Ekki eru nemar fáir dagar síð- an allt æðsta ráð Rússlands brast í ánægjuhlátur er Malenkov til- kynnti á fundi þess, að nú gætu Rússar framleitt vetnissprengj- una og valdi með því dauða og tortímingu heilla þjóðlanda á svipstundu. Og ekki hafa komm- únistaforingjarnir að baki járn- tjaldsins mikið á móti því, þótt Rauði herinn, hinn stærsti í í heimi, hafi við og við flotaæf- ingar og varpi jafnvel sprengjum úr flugvélum á óbyggð svæði. Þjóðviljinn hefur heldur ekki enn séð ástæðu til þess að fetta fingur út í það, þótt „heilar þjóð- ir hverfi þegjandi og hljóðalaust inn í veldi kommúnismans, eins og Kiljan orðaði það, með hjálp herveldis rússneskra vígvéla. Þegar á þessar staðreyndir er litið hljóta menn að skilja óheilindi kommúnista, er þeir telja varnarleysi síns eigin lands í öðru orðinu efla friðinn í heim- inum, en geypilegt herveldi Rússa á hinn bóginn er þeirra aðal keppikefli. Fall Mossadeks. MOSSADEK, hinum grátklökka öldung Persíu hefur nú verið steypt af stóli. Síðustu mánuði hafði hann gerzt æ ráðríkari í stjórnarathöfnum sínum og virt- ist nú síðast einráður. Síðan hann tók við völdum hefur stöðugt stefnt niður á við fyrir Persum og þjóðin, sem var fátæk fyrir, hefur orðið enn snauðari með hverjum degi. Þegar keisara Persíu voru kunngerð tíðindin, var ein fyrsta yfirlýsing hans: ,,Ég og stjórn mín munum beita okkur fyrir að bæta lífskjör þjóðarinnar." — Menntaðri og auðugri þjóðir Vesturlanda munu fúsar að styðja þá viðleitni, þegar ofstæki er rutt úr vegi. ALLT af erum við að rek- ast á fólk, sem telur sig ekki þrá annað heitara en segja skilið við siðmenninguna með brestum hennar og ágöllum, auð- legð hennar og fjársjóðum til að taka sér bólfestu á huldum stað, þar sem þrældómurinn frammi fyrir klukkunni þekkist ekki. — Menn óska þess að hljóta örlög Robinsons Krusoes, en þó losna við áhyggjur hans. I hugum flestra manna er þetta ekki ann- að en óljós þrá, sem aldrei tekur á sig fullan skapnað, en líka eru til margir, sem reyna að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. £ EFTIR seinustu heimsstyrj- öld ferðaðist brezkur majór 48 þús. kílömetra yfir heimshöf- in sjö til að finna fullkomna sælu ey, þar sem hann gæti lifað firrt- ocj leLffiA uíc)a ^celueyjar tlíáöíu fú um Leun ur öllum áhyggjum og amstri. Og þar sem sama og ekkert þyrfti fyrir lífinu að hafa. Hann valdi Norfolk í Kyrra- hafi, 1300 km austur af Sydney. Þar er hlýtt í veðri og votviðra- samt. Ibúarnir eru fáir, og hafa helzt ekki annað fyrir stafni en sofa, fiska og skeggræða. — Allir karlar á aldrinum 21—55 ára vinna 9 daga á ári fyrir yfirvöld- in, og þar með eru þeir lausir við ríkissjóðinn, engir skattar né út- Veluak andi ábripar: Um langan veg. DRJÚGUR er kippurinn frá Miðjarðarhafi til íslands, en ferðamönnunum, sem sækja hing að, er síður en svo nokkur vork- unn, enda láta þeir yfirleitt vel af dvölinni. Það er nú matur fyr- ir okkur! Stærsti ferðamannahópur sum- arsins dvaldist hér um helgina, og steðjaði vitaskuld austur að Geysi, enda var það lokatakmark ferðarinnar og