Morgunblaðið - 27.08.1953, Side 7
Fimmtudagur 27. ágúst 1953
MORQVNBLAÐIÐ
7
ÆSKAN OG iFRAMTÍDIN
Listin fyrir fólkið
ÞAÐ hefur jafnan verið talið til
góðrar menningar að kunna að
meta fagrar listir og góðar bók-
menntir. Við ísienaingar eigum
fátt af jarðneskum fjársjóðum og
dýrum fornminjum til þess að
státa okkur af og þykjast meiri
menn nú, sökum þess, að miklir
menn hafi við áður fyrr verið.
En það stendur hins vegar í gam
alli bók, að dýrastir séu þeir f jár-
sjóðir, sem mölur og ryð fær ekki
grandað og í því má huggun vor
felast og uppörvun.
Aðrar þjóðir eiga sér verald-
arinnar fjársjóði, steinhallir og
stórfylkisvopn, sem þær hafa
safnað á aldanna rás. Við eigum
torfbæinn einan okkar gersima,
utan Viðeyjarstofu.
Á íslandi býr í dag dugmeiri
og fjölmenntaðri þjóð en í
nokkru öðru landi veraldar. Fá-
mennið eitt hamlar henni að
skipa öndve.gissætið í heiminum
og veita öðrum þjóðum leiðsögu,
svo sem hún hefur dug og djörf-
ung til. En sagan er ekki mæld í
árum heldur öldum og fámennar
þjóðir verða með árunum mann-
fleiri.
En á einu sviði getur fámenn'
þjóð orðið stórveldi og neytt afls
síns og ásmegins. Snilligáfan er
ekki mæld í þumlungum og í
milljóninni þarf ekki að felast
meira mannvit en með snjöllum
einbúa.
★
Það er á sviði lista, bókmennta
og fagurra fræða, sem íslending-'
ar geta auðveldlega skipað for-1
ystusætið í hópi f jölmennra1
þjóða, og það er þar, sem þeirra |
landvinningar skulu liggja og
þeirra frægðarorð af rísa.
Á þeim skamma aldarhelmingi,
sem liðinn er síðan fyrst uxu upp
skáld og lisíamenn úr þeim ó-
frjóa akri, sem niðurlæging og I
einangrun hafði verið eín um að
yrkja, hafa þau undur gerzt í
vorum listmálum og bókmennt-
um, að aðrar þjóðir standa þar
engu framar. Þrátt fyrir fámenni
og fjarlægð frá miðju heims-
menningarinnar hafa íslendingar
á örfáum árum eignazt rithöf-
unda og listamenn, sem hlut-
gengir eru á hverju skáldaþingi,
er saman kemur. Þrátt fyrir ein-
staka örðugleika lítillar þjóðar,
er yrkir sín ljóð á annarlega
tungu, hafa passíusálmar og
sagnaperiur hennar borizt vítt
um veröld og átt sér langvinnt
frægðarorð.
En það er ekki nóg, að skáidin
yrkji ljóð, ef þau fást ekki gefin
út, né myndhöggvarar geri lista-
verk sín, þar sem almenningur á
ekki aðgang. Þeir, sem með völd-1
in fara í landinu eiga það í sínum
höndum að gera ísland að önd-
vegisþjóð lista og fagurfræða,'
með ötuium stuðningi og efna-!
hagslegri örvun, ef svo má að
orði kveða.
Þeim fjármunum, sem til siíks
stuðnings er varið, er ekki á giæ!
kastað heldur bera þeir ríkuleg-1
an ávöxt cg auka frama landsins!
með erlendum þjóðum meir en'
nokkuð annað. Með tíð og tíma,|
ef vel er á haldið, geta borgir og
bæir landsins orðið heil lista-
söfn, þar sem bókfróð og fjöl-
menntuð aíþýða á greiðan að-
gang að menningaríjársjóðum,
ríkulegri en nokkur önnur þjóð.
Slíka heimsveidishyggju í menn-
ingarmáium er skylt að styðja og
efla af hálfu þeirra, sem með
fjármuni þjcðarinnar fara og það
ætti að vera heiður allra að
styðja siíka starfsemi.
