Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 11
Fimmíudagur 20. ágúst 1953 MORGUNBLAÐip 11 Smásaga dagslns: VORBRELLUR Hópferð islendlnga eftir Hans Severinsen. HÚN hafði opnað gluggann upp á gátt. Það var komið fram í maí og þetta var fyrsta hlýja kvöld- ið. Hún ætlaði að fara að hátta, en hún staldraði við úti við glugg ann og lét vorloftið streyma inn á sig. Um leið fylltist hún ein- hverri undarlegri kennd, sem til- heyrði alltaf vorinu. Enda þótt klukkan væri að verða tólf . . . . hún hafði setið við að lesa spenn- andi ástarsögu . . . stóðst hún ekki freistingunaen ákvað að fá sér kvöldgöngu. Hún var ein. Maðurinn hennar var á ferðalagi, svo hún þurfti ekki að gefa neina skýringu á því, hvers vegna hún færi út svona seint. Hún ætlaði bara að ganga út að næsta götuhorni og snúa svo við aftur. Úti var ennþá hlýrra en hún hafði búizt við. Hún ókvað því að ganga niður að vatninu og setjast þar á bekk, þó ekki væri nema augnablik. En hún hafði setið kyrr næst- um allt kvöldið og hana lang- aði því ekki til að setjast á bekk- inn. Þess vegna gekk hún áfram eftir götunni meðfram vatninu og út að Fredensbrú. Hún mætti fáu fólki. Mest voru það ungir elskendur eða eldri menn, sem voru úti með hundana sína til að viðra þá. En veðrið var svo gott, að henni fannst hún verða að njóta þess lengur Og þess vegna hélt hún áfram meðfram Peblinge-vatninu, og niður með St. Jörgens-vatninu Og loks kom hún á Vesturbrú. Henni fannst þessi næturganga liggja einhvern veginn algerlega Utan við hinn daglega raunveru- leika. Hún hafði varpað frá sér öllum hugsunum um húsverk og hreingerningar Og allt það annað sem fyllti huga hennar á hverj- um degi. Hversdagslegir hlutir voru ekki til. Vörnóttin fyllti hana óskiljanlegri gleði. Hún minntist þess ekki að hafa fund- ið til slíkrar kenndar síðan hún var kornung og ástfangin. Það var eins og einhver kraftur innra með henni yrði að fá útrás. — Klukkan var orðin þrjú, þegar hún kom loks heim að húsi sínu Og þá voru fuglarnir vaknaðir Og farnir að syngja hinum nýja degi lofsöngva sína. Þá uppgötvaði hún, að það var Jjós í stofuglugganum. Gat það verið að hún hefði gleymt að Slökkva, þegar hún fór út? Það væri ólíkt henni, því hún var komin á þann aldur, þegar fólk lætur sér annt um að eyða ekki rafmagni eða gasi til einskis. Gat það verið að þjófar hefðu komizt |nn í íbúðina? Það var varla mögulegt. Þjófar kveiktu heldur ekki 1 jós þegar farið var að birta. Óhugsandi var, að maðurinn hennar væri kominn heim. Hún hafði fengið bréf frá honum í gær og hann var óravegu í burtu. Hann hélt alltaf áætlun og hann Var ekki vanur því að koma henni á óvart með nokkurn hlut. Hún vissi alltaf hvar hún hafði hann. En það var samt maðurinn hennar, sem var kominn heim. Hann stóð alklæddur á miðju Btofugólfinu, þegar hún kom inn. Samvizka hennar var hrein. — Henni datt ekki einu sinni í hug að nokkuð undarlegt væri við það, að hún kæmi heim svona seint. Fyrsta hugsun hennar var að heilsa honum með kossi og láta í ljós gleði sína yfir því að hann væri kominn heim. En hún hikaði við þegar hún sá Svipinn á andliti hans. „Hvar hefur þú verið?“ spurði hann. Rödd hans var henni alveg eins ókunnug eins og augnaráðið, sem hann sendi henni. Það var eins og framandi maður stæði fyrir framan hana. „Ég hef beðið eftir þér í þrjá klukkutíma“, sagði hann og leit á úrið sitt. „Ég hef gengið fram og aftur um gólfið í þrjá klukku- tíma og beðið eftir þér. Hvar hefur þú verið?