hátindur. En nú tókst illa til og konungur hver- anna hunzaði gesti. Við dyntum hans er ekkert að gera. Þeir gera hann líka ef til vill eftirsóknar- verðari. Hins vegar getum við nagað okkur í handarbökin fyrir, að ekki hafi allt verið gert til að efla gos, þar seffl langur tími leið eftir komu ferðafólksins, þar til sápunni var slett í hvoft hans. Hefði þó ýmsum þótt rétt að gefa honum í svanginn fyrir fram, þar sem hann gýs ekki venjulega fyrr en eftir klukkustundir. M Landkynning. — Vinátta. ARGT er skrafað um að laða erlenda ferðamenn hingað. Sennilega er hægt að ná af þeim nokkru í dýrmætum gjaldeyri. Og til nokkurrar kynningar fyrir land og þjóð getur snögg ferð út- lendinga orðið. Vinátta annarra manna er okkur þó meira virði, íslandsvin- anna, sem aldrei setja sig úr færi að tala máli okkar og greiða veg okkar með erlendum þjóðum. M' Er hann ekki íslendingur? AÐUR, sem nýkominn er frá Danmörku, sagði mér þessa sögu: Ég átti fyrir skömmu tal við Jóta nokkurn og barst talið að íslandi og kynnum Dana af því. Varð mér þá að nefna Martin Larsen, sem hér var sendikenn- ari, en er nú menntaskólakenn- ari í Danmörku. Flytur Larsen oft þætti um Island í danska út- varpið, sem eru þrungnir vin- semd til íslendinga og þekkingu á hag þeirra. Ég gat þess við Jót- ann, að starf þessa Dana væri sannarlega athyglisvert og far- sælt báðum þjóðunum: ,,Nú, er hann ekki íslendingur?“ spurði hann þá. Nei, hann er ekki íslendingur, en hann er einn þeirra stofna er- lendra, sem við eigum meira undir en öllum ferðamönnum, hversu vel sem til tekst um við- tökur þeirra. Um ávísanir. VELVAKANDI. — Mætti ég biðja þig fyrir nokkrar lín- ur. Það má með sanni segja, að fátt hefir veitt mönnum eins mikil þægindi í viðskiptalífinu og ávísanaheftið með öllum sín- um dýrmætu ávísanaeyðublöð- um. t— Ég segi dýrmætu vegna þess að ég geri ráð fyrir innstæðu í bankanum. Ef menn nú á dögum taka eitt eyðublaðið, útfylla það með krónuupphæðinni í bókstöfum og tölustöfum, undirskrift útgef- anda og jafnvel ábekingu ásamt öllu tilheyrandi, fær ávísunar- tetrið líkar undirtektir og ástar- bréf stjórnarflokkanna fá í dag. Svo mjög hefir gildi ávísana ver- ið rýrt. Ávísanir ganga illa. AÐ er alls ekki nýtt, að menn, sem ekki mega vamm sitt I vita, séu litnir augum rannsókn- I ar, vantrausts og efasemda, ef j þeim verður það á, að rétta fram j ávísun til greiðslu (í verzlun eða annars staðar). Og fá svo þetta venjulega svar í viðbót: „Nei, þvi miður megum við ekki taka við ávísunum“. Ég leyfi mér að segja fyrir munn allra þeirra, sem heiðar- I legum viðskiptum unna, að þetta og þvílíkt er alveg óþolandi. Kveða þarf geiginn niður. FYRIR allmörgum árum kom- ust hér í umferð falsaðir pen ingar, og ekki man ég betur en , þeirra framleiðendur fengju sína , ráðningu fyrir og hana eftirminni lega. Hvers vegna er þetta ör- vggisleysi, þegar ávísanir eiga í hlut? Eg held, að ávísanafalsarar fái ekki þá útreið, sem þeim ber. Við, sem eigum viðskipti við bankana svo og allir landsmenn eiga heimtingu á, að tekið sé svo I í hnakkadrambið