Morgunblaðið - 27.08.1953, Síða 12

Morgunblaðið - 27.08.1953, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1953 ÍÞRÓTTIR Guðmundur Lúrusson færði félap sínu 40 stig Armanii „bazfa frjálsíþrótfaféEagið 1953" MEISTARAMÓTI REYKJAVÍKUR í frjálsum iþróttum lauk í fyrra kyöld með keppni í síðari hluta tugþrautar og 10 km hlaupí. Mót þetta hefur verið stigakeppni milli Reykjavíkurfélaganna og hlaut ^rmann flest stig og þar með titílinn „Bezta frjálsíþróttafélag Reykjavíkur 1953“. KR varð næst að stigum, þá ÍR og loks Ung- mennafélag Reykjavíkur, sem eitt sendi keppendur í kvennagrein- arnar. TVEIR SEM EIGA HEIÐUR SKILIÐ Það má hiklaust telja að það hafi verið stigakeppninni að þakka að þetta mót var'ff skemmtilegt. Hrist var nú rykið af gömlum görpum og menn reynöu sig í „nýjum“ greinum — alit til þess að reyna að krækja í stig. — ' Tveimur mönnum ber sérstak ur heiður eftir þetta mót — Kristjáni Jóhannssyni ÍR, sem setti 2 ísl. met (í 3000 m ttm Guðmunður Lárusson. í' hindrunarhlaupi og 10 km hlaupi) sigraði einnig í þriðju greininni og varð annar í 1500 m hlaupi á þriðja bezta tíma, sem íslendingur hefur ; náð. — Hinn er Guðmundur Lárusson, sem færir félagi sínu heim sigur í 8 greinum og aflar því 40 stiga — eða helming þeirra stiga, sem „Bezta íþróttafélagið í Reykja vík“ fær á mótinu. MISHEPPNAÐ MÓT? : Kappið eftir stigunum var mik- ið — en að nokkru leyti mis- 'heppnað. Það var upphaflega hugsað til þess að auka breidd- •ina. En það varð til þess að ein- ;stakir afreksmenn spöruðu sig í Isínum beztu greinum til þess að '.freista þess að ná í stig í öðrum i.greinum — sem þeir aldrei keppa ;síðan í, nema kannski á stiga- Imóti sem þessu. Að því leyti Wefur þetta illa farið. Og hvar , myndi það ske að einn og sami maður yrmi sigur í 6—8 greínum ; — nema þar sem íþróttalífið er óheilbrigt, þar sem gapandi skörð eru í afrekaskránni og afturför? " Þetta yrði ef til vill öðruvísi, ef hvert einasta mót væri stiga- keppni milli félaganna, en ekki að þau gætu einbeitt öllum sín- um kröftum að einu móti — og hlotið fyrir það titilinn „Bezta íþróttaféiag Reykjavíkur". Það skal þegar tekið fram að þetta er ekki sagt Ármenningum til lasts, þó þeir eigi sigur sinn í, þessu móti einum manni að þakka. KRISTJÁN GÓÐUR Aö VANDA Síðasti keppnisdagur mótsins var skemmtilegur. Kristján Jó- hannsson svíkur aldrei áhorfend- ur. Þó hann sé einn í 10 km hlaupi gerir hann það hlaup skemmtilegt, því hann hleypur til þess að ná árangri, en ekki til þess eins að verða nr. 1. Að þessu sinni bætti hann íslandsmetið er hann setti á Olympíuleikunum í Helsingfors í fyrra um tæpar 15 sekúndur. — Hljóp hana nú á 31:45,8 sek. (Gamla metið var 32:00,0). Eiríkur Haraldsson Á hljóp á 36:10,2 mín. TUGÞRAUTIN Tugþraut er ávallt skemmtileg — og ekki sízt þegar 6 þátttak- endur eru. Þeir voru allir jafnir að getu og keppnin ákaflega skemmtileg, þeirra á milli — en dómendur og tímaverðir sýndu fornaldarleg og klaufaleg vinnu- brögð — eins og oft áður. Hörður Haraldsson hafði for- ystuna í keppninni þar til í 8. grein, en þá komst Guðmundur félagi hans fram fyrir. Þá skildu 13 stig þá Guðmund og Valdi- mar Örnólfsson, sem var í þriðja sæti. í