Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagm' 20. ágúst 1953 ..TriJiið* hófsöm og starfssrlöð æska er það, sem ég vildi helzt óska þjóð minni44 í DAG á sextugsafmæli Margrét 'Jónsdóttir, skáldkona. Hún hefir féngizt við kennslustörf og rit- störf lengst af ævi sinnar og hafa Ijóð hennar og sögur náð mikl- um vinsældum, ekki sízt meðal Barna og unglinga, enda hefir Margréti alltaf þótt vænt um æskuna og helgað henni störf sín ‘ög krafta af alúð þeirri og ein- lægni, sem henni er lagin. Mbl. hefir komið að máli við Margréti skáldkonu í tilefni þéssa merkisafmælis hennar til að rabba við hana um það helzta, ;sém á daga hennar hefir drifið. GEKK ALDREI j BARNASKÓLA — Ég fæddist að Árbæ í Holt- um — segir Margrét — hinn 20. ,ágúst 1893. Faðir minn var ætt- aður úr Skagafirði en móðir mín yar vopnfirzk. Ég ólst upp í fá- tækt með móður minni, á ýms- ur bæjum í Rangárvalla- og Arnessýslu. í barnaskóla gekk ég gjdrei en ekkert tækifæri lét ég ,ónotað til að lesa það sem ég npði í. Annars var bókakostur ,þeldur minni þá en nú gerist, .helzt voru það ljóð og svo ís- ,lendingasögurnar, sem völ var á. Það var mér einnig til láns að mþðir mín var vel að sér um raargt og lét sér mjög umhugað pm, ég fengi að læra. LEIDDIST .SKRIFSTOFUSTÖRFIN 17 ára gömul fór ég á Kvenna- skólann í Reykjavík og var þar ,4 tvö ár, 1910—12. Var síðan næstu árin heimiliskennari uppi úaveit og í kaupavinnu á sumrin eins og þá tíðkaðist. Nokkur ár fékkst ég við skrifstofustörf en ,þau leiddust mér alltaf þótt ég yæri undir góða húsbændur gef- jp, Árið 1926 tók ég kennarapróf og var síðan kennari við barna- shþlana hér í Reykjavík fram til ,þfsins 7943 en þá varð ég að láta ,af kennslustörfum sökum heilsu- , þrests og hefi ég ekki tekið til , y|ð þau síðan. PYRJAÐI AÐ YRKJA FYRIR INNAN FERMINGU „ — En hvað getið þér sagt mér ,Vm ritstörf yðar? Vi:— Þau hafa jafnan verið sem (hver önnur aukastörf. Mér hefir þkki fundizt ég mega helga þeim ,peinn tíma nema ég vissi, að öll- um skyldustörfum mínum væri fullnægt — og kennslustarfið er .míkið starf. ; — Hvað voruð þér gamlar, þegar þér fyrst byrjuðuð að yrkja? ,, — Ég var nokkuð fyrir innan .fermingu, þegar ég fór að búa ;|tjl vísur og einhvers staðar á ég Jitla bók, sem ég orkti, þegar ég yar 12 ára. Fyrsta kvæðið mitt, ,.§em birtist á prenti var „Mel- ■kprka“ í kvennablaðinu „19. 4úní“ árið 1920. , Fyrsta kvæðabókin mín, „Við .ílöll og sæ“, kom út árið 1933 og önnur, „Laufvindar blása“, árið 1940. Nú á sextugsafmæli mínu lpemur út sú þriðja, „Meðan dag- er“. í henni eru bæði kvæði, sém birzt hafa áður í ýmsum hlöðum og tímaritum og önnur, sem aldrei hafa birzt á prenti. BARNABÆKUR — RITSTJÓRI ÆEKUNNAR — En hafið þér ekki einnig skrifað nokkrar barnabækur? — Jú, ég hefi sekrifað fimm barnabækur, sem komu út á ár- unum 1943—51 og svo auk þess smásagnasafn fyrir fullorðna, ,Xjósið í glugganum". Einnig hefi ég fengizt nokkuð við þýð- -ingar, aðallega úr sænsku og enn- fremur við samningu sönglaga- texta og barnákvæða. Hefi ég nú, á s.l. vetri, í samvinnu við frú Guðrúnu Pálsdóttur samið texta Samfal við skáldkonuna Hargréti Jónsdóttur