Morgunblaðið - 23.09.1953, Qupperneq 7
Miðvikudagur 23. sept. 1953
MORGUNBLÁÐIÐ
^J^venjjjó&in og, ^JleimifiÉ
V#
t
„Orösin eru þuð hollasto, sem
guð hefir gefið þessu lundi
® áí
í MATJURTABÓK Eggerts Ol-
afssonar, sem út kom árið 1774
segir: „Grösin eru það allra holl-
asta, sem guð hefir gefið þessu
landi“.
Það er áreiðanlega mikið til í
þessum orðum Eggerts og þau
hljóta að vekja okkur til umhugs-
unar um, hvort ekki sé skaði
skeður, hve notkun þessa holla
íslenzka jarðargróðurs til mann-
eldis hefir lagzt niður frá fyrri
tíð, er fjallagrösin voru ein aðal-
fæða landsmanna.
Sem betur fer eru samt til
margar íslenzkar húsmæður, sem
ekki hafa gleymt fjallagrösunum,
þó að nóg sé af allskonar útlend-
um grjónum og gerviefnum á
markaðinum, sem hafa svo greini
lega orðið vanrækslu þeirra vald-
andi.
Kvennasíðan hitti fyrir nokkr-
um dögum að máli húsfreyju eina
hér í Reykjavík, sem hefir hald-
ið tryggð við fjallagrösin. Hún
heitir Jórunn Kristjánsdóttir,
Skagfirðingur að ætt og ólst upp
á bænum Lambanesi í Fljótum í
Skagafirði. Til Reykjavíkur flutt
ist hún árið 1921 og hefir búið, hér
síðan.
GRASAFERÐIR í GAMLA
DAGA
„Mér finnst ég ekki geta án
grasanna verið“ — segir frú Jór-
unn — enda er ég líka vön þeim
frá blautu barnsbeini. í gamla
daga fyrir norðan var ætíð farið
til grása fram i heiðar á vorin
og drjúgur skerfur af grösum
fluttur heim. Til grasaferðanna
var ávallt hugsað með mikilli
tilhlökkun og í þeim gerðust líka
mörg aevintýri.
— En er það engum vand-
kvæoum bundið að komast á
grasafjall hér í Reykjavík? —
spyr ég frú Jórunni.
— Auðvitað er það sínu auð-
veldara nú en áður fyrr að kom-
ast á grasafjall. Nú komumst við
SkreySir sig sjálfur
Reykvísk húsfreyja, frú Jórunn Krisfjáns-
dótfir, hvetur íslendinga iil aukinnar
Hann getur varla verið ein-
faldari og óbrotnari, kjóllinn hér
að ofan. Einmitt vegna þess er
hann einstaklega fallegur og
skemmtilegur. Háir hanzkar fara
vel við hann — annars cru þeir
alls ekki nauðsynlegir.
Jórunn Kristjánsdóttir.
á tveimur tímum, það sem áður
tók tvo daga.
GOTT GRASALAND
VIÐ SKJALDBREIÐ
Á sumrin, er fólk fer til berja
ætti það að hafa hugfast, að upp-
lagt er að snúa berjaferð upp í
grasaferð, ef hann rignir, þar eð
bezt er að típa grös í rigningu
eða þegar jörð er vot. Með því
móti væru tvær flugur slegnar
í einu höggi. Það er til allgott
grasaland í nágrenni Reykjavík-
ur, t. d. Skjaldbreið, en þangað
er innan við tveggja stunda akst-
ur. —
— Farið þér sjálfar til grasa?
— Nú í seinni tíð læt ég bónd-
ann um það að mestu. Hann fór
nú fyrir nokkru með hópi af
ferðafólki austur að Skjaldbreið
og kom heim með steintroðinn
hveitipoka af ljómandi fjallagrös
um, senr hann hafði tínt á meðan
ferðafélagar hans klifu fjallið.
GRASATE GÓÐUR DRYKKUR
— Og eruð þér ekki slyngar
við að matbúa grösin?