“ Nú skildi hún, hvað var svona ókunnuguegt við hann. Maður sem hefur gengið um gólf í þrjá klukkutíma í mikilli geðshrær- iingu, hlaut að verða einhvern veginn svona. „Ég fór bara út til að fá mér frískt loft“, sagði hún. „Er nokk- ur ástæða til að komast úr jafn- vægi fyrir það?“ „Hvar hefur þú verið?“, spurði hann aftur. Hún sagði honum frá göngu- ferðinni í góða veðrinu og lýsti því nákvæmlega fyrir honum hvar hún hafði gengið. En harkan fór ekki úr svip hans. „Útskýringarnar eru nógu vel undirbúnar hjá þér. Þú ert annars ekki vön því að ljúga að mér“. „Hvaða vitleysa“, sagði hún. •— „Hvað heldur þú eiginlega um mig?“ „Hættu þessum undanbrögð- um“, sagði hann hranalega. „Ég hef þekkt þig í tíu ár og veit að þú mundir aldrei láta þér detta í hug að ganga um borgina þvera og endilanga um hánótt . .. Hver er þessi maður?“ „Maður? Hvaða maður?“ „Þú hefir meiri leikhæfileika en ég bjóst við . . . Þekki ég hann?“ Hún lét fallast niður á stól. Hann horfði rannsakandi á hana: „Já, nú missir þú kjarkinn. Nú vantar bara játninguna...... hver er þessi maður? Þekki ég hann“. „Þú þekkir hann ekki“, sagði hún hljómlausri röddu. Hún vissi ekki sjálf, hvers vegna hún svaraði þannig. Ekki var það vegna þess að henni fyndist hún neydd til þess. Það hlaut að vera af þessari æfintýra- þrá, sem hún fann ennþá til eftir gönguferðina, í fagurri vornótt- inni. Kannske fannst henni dá- lítið gaman að því að stríða mann inum sínum, sem sýndi afbrýðis- semi i fyrsta sinn eftir tíu ára hjónaband. „Hvernig lítur hann út?“, spurði maðurinn hennar. Henin datt í hug söguhetjan í bókinni, sem hún hafði verið að lesa í áður en hún fór út. „Hann er hár . . . dökkhærður .... grannur", sagði hún dreym- andi röddu. „Já, það er venjulega lýsingin á þeim. Og svo á hann helzt að vera milljónamæringur. •— Hvar kynntist þú honum?“ „Ég kynntist honum af hend- ingu“. „Kynnst honum á götunni auð- vitað?“ „Nei, nei“, sagði hún. „Við vorum kynnt hvort fyrir öðru“. „Hvað heitir hann?“ Hún varð aftur að leita aðstoð- ar bókarinnar. „Burgrave", sagði hún. „John Bugrave“. Maðurinn hennar missti allt vald á rödd sinni. „Einmitt“, hrópaði hann upp yfir sig. „Þú leggst svo lágt að eltast við ein- hverja Englendinga . . . “. „En hann er danskur", flýtti hún sér að segja. „Faðir hans var Englendingur en • móðir hans dönsk. Hann hefur verið hér alla sína ævi. En ég veit ekkert meira um hann“. „Hvers konar samband er ykk- ar á milli?“ „Ekkert“. Hún stóð upp af stóln um. „Við höfum farið saman í gönguférðir . . . og get fullvissað þig um það, að . . . “. Hann gretti sig. „Gönguferðir .... klukkan þrjú um nótt ....“. Hann gekk að bókaskápnum þar sem pípan hans var og fór að troða í hana. Hann þurfti auð- sjáanlega að fá augnabliks næði til að hugsa. „Ég skil ekki hvernig þú hef- ur getað gert mér þetta“, sagði hann. „Ég skil það ekki . . . eftir tíu ára hjónaband. . . . ég hef alltaf treyst þér“. „Finnst þér það svo afskap- lega óskiljanlegt?", sagði hún. „Þú talar um tíu ára hjónaband . . . . já, en við höfum eingöngu tollað saman af gömlum vana. Hrofir þú nokkurn tímann á mig? Er ég ekki eingöngu partur úr tilveru þinni, nauðsynlegur hluti sem gefur þér að borða, gætir heimilis þíns og stoppar sokkana þína?