Morgunblaðið - 23.09.1953, Blaðsíða 1
16 síður
ttttMaM
40. árgangur
215. tbl. — Miðvikudagur 23. september 1953.
Prentsmiðja Morgunblaðsim
Horfin fjölskylda
Góð kjörsókn í dönsku
kosníngunum í gær
135 kjördæmakosnir,
40 uppbótarþingtnenn
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter.
KAUPMANNAHÖFN, 22. .sept. — í dag var kosið til danska þjóð-
þingsins. Er helzt að sjá, að kjörsókn hafi verið engu lakari nú,
en við kosningar til þjóðþingsins í apríl í vor, en þá greiddu at-
kvæði 88,8%. Veður var líka ákjósanlegt um mestan hluta lands.
Atkvæðatalning fer fram í nótt.
MANNSOFNUÐUR
Á RÁÐHÚSTORGI
Þegar leið á kvöld söfnuðust
tugþúsundir Kaupmannahafnar-
búa saman á Ráðhústorgi, þar
sem stórblöðin sjá um fréttir af
kosningunum. Einnig höfðu þau
ráðið færa gamanleikara til að
□-
-□
Donald Mac Lean hvarf skyndilega í maí 1951 ásamt félaga sínum Burgess. Báðir voru þeir starfsX
menn brezka utanríkisráðuneytisins. Nú er þessi atburður aftur á ailra vörum vegna hvarfs Melindu
MacLean og barna hennar fyrir nokkrum dögum. Gizkað er á, að fjölskyldan haldi sig nú austan
járntjalds. Hér sjást þau hjónin ásamt börnum sínum tveimur. Myndin er tekin, meðan fjölskyldan
var enn óþekkt — og hamingjusöm.
Kóreuráðstefnan þarf að
koma saman sem fyrst
Frá sfarfi Sameinuðu þjóðanna í gær
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter.
NEW YORK, 22. sept. — Allsherjarnefnd allsherjarþingsins felldi
í dag tillögu Rússa um að taka til nýrrar umræðu, hvernig skipuð
skuli stjórnmálaráðstefnan, er fjallar um Kóreumál. Tillagan hlaut
? atkvæði, en 11 voru á móti.
HLUTLAUSU RÍKIN
Visinskí tók fyrstur til máls í
nefndinni. Lagði hann til að á
ráðstefnunni fengju sæti fulltrú-
ar hlutlausu ríkjanna, Indlands,
Ipdónesíu, Pakistan og Burma.
Væri það ósanngjarnt að tak-
marka aðild að ráðstefnunni við
þjóðir, er stríðið ráku, og Rússa.
RÁÐSTEFNAN SJÁLF
Bandaríski fulltrúinn Lodge
lagðist gegn tillögunni. — Benti
hann á, að þetta mál gætu aðilar
ráðstefnunnar sjálfrar afgreitt,
þegar hún kæmi saman.
LÉTTA ÞARF
STÖRF RÁÐSTEFNUNNAR
Því næst lagði hann til, að full-
trúar Bandaríkjamanna, Kín-
verja og Norður-Kóreumanna
ættu með sér fund til að létta
störfum af ráðstefnunni. Nefndi
hann San Fransiskó, Hónólúlú og
Genf hugsanlega fundarstaði. —
Einnig lagði Lodge áherzlu á, að
veigamikið væri að vinda nú
bráðan bug að ráðstefnunni. —-
Brezki fulltrúinn í nefndinni
fylgdi Lodge að málum.
Pólskur biskup dæmd-
ur é 12 úru lungelsi
Árásir fullar hafurs og svikráða
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter.
LUNDÚNUM, 22. sept. — Varsjárútvarpið skýrir frá því í dag, að
herréttur hafi dæmt pólska biskupinn Kaczmarek í 12 ára fangelsi.
Sami herréttur dæmdi til fangelsisvistar 3 presta og nunnu.
Lítið atvinnuleysi
ÓSLÓ, 22/ sept. — Atvinnu-
skýrslur sýna, að í endaðan
ágúst voru um 934 þús. launþeg-
ar í Noregi. Er það 16 þús. fleira
en á sama tíma í fyrra. Af þess-
um fjölda voru 4500 atvinnu-
leysingjar, og er það svipaður
fjöldi og um þetta leyti í fyrra.
Njósnðflckkur afmáður
BERLÍN, 22. sept. — Útvarp í
Austur-Þýzkalandi skýrði frá því
í kvöld, að komizt hefði upp um
njósnarasamtök í Austur-Berlín
og þau verið afmáð. Sagði út-
varp kommúnista, að njósnararn-
ir hefðu notið aðstoðar frá her-
námssvæði Bandaríkjamanna.
Evrópviher-
inn tefst
STRASSBORG, 22. sept. — í dag
voru til umræðu utanríkismál í
ráðgjafarsamkundu Evrópuráðs-
ins. Fulltrúar Breta og Hollend-
inga héldu því fram, að sú stefna,
sem Rússar hefðu tekið upp að
undanförnu í utanríkismálum,
hefði tafið fyrir sameiginlegum
vörnum Vestur-Evrópu, Evrópu-
hernum. Jafnframt var lögð á
það rík áherzla, að Vestur-
Þýzkaland yrði að vígbúast, svo
að landið geti lagt nokkuð af
mörkum til sameiginlegra land-
varna.
