Morgunblaðið - 27.08.1953, Síða 10

Morgunblaðið - 27.08.1953, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1953 Tvo gjaldkeni vantar nú þegar til afgreiðslustarfa hjá American Express á Keflavíkurflugvelli. Umsækjendur snúi sér til Mr. Putney í skrifstofu fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli milli kl. 9,30 og 4. Coca CoSa er vinsœlasti svaladryklíur í Keiminum Ljúffengtiir og hressandi Notið COLGATE tannkrem, er gefur ferskt bragð f munninn, hreinar tennur og varnar tannskemmdum. Smásaga dagsins: Vinur dóttur okkar HANN kom í gærkveldi. Hann hrtngdi ekki dyrabjöllunni og háhn kynnti sig ekki. Hann skreið inn um kjallaragluggann, sem vár opinn eftir stórþvottinn um daginn. 'Hann kom ekki inn í stofuna, heldur gekk hann beina leið upp í ’ Jómfrúbúrið“ J>ar var enginn þá’ stundina, en þegar mér var litfð þar inn nokkru síðar, lá greifinn endilangur í rúminu hehnar og hafði þar að auki óhreinkað nýju ábreiðuna henn- ar ineð óhreinum fótunum. Auð- vilíað gat ég ekki látið bjóða mér slíkt. Hvað átti þetta að þýða? Vildi háhn gera svo vel að hypja sig út og það strax? Fyrst fór hann að.malda í móinn. Hann þekkti dóítur okkar vel. Hann hafði oft farið með henni í gönguferðir og spjallað við hana á götunni, þegar hún kom heim á kvöldin, svó honum fannst. . . En þegar húsbóndinn kom til að forvitnast, þegar hann heyrði hávaðann, kóm annað hljóð í strokkinn. Hann þaut eins og eldibrandur niður tröppurnar og hvarf út í jnyrkrið. Nokkru seinna kom dóttir okk- ar heim. Hún var vandlega yfir- heyrð. Þekkti hún hann? Ja .... jú .... Hafði hún boðið honum inn? Ekki beint, en hún hélt .... Hafði hún kannske bent. honum á opna kjallaragluggann? Ekki beinlínis, en .... og, svo fram- vegis. Hún fékk harða áminn- ingu og varð að lofa að hleypa honum ekki inn fyrir hússins dyr framar. En þegar faðir sómastúlkunn- ar fór niður í kjallarann nokkru síðgr til að sækja eldivið og epli, sat hann þar. Mundu þeir ekki gefa talað um þetta sín á milli? Hann hafði ekkert illt í hyggju. Hann var af góðri fjölskyldu, honum leizt vel á dóttur okkar og. -margt fleira bar hann fram í þessum dúr. Hann var afskap- lega vingjarnlegur, en allt kom fyrir ekki. Húsráðandinn var fas-tur fyrir. Ef hann hefði 'beðið þangað til honum var boðið að koma. Ef hahn hefði komið um forstofu- dy-rhar, eða að minnsta kosti kojhið fyrst inn til okkar í stof- una, þá hefði ef til vill verið hægt að taka málið til athugun- aruEn úr því sem komið var, þair sem hann hafði farið beint upp í herbergið hennar, var eng- inw miskunn hjá Magnúsi. Svo fylgdu nokkur velvalin skammar yrði, dyrunum lokað, lyklinum snúið tvisvar í skránni........ Dóttirin fékk líka nokkur alvar- leg1 áminningarorð. áður en hún fóí" upp að hátta og hún lofaði bót- og betrun í framtíðinni. tylð sátum niðri í stofunnL, lehgi á eftir og spjölluðum um málið. Við röktum allar hliðar þeSs, allt sem talaði með og allt setri talaði á móti .... ákváðum loks að útkoman yrði neikvæð, og fórum síðan að hátta. Friður og ró ríkti nú í húsinu, en það var ekki lengi. Um mið- nætti vaknaði ég við að dóttir okJtar læddist yfir svefnherbergis gólfið (húsi okkar er þannig fyr- ir komið að hún þarf að ganga í gegn um svefnherbergi ókkar tili að komast inn í „jómfrúbúr- ið“). Ég spurði hana hálfsofandi, hvað væri að og fékk það svar að ekkert væri að. Hún hefði bara verið niðri, og svo hvarf húri inn til sín. Ég sofnaði aft- ur, en undirmeðvitunin sagði til síru ,AHt í einu var ég glað- vöjinuð. Heyrði ég ekki hvískur og písk- ur-.