sexhiga. Krístján Jóhanness&n setti eina Isiandsmet meistaramótsins Margrét Jónsdóttir við 10 sönglög eftir Bach, sér- staklega ætluð til söngs í barna- | skólum. | — Og einu sinni voruð þér 1 ritstjóri „Æskunnar“. — Var það ekki mikið starf? — Jú, það var það — og skemmtilegt um leið. Mér hefir alltaf þótt gaman að vera innan um og vinna fyrir börn og ungl- ina. Ég hefi trú á æskunni — æskunni eins og hún er í dag, enda þótt hún hafi breytzt að ýmsu leyti frá því, er áður var. Það er varla hægt við öðru að búast, þegar tekið er tillit til hinna gjörbreyttu þjóðfélags- hátta á íslandi. AFSKIPTI AF FÉLAGS- MÁLUM — Hafið þér ekki einnig haft nokkur afskipti af félagsmálum? — Ég hefi um langt skeið starf- að innan Góðtemplarareglunnar og í Lestrarfélagi kvenna hefi ég verið í yfir 30 ár. í báðum þessum félögum hefi ég verið gerð að heiðursfélaga. Einnig hefi ég tekið þátt í ýmiskonar kven- félagastarfsemi og kennarasam- tökum, hefi nokkrum sinnum far- ið erlendis og setið fundi og þing norrænna félagssamtaka. — Og hvað hafið þér nú fyrir stafni — alltaf að skrifa? — Ég er að því alltaf öðru hvoru. Annars vinn ég nú á Þjóð- minjasafninu seinni hluta dags- ins, þegar það er opið, en það er ekki ýkja mikið starf. Ég á aldr- aða móður á lífi og hefi ég hana og heimili mitt að annast um. Ég held, að ég sé ein af þeim lán- sömu manneskjum, sem þykir gaman að flestri vinnu, nema þá helzt verzlunar- og skrifstofu- vinnu — þesskonar störf hefi ég aldrei getað fellt mig við — það sem ég þekki til þeirra. ÆSKAN OG ÍSLENZK MENNING — Og hafið þér nokkra sér- staka ósk fram að færa á þessu merkisafmæli yðar? — Ekki þá aðra fremur en þá, að æskan okkar megi bera gæfu til að varðveita hinn dýrmæta arf íslenzkrar tungu og menningar, sem ég unni framar öllu öðru — að hún gangi áfram götuna til góðs og gleymi ekki guði sínum, því að sjálfstæð, trúuð, hófsöm og starfsglöð æska er það, sem ég helzt vildi óska þjóð minni og það, sem ég af veikum mætti hefi viljað stuðla að. sib. AKUREYRI, 19. ágúst: — A mánudagskvöldið hélt meistara- mót íslands í frjálsum íþróttum Kristján Jóhannsson áfram hér á Akureyri. Keppt var þá í 3000 m. hindrunarhlaupi og fyrri hluta tugþrautar. Rigning- arsuddi var og heldur leiðinlegt veður svo sem verið hafði mestan hiuta mótsins. Þrátt íyrir þetta var 3000 m. hindrunarhlaupið ein skemmtilegasta keppnin og sem gaf eina íslandsmetið á mót- inu. Úrslit urðu þau, að fyrstur varð Kristján Jóhannsson, ÍR, á 9.47,1 mín. Annar varð Einar Gunnlaugsson, Þór, á 9.59,6 míh. Er þetta í fyrsta sinn, sem tveir íslendingar hlaupa undir 10 mín. Þriðji var Eiríkur Haraldsson, Á, á 10.47,8 mín. og 4. Þórhallur Guðjónsson, UMFK, 10.55,1 mín. Eiríkur var fyrstur tvo hring- ina, en þá fóru þeir Kristján og Einar fram úr. Tugþraut meistaramótsins fór fram á mánudag og þriðjudag. íslandsmeistari varð Valdimar Örnólfsson, ÍR. Hlaut hann 4881 stig. Annar varð Leifur Tómas- son, KA, hlaut 4540 stig. Sleppa varð 4x1500 m. boð- hlaupi og 10 km. hlaupi vegna óhagstæðs veðurs og þess að all- margir keppendur utan af landi voru farnir heim. Heiðursbikar ÍSÍ hlaut Guð- mundur