Með þetta sjónarmið í huga er
tímabært að spyrja hvenær all-
ar þær myndastytíur, sem í esgu
höfuðborgarinnar eru, verði sett-
ar upp almenningi til augnaynd-
is. Ekkert flytur listina nær fólk-
inu en formfegurð höggmyndar-
Falleg orð og frómar hugsanir bæta ekki
úr vandræðaústandinu í úfengismúlunum
A ÞESSUM árum er það orð-
in tízka í landinu að ræða um
„haigsmunamál æskulýðsins“
eins og það er orðað, hvað
honum sé fyrir bcztu og
hvernig honum beri að haga
breytni sinni. Það hefur þó í
láginni legið, við hinar orð-
prúðu og góðviljuðu umræð-
ur, að hvergi er eins mikið
um stórfellda ölvun og
drykkjuskap unglin.ga, afbrot
þeirra og slðleysi á almanna-
færi sem liér á landi.
Sá dagur líður vart að kvöldi
í Reykjavík, að fjöldi ungra pilta
slagi ekki um götur borgarinnar,
aðffamkomnir af ölmæði, hávær-
ir og víkingslegir í allri fram-
komu. Varla er sú samkoma eða
gleði haldin í landinu, hvort sem
það er skólahátíð eða frímúrara-
fundur, að vín sé ekki haft um
hönd í einhverjum mæli, fyrir
nýfæddum börnum barf að skála
jafnt sem nýbyggðum húsum.
Opinberar skemmtanir og dans
leikir í höfuðborginni, jafnt sem
út um byggðir landsins, kafna alla
jafnan í vínflóði og glasaglaumi
og enda ekki án þess að fleiri eða
færri veizlugestanna séu bornir
öndinni skemmri úr húsi.
Það er augljóst, að ástand sem
þetta er í fyllsta mát óheilbrigt
og til skaða fyrir æskulýð þann,
sem vex upp í landinu.
★
í engu landi Evrópu er ástand-
ið í áfengjsmálunum jafn slæmt
og á íslandi, hvergi er víndrykkja
slíkur þjóðarlöstur svo nærri
stappar þjóðarógæfu, og er þá
ekki of fast að orðið kveðið.
Eins og sakir standa er óhætt
að fullyrða, að ekki séu önnur
mál, sem varða íslenzka æsku
fremur en hið alvarlega ástand í
áfengismálunum og hvern þátt
æskumenn eiga í hinni siðlausu
víndrykkju landsmanna.
Það er góöra gjalda vert að
skeggræða um væntanlegar æsku
lýðshallir og önnur slík glæst
framtíðaráform, skipa ótal nefnd
ir til framkvæmda þeirra og
hefja almenna fjársöfnun og
merkjasölu í þágu málefnisins.
Að engum slíkum málum er þó
nokkur nauðsyn til jafns við ein-
hverjar úrbætur, þótt litlar væru,
í þá átt að haga framkvæmd
áfengismálanna skynsamlegar
með það fyrir augum að draga
úr þeim vandamálum, sern þeirn
nú fylgja.
Því heyrist oft fleygt, að ástæð
an fyrir því, að hvergi sést drukk
inn rnaður á almannafæri erlend-
is, en varla ódrukkinn sumar næt
ur hérlendis sé sá, að íslending-
ar séu öðrum þjóðum ólikir að
skapferli og sé þeim víkingshátt-
urinn í b!óð borinn.
Það"er þó staðreynd, sem sjald-
an er getið, að íslendingar drekka
fjarri því meira áfengismagn en
aðrar þjóðir, heldur eru þeir þar
neðarlega á skrá.
En ástæðan er ekki sú, að þjóð-
innar og iistrænar stórbygging-
ingar, scm það hcfur daglega fyr-
ir augum sér.
