Morgunblaðið - 23.09.1953, Síða 8
f
MORGUTSBLAÐIÐ
Miðv'ikudagur 23. sept. 1953
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
; UR DAGLEGA LIFINU
Jákvæðar aðgerðir í stað
innantóms gaspurs
í HVERT skipti, sem bæjar-
stjórnarkosningar nálgast byrja
blöð minnihlutaflokkanna hér í
Reykjavík að birta myndir af
herskálum og húskumböldum.
Jafnframt skamma þau Sjálf-
stæðisflokkinn blóðugum skömm
um fyrir það, að fólk skuli neyð-
ast til þess að búa í slíku hús-
næði.
Allir íslendingar eru áreiðan-
lega sammála um, að harma. þá
ömurlegu staðreynd að fjöldi
fólks hér á landi skuli ennþá
búa í lélegu og heilsuspillandi
húsnæði. Hitt er eindæma
heimskulegt af hinum svokölluðu
„vinstri flokkum" hér í Reykja-
vík, að ætla sér að telja þjóð-
inni trú um, að Sjálfstæðismenn
beri fyrst og fremst ábyrgð á
því. Sannleikurinn er sá, að eng-
inn einstakur stjórnmálaflokkur
hefur gert eins mikið til þess
að bæta ástandið í húsnæðismál-
unum og einmitt Sjálfstæðis-
flokkurinn. Blöð hans hafa e. t. v.
gert minna að því að birta mynd-
ir af húsaskriflum, sem fólk hef-
ur neyðst til þess að búa í. En
slíkar myndir væri hægt að taka
víðar en í Reykjavík, ekki sízt
í þeim kaupstöðum, sem komm-
únistar og kratar hafa stjórnað
undanfarin ár.
Sjálfstæðismenn hafa hins-
vegar unnið kappsamlega að
því að útrýma heilsuspillandi
húsnæði. í bæjarstjórn
Reykjavíkur og á Alþingi hafa
þeir flutt frumvörp og tillög-
ur um stórfelldar aðgerðir til
umbóta í húsnæðismálunum.
Og þeir hafa framkvæmt þess-
ar tillögur. Á grundvelli
þeirra eignast nú fleira og
fleira fólk þak yfir höfuðið,
björt og vistleg húsakynni í
stað lélegra og heilsuspillandi
kumbalda, sem það áður
bjó í.
Því miður hefur ekki verið
hægt að byggja nægilega ört til
þess, að allt það fólk, sem býr
í herskálum skúrum og lélegum
kjallaraíbúðum fengi bætt úr
húsnæðisvandræðum sínum í
einu. Til þess hefur ekki verið
til nægilegt fjármagn. Það er
með umbæturnar í húsnæðismál-
unum eins og margt annað í
þessu fámenna og févana þjóð-
félagi. Þjóðin hefur ekki haft
bolmagn til þess að framkvæma
þær nægilega ört.
En undir forystu Sjálfstæðis-
manna hefur undanfarið verið
hafin markvís barátta fyrir stór-
felldum umbótum í húsnæðis-
málum. Bæjarstjórn Reykjavík-
ur hefur beitt sér fyrir fjöl-
þættum aðgerðum til stuðnings
við einstaklinga og félagasamtök
þeirra í baráttunni fyrir bættum
húsakynnum. Á Alþingi hafa
Sjálfstæðismenn stuðlað að því,
að auknu fjármagni hefur venð
veitt til framkvæmda á þessu
sviði.
Munurinn á afstöðu Sjálf-
stæðismanna og kommúnista
og krata til húsnæðismálanna
er sú, að hinir síðarnefndu
vakna aðeins fyrir kosningar
til þess að birta myndir af
herskálum og öðru lélegu og
heilsuspillandi húsnæði. Blöð
þeirra nota neyð og vandræði
fólksins, sem í þessu húsnæði
býr til þess að velta sér upp
úr því. En þeir benda ekki
á nein jákvæð úrræði til þess
að bæta úr vandræðunum.
Sjálfstæðismenn vinna hins-
vegar að raunhæfum umbót-
um á þessu sviði.
Þetta veit þjóðin, ekki síst
Reykvíkingar, að er sannleikur-
inn sjálfur.
Alþýðublaðið er svo seinhepp-
ið í gær að minnast á þriðja
kafla laganna um opinbera að-
stoð við byggingar í kaupstöð-
um og kauptúnum. En sá kafli
laganna fjallaði um útrýmingu
heilsuspillandi húsnæðis.