í blíðum rómi innan úr her- berginu? Jú, svo sannarlega..... ÉgJ-þaut upp úr rúminu, klæddi míg í nýja sloppinn minn (sam- kvæmt kvenlegri eðlisávísun) og opnaði dyrnar. En þar var ekk- ert að sjá. Dóttir okkar svaf eins og prinsessan á bauninni. Her- bergið hennar er lítið og þar eru engir felustaðir. Engan var þar að sjá nema hana. Ég fór dálítið sneypt upp í rúmið aftur og sofnaði. Nú svaf ég þangað til vekjaraklukkan hringdi og kallaði mig til daglegra starfa. Ég er vön að færa henni morg- unmatinn í rúrnið, þó ég viti að það sé óþarfa eftirlæti, og. um leið spjöllum við saman. Auðvitað ætlaði ég ekki að bera kala til hennar fyrir það sem hafði skeð kvöldið áður, svo ég fór samkvæmt venju með mat- inn upp til hennar og settist á rúmstokkinn. En í miðri setningu þagnaði ég skyndilega með önd- ina í hálsinum, því ég sá að eitt- hvað hreifðist undir sænginni hjá dóttur okkar. Aftur varð ég að taka málið í mínar hendur. Ég þreif ofan af henni sængina . ... og viti menn .... þarna lá sómapilturinn sem við höfðum komizt í kast við kvöldið áður. Hann deplaði augunum í ljósið, en annars voru ekki mikil geð- brigði á honum að sjá. Hann teygði sig, leit undrandi Stúlka í fastri vinnu hjá ríkinu óskar eftir HEEIBERGI með eldunarplássi. Æski- legast í miðbænum. Uppl. í síma 4825 frá kl. 3—8. HERBERGi vantar nú þegar eða 1. sept. — Uppl. í síma 3673. AUGLYSINGAR; oem birtast eiga 1 Sunnudagsblaðinu ! þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á fösiudag /í/]orcjunl>ía&L& á mig, hjúfraði sig svo dálítið þéttar upp að rúmfélaga sínum, og í svefnrofunum sagði hann með þrjóskublandinni fífldirfzku: „Mjá .... mjá .... mjaaaá", í mismunandi tóntegundum. Hann var kolsvartur og falleg- ur, því varð ekki neitað, og að- laðandi að auki. Og eymd dóttur okkar svo sár og ósk hennar svo heit um að fá að eiga hann, að ég fór til vinnunnar, án þess að vekja hússins herra og skildi köttinn eftir hjá henni, upp á von og óvon. Þegar ég skauzt heim í hádegis- verðinn með fiskhausa handa „hertoganum", höfðu miklar samningaumleitanir átt sér stað, og útkoman hafði orðið jákvæð. En þegar ég sá það í dagsljós- inu og við nánari athugun að „hann“ eða „hún“, sem þar að auki mundi valda fjölgun á íbúa- tölu hússins í náinni framtíð, læddist ég aftur þegjandi af stað til vinnunnar og árangurinn eft- ir miklar umþenkingar er ekki annar en sá, að ég reyni eins og ég get að draga það á langinn að fara heim. Því þó að skynsemin segi nei, þá veit ég að niðurstað- an verður frá minni hálfu líka jákvæð. HeildsölubirgðLr H. Ólafsson & Bernböft. Mj&g ódýr UMBUÐA- PAPPÍR Iflfjorqvinílaki]) Veitingahús Óska eftir að taka á leigu gott veitingahús eða hótel, sem fyrst. -—- Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 5. næsta mánaðar, merkt: „Veitingahús — 791“. — Rezt að auglýsa í Morgunbloðinu — TANNLÆKNAR SE6JA COLGATE TANNKREM BEZTU VÖRNINA GEGN TANN- SKEMMDUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.