Eiin tíðkast það þó hcr á landi,
að forráðamenn ríkisstofnana
leyfi sér að byg.gja milljónakróna
stórhýsi án þess að^leita sam-
keppni um bygginguna. — Slíkt
er giæpur við framtíðina og þær
kynsíóðir, sem síoar skulu byggja
slík hús. Meðan úr slíku er ekki
bætt, meðan þröngsýni og per-
sónusjónarmið ráða um mat á
einstökum listamönnum og vcrk-
um þeirra, verður iistin hvorki
frjáls á íslandl, né eign fólksins.
Hvesiær hljóta íslendingar
mnnningarlega áfengislöggjöf ?
in sé öðrum þjóðum ólík. Slík
rök eru aðeins lélegar afsakanir
fyrir ósómanum.
Hitt er sanni nær, að hvergi í
nálægum löndum ríkir jafn furðu
legt fyrirkomulag um áfengisveit
ingar sem hér á landi og engin
þjóð býr við jafn úrelta og óhæfa
áfengislöggjöf sem íslendingar.
Sú er fyrst og fremst ástæðan
fyrir þeirri drykkjumenningu,
sem hér ríkir og frummanninum
einum hefði verið sæmandi.
Það er því áfengislöggjöfin sem
þarf að taka til rækilegra úrbóta,
ef nokkru sinni á að verða hægt
að draga úr • því margvíslega
drykkjuböli, sem þjóðina þjakar,
jafnt í bæjum og til sveita.
Það þarf að koma hér á svip-
uðu fyrirkomulagi og tíðkast með
öðrum menningarþjóðum í áfeng
ismálum og læra af þeirra
reynslu, í stað þess að einblína á
kreddur og bannlög þeirra manna
sem sjálfkjörnir halda sig vera
til þess að segja. íslendingum
fyrir hvað þeir skuli drekka,
hvar þeir eigi að drekka og hvern
ig þeir skuli drekka.
Þeim efnum hefur nýlega verið
gerð góð skil í ágætri grein er
Indriði Þorsteinsson reit í dag-
blaðið Tímann, og skal ekki frek-
ar út í þá sálma farið.
Á
Það er augljóst mál, að bann
verður aldrei aftur lögleitt á ís-
landi.
Hinn mæti bindindisfrömuður
Brynleifur Tobíasson hefur lýst
sig andvígan því, að áfengis-
skömmtun verði upp tekin hér á
landi, enda hefur hún gefizt mjög
illa m. a. í Svíþjóð þar sem hún
verður afnumin.
Úrbótin verður því aðeins fólg
in í einu, að breyta núverandi
áfengislögum í stórum frjálslegra
horf, svipað og aðrar þjóðir búa
við, þar sem það verði ekki lög-
brot og gangi glæpi næst að fara
með áfengi sem hvern annan
drykk.
Það er viðurkennt af öllum,
sem til þekkja, að sá háttur, sem
nú er á sölu og veitingum áfeng-
is leiðir aðeins til ofdrykkju, of-
stopa og lögbrota.
Feykiiegur svartur markaður
þróast í landinu með áfenga
drykki, svo minnt gæti á bann-
árin í Bandaríkjunum; svo við-
tækur að lögregla landsins fær
við ekkert ráðið.
Hvarvetna er bannað að neyta
áfengis, þar sem menn koma sam
an utan síns heimilis, en þó flóir
landið allt í víni og meir ber á
drykkjuskap en nokkurs staðar
annars staðar í álfunni.
Útlendir ferðamenn verða.
furðu lostnir, þegar -þeir sjá
drykkjuskap íslendinga, og eykét
sú furða um allan helming, er
þeir geta hvergi fengið vínglas á
nokkru veitingahúsi í landinu.
Sterkustu drykkir einir eru
seldir og það í stórum skömmt-
um, svo menn drekka af þeim
sökum sjaldnar en verr, en góð-
öl er aftur á móti ófáanlegt og
virðist harla lítið samræmi vera
í því ráðslagi.
Sektardómar og sviptingar öku
leyfa eru daglegt brauð, óknyttir
unglinga aukast, óspektir hvers-
kyns magnast.
★
Það er furða hvílíkt langlund-
argeð þeim mönnum er gefið,
sem vilja æsku landsins vel en
horfa þó upp á slíkt áfengis-
ástand aðgerðalausir.