Þau lög voru sett þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði stjórnar-
forystu í nýsköpunarstjórninni
og þriðji kafli þeirra var fram-
kvæmdur meðan sú stjórn fór
með völd.
En aðeins tvö bæjarfélög á
landinu hagnýttu sér þann stuðn-
ing ríkisins, sem veittur var með
þessum lagaákvæðum til útrým-
ingar heilsuspillandi húsnæði.
Það voru Reykjavík og ísafjörð-
ur. Á báðum þessum stöðum
höfðu Sjálfstæðismenn forystu
um byggingaframkvæmdir í
skjóli þeirra.
En hvað gerðist svo þegar
„fyrsta stjórn Alþýðuflokks-
ins“ var mynduð? Þessum
lagaákvæðum var frestað.
ísafjörður og Reykjavík, sem
undirbúið höfðu frekari fram-
kvæmdir á grundvelli þeirra
og meira að segja fengið lof-
orð fyrir stuðningi til áfram-
haldandi umbóta í húsnæðis-
málunum fengu ekki að halda
áfram. Félagsmálaráðherrann,
sem var formaður Alþýðu-
flokksins, sagði: Hingað og
ekki lengra. Hættið að út-
rýma heilsuspillandi húsnæði
á grundvelli þessara lagaá-
kvæða. Við höfum ekki meira
fé til slíkra framkvæmda.
Svo kemur Alþýðublaðið nú og
þykist vera að springa af áhuga
fyrir umbótum á þessu sviði og
fer meira að segja að lýsa ást
sinni á fyrrgreindum lagaákvæð-
um!!!
I Hvílík hræsni, óskammfeilni
og yfirdrepsskapur.
| Það voru svo Sjálfstæðismenn,
sem fengu því fram komið í
fráfarandi ríkisstjórn, að sett
voru ákvæði um lánadeild smá-
íbúða og útveguðu fé til starf-
semi hennar til hagsbóta fyrir
| mikinn fjölda fólks, sem annað-
hvort var húsnæðislaust eða bjó,
í ófullkomnu húsnæði.
j Nei, húsnæðisvandræðunum í
þessu landi verður ekki útrýmt
með innantómu gaspri fyrir
kosningar eða birtingu mynda
af erfiðleikum þess fólks, sem
við verst húsnæði býr.
Þegar hin nýja ríkisstjórn
var mynduð fyrir skömmu
varð samkomulag um það
milli flokka hennar, að haldið
skyldi áfram stuðningi við
íbúðarbyggingar í kauptún-
um og kauptúnum, og fram-
tíðarlausn fundin til varan-
legra umbóta í húsnæðismál-
um. Sjálfstæðismenn munu
leggja allt kapp á að þessi
stuðningur verði sem mestur
og að útrýming heilsuspill-
andi húsnæðis gangi sem fljót-
ast, bæði hér í Reykjavík og
annarsstaðar á landinu, þar
sem húsnæðisvandræðin
* þjarma að mörgu fólki.
★ ÞAÐ ER næsta furðulegt
hvert umtalsefni tveggja
manna er hittast í heimahúsi eða
á götu úti getur orðið. Stundum
fjallar tal þeirra um vinnuna,
skyldur þeirra við þjóðfélagið,
eða öflun matar handa sjálfum
sér og sínum, skyldu þeirra við
sjálfa sig. En stundum fjallar tal
.þeirra um málefni sem teljast
* mega utan hins mikla ramma
um skyldur og nauðþurftir og þá
j er talað um veigaminni atriði
lífsins — en það eru einmitt at-
riðin, sem gera lífið ýmist súrt
j eða sætt. Eitt þessara aukaatriða,
sem þó á ýmsum tímum getur
orðið aðalatriði, eru fætur vorir
og meðferð þeirra.
★ ★
★ FÆTURNIR eru stolt okkar
j mannanna, segir danskur
læknir. Það eru þeirra vegna að
við erum æðustu skepnur jarð-
arinnar. Við getum gengið á aft-
urfótunum — ekki stuttan tíma
eins og birnir — heldur allan lið-
i langan daginn, af því að fætur
okkar eru sérstaklega lagaðir til
slíks. Þó að fæturnir frá sjónar-
miði líffræðinnar svipi til hand-
anna, eru þeir til þess ætlaðir að
vera stoð líkamans og tæki til að
ganga á, en höndin, aftur á móti,
er griptæki. Þess vegna- ber okk-
ur að snyrta fætur okkar. Þeir
eiga ekki að sæta verri meðferð
en hendurnar.