síðustu tveimur greinun- um tryggði Valdimar sér annað sætið. Lokastigatala varð þessi: Guðmundur Lárusson Á 4981 Valdimar Örnólfsson ÍR 4743 Hörður Haraldsson Á 4673 Pétur Rögnvaldsson KR 4438 Hreiðar Jónsson Á 4299 Þórir Þorsteinsson Á 4221 í einstökum greinum þrautar- innar urðu úrslit þessi: 100 m hlaup Hörður 10,8 Guðmundur 11,0 Þórir 11,5 Valdimar 11,7 Langstökk Valdimar 6,08. Þórir 5,89 Guðmundur 5,86 Hreiðar 5,86 Kúluvarp Valdimar 12,23 Pétur 11,16 Guðmundur 10,26 Hörður 10,08 Hástökk Pétur 1,65 Hörður 1,60 Valdimar 1,55 Hreiðar 1,55 Þórir 1,55 400 m hlaup Guðmundur 49,8 Hörður 51,1 Þórir 51,9 Hreiðar 52,2 Stig fyrri dags Hörður 3197 Guðmundur 3149 Valdimar 2796 Þórir 2766 110 m grindahlaup Pétur 16,0 Guðmundur 16,7 Hörður 17,0 Valdimar 17,7 Kringlukast Valdimar 35,80 Pétur 32,57 Hörður 27,85 Hreiðar 27,38 Stangarstökk Valdimar 3,15 Pétur 2,80 Hreiðar 2,71 Guðmundur 2,30 Spjótkast Pétur 41,83 Valdimar 38,43 Guðmundur 38,04 Þórir 36,77 1500 m hlaup Guðmundur 4:19,8 Hreiðar 4:22,4 Þórir 4:22,8 Hörður 4:38,6 Verkföllin — Foreldradagur Framhald af bls. 2 smá grænmetissýning, er gefur rétta mynd af því, er ungling- arnir geta ræktað í Skólagörðun- um, en þar sem þeir hafa þegar fyrir hálfum öðrum mánuði b.vrj að að uppskera úr reitum sínum, hafa reitirnir misst sinn lieild- arsvip. Ef veður leyfir á laugardag, hefst móttaka gestanna kl. 3 e.h., „nnars sunnudag á sama tima dags. Fari svo að veður namíi cg fresta verði foreldradeginum, þá tilkynnist nánar um það í útvarpi og blöðum. - Bókmenntir Framhald af bls 11 um og sama skóla til fermingar- aldurs. Kennarar barnaskólanna eru nú orðnir svo vel menntaðir menn, að þeir ættu.að vera því starfi vel vaxnir. Sé frekari fræðslu í einhverjum greinum óskað eftir fermingu, án þess að hugsað sé til reglulegs gagnfræða náms, þá ber að gefa kost á slíku, annað hvor með viðbóardeild 1 barnaskóla eða óreglulegu námi í gagnfræðadeild. Framhald af bls. 9. réttan kjöl. Skoraði hann á þjóð- ina að styðja stjórnina í þeirri viðleitni og hverfa aftur til vinnu. Þegar verkfallsmenn létu ekki skipast við orð forsætisráðherr- ans, tók stjórnin til sinna ráða. Til þess að ráða bót á samgöngu- örðugleikunum, voru herdeildir kvaddar til starfa. Vörubílastöð hersins var komið upp á Esplan- ade fyrir framan Invalide-höll- ina. Önnuðust um 1000 vörubílar samgöngur innan Parísar. Það hjálpaði mikið, en kom hvergi að fullum notum, þar sem tekið skal tillit til að 1800 strætisvagnar og 600 neðanjarðarlestir annast dag- lega flutninga í Parísarborg. Her- menn úr tæknisveitum franska hersins önnuðust símasamband og skeytasendingar og fjöldi sjálf boðaliða önnuðust sorteringu og útburð bréfa. HVERJUM ER VERKFALL TIL GÓÐA? Þannig hefur líf Parísarbú- ans verið helctur frumstætt undanfarna daga. Mest hefur hann orðið að ferðast á sínum tveimur fótum. Gas hefur ekki verið til hitunar, vegna verkfalls starfsmanna við gas stöðvarnar, rafmagnsspennan hefir verið lág og það verið skömmtuð. Matvælaflutning- ar' til borgarinnar hafa verið hindraðir. Svo virðist sem verkfalls- menn hafi haft með sér sam- úð almennings, þar sem viður- kennt er að kjör manna hafa versnað á síðustu tímum. — Samt er