Morgunblaðið - 23.09.1953, Side 11

Morgunblaðið - 23.09.1953, Side 11
Miðvikudagur 23. sept. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Um afiífun dýra og ntaðferð þeirra Frá Dýraverndunarfélagi Islands DÝRAVERNDUNARFÉLAG ÍS- LANDS hefur beðið Mbl. að birta eftirfarandi ágrip af ís- lcnzkum lögum og reglum um meðferð dýra. Á undan Jjví fer stutt ávarp frá stjórn félagsins: AVARP Hér á landi, eins og hjá öðrum siðuðum þjóðum, hafa lög verið Sett og reglur verið gefnar til að tryggja góða og mannúðlega með ferð á dýrum. Sumpart miðast þessi löggjöf fyrst og fremst við hagsmuni þeirra, sem eiga dýrin Og lifa af afurðunum, sem þau láta í té. Er slíkum hagsmunum yanalega því betur borgið sem betur er með dýrin farið. Á hinn bóginn er löggjöfin til orðin af mannúðarástæðum, beinlínis vegna dýranna sjálfra, eða með ;öðrum orðum þeim til verndar. Hvort heldur sem er stuðlar lög- gjöfin að betri meðferð á dýrum en vera mundi án hennar. Lög og reglur um meðferð öýra, sem gilda hér á landi, eru hvergi til prentuð í heild. Hefur því stjórn Dýraverndunarfélags íslands talið rétt að láta sér- prenta ágrip af íslenzkum lög- lim og reglum um meðferð dýra. REGLUR Samkvæmt lögum nr. 31 frá 19. júní 1922, um breyting á lögum iim dýraverndun, 3. nóv. 1915, eru settar eftirfarandi reglur um aflífun húsdýra, slátrun búpen- ings, aftöku alifugla og um fugla yeiðar, svo og um meðferð á sauðfé og stórgripum að ýmsu íeyti. Þá er sauðfé, geitfé og stór- gripum er slátrað, skal þess gætt, að ein skepnan horfi eigi á slátr- un annarar, og að þær skepnur, sem til slátrunar eru leiddar, sjái ekki þær, sem slátrað hefir verið. Enga skepnu má deyða með hálsskurði, mænustungu né hjartatungu, hvorki til heimilis- nota né í sláturhúsum. Stórgripi skal deyða með skot- vopni, svo og hunda og ketti, en sauðfé og geitfé með skoti, eða rota með helgrímu, eða öðru því- líku áhaldi. Alifugla skal hálshöggva með beittri öxi, eða þar til gerðri vél. Eigi mega aðrir deyða en full- tíða menn og áreiðanlegir, er jkunna að fara með þau áhöld, sem nefnd eru í 2 gr. Þegar lundar eru teknir í hol- Um, eða urðum, eða kofur, er bannað að brúka járnstingi eða járnkróka. Allir netjafuglar skulu deyddir þegar í stað og svo fljótt og kvalalaust sera verða má. Þar sem fugl er veiddur með bandingjum á fleka, skal þess vandlega gætt, að flekarnir liggi fyrir öruggum grunnfærum, syo að þá geti ekki slitið upp. Við þessa veiði skal gæta mannúðar. Þá er skepnur eru fluttar til slátrunar, skal það gert með fullri nærgætni, svo að þeim líði svo vel sem unnt er. Hross skulu járnuð, er þau fara úr heima- högum til útflutnings, ef um nokkra vegalengd er að ræða, en ójárnuð á skipsfjöl. Ef sauðkind- ur, geitur, kálfar eða aðrar skepn ur eru fluttar á vögnum eða bát- um, skal hafa eitthvað slétt og mjúkt fyrir þær til að liggja á, og binda skal fætur vægilega með mjúkum böndum, ef binda þarf. Þegar lömb eru flutt í bílum, skal skipta farrrýimnu í stíur með hæfilega sterkum milligerð- um. Hver stía má ckki vera stærri en svo, áð hún taki fimm lömb að haustlagi, og skal gólfið þakið torfi. Eigi má brúka hross, sem eru hölt, meidd, eða á annan hátt böguð, eða svo mögur, að þau hafa eigi fullan þrótt. Umhyggju og gott atlæti skal sýna öllum hrossum í brúkun. Eigi má brúka vagnhross í stöðugri vinnu og dag eftir dag lengur en 10 stundir í sólarhring. Þau hross, sem eru brúkuð venjulegan