— Það þarf nú enga sérstaka
lagni til, en ég matreiði þau á
ýmsan hátt, helzt sem einfald-
astan. Graságrautur og grasa-
vellingur eru iðulega á borðum
hjá mér og ágætt þykir okkur
grasateið til drykkjar á morgn-
ana og einnig til kvöldverðar. Ég
helli á grösin alveg eins og venju
legt te og nota mjólk eða rjóma-
biand út í, eða eftir því, sem hver
vill. Þetta er ljúffengur drykkur
og á hollustu hans leikur enginn
vafi. Einnig þykir mér ágætt að
hafa fjallagrös í rúgkökur og
rúgbrauð. Þá væti ég í deiginu
með grösunum og seiðinu af þeim
en geri brauðin annars á venju-
legan hátt.
HANDHÆGT NESTI
Ég vildi sérstaklega vekja at-
hygli þeirra, sem fara í fjalla-
ferðalög, á þvi, að fyrirferðar-
lítið og handhægt nesti er ljúf-
feng súpa, gerð úr þurrmjóik,
hrærðri út í vatni, fjallagrösum
og dálitlu af púðursykri og salti.
Þessi réttur er mjög góður hita-
gjafi því grösin eru ákaflega auð
ug af mjölva og öðrum bætiefn-
um. Ég var um langt skeið mjög
veil í maga og þykist ég hafa
laeknað mig að miklu leyti með
fjallagrösum.
ÆTTU AÐ FÁST í HVERRI
MATARBÚÐ
— Er hægt að fá fjallagrös hér
í verzlunum?
. — í einstaka búðum eru þau fá
anleg — alltoí óvíða samt. Yfir-
leitt eru þap líka alldýr, 50 gr.
á 4—5 krónur. Þetta þarf að
breytast ,fjallagrös ættu að fást
í hverri matvöruverzlun við sann
gjörnu verði. Eins og nú standa
sakir ætti grasaeklan og hið háa
verð þeirra að hvetja fólk til að
fara sjálft á grasafjall. Á fyrri
öldum voru fjallagrös stórkostleg
búdrýgindi á flestum eða öllum
Framh. á bls. 11.
Grasaréilir
Fjallagrasagrautur.
2 1. mjólk
50 gr. fjallagrös.
70 gr. sagógrjón eða
byggmjöl.
s.alt eftir smejík.
Fjallagrösin lögð í bleyti í kalt
vatn næturlangt, síðan hreinsuð
undir rennandi vatni. Þegar
mjólkin sýður, eru þau, ásamt
grjónunum eða mjölinu látin út
í og hrært í þar til sýður aftur.
Þá saltað. Soðið þar til grjónin
verða* glær, um 20—30 mínútúr.
Grautinn má borða heitan eða
kaldan með, saft eða rjómablöndu.
Grasa-saftbúðningur.
30 gr. fjallagrös,
3 dl. sæt berjasaft,
1 dl. vatn,
4 blöð matarlím,
2 eggjahvítur,
1 dl. rjómi.
Grösin eru hreinsuð og þveg-
in. Sjóðandi vatni helt á þau
og látið kólna. Grösunum síðan
hellt á sigti og vatnið látið síga
af þeim, síðan söxuð allgróft. —
Vatni og saft blandað saman og
sett yfir hita. Þegar það sýður,
eru grösin sett út í og soðin í
fjórar minútur. Þá er matarlímið,
sem áður hefir legið í bleyti í
köldu vatni hrært saman við og
látið kólna. Þegar þetta byrjar að
hlaupa saman, er stífþeyttum
eggjahvítum blandað gætilega
saman. — Skreytt með þeyttum
rjóma.
Fjallagrasate.
15 gr. fjallagrös,
6—8 bollar sjóðandi vatn.
, Lagað eins og venjulegt te. —
Ketillinn hafður yfir gufu eða
heitri plötu í 5—10 mínútur. •—
Drukkið með mjólk eða rjóma-
blöndu og sykri eftir smekk.
★
Fleygið ekki froðunni.
Húsmæður! Fleygið ekki syk-
urfroðunni af berjahlaupinu. Úr
henni getið þér gert gott hlaup
með því að setja hana í pottinn
á ný og bæta í hana svo litlu
af vatni og sjóða síðan þar til
froðan leysist í sundur. Bætið
þá svolitlum bita af smjöri út
í og sjóðið áfram í 2—3 mínútur.