! ★ ★
★ ÞAÐ LEIKUR ekki á tveim
tungum að það er skófatnað-
urinn, sem er orsök flestra fót-
meina okkar. Oftast er það svo
að þjáningar í fótum má rekja
til hégómagirni og yfirdreps-
skapar þeirra er þjást. Menn vilja
fylgjast með tízkunni, kaupa sér
skó samkvæmt henni, skó, sem
kreppa að hæl og tá og alls þar
á milli. Fóturinn er breiðastur
fremst — það eru skórnir sjaldn-
ast. Skáldin syngja fótnettum
konum lof — og konan þrýstir J
fæti sínum niður í þröngan skó
til þess að gleðja skáldin.
★ ★
★ OG ÞEGAR svo er komið er
ekki langt að bíða líkþorn-
anna, þessi flötu húðþykkildi,
með þessum hvíta djúpa skinn-
þykkildi, sem er svo helaumt við-
komu. Þau koma á tærnar þegar
skófatnaðurinn nuggast við hör-
undið. Það skeður ekki nema
skórnir séu of þröngir eða hjá
konum, sem ganga á of háum
hælum, því þá þrýstist fóturinn
fram í skóinn og tærnar klemm-
ast. — Stundum tekst að skera
likþornið af með hnífsoddi. En
eina ráðið sem dugir er að ganga
ekki í of þröngum skóm.
★ ★
★ ANNAÐ mjög algengt fóta-
mein, segir hinn danski lækn
ir, stafar af því að menn skera
neglur sínar ekki rétt. Það hend-
ir oft að of þröngur skór leyfir
ekki vöxt naglar á stórutánni.
Þrýstist þá nöglin niður á við og
skerst inn í hörundið. Þá grípa
menn í ofvæni til skæranna,
klippa og klippa. En þá gæta
menn ekki að klippa neglurnar
þvert — það á ekki að klippa
niður til hliðanna. Við það getur
myndast sár sem kann að bólgna
upp og orðið mjög viðkvæmt.
★ ★
★ MARGT fleira mætti segja
um fætur og fótveiki. Það
þykir ekki fagurt að hafa illa
hirtar hendur — en illa hirtir
fætur eru ennþá verri, því séu
þeir aumir af vanhirðu hlykkj-
umst við áfram á götunni og
stynjum við hvert spor.
A. St.
VeU andi slrifar:
★ ★ ★
* NEISTAR ★
★ ★ ★
Árið 1878 var rússneski rithöf-
undurinn Tourgueniev varafor-
seti á alþjóðaráðstefnu rithöf-
unda, sem haldin var í París í
Chatelet-höllinni. Við þetta tæki
færi bar fundum hans saman við
Victor Hugo og talið barst að
Goethe:
— Mér fellur ekki við Goethe,
sagði Hugo. — Hvað er svo sem
hægt að kalla merkilegt af því,
sem hann hefir skrifað? Máske
„Wallenstein“ hans?
— Meistari, svaraði Tourguen-
iev, „Wallenstein" er eftir Schill-
er.
— Öldungis sama! Goethe
hefði dæmalaust vel getað skrif-
að hann!
★
„Ég hefi aldrei séð aðra eins
liti í náttúrunni“, sagði gagnrýn-
andi einn við Van Gogh fyrir
framan eina af myndum hans.
— Þér hafið það ekki, nei —
svaraði Van Gogh ofur rólega.
Ég — oft og mörgum sinnum, en.
náttúran afklæðir sig ekki fyrir
framan hvern sem er.
★ ★
f tilefni af 125 ára afmæli Ib-
sens mælti einhver við Francois
Mauriac þessi frægu orð skálds-
ins: „Maðurinn er sterkastur, þeg
ar hann er einn“.
— Við skulum ekki fara langt
yfir skammt — svaraði Mauriac.
í einverunni hugsar maður venju
lega ekki öðruvísi en maður
sjálfur.
Gleðiefni.
ÞEGAR ég kom til vinnu á
mánudag, beið mín bréf frá
drengnum, sem hér var sagt frá
á sunnudaginn, að hefði misst
dúfnakofann sinn. Bréfið er
svona: „Kæri Velvakandi minn.
Þakka þér kærlega fyrir. Dúfna-
kofinn minn stóð aftur fyrir utan
sama gluggann á sunnudags-
kvöld. Nú er ég kátur drengur.“
Það var gott, að þú skyldir fá
kofann þinn aftur vegna þín og
eins hinna, sem voru valdir að
hvarfi hans.
Rakstur í Lundúnum
og Moskvu.