vinnutíma alla virka daga vikunnar, má alls ekki brúka á helgidögum. Eigi má leggja á hross þyngri byrðar, né láta þau draga þyngra hlass en svo, að kröftum þeirra sé eigi ofboðið. Reiðhrossum skal og sýna vægð og nærgætni í allri brúkun. Eigi má slá hross með járn- keyrum eða öðru slíku, og aldrei má slá þau í höfuð eða fætur, né undir nára, og ekki hnýta skepn- um í tagl þeirra. Skýla skal þeim brúkunarhrossum með ábreiðu, sem þurfa að standa úti í kulda og úrkomu. Brot gegn reglum þessum varða sektun frá 10 til 1000 kr. Mál, er rísa út af brotum gegn lögum þessum, skal fara með sem opinber lögreglumál. Með reglum þessum eru úr gildi feldar reglur frá 17. nóv. 1916, um slátrun búpenings á al- mennum slátrunarstöðum og um meðferð á fé og hrossum að ýmsu leyti. Þegar sérstaklega stendur á, veitir ráðuneytið, ef því þykir ástæða til, með ráði dýraiæknis undanþágu frá ákvæðum 5. gr., um að hross skuli vera ójárnuð í skipi. Reglur þessar öðlast þegar gildi, þó skal heimilt, að deyða sauðfé til heimilsnota þetta haust á annan hátt en reglurnar fyrir- skipa, þar sem eigi hefir unnizt tími til útvegunar á nauðsynlí^- um áhöldum. Þetta birtist til eftirbreytni öllum þeim, er hlut eiga að máli. Það, sem prentað er með feitu letri, eru viðaukar frá 1924, sem felldir eru hér inn í reglurnar nr. 63 frá 1923. Allir sannir dýravinir vinna að bættri meðferð dýra. Dúkur og garn Rekald nesjamennskunnar . ..........i...... ...... .. •...... - Kvennasföa Framh. af bls. 7. íslenzkum heimilum, ríkum sem fátækum og ótaldar munu þær þúsundir Islendinga, sem þau hafa bjargað frá dapurlegum hungurdauða, þegar fátækt og harðæri dundi yfir. Grösin voru aldrei talin nein dónafæða og það eru þau ekki heldur í dag. Holl- 1 ari og betri mat eigum við ekki kost á. FRA ÆSKUDOGUNUM Þetta segir frú Jórunn og margt fleira sagði hún mér frá sínum ungu dögum norður í Skagafirði, frá hákarlaveiðum og I útræði föður síns sem nú er 98 ára og við góða heiisu og svo frá I öllum gleðskapnum hjá unga I fólkinu. Þau voru 10 systkini I hennar, öll mjög söngelsk, spil- | uðu á fiðlu, langspil og har- * moniku. Unga fólkið af nágranna ! bæjunum sótti þau heim — og stofan sem 15 pör gátu dansað í dunaði af dansi og fjöri að af- I loknum vinnudegi. Þar var og ' fluttur ýmis konar fróðleikur og lærðar dýrt kveðnar vísur. En það er nú önnur saga. | Frú Jórunn gaf mér að lokum 1 nokkrar grasauppskriftir, sem birtar eru á öðrum stað á kvenna- síðunni. — Við þökkum henni fyrir. sib. í GÆR kom í bókabúðir ný bók eftir Efsu E. Guðjónsson, heimilis hagfræðing. Nefnir hún bókina „Dúkur og garn“ og fjallar efni hennar um eðli og gerð vefjar- efna. | Höfundur bókarinnar er gagn- menntuð kona, sem hefur lokið B A prófi í heimilishagfræði 1 Bandaríkjunum. ' Þetta er fyrsta bókin, sem út kemur á íslenzkri tungu um þetta efni, og má ætla að mikil þörf sé fyrir hana. Bókin er ekki stór og því ekki hægt að ætlast til að jafn yfirgripsmiklu efni séu gerð ýtarleg skil. Reynt hefur verið að leggja áherzlu á megin atriðin. Vöruþekking er sú fræðigrein, sem erfitt er að vera %n nú á tímum. Það er af sem áður var, þegar aðeins örfáar tegundir vefnaðarvöru voru á boðstólum. Fjölbreytni vefnaðarvöru er orð- in svo mikil, að þörfin fyrir leið- beiningar er mjög knýjandi. Það er ekki svo lítið hagfræðilegt atriði fyrir fólk, að það þekki vöruna, sem það kaupir og kunni skil á því hverskonar