Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 9
Fimmuidagur 20. ágúst 1953 MORGUNBLAÐIÐ 9 99 a sam- Evrópa kallar“ starf þjóðanna Sýning í Höfn, sem sannc ar nauðsyn samstarfsins AÐ SYNA STEFNUNA í VERKI Kaupmannahöfn í ágúst 1953. FÁNAR allra aðildarlanda Evr- ópuráðsins hafa undanfarna daga blakt við hún á framhlið stór- verzlunarinnar „Magasin du Nord“ á Kongsins Nýjatorgi. — Ástæðan til þess er sú, að leið- togar Evrópuhreyfingarinnar 1 Danmörku hafa efnt þarna til sýningar, til þess að gera fólki Ijósa nauðsyn aukinnar sam- vinnu milli lýðræðisþjóðanna í Vestur-Evrópu. „Það er ekki nægilegt, að Evr- ópuráðið haldi fundi og sam- þykki ályktanir. Það er ekki síð- ur áríðandi, að almenningur í að- ildarlöndum skilji, að náið sam- starf þeirra á milli er þessum löndum blátt áfram Iífsnauðsyn“, sagði einn af forgöngumönnum sýningarinnar við míg. Kraft, utanríkisráðherra, opn- aði þessa sýningu. Frode Jakob- sen, einn af fulltrúum Dana í Evrópuráðinu, hélt þar ræðu. — En aðalræðan var haldín af R. W. G. Mackay, brezkum stjórn- málamanni úr verkamanna- flokknum. Hann er eindreginn fylgismaður Evrópuhreyfingar- innár, þótt hann sé Breti, og hef- ur átt sæti í Evrópuráðinu. Hann sagði m.a.: AUKIN VELMEGUN OG STYRKUR EF ÞJÓÐIRNAR SAMEINA KRAFTANA — Ég er sannfærður um, að Bandaríki Evrópu verði stofnuð fyrr eða síðar. í stórum dráttum má segja, að heimurinn skiptist í Rússland-Kína öðru megin, USA, brezka samveldið og Vestur-Evr- ópu hinum megin. Vestur-Evr- ópuþjóðirnar eru hver um sig veikar og áhrifalitlar í stjórn- málum. En ef þær sameinuðust, þá mundi efnahagsleg velmegun og pólitísk álirif þeirra aukast stórkostlega. Hvers vegna eru Bandaríkin í Ameríku auðug? Af því að þau eru stór og ráða yfir ógrynnum af efnivörum, segja sumir. En Vestur-Evrópa er Mka stór og ræður yfir miklum efnivörum. Það er annað, sem er að. Við- skiptahöftin og gjaldeyrisvand- ræðin standa atvínnulífí Vestur- Evrópuþjóðanna fyrir þrifum. Trá sýningunni „Evrópa kallar“ á Kóngsins Nýja torgi í Höfn Endurreisnarstorlið hnfið í Suður Róreu 790 þús. íbúðarhús lágu þar í rústum. TJÓNIÐ af styrjöldinni í mannvirkjum, sem verður hrund Kóreu er gífurlegt. Sennilega ' jg j framkvæmd á næstu árum. meira en dæmi eru til í Er gert ráð fyrir að 99 þeirra nokkru einstöku landi á síð- Verði fullgerð næsta sumar. ustu áratugum. Telur stjórnin, að 1—114 ■ NÝSMÍÐI SKÓLA milljón borgara hafi látið lífið j Skólar hafa verið endurbættir, þótt vestrænum mönnum mynd« enn þýkja þeir ærið frumstæðir. Um 70 milljón dölum hefur verið lofað eða veittir af S. Þ. til um- bóta þessara mála. Suður-Kóreumenn skortir mjög þekkingu á tæknisviði. Þeim hef- ur aldrei gefizt kostur á að afla hennar. Japanir kúguðu þá 4 mannsaldra og þá langar mjög til að auka þekkingu sína á tæknilega sviðinu. í þriggja ára áætluninni er gert ráð fyrir auk- inni tæknimenntun þeirra. Eitt aðalvandamálið, sem við er að etja er að þótt 80 af hundr- aði íbúanna stundi akuryrkju, þá er talsvert af iðjufyrirtækjum. Raforka og eldsneyti hefur kom- ið