Lárusson, Á, fyrir bezta afrek mótsins, 49,5 sek. í 400 m. hlaupi. Mótið var hið ánægjulegasta þrátt fyrir slæmt veður. Áhorf- endur voru allmargir. Mótstjóri var Haraldur Sigurðsson, gjald- keri. — Vignir. Aímæliskveðja frá stéttarbróður ÞEGAR ég var nemandi í Kenn- araskólanum, kynntist ég ungri stúlku, ljóshærðri og laglegri, sem Margrét hét, Jónsdóttir. Mér finnst allskammt síðan — en í dag er Margrét sextug og þjóð- kunn, sem rithöfundur og kenn- ari. Það er að vísu enginn stór- viðburður að ná sextugsaldri, þegar margir verða níræðir og tíræðir. T. d. má nefna, að móð- ir Margrétar, Stefanía Jónsdótt- ir, er enn á lífi, komin nokkuð yfir nírætt. Ég átti tal við hana nýlega í síma og mér þótti hún furðu ern og hress í máli. — Sextugsafmæli er þó merkur á- fangi í æfi hvers manns og því ástæða til að líta yfir liðinn dag og árna heilla. Ég ætla hvorki að rita hér eftirmæli né æfisögu, því að ég vona að M. J. eigi eftir að lifa og starfa mörg ár enn. En um leið og ég flyt M. J. heillaósk- ir mínar og starfsfélaga okkar frá liðnum árum, vil ég rifja upp nokkur atriði, er snerta kennslustörf Margrétar og skyld mál. Þeim æfiþáttum hennar er ég kunnugastur. Snemma bar á greind Mar- grétar og námfýsi, en ekki átti hún þess kost að hefja skóla- göngu fyrr en 1910, að hún hóf nám í 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík og útskrifaðist það- an með 1. einkunn vorið 19121 Næstu ár er hún heimiliskenn- ari á ýmsum stöðum, en var síð- an nokkur ár við verzlunar- og skrifstofustörf. En ekki undi hún þar lengi. Hugurinn virð- ist hafa leitað kennslustarfsins. Hún settist í 2. bekk Kennara- skólans 1924 og tók kennara- próf með ágætiseinkunn 1926. Sama ár hóf hún kennslustarf við Miðbæjarskólann í Reykja- vík, en fluttist að Austurbæjar- skólanum, þegar hann var stofn- aður og kenndi þar meðan heils- an leyfði. En 1945 fékk hún lausn frá embætti vegna vanheilsu. Tvívegis fór hún til Norður- landa á kennsluárum sínum, tók þátt í kennaranámskeiðum og heimsótti skóla. Margrét var hugkvæmur, vin- sæll og stjórnsamur kennari, sem naut álits og virðingar nem- enda sinna og samkennara. Ég tel hana Hiklaust í fremstu röð þeirra kennara, sem ég hefi kynnst. Félagsmál kennara lét hún og til sín taka og naut þar álits vegna gáfna sinna og áhuga, varðandi heill og framfanr stéttarinnar. Henni voru falin þar ýms trúnaðarstörf, m. a. var hún í nefnd, sem undirbjó barna verndarlöggjöfina 1930—’31. Samhliða kennslustörfum var hún ritstjóri Æskunnar árin 1928—’42 og varð þjóðkunn á þeim árum. Henni fórst ritstjórnin prýðilega úr hendi. Þá kom í Ijós að hún var skáld gott, ritar fallegt mál og hefir næman skilning á eðli og blæ- brigðum íslenzkrar tungu. Hún skilur einnig barnseðlið og á því svo létt með að ná hugum og hjörtum barnanna, með ljóð- um sínum, leikritum og sögum. Þessvegna' hefur hún unnið sér velvild og virðingu íslenzkra barna, enda í fremstu röð þeirra rithöfunda, sem ritað hafa fyrir börn á síðari árum. Einnig hefur hún þýtt nokkrar góðar barna- bækur. Mér telzt til að 7—8 barnabækur hafi hún sent frá sér, 2 Ijóðabækur og eitt smá- sögusafn. Bækur