Það var hyggja fundarmanna,
að engin breyting hefði orðið á
eðli rússnesku stjórnarstefnunn-
ar, heldur væri skipt um tækni.
T.a.m. var sýndartillaga sú, sem
Visinskí bar fram um afvopnun
á mánudag, í engu verulegu frá-
brugðin þeim tillögum, sem Rúss
ar hafa borið fram á undanförn-
um allsherjarþingum.
— Reuter-NTB.
□-
-□
Hreinsanír í ættlnndi
Stnlins og Beríu
HATUR OG FLARÆÐI
KOMMÚNISTA
Blað Páfagarðs, Observatore
Romana, segir í forystugrein í
dag, að málaferli þessi séu stór-
pólskra kommúnista á kirkjuna
eru fullar liaturs og svikráða“.
Blaðið telur það furðulega fjar-
stæðu að saka þetta fólk um
njósnir, en þær voru sakargift-
árás á pólsku kirkjuna. „Arásir irnar.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter-NTB.
LUNDÚNUM, 22. sept. — Út-
varpið í Tiflis í Georgíu,
Rússaveldi, tilkynnti í dag, að
Bakraze forsætisráðh. hefði
verið leystur frá störfum. Jafn
framt var aðalritari kommún-
istaflokksins látinn sigla sinn
sjó.
EFTIR FALL BERIU
Kunnugir segja, að hreins-
anir þessar í Georgíu, séu af-
leiðing af falli Beríu. Fráfar-
andi forsætisráðherra hefir
verið að kalla einvaldur í
landi sínu síðan 1938 í skjóli
Beríu.
í ÞRIÐJA SINN EFTIR
LÁT FORINGJANS
í embætti forsætisráðherr-
ans og aðalritarans veljast
menn, sem óþekktir eru með
öllu á Vesturlöndum. Þessi
seinasta hreinsun í ættlandi
þeirra Stalins og Beríu er tal-
in benda til, að fylgismenn
Beríu hafi nú verið kveðnir í
kútinn fyrir fullt og allt.
Hreinsanir þær, sem nú hafa
verið gerðar í Georgíu, eru
þær þriðju í röðinni eftir lát
Stalins.
hafa ófan af fyrir fólkinu meðan
það beið.
t
I
HVER TEKUR VIÐ
STJÓRNARTAUMUNUM
Fyrst og fremst skal nú fengið
úr því skorið, hvaða stjórn situr
að völdum næsta kjörtímabil,
hvort jafnaðarmenn auka fylgi
sitt nú eins og í kosningunum í
vor. Sem stendur situr að völd-
ur» samsteypustjórn íhalds-
manna og Vinstriflokksins.
f
ÞINGMENN 179
Kosnir eru 179 þingmenn til
þjóðþingsins. Þar af eru 175 kosn
ir í Danmörku sjálfri, en 4 í
Færeyjum og Grænlandi, sem nú
telst ekki framar dönsk nýlenda.
Eru 135 þingmenn kjördæma-
kosnir, en uppbótarþingmenn eru,
40. Kjósendur eru um 2,7 millj.
ÆSKUMENN FÁ
KOSNINGARÉTT
Að þessu sinni kjósa æsku-
menn á aldrinum 23—25 ára
fyrsta sinni í Danmörku, þar sem
nú er kosjíS eftir nýjum kosninga
lögum. Hefir kjósendum af þeim
sökum fjölgað um 120 þús. síðan
í vor. Eftir öllum sólarmerikjum
að dæma hefir unga fólkið ekki
látið sitt eftir liggja og kosið
engu síður en aðrir kjósendur.
Sáðustu
fréitir
UM lágnætti í nótt var langt
komið atkvæðatalningu
dönsku þingkosninganna. Jafn
aðarmenn og Vinstri flokkur-
inn höfðu unnið nokkuð á, en
róttækir og íhaldsmenn tapað
lítillega. Þá hafði og Réttar-
sambandið tapað allverulegu
og kommúnistar tapað nokkru
atkvæðamagni, þó að gert
væri ráð fyrir, að þingmanna-
fjöldi þeirra yrði sá sami og
áður.
Ef svo fer sem þá horfði,
verða úrslit þessi:
Jafnaðarmenn 74 (71)
Róttækir 14 (15)
íhaldsmenn 30 (31)
Vinstri fl. 42 (39)
Réttarsamb. 6 (10)
Kommúnistar 8 (8)
Óháðir engan (nýr fl.)
Þýzki minnihltuinn á Suðut
Jótlandi 1 (1)
Tölur þær, sem gefnar eru
í svigum, gefa til kynna þing-
mannafjölda flokkanna, e£
kjósendafylgi þeirra hefði vaX
ið hlutfallslega við fjölgun
þingsæta. En þeim fjölgar
vegna nýju kosningalaganna.