Morgunblaðið - 20.08.1953, Síða 1

Morgunblaðið - 20.08.1953, Síða 1
16 sáður Sijórnarbyltiasey í JPersisa eisarasinnar steypa Mossadek Zahedi hershöfðingi tók í taumana Eftir liina misheppnuðu uppreisnartilraun um síðustu helgi flýði Persakeisari land. Hann var staddur í Rómaborg í gær, ásamt drottningu sinni Soraya, er fréttamaður Reuters bar honum fregnirnar af stjórnarbyltingunni í Persiu. Samtal við keisarann: „99% jþjóðarinnur gylgir mér að málum“ Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. RÓMABORG, 19. ágúst. — Fréttaritari Reuters-fréttastofunnar varð fyrstur til að færa keisara Persíu fregnirnar af atburðunum í.heimalandi hans. En keisarinn dvelzt nú í Rómaborg, því að hann varð að hverfa úr Persíu, eftir hina misheppnuðu tilraun til að steypa Mossadek í síðustu viku. Fréttaritari Reuters kvaddi sér< inngöngu til keisarans á gistihúsi, þar sem hann var staddur í dag. Var honum vísað inn í setustofu. Þar sat keisarinn í þægindastól á skyrtunni og axlaböndum, og fjLsppfif fiuð" valtes" LONDON 19. ágúst: — Moskvu- útvarpið skýrði í dag frá atburð- unum í Persíu. Sagði þar að lepp- ar auðvaldsríkjanna hefðu gert byltingu gegn hinni þjóðlegu i stjórn Mossadeks. — Reuter, hjá honum Soraya drottning og tveir ráðunautar. STÓRKOSTLEGAR FRÉTTIR Reuters-maðurinn rétti keisar- anum fyrstu fréttaskeytin af at- burðunum í Teheran. Hendur keisarans titruðu svo að hann átti erfitt með að lesa fréttirnar. Drottningin sat á stólbríkinni hjá honum og las yfir öxl hans og ráðunautarnir tveir rýndu líka í skeytin. FAGNAR ÞESSUM ATBURÐUM Drottningin hrópaði: „Þetta er mjög æsandi'*. Keisarinn muldr- ! aði: „Ég vissi það alltaf, 99% Götubardagar í Teheran. - Múgurinn tætti utanríkisráðherrann sundur Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. TEHERAN OG LONDON 19. ágúst. — Hinn keisaraholli her Persíu hef- uí' nú velt Mossadek úr stjórnarsöðli. Ekki er ljóst, hvar Mossadek er niður kominn, en utanríkisráðherra hans, Fathemi, var að því er útvarpið í Te- heran skýrði frá ,,tættur í sundur“ á aðaltorgi höfðuðborgarinnar. Lífvörður Mossadeks veitti harðvítuga mótspyrnu með vélbyssum, kringum bústað Mc-vsadeks. Zahedi hershöíðingi, sem keisarinn hafði falið stjórnarmyndun, fyrir hina misheppnuðu laugardagsbyltingii, hefur nú komið fram úr fylgsni sínu og tekið við stjórnartaumunum. Hefur hann sent skeyti til Reza Pahlevi, keisara, sem var staddur í Rómaborg og beðlð hann um að hverfa heim sem skjótast, til að veita persnesku þjóðinni forustu í viðreisn frelsis hennar. Yfirgefur ekki Mossadek WASHINGTON, 19. ágúst: — Sendiherra Persíu í Banda- ríkjunum, dr. Allah Yar Saleh lýsti því yfir í dag, að hann gæti ekki starfað fyrir and- stæðinga Mossadeks. Hann sagði að Mossadek túlkaði vilja persnesku þjóðarinnar og persneska þjóðin myndi snúast gegn öllum tilraunum til að níða Mossadek niður. — Reuter. Zahedi FAZLOLLAN ZAHEDI var út- nefndur forsætisráðherra Persíu í s. 1. viku. Var þá gerð fyrsta tilraunin til að steypa Mossadek. Lögregla hefur leitað Zahedis undanfarna daga, en í gær kom hann fram í dagsljósið og studd- ur her, lögreglu og almenningi tók hann öll völd í sínar hendur og er valdatími Mossadeks þar með á enda. Aðgerðir hersins hófust í dögun í morgun, en fyrstu fregn- irnar, sem umheimurinn hafði af þessum atburðum var, að skömmu eftir hádegi var skyndilega gert hlé á dagskrá út- varpsins. * UNDAN ÁNAUÐAROKI MOSSADEKS Var þá fluttur af hljómplötu söngurinn „Shir Khoda“, sem er keisarasöngur Persíu. Síðan kom fram í útvarpið Farhad Sardar, höfðingi Bakhitiari þjóðflokksins, frændi Soraya keis- araynju og las upp tilkynningu um að fylgismenn keisarans hefðu „brotizt undan ánauðaroki Mossadeks og bjargað land- inu frá kommúnismanum." Skoraði hann á alla þjóðflokka Persíu að fylkja sér undir forustu keisarans. Eftir þetta var skýrt frá aðgerðum keisarasinna. Hafði Zahedi hershöfðingi, sem keisarinn hafði útnefnt fyrir for- sætisráðherra, komið fram úr fylgsni sínu norðan borgarinnar. Stjórnaði hann uppreisn herliðsins í höfuðborginni. * GÖTUBARDAGAR í TEHERAN Stækustu fylgismenn Mossadeks og lífvörður hans snerust til varnar. Laust í götubardaga, þar sem um 300 manns munu hafa fallið og nokkur hundruð manns særzt. En herinn tók hverja stjórnarbygginguna á fætur annarri, útvarpsstöðina og símstöðina. Geysilegur múgur manns safnaðist saman víða á götunum. Hyllti fólkið keisarann og fagnaði er liðsauki hers- ins ók inn í borgina á vörubílum. Frh. á bls. 2. Mossndek slapp Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. TEHERAN 19. ágúst: — Her keisarans hafði höfuð- borgina alla á sínu valdi í kvöld. En Mossadek hef- ur að því er síðustu fregnir herma, komizt undan úr bústað sínum og vita menn ekki hvar hann er niður kominn. Er viðspyrna fylgismanna hans var hæld niður í bústaðniun, ruddist múgurinn þangað inn, braut allt og bramlaði og lagði eld í húsakynnin. Húsið var mjög sterklega varið með stál-brynvörnum og vélbyssum. Umferðarbann er í Teheran í nótt og mun herlið ið skjóta fyrirvaralaust á hvern þann sem ekki lilýðir banninu. Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.