Það skal enn undirstrikað, að
hvergij nálægum löndum er eins
magnaður drykkjuskapur ungl-
linga sem hér á íslandi.
Ástæðan er aðeins ^ein: hin
ófrjálsa hef'tilöggjöf í áfengismál-
unum.
Það er sannarlega kominn tími
til, að þeir sem úrbætur vilja rísi
upp og varpi af sér feldi. Hér
nægja engar frómar samþykktir
og fallega orðaðar, né viðstöðu-
laust orðaflaumur í blöðum lands
Framh. á bls. 12
I DAG birtir Æskulýðssíðan tvö kvæði eftir ungt skáld, Indriða
G. Þorsteinsson. Hefur hann nokkuð fengizt við Ijóðagerð, en er
þó kunnari fyrir smásögur sínar, sem margar hafa vakið mikla
athygli, enda er Indriði sérstæður smásagnahöfundur. — Fyrsta
smásagan, sem nokkuð kveður áð, birtist 1950, og ári síðar kom
út smásagnakver hans, Sæluvika; er þar að finna 10 smásögur.'
Enn fremur má geta þess, að Indriði hlaut verðlaun fyrir smásögu
sína Blástör, þar sem fram kemur allmikil náttúrudýrkun, auk
hrikalegra svipmynda, sem skáldið bregður upp á stundum.
h Indriði G. Þorsteinsson er fæddur 1926 að Gilhaga í Lýtings-
staðahreppi, Skagafirði og er sonur Þorsteins Magnússonar og konu
han's Önnu Jóseísdóííur. — Hann var einn vetur í Menntaskólan-
um á Akureyri, en lauk próíi frá' Alþýðuskólanum á Laugarvatni
vorið 1943. — Ilann er nú blaðamaður við Tímann.
Indiiði G. Þorsíeinsson:
SunmEcEagsnótt á Þorra
Bleikfölur máni merlar glæra ísa.
Mannvanur draugur upp á þaki gellur.
Himinsins festing hiýjar stjörnur lýsa.
Ilömluiaust blóð um þrútnar æðar svellur.
Af nöktum fótum næturómar rísa
og nakið hjú með syni bóndans fellur.
Heitorðum anda ungar, rjóðar varir.
Ástin er dýr um langar vetrarnætur.
Bergvatnsá niðar viður votar skarir.
Vinkonu síná huldupiltur grætur.
Fótköld rjúpa á næsta naumu hjarir
og nágeng tófa snapar frosnar rætur.
Hryssurnar snua höm í norðanvindinn.
Halarnir kúnna liggja niður í flórnum.
Frosin er mýri og litla tæra lindin.
Lagðsíðar kindur þvnnast undir bjórnum.
Að morgni gleymist sælli meyju syndin,
er séra Lárus blessar allt úr kórnum.
í lífsins ólgusjó
HANN mætti henni um kvöld,
eftir að kveikt hafði verið á
götuljósunum. Þeim varð gengið
inn á Joe’s Bar. Og hann sagði:
Við barmanninn:
Te fyrir tvo
tveir fyrir te.
Við stúlkuna:
Ég fyrir þig
þú fyrir mig.
Og hún leit á hann og tísti
eins og fugi, sem er að leita að
laufi í nefið. Og hún sagði:
Æ æ æ
kjútí pæ.
Ekki löngu síðar dreymdi hana
að hann kæmi og segði:
Menn á sjó
sjór á menn
bíddú mín
ástin fín.
Og henni þótti sem’ún svar-
aði:
Æ æ æ
kjútí pæ.
Að ári liðnu var hún aftur
stödd inn á Joe’s Bar og mælti
upp úr ^einsmannshljóði:
Ekki kemur hann enn.
Hugleiðing barmanns á Joe’s
Bar:
Aldeilis er það undur
hve ástin er lengi að fyrnast,
einkaniega hjá þeim konum, sem
búa á 45. hæð í húsi við 45. götu
. í New York og vinna í skrif-
\ stofu hjá The Livctime Point
i Ltd.