frá Norður-Kóreu og Man- churiu. Það verður því að vinda bráðan bug að því að afla þess að sameining sé á næsta leiti. (Stytt eftir New York Times). SAMSTAÐAN HJALPAR liANDARÍKJ UNUM 1 Þegar Paul Hoffman árið 1950 tók að sér að stjórna OEEC (Efnahagsstofnun Evrópu), þá sagði hann við blaðamenn, að í- búarnir í USA, rúmlega 150 millj. að tölu, framleíði fyrir 260 milljarða dollara á ári, en íbúar Vesíur-Evrópu, 280 milijónir að tölu eða nálega helmingi fleiri, franileiði aðeins fyrir 160 millj- arða dollara áriega. Þetta stafar ekki af því, að Vestur-Evrópuþjóðirnar skorti dugnað eða tækniíega kunnáttu til að geta staðið BancLaríkja- mönnum á sporði. Þaer gætu skapað sér eins góð lífskjör og Bandaríkjamenn hafa gert, ef þær afnæmu viðskíptahöftin sín á milli og hefðu sameiginlegan gjaldeyri. Marshallaðstoðin var nauðsyn- 3eg og reyndist blessunarrík. En líklega helmingur hennar hefði verið ónauðsynlegur, ef Vestur- Evrópuþjóðirnar hefðu skapað frjáls viðskipti sín á milli. Sem dæmi þess má nefna, að ítalir og Frakkar fengu m.a. járnbrautar- vagna fyrir 200 milljónir sterl- ingspunda, sem Marshallhjálp. Þessa vagna hefði verið hægt að smíða í Sviss, Svíþjóð eða í Bret- landi. Og þar hefðu ítalir og Frakkar getað keypt þá, ef þeir hefðu haft svissneska franka, sænskar krónur eða sterlings- pund til kaupanna. Öðru vísi er ástatt í USA. Þar kemur aldrei fyrir, að íbúarnir í t.d. New York, Mlchigan eða Kansas geti ekki vegna gjald- eyrisskorts aflað sér vara, sem framleiddar eru í hinum ríkjun- um. EF VIÐ HÖNGUM EKKI SAMAN I viðtali við blaðamenn minnt- ist Mackey á tregðuna af hálfu Breta gagnvart sameiningu Vest- ur-Evrópu og sagði: — Ég vona að Vestur-Evrópu- löndin sameinist og geri það með þátttöku Breta. En Bretar gera aldrei neitt fyrr en marghleyp- unni er otað að þeim. Bretland var heimsveldi, en áður en þessi öld er á enda, þá er það ekki annað en Evrópuríki. Þaff er , f jarstæða aff halda, aff íbúarnir á j eyju vestan viff Evrópu geti kom j izt af án þess aff sameinast hin- um lýðræffisþjóffum álfunnar. ' „Ef viff höngum ekki saman, þá verffum við hengdir hver um sig“, sagði Ameríkumaðurinn Hamilton á sínum tíma, þegar unnið var að stofnun Bandaríkja Ameríku. Sama má nú segja um þjóðirnar í Vestur-Evrópu. Á þessari sýningu í Höfn er fólki skýrt frá því, hvernig land- vinningastefna Rússa og efna- hagslegir erfiðleikar Vestur- Evrópu gerðu að verkum, að Evrópuráðið var stofnað, til að skapa sem nánasta samvinnu með Vestur-Evrópuþjóðunum. — Sýningargestirnir eru fræddir um það sem gert hefur verið og áformað er að gera, til þess að efla samvinnuna. Eru þar fyrst og fremst nefnd áformin um Evrópuherinn, kola- og stálsam- lagið og hin svokallaða Græna- áætlun, sem miðar að því að auka framleiðslu landbúnaðaraf- urða. ýmsar íslenzkar vörur: Matjes- síld, rækjur, æðardúnn, fataefni, gæruskinn, prjónavörur o. fl. Á Kongsins Nýjatorgi eru sýnd auglýsingaspjöld frá ferða- stofum aðildarlanda Evrópuráðs- ’ ins. Þau eru flest vel gerð og glæsileg. Eru þau líkleg til að skapa löngun