“ Hann leit á hana og hún sá, að það var eitthvað í augum hans, sem hún hafði ekki séð síðan þau voru nýtrúlofuð. Hún minntist þess, að þá hafði hún oft séð þennan svip í augum hans. Það var eins og augnaráðið felldi í sér gleðina yfir því að eiga hana og um leið óttann við það, að aðrir kynnu að taka hana frá hon um. Drottinn minn, hvað það voru mörg ár síðan hún hafði séð þetta augnaráð og hvað hana lang aði til að láta það endast sem lengst. Hún fann það á sér, að hann var á báðum áttum, eins og ung- ur vandræðalegur elskhugi. Það gaf henni aftur styrk, svo að fas hennar breyttist gersamlega. Hún settist á stólbríkina og dill- aði fætinum, Það kom glampi í augun á henni og henni fannst eins og fiðringur færi um sig alla. Maðurinn hennar hlaut að upp- götva það í annað sinn, að hún væri eftirsóknarverð og það hlaut að vera mikið áfall fyrir hann að komast að þeirri niðurstöðu, að öðrum manni fannst það líka. „Jæja, ég ætla að fara að hátta“, sagði hún. Hún gekk hnakkakert fram hjá honum inn í svefnherbergið og háttaði. •— Hún hafði ekki dregið niður gluggatjaldið. Fyrstu geislar morgunskólarinnar féllu á vegg- inn. Hún lagðist út af og starði á þenan sólblett. Þegar maðurinn hennar hafði lokið úr pipunni, kom hann inn til hennar. Hann hafði sennilega hugsað mál sitt vandlega. Hann settist á rúmbríkina hjá henni. Henni varð ltið framan í hann og hún skelfdist, þegar hún sá, hvernig áhyggjur og sorgir höfðu sett sín greinilegu spor á andlit hans þessa stuttu stund. Allur hlýleikinn, sem hún hafði borið til hans, en sem hafði kólnað smátt og smátt. í tíu ára hjóna- bandi, lifnaði við að nýju. Henni datt í hug að segja honum allan sannleikann, en vissi að hann mundi hvort eð var ekki trúa henni. Þessa nótt hafði hann upp- lifað meira hugarstríð en nokkra aðra nótt í hjónabandi sínu. „Ég hef ekki verið þér eins góður og ég átti að vera“, sagði hann. „Ég hef gefið mig allan að atvinnunni í bankanum. Ég Framliald á bls. 1? Framh. af bls. 7 en vasaklútur, dugði að ieggja hann ofan á kollinn. Spanskar konur hafa altaf svartar slæður á höfði þegar þær ganga í kirkju. Eru slæður þær handsaumaðar af hinni mestu snild. Kaupa út- _ lendingar mikið af þessum slæð- ' um til minja, enda er treyst á viðskipti þeirra. Spönsku koraurn- ar sitja allan veturinn við að „brodera" þessar slæður og verja seinustu aurum heimilis- ins í efniskaup svo að á vorin má oft heyra andvörp þeirra: „Hvenær koma ferðamennirnir?" því að þá er bjargarlaust í bú- inu þangað til slæðurnar seljast. Á undanförnum árum mun hafa verið tiltölulega lítið um ferða- menn á Spáni, en nú er ferða- mannastraumurinn að aukast stórkostlega. SITT AF HVERJU Bastkörfurnar, sem vegaverka- menn nota, eru víða hvar helsta , flutningatækið. í þær sækir fólk- ið matvörur og kol. (Stundum sækja konurnar kol í mundlaug- ar, og þætti það lítil kolakaup hér á landi; þetta eru viðarkol). Fjölmenn stétt er götusóparar og ganga þeir í einkennisbúning- um. Þeir hafa flata strákústa og sópa ryki og affalli trjánna upp í bastkörfur. Og til margs annars eru þessar körfur notaðar. Þess má geta, að á krossgöt- um og fleiri gatnamótum í borg- unum eru hafðir ljósvitar til þess að leiðbeina umferðinni. Vitar þessir eru um einn metra á hæð og stallur steyptur í kring um þá. Þætti mér liklegt að slík- ir vitar gæti gert mikið gagn hér í Reykjavík. Ég skoðaði blöðin og reyndi að komast eftir því hverjar væru helztu fréttirnar í þeim. Gekk það misjafnlega. En þar sá ég að Spánverjar nota upphrópun- armerki og spurningarmerki bæði á undan og eftir setningum, eins og vér notum gæsalappir, og er því svo