SAGT er, að Tító hinn júgó-
slafneski sé gamansamur
karl. Eftir Lundúnaförina á önd-
verðu árinu lýsti hann mismun
austurs og vesturs svo: þegar ég
dvaldist í Lundúnum, var mér
sendur rakari til gistihússins, þar
sem ég bjó. Þetta var roskinn
maður, sem alið hefir allan starfs
aldur sinn í konungshöllinni.
Hann rakaði mig ljómandi vel,
en þó var hann dálítið skjálfhent-
ur, þegar hann bar rakhnífinn á
hálsinn.
Seinast þegar ég dvaldist í
Moskvu, sendu þeir í Kreml mér
rakara, sem var orðinn gamall í
hettunni hjá rússnesku einvöld-
unum. Hann rakaði mig líka Ijóm
andi vel, en þegar hann bar hníf-
inn á hálsinn, skulfu hendur
mínar.
Baldvin í biðilsbuxum.
ÞAÐ eru fleiri í giftingarhug í
konungsfjölskyldum álfunnar
* en Margrét konungsdóttir in
brezka. Þannig er nú skrafað um
það á meginlandinu, að Baldvin
Belgíukonungur ætli fljótlega að
biðja norska ríkiserfingjann um
hönd dóttur hans. Heitir sú út-
valda Ástríður Maud Ingibjörg
og er 21 árs að aldri. Er þetta
allra laglegasta stúlka eftir mynd
um að dæma.
Sýn Björns ritstjóra.
ÞÁ er Björn Jónsson, ritstjóri
ísafoldar, var í latínuskólan-
um í Reykjavík (stúdent 1869),
sá hann eitt sinn um miðjan dag
svip móður sinnar við hús frú
Ingileifar Melsteds, en þar borð-
aði hann. Björn sá svip móður
sinnar jafngreinilega og hún
stæði lifandi frammi fyrir hon-
um, en hún var mjög döpur og
tekin að sjá. Á sömu stundu dó
móðir hans fyrir vestan.
Þá er Björn var barn, dreymdi
hann eitt sinn, að þau systkin
gengju eftir hjalla í fjalli fjögur
saman. Gil varð á leið þeirra og
hurfu öll systkini Björns ofan í
það, en honum þótti sér takast
að ná í eitt þeirra. Skömmu
seinna lögðust systkini Björns í
barnaveiki, og dóu tvö þeirra, en
því batnaði, er hann þóttist hafa
náð.
Margur hygg-
ur auð í annars
garðl.
Tvímenningskeppni
í bridge stendur
nú yfír
VETRARSTARFSEMI Bridgefé-
lags Reykjavíkur er hafin fyrir
nokkru, og var fyrsta keppnin
milli Reykvíkinga og „utanbæj-
armanna", það er þeirra, sena
eiga heima utan Hringbrautar og
Snorrabrautar. Unnu „utanbæjar
mennirnir" með 7 Vz vinning
gegn 2V2.
Nú stendur yfir tímennings-
keppni I.-flokks, og eru átta
efstu eftir fyrstu umferð: Ingólf-
ur Ólafsson og Stefán Sveinsson
97,5 stig, Árni Guðmundsson og
Ólafur Þorsteinsson 96,5, Gunn-
ar Vagnsson og Ólafur Guttorms-
son 93,5, Einar Guðjohnsen og
Magnús Björnsson 89,5, Njáll
Ingjaldsson og Júlíus Guðmunds
son 89,5, Helgi Jóhannsson og
Gunnlaugur Ólafsson 87,5, Björn
Björnsson og Guðbj. Stephensen
85 og Guðm. Sigurðsson og Björn
Gíslason 84. — Önnur umferð
verður spiluð n.k. sunnudag í
Skátaheimilinu.
Aðalfundur Bridgefélagsins
var nýlega haldinn, Stjórnina
skipa: Ragnar Jóhannesson, for-
maður, Stefán E. Guðjohnsen og
Eiríkur Baldvinsson.
ísl. met í 4x400 m
boShlauoi
b
í GÆRKVÖLDI setti sveit Ár-
manns nýtt íslenzkt met í 4x400
m boðhlaupi. Rann sveitin skeið-
ið á 3:23,0 mín., en gamla metið,
sem sveit KR setti 1949, var
3:24,8 mím
í sveit Ármanns voru Hörður
Haraldsson, Hreiðar Jónsson,
Þórir Þorsteinsson og Guðmund-
úr Lárusson. — Landssveitarmet
er til á þessari vegalengd. Er það
3:21,6 mín. __i