hjá fólki til að ferð ast til þessara landa. Þarna eru 10 spjöld frá hverju landi nema frá íslandi. „Þaðan voru erigin slík spjöld fáanleg“, sagði Frode Jakobsen, þegar hann skýrði blaðamönnum frá sýningunni. Páll Jónsson. í þessum hildarleik. Um 700 þús. heímili hafa verið lögð í rústir með sprengjum og öffr- um hætti. Sennilega eru 40 hundraðshlutar þjóðarinnar flóttafólk, öreigar, sem ekki eiga skjól yfir höfuffiff. Smá- söluverff hefur hækkaff tutt- ugu sinnum frá 1950. 100 þús. börn eru orffin munaffarlaus. Ástandiff er með sanni sagt ákaflega alvarlegt, því aff heilar borgir hafa verið jafn- aðar viff jörffu og um leið mikið af iðjuverum landsins, sjúkrahúsum og öffrum stofn- unum. SKJÓT AÐSTOÐ NAUÐSYNLEG j Syngmann Rhee komst svo að orði nýlega, að ef Suður-Kóreu bærist ekki skjót og nægileg að- stoð, myndi hún falla í hendur kommúnistum og blóðfórnir j Bandaríkjamanna og Kóreu- manna væru þá gagnslausar. Endurreisnarstarfið í Kóreu hefur legið að mestu niðri með- an ekki var bundinn endir á styrjöldina, nema hvað reynt var að byggja íbúðarhús og unnið að því að bæta matvæladreifing- una. 21 slúlka hlaut slyrk úr Menningar- cg Þriðja vika verkfallanna PARÍS, 19. ágúst: — Enn eru um milljón manns frá vinnu í Frakk- landi. Er nú að hefjast þriðja vika verkfallanna. Virðist. nú hafa dregið svo úr verkföllunum, að almenningur er farinn að sætta sig við þau og lætur þau ekki lengur koma sér úr jafn- vægi. Hermenn annast enn fólksflutn inga á götum Parísar. Sömuleiðis aðstoða þeir við útburð bréfa og við símaafgreiðslu. Alvarlegustu verkföllin eru nú í kolanámunum í Norður-Frakk- landi. Munu um 80% námuverka- manna neita að mæta til vinnu. Áframhaldandi verkfall nokkurs hluta járnbrautarstarfsmanna veldur og erfiðleikum, þannig að póstur frá París til annarra borga er fluttur flugleiðis. — Reuter. EVROPA KALLAR „Evrópa kallar“ heitir sýning- in. „Sameinaðar hafa Vestur- Evrópuþjóðirnar öll skilyrði fyr- ir að geta orðið sterkar út á við og geta ráðið fram úr vandræð- um sínum inn á við“, segir á einu sýningarspj aldinu. Á sýningunni er sérstök deild fyrir hvert aðildarríki Evrópu- ráðsins. í íslenzku deildinni er mynd af forseta Islands. Þar eru líka myndir af Alþingishúsinu, af heyvinnu og síldarvinnu. — Skýrt er frá helztu atvinnuvegum landsins. Og þarna eru til sýnis! breytt. — Reuter. sfjérnarfaunuiin RÓMABORG 19. ágúst: — Giu- seppe Pella hinn nýi forsætisráð- herra Ítalíu tók í dag formlega við embættinu af De Gasperi. Á morgun munu hefjast umræður í þinginu um stefnuskrá nýju stjórnarinnar. Pella hefur lýst yfir að stefna Italíu í varnarsam- tökum vestrænna þjóða sé ó- AÆTLUN TIL FJÖGURRA ÁRA John Foster Dulles, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði nýlega, að Eisenhower hefði á- kveðið að leggja fram endur- reisnaráætlun fyrir S-Kóreu, þegar vopnahlé hefði verið sam- ið. Verður áætlunin gerð til fjög- urra eða fimm ára og gert ráð fyrir miklum fjárveitingum. En fari stjórnmálaráðstefnan út um þúfur verður erfitt að framkvæma áætlunina. Enda þótt íbúar S-Kóreu hafi enn ekki samið heildaráætlun um endurreisn landsins, hafa þeir hlúð að sínu eftir fremsta megni og nú má sjá bros færast yfir langþreytt andlit þeirra. Að vísu hefur þeim verið veitt lítils- háttar aðstoð með framlagi frá Vesturlöndum ásamt aðstoð S.