hagað, að merkið framan við setninguna stendur á höfði, en hitt snýr rétt. Mikið er um auglýsingaspjöld meðfram öllum vegum. Ein aug- lýsing vakti sérstaka athygli, því að hún var alls staðar og stundum máluð á hús, steina eða kletta: „Majories no hay“ stóð þar, en það þýðir „Ekkert betra“. Varan er hvergi nefnd, en sagt var að þetta væri auglýsing um koníak, og að allir Sjánverjar vissu hvað við var átt, alveg eins og menn vita hér á landi að það er auglýsing fyrir Álafoss, ef einhvers staðar stendur: ’ „Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann“. t Það er sérstök staða á Spáni að vera ríkur. Á einum stað var komið að mjög stóru og skraut- legu íbúðarhúsi og Spánverji spurður hvaða hús þetta væri. Hann nefnir eiganda þess og kvað hann búa þar einan með þjón- ustuliði sínu. „Hvað gerir hann?“ var spurt. „Gerir?“ endurtók Spánverjinn undrandi; „hann gerir ekki neitt, hann er ríkur“. Þar með var alt sagt sem þurfti. Það er ekki ætlast til þess að ríkir menn vinni á Spáni. Þeir eiga að lifa á eignum sínum, það er þeirra atvinna, og fólkið öfund ar þá ekki, því að það telur þetta svo sem alveg sjálfsagt. Áður en lagt væri í þessa ferð, var oss spáð sól og sumri og að vér mundum lengja hið íslenzka sumar um þrjár vikur.’ En að sumu leyti rættist þetta ekki. Veðurfar var yfirleitt svalt og vér fengum ekki nema 4—5 sól- skinsdaga þar sem attaf á að vera sólskin um þetta leyti árs. Spánverjar kvörtuðu um kulda og sögðu að þetta væri einhver kaldasti apríl í manna minnum. —o— Þessi Spánarför Ferðaskrifstof- unnar og Flugfélags íslands var í rauninni tilraun, gérð til þess að vita hvað hægt væri að sýna ís- lenzku ferðafólki af suðlægum löndum á sem styztum tíma. Verður ekki annað sagt en til- raun þessi hafi tekist vel og ekki vissi ég betur en allir væri ánægð ir með ferðalagið og fyrirgreiðslu ferðaskrifstofanna í París og á Spáni. Og ferðalagið var ódýrt, eftir því sem um er að gera. Ég komst yfir áætlun spanskrar ferðaskrifstofu um skemtiferðir þaðan í sumar, og er hægt að hafa hana til samanburðar. Þnr var meðal annars ráðgerð 12 daga ferö til Noregs. Átt: að fljúga til Bergen, ferðast þaðan til Ósló, Hamars og norður í Sogn, en þaðan með skipi innan skerjagarðsins til Bergen' og svo flugleiðis heim. Þessi ferð átti að kosta 16,850 peseta, en það samsvarar 8,425 krónum. Er það miklu hærra gjald en fyrir Sján- arferðina og tíminn þó þriðjungi styttri. Mesti kosturinn við þetta ferða lag er þó sá, að maður sannfærist um það betur en áður, að hvergi er jafn gott að vera og á ís- landi, hvergi er jafn fagurt og á íslandi og hvergi er skemtilegra að ferðast en á íslandi. Að lokum þakka ég svo farar- stjóra vorum, Njáli Símonar- syni, fyrir ágæta framkomu hans í hvívetna. Hann reyndist öllnm vel og var hinn úrræðabezti í hvert sinn, sem einhvern vanda bar að höndum. Er það mikils- virði fyrir ferðamannahóp í ókunnu landi að hafa svo örugg- an fararstjóra. Á. Ó. ♦*♦♦$♦ ♦$♦ ♦$♦ ♦$♦♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ Morgnnblaðið er helmingi útbreiddara cn nokknrt annað islenzkt bfað. Bezta auglýsingablaðiff. — Vanur bókhaidari óskast Vélasjóður Búnaðarfélagshúsinu. Sími 2718. Nokkrir nemendur geta komizt að Húsmæðraskólanum, Hverabökkum, Hveragerði, næstkomandi skólaár. Talið við mig sem fyrst. Fyrir hönd forstöðukonunnar, Sigurlaug Jónsdóttir, húsmæðrakennari, Hverabökkum, Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.