meðferð hún þolir. En það er ekki aðeins neytandinn, sem getur haft gagn af þessari bók. Hún er engu ó- nauðsynlegri handbók fyrir verzl unarfólk, sem því miður oft virð- ist Jiarla lítið vita um eðli og gerð vörunnar, sem það verzlar með. Ætlunin er: að nemendur hús- mæðraskólanna noti bókina við nám sitt í vefjarefnafræði, því hverri húsmóður er nauðsynlegt að vera glöggur vöruþekkjari, þar se mhún annast, að mestu, öll innkaup fyrir heimilin. Sömuleiðis finnst mér bókin vera tilvalin handbók í verk- námskólum, verzlunarskólum o. fl. skólum. Efni bókarinnar skiptist í nokkra megin kafla, svo sem spuna- og garnvefnað og vefnað- argerðir, vélprjón og prjóna- efni, litun, ull, baðmull, hör og silki. Allskonar gerfiefni, eins og rayon, kassinefni, nylon, glerefni, orlon o. fl. Aftast í bókinni er skrá yfir mörg algeng ullar- og bómullar- efni, og er þar í fáum dráttum lýst útliti þeirra og til hvers hentugast er að nota þau. í eftirmála bókarinnar eru talin upp 33 heimildarrit, má af því ráða hve fjölþætt efni bókar- innar er. Þar er mikinn fróðleik að finna um gerð hinna ýmsu tegunda vefnaðarvöru, um eigin- Jpika hennar og hvaða meðferð hún þolar án þess að skemmast. Bókin er vel skrifuð, efni henn ar er flokkað í aðalkafla og und- irkafla og hana prýðir fjöldi á- gætra mynda. Bókin er því mjög aðgengileg til lestrar. Vegna greinargóðs efnisyfirlits og orðálista yfir helztu erlendu orðin, sem oftast sjást á vöru- merkjum er bókin mjög auðveld í notkun sem handbók. Ef konur vilja t.d. vita hvað orðin „dinier" og „gange“ þýða, þá geta þær flett upp á því í bókinni, og langi karla til að vita hvað meint er með orðunum „sanforized" og „tubinzed“, sem nú er stundum minnzt á í sam- bandi við karlmannaskyrtur, þá geta þeir einnig flett upp á því í bókinni. Með öðrum orðum, þar er eitthvað fyrir alla. ísafoldarprentsmiðja gefur bók ina út. Vinna og frágangur er allur hinn vandaðasti. Reykjavík, 22. september 1953. Ilalldóra Eggertsdóttir. HITT heitir nesjamennska, þegar upp gýs óp og emjan landshornanna á milli, ef ein- hverjum dettur í'hug að segja eitthvað, sem ekki hefir áður verið margtuggið á hverjum herkerlingarfundi eða staðið í sveitablaði norður í Þingeyj- arsýslu. (Sr. Sigurður Einarsson: Líð- andi stund). S.l. sunnudag sá ég í fágætu blaði, — Alþýðublaðið heitir það, — grein eftir Ágúst H. Pétursson, þar sem rætt er um skólamál, og er tilefnið viðtal mitt í Mbl. á s.l. vori. Ef einhver skyldi hafa lesið þessa grein í Alþýðubiaðinu, þá þykir mér rétt að birta þessar athugasemdir: Fyrst er frá því að skýra, að grein Á. H. P. er reist á röngum forsendum, þar sem hann vill sjálfur ekki trúa öðru en orð mín hljóti að vera reist á starfi mínu vestra. Sjálfur tilfærir Á. H. P. orð eftir mér, sem greina annað, en hann vill endilega, að orð mín eigi við Patreksfjörð, — annars yrði tilefni greinar hans lítilfjörlegt, — og þá hef ég skil- ið manninn. Það má kalla þröngsýni í meira lagi, sem fram kemur hjá Á. H. P., þegar hann ætlar mér að hafa enga skoðun á neinu nema því, sem ég hefi reynt sjálfur Held- ur Á. H. P. raunverulega, að ég hafi ekki átt tal við kennara víða af landinu? Ég hefi mælt við margan, sem á barn í skóla, og ég hefi rætt við nemendur viðs vegar af landinu, — og á þessu hefi ég reist skoðun mína. En það er Á. H. P. sem endilega vill heimfæra orð mín upp á Patreks- fjörð til þess að sverta staðinn, því að þá hefir