Þ. En þeir eiga þó mestan þáttinn í því sjálfir að hagur þeirra hefur vænkazt, vegna framtaks þeirra og óbilandi hugdirfðar. Margir sérfræðingar hafa lagt leið sína til Kóreu til að ganga úr skugga um, hvort þjóðin verð- skuldi aðstoð og hvort slík að- stoð komi að notum. Allir voru þeir sannfærðir um verðleika þjóðarinnar sem vinnur baki brotnu í sveita síns andlitis án kveinstafa yfir ömurlegu hlut- ’ skipti sínu. | Frá byrjun styrjaldarinnar hafa S.Þ. lagt fram 670 milljón dali til birgðakaupa og öflunar tækja auk þjónustu, sem veitt hefur verið íbúunum. Þessi starfsemi heldur áfram. BYGGING RAFORKUVERA Nú er hafin bygging 17 raf- orkuvera í Suður-Kóreu. Er það mjög mikilvægt því að rafmagns- skortur hefur mjög háð almennu endurreisnarstarfi. Nýlega var undirrituð af hálfu Suður-Kóreu og S.Þ. áætlun um að verja 1.500.000 dölum til vatnsveitna og framræslu. -— Er þetta viðbót yið 20.000.000 dala framlag S. Þ. til Kóreu. kvenna NYLEGA er lokið úthlutun styrkja fyrir yfirstandandi ár úr Menningar- og minningarsjóði kvenna. Til úthlutunar komu að þessu sinni kr. 34.000,00. Umsækj endur voru 37, en aðeins 21 urðu aðnjótandi styrks, og eru það þessar: Adda Bára Sigfúsdóttir, Rvík, Veðurfræði kr. 2000,00, Anna E. Þ. Viggósdóttir, Rvík. Tannsmíði kr. 1500,00, Auðbjörg G. Stein- bach, Rvík, Tungumál kr. 1500,00, Ásdís Jakobsdóttir, Rvík. Kirkju- legur listsaumur kr. 1000,00, Ás- dís E. Ríkarðsdóttir, Rvík. Söng- ur kr. 1500,00, Ásta Hannesdóttir, Rvík. Heilsugæzla kr. 500,00, Guð rún Friðgeirsdóttir, Akureyri: Uppeldisfræði, kr. 2000,00, Guð- rún Kristinsdóttir, Rvík. Hús- mæðrakennsla kr. 1000,00, Hrönn Aðalsteinsdóttir, Rvík. Sálar- fræði kr. 2000,00, Iðunn Jakobs- dóttir, Ryík. Kirkjulegur list- saumur kr. 1000,00, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Akureyri, Söng ur kr. 1500,00, Ingigerður Högna- dóttir, Árnessýslu. Listmálun kr. 1500,00, Ingveldur H. Sigurðar- dóttir, Patreksf. Hannyrðir kr. 1000,00, Kristín Þorsteinsdóttir, Rvík. Heilsugæzla kr. 500,00, María Sigurðardóttir, Rvík. Við- skiptafræði kr. 3000,00, Ólafía Einarsdóttir Rvík. Fornleifafræði kr. 3000,00, Óiöf Pálsdóttir, Rvík. Höggmvndaeerð kr. 2000,00, Ólöf Pálsdóttir, Árnessýslu. Heimilis- hagfræði kr. 2000,00, Sigrún Gunnlaugsdóttir Akureyri. Mynd list kr. 2000,00, Vigdís Kristjáns- dóttir, Rvík. Myndvefnaður kr. 1500,00, Þórey Kolbeins, Rvík. Tungumál kr. 2000,00. (Frá Menningar- og minningar- sjóði kvenna). HRAÐAÐ LUKNINGU MANNVIRKJA Samkvæmt þessari hafa verið lögð drög áætlun að 137 Mef í hellarannsóknum PARÍS, 19. ágúst: — Tveir fransk ir hellarannsóknamenn komust í dag niður í 730 metra djúpan helli í Pyreneaíjöllum. Hefur enginn maður fyrr komist svo djúpt niður í iður jarðar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.