það svo að eftir því sem verkfallið hefur staðið lengri tíma, þá gerist áleitnari sú spurning, hverjum slíkt langvarandi verkfall sé til góða? Rafvirkjaverkfall í Bretlandi LONDON, 25. ágúst — Kommún- istar ráða einu all-öflugu verka- lýðsfélagi í Bretlandi. Það er félag rafvirkja. Eru rafvirkjar nú í verkfalli og heimta hærra kaup. kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við á- byrgjumst gæðin. Biðjið um LILLU-KRYDD þegar þér gerið innkaup. Framnald af bls 1 STEVENSON hefur ekkert um það sagt, og veit held- ur ekki, hvort hann verður í kjöri við næstu forsetakosn- ingar. Fyrir honum liggur að skapa sér sterka aðstöðu inn- an flokksins, þar sem hann stendur ekki eins traustum fótum og utan flokksins. Hann hefur enga „flokksvéI“ sér til aðstoðar, hann er óvin- sæll í borg sinni Chicago og hann beið lægri hlut fyrir Eisenhower í fylki sínu, Illinois. En að baki sér hefur hann stóran skara af ungu áhugasömu fólki — fólki, sem fyrir kosningarnar setti upp skrifstofu til stuðnings við Stevenson. Sú skrifstofa er opin enn og á dyrum hennar stendur: „Stevenson aftur næst.“ ÞESSI hreyfing, sem styður Stevenson svo dyggilega berst fyrir því að fá hann kjör- inn sem borgarstjóra í Chicago árið 1955 og á sú kosning að verða „forleikur" forsetakosning- anna 1956. — En sterk öfl eru á móti Stevenson, sem vilja aðra frambj óðendur, og þau öfl eru gömul og rótgróin og ráða yfir miklu fjármagni. STEVENSON hefur samt sem áður á ferð sinni búið sig undir að taka við stjórn demokrataflokksins. Og hver verður stefna stjórnarand- stöðu hans er augljóst. Fyrst og fremst mun hann snúast gegn McCarthy og þá byggja á þeirri óánægju sem ríkir í Evrópu 'vegna yfirgangs McCarthy. Þá mun hann og í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar á næsta ári sípa kjósendum fram á, að Eisenhower forseti getur einungis framkvæmt áætlun sína ef demokratar eru í meirihluta á þingi! — Það síðarnefnda er eftirtektarvert og frumlegt. - Æskulýðssíða Framhald af bls. 7 ins um að æskan sé á glapstigum og það sé ári slæmt. Þjóðin hefur þegar þrautreynt, að núverandi fyrirkomulag hafta og hamla í áfengismálum og veit- ingum hefur aðeins aukna spill- ingu í för með sér, jafnt og bann- ið áður fyrr. Því þarf nú raun- hæfra aðgerða við, sem byggjast á fenginni reynslu í stóraukna frelsisótt. Grundvöllurinn er þegar fyrir hendi, þar sem álit og greinar- gerð nefndar þeirrar liggur fyr- ir, sem skipuð var til að gera frumvarp að nýjum lögum í þeim efnum. Fylgja því og fleiri ágæt- ar breytingatillögur m. a. frá Lárusi Jóhannessyni. Þess er að vænta, að Alþingi sjái sóma sinn í farsælli fram- kvæmd þessa máls, sem mestu varðar íslenzka æsku og þjóðina alla, og það án stundar tafar. C—"U MARKtJS Eftír Ed Dodd 1) — Franklín, hér er ekkert að hafa. 2) — Nú er ekki um annað að gera en halda ferðinni áfram. Ef til vill verður veiði á vegi okkar, sem við getum gætt okk- ur á. 3) — En hið slæma veður hef- ir orðið þess valdandi, að ekk- ert veiðidýr verður á vegi þeirra. — Þau hafa komið sér í öruggt skjól. Bragi og Franklín halda þó stöðugt áfram. Þreytan er. farin að segja.til sín. . J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.