Hellið leginum síðan strax í
krukku og bindið yfir, meðan
hann er heitur.
arís á liáðuin áttum
n
París er á báðum áttum. — Myndin að ofan sýnir nokkur Parísa**-
model vetrartízkunnar 1953—54. Við sjáum, að Dior er ekki einnt
um hituna. — Knésiðu pilsunum er spáð vafasömum sigri.
Hvernig börnin verila hamingjysöni
Á HINNI síðustu svokölluðu
„Hvíta hús ráðstefnu", sem hald-
in var í Bandaríkjunuxn s. 1. vor
var sett fram og rædd spurning-
in: „Hvernig börnin verða ham-
ingjusöm?"
Spurningunni var svarað með
eftirfarandi ráðleggingum, sem
beint er til foreldra:
1) Verið róleg og örugg í fram-
komu yðar gagnvart barninu.
Jafnvel korhung börn finna
það ótrúlega fljótt, ef for-
eldrar þess eru óákveðnir og
óstyrkir.
2) Eitt mikilvægasta atriðið er,
að barnið finni, að það er
elskað. Þó að það skilji ekki
hið talaða orð, þá getur það
samt lesið gleðina á andliti
mömmu sinnar, það skynjar
ást hennar í tónfallinu í rödd
hennar, á handtökum henn-
ar, á þvi, hvernig hún flýtir
sér til að gefa því að borða
þegar það er svangt og hugga
það, þegar það grætur.
3) Verið sjálfum yður sam-
kvæm. Barninu er nauðsynl.
að vita við hverju það geti bú-
izt af fo^'eldrunum. ^essvegna
Nýjasta frá París. — Kjóllinn er
úr grófu uUareíni, og fellur þétt
að upp midir brjóstið. Húfan,
hálsklúturinn og múffan eru úr
sama efni, liðlegu „astrakan" eða
öðru álíka. Hentugur bæði sem
göngukjóll að haustlagi eða
vetrarkjóll.
er það rangt.að hlæja að Jóni
lifla, þegar hann di'eifir lei^-
föngunum sínum i allar átt-
ir í dag og skamma hann sv©
fyrir sama athæfi á morgun,:
4) Qefið bax-ninu t^ekifæri til að
þroska sjálfsfæði sitt. LoflS
því að rannsaka hlutina og
reyna hæfni sína og getu gaj*ii
vart hinum daglegu viðfangá-
efnum. Forðist allar hömluiv
nema nauðsynlegt sé að beita
þeim, vegna öryggis barnsins
sjálfs eða annarra. Takig
alla hættulega og viðkvæma.
hluti burt úr herberginu þajjr
sem það er að leikjum sinuní,
þannig, að ekkert sé að ótú
ast eða hafa áhyggjur af. *
5) Takið tillit til persónuleiká
Og vilja barnsins. Heirntið
ekkí, að það geri skilyrðis-
laust það sem þér viljið eðh
álítið að það eigi að gera á.
ákveðnum stað og stund. Ef
það viil t.d. ekki borða nýjaft
rétt, sem þér hafið útbúið. þ|
stoínið ekki til styrjaldar i'tt
af því. Bíðið heldur og reyrí-
ið svo aft.ur í annað skipti. *
Bregðist það illa við, el-
þér setjið það í fyrsta skipt|
á náttpottinn er hyggilegt að
bíða eina eða tvær vikur ácí-
ur en þér byrjið æfinguna |
ný og það má vel vera, a§
nú gangi hún ágætlega. ;
Hyllist til að velja yður
lækni, sem er barngóður og
verður ekki reiður og önujg-
ur ef barnið er hrætt og erfitj.
viðureignar.
Til Öryggis er ráðlegt að látfr
lækni slioða barnið af og til og
bólusetja það, jafnskjótt og aldui-
þess leyfir.
Hamingjusöm bernska er
grundvöllurinn að hamingju-
sömum fullorðinsárum. TilfinnS-
ingar smábarnsins gagnvart hin-
um þrönga umheimi þess getur
haft ótrúlega mikil áhrif á síð-
ari afstöðu fullorðna mannsins
gagnvart heiminum og tilver-
unni.