hennar hafa hlotið góða dóma og ljóðabæk- urnar eru löngu uppseldar. Það mun því gleðja lesendur M. J., að í dag mun koma út þriðja Framh. á bls. 12 Gefraunirnar að hefjast á ný EFTIR nokkurra vikna hlé hefj- ast getraunir að nýju eftir miðj- an mánuðinn. Fyrsti seðillinn er nú kominn út og liggur frammi hjá umboðsmönnum. Leikir fyrsta seðilsins fara fram laugar- daginn 22. ágúst og verða það leikir 2. umferðar ensku deilda- keppninnar, en leikirnir verða þessir: Arsenal — Huddersfield Blackpool — Chelsea Cardiff^— Aston Villa Charlton — Burnley Liverpool — Manchester Utd. Manch. City — Wolves Middlesbro — Preston Newcastle — Sunderland Portsmouth — Sheffield Utd I Sheffield W. — Tottenham W. B. A. — Bolton Fulham — Stoke f vetur verður eingöngu gizkað á enska leiki, sem fram fara hvern laugardag til loka apríl. j Úrslit leikjanna verða birt í blöðum og hádegisútvarpi á sunnudögum. Eins og kunnugt er, eru leik- irnir á seðlinum 12, en í þeim 50 leikvikum sem getraunirnar hafa starfað, hefur aðeins 2svar tekizt að gizka rétt á alla leikina. Var fyrri vinningurinn 2500 kr. en sá síðari 6600 kr. í siðara skiptið var greiddur aukavinningur fyrir að fá alla leiki rétta, og verður það einnig í vetur, verður greiddur auka- vinningur allt að 5000 kr. fyrir 12 rétta leiki. Hjá umboðsmönnum, ennfrem- ur hjá héraðssamböndum, íþrótta bandalögum, ungmenna- og íþróttafélögum um ailt land er nú hægt að fá seðla, sem þátt- takendur geta fyllt út fyrir marg- ar vikur í senn. Gilda þeir ó- breyttir eins margar vikur og þátttakendur óska. Þetta íyrir- komulag, fastar raðir, er ekki alveg óþekkt, og er þess skemmst að minnast, er Englendingur hlaut 100.000 £ fyrir röð, sem hann fyllti út viku eftir viku. Með þessu fyrirkomulagi geta getraunirnar náð yfir allt landið, en áður var þátttökusvæðið bund ið við reglulegar og tíðar sam- göngur við Reykjavík. I Þegar íþróttasjóður hóf starf- ’ rækslu getrauna í fyrravor, var mjög stuðst við þann árangur, sem slik starfsemi hefur náð á Norðurlöndum, einkum í Noregi og Finnlandi, þar sem aðstæður eru líkastar og hér. íþróttasjóður er mjög féþurfi vegna bygginga íþróttavalla, — húsa og sund- lauga um landið en reynsla Norð manna af getraununum er slík, að íþróttahreyfingin norska fær um 5 millj. kr. árlega frá starf- seminni. Afréð íþróttasjóður því að gera tilraun með slíka starf- semi hér. Nú er það komið undir 1 félögum íþróttahreyfingarinnar ! íslenzku, hvort árangur hér verð ur eitthvað í líkingu við það. Vesfinannaeyíngar unmi m i VESTMANNAEYJUM, 19. ágúst: — Körfuknattleiksflokkur úr ÍR kom í heimsókn hingað til Eyja 15. ágúst s.l. og keppti tvo leiki við flokk frá íþróttabandalagi V estmannaey j a. Fyrri leikinn vann ÍBV með 24 stigum gegn 9 og þann síðari með 26 gegn 18. Báðir leikirnir voru mjög spennandi og skemmti legir, og éiga ÍR-ingar þakkir skvldar fyrir komuna hingað. Körfuknattleikur er ný íþrótt hér. Hefir aðeins verið keppt einu sinni áður í honum og virðist, ef dæma má eftir áhuga fólksins á þessum leikjum, ætla að verða mjög vinsæl íþrótt. — Bj: Guðro.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.