á ávísanaföls- urum, að þeir dirfist ekki að grípa til iðju sinnar og rýri þann- ig hið mikla traust, sem nauð- synlegt er“. Ráðskona. i • J ■Jl «1 t'A Oft er snauður /| '| vinur auðugum ifo/ betri. svör þekkjast þar fram yfir. Og þarna er hægt að lifa kóngalífi fyrir lítið fé. MENN gætu freistazt til að halda Breta áfjáðari í að lifa Robinson-lífi en aðrar þjóð- ir, ef dæma skal eftir auglýsing- um í brezkum blöðum, þar sem lýst er eftir ferðafélaga til Suð- urhafseyja til að dveljast þar við frumstæð skilyrði. Annars er þeim ekki í kot vís- að, sem óska að eiga heima á ein- hverri óbyggðri ey í Kyrrahafi. Það er ekki annað en hitta ein- hvern umboðsmanninn á Tahiti, og hjá honum geta menn pantað eyðiey eftir eigin höfði. Á Fidji- klasanum einum eru 225 stórar eyjar, en smáeyjarnar verður engri tölu komið á. Undan strönd um Nýja-Sjálands eru fjölmarg- ar eyjar. Og fyrr 6—8 þúsundir er hægt að fá keypta yndislega kóraley í Karabiska hafi. Sá, sem vill fá keypta ey, þar sem sagnir ganga um fólgna fjársjóði sjóræningja, verða þó að greiða nokkru hærra verð, og lofa verða þeir því, að greiða fyrri eiganda hundraðshluta af fjársjóðnum, þegar hann finnst. NORÐUR af Ástraliu get- um við valið um þúsundir smáeyja, og eru þær flestar ó- byggðar. Þær liggja úr braut allr ar menningar, en ef í nauðirnar rekur eru þær þó ekki svo fjarri siglingaleiðum, að frágangssök sé að hafa samband við skip, sem fara eftir fastri áætlun. Þar er hægt að taka á leigu ey fyrir lítið. En það eru líka til aðlaðandi eyjar nær okkur. í Evjahafinu við Grikkland eru venjulega ein- hverjar smáeyjar til sölu. Þetta eru eyjar, þar sem tíminn stend- ur kyrr, og litlar áhyggjur þarf að bera fyrir morgundeginum, ef við eignumst þar nokkur sítrónu- tré og olífulund. N E I S T A R — Hvers vegna hættir þú við Fíu? — Jú, það er ofur einfalt. Hún sagði mér, hvað hún vildi fá í afmælisgjöf — og hún sagði henni. hvað ég hefði í kaup á mánuði. — Eg kynntist konunni minni einum mánuði fyrir brúðkaup okkar. — Nú, já, ég kynntist minni ekki fyrr en einum mánuði eft- ir okkar brúðkaup. o—o—o — Finnst þér ég hafa sett of mikið salt í grautinn, ástin mín? — Það get ég ekki sagt, yndið mitt, ég mundi heldur segja, að þú hefðir sett of lítinn graut í saltið. o—o—o Ungur maður í þýzka bænum Detmold var með afskaplega vondan hósta og fór því á fund lyfsala í bænum til að fá úrbót. Lyfsalinn benti honum á vöru- miða, þar sem stóð: „Hóstið aldrei framar“. Ungi maðurinn lét undan freistingunni og keypti flösku með brúnum legi. Daginn eftir æddi hann inn í lyfjabúðina. Honum þótti sem hann hefði stórskemmt á sér hálsinn, því að hann var allur klístraður eftir vökvan. Og nú heimtaði hann fé sitt til baka, þvi að hóstinn hafði ekki heldur skánað vitundar ögn. Lyfsalinn gerði ekki annað en hrista höfuð- ið og benti á miðann, þar sem voru nctkunarreglur. Vökvinn var þá ekki til inn- töku, því að þetta var einhvers konar gúmmkvoða, sem bera átti á skósóla, svo að þeir drægju ekki raka. . J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.