hann náð tilgangi sínum. Skv. röksemdaleiðslu Á. H. P. ætti hver maður einungis að trúa því, sem hann hefir sjálfur reynt, — neita öllu, er hann heyrir eða les, — og getur hver séð, hve fráleit þessi speki er. Þá er annað atriði, sem Á. H. P. er hrifinn af — uppeldismála- þing á sl. vori vítti þessi skrif mín, — og þá vitum við, að þar er ekki réttu máli hailað! Slíkar ályktanir iæt ég sem vind um eyru þjóta. — Ég hélt, að flestir væru farnir að kynnast sumum fundasamþykktum„ — ekki sízt ef stéttaþing eiga í hlut. Og vill ekki Á. H. P. afla sér fræðslu um það, hversu margir menn hafa verið lýstir ósannindamenn á þingum fyrir það, að bera brigð- ur á heilagleik stéttar sinnar? Það hefur mörgum orðið um megn að þola sjálfsgagnrýni, og það þarf ekki mikla menn til að bera fram tillögu á fundi og lýsa þar yfir ágæti sínu og stéttar sinnar. í kennslubók í heimspeki- deild Háskólans er tekið dæmi, til að sýna, hve fundarsamþykkt- ir eru stundum fáránlegar, og tek ég þetta dæmi hér, — og mun það í fullu gildi enn —, svo að Á. H. P. getur valið sér verð- ugt baráttuefni: „Sú venja hefir farið mjög í vöxt, að karlar og konur taki upp sambúð og eigi börn án þess að giftast. Með því að þetta er ekki einasta andstætt kristnum sið, heldur og til þess fallið að leiða ófarnað yfir ein- staklinga þá, sem eiga hér hiut að máli, og auka lausung í þjóð- lífinu, vill aðalfundur Presta- félags Au’sturlands beina ein ' dreginni áskorun til löggjafar- valdsins um, að það setji hið bráð j asta lög, sem feli í sér viðurlög , við -slíku framferði“. — Þetta er fundarsamþykkt frá því í sept. 11944 — og ekki um neina stéttar- hagsmuni að ræða. | Sá maður, sem hefir áður- ' greind tvö atriði að leiðarljósi í skrifum sínum og ég hefi hér hrakið, er ekki viðræðuhæfur um meginatriði málsins. — E. t. v. gefst mér tækifæri síðar að ræða þau. Ef einhverjir hafa haldið, að nesjamennskan væri úr sög- unni á íslandi, þá héfir þeim skjátlazt, og því til sönnunar er þessi grein Á. H. P. Reykjavík, 21. sept. 1953 Gunnar Finnbogason. árlegl ríkisframlag fi! kirkju- byggingasjóðs verði 1 milfj. Aðalfundur Dómklrkjusafnaðarins Sjónvarp — kvikmyndir NEW YORK — KvikmyndahOsin eru nú í óða önn að vinna aftur hefðarsess, sinn í New York, en um sinn höfðu þau faríð halloka fyrir sjónvarpinu. .Sú bandaríska kvikmynd, sem nú nýtúr mestra vinsælda vestra heitir „From Here to Eternity". AÐALFUNDUR dómkirkjusafn- aðarins var haldinn í dómkirkj- unni á sunnudaginn. Gjaldkeri las upp reikninga safnaðarins, sem sýndu allmikinn greiðslu- halla. Dómprófastur benti á, að núverandi tekjur safnaðanna í Reykjavík nægðu yfirleitt alls ekki fyrir útgjöldunum, en við svo búið mætti ekki standa, enda hefðu sóknargjöldin engan veg- inn hækkað í réttu hlutfalli við sílækkandi verðgildi krónunnar. Eðlilegt væri að leitað yrð: þess, að fá sóknargjöld hækkuð. Séra Óskar J. Þorláksson spurð ist fyrir um, hvað liði samþykkt- um fyrri safnaðarfunda um að rannsaka möguleikana á því að taka kirkjuloftið til safnaðar- starfsemi, einkum fyrir börn og æskulýð. Ennfremur benti hann á þann drátt, sem á því hefði orðið að bærinn legði til lóð fyr- ir annað þrestsetur í dómkirkju- sókninni. Dómprófastur talaði pm kirkju byggingarmálin. Minnti hann á þann drengilega stuðning, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefði lagt kirkjubyggingarmálum höf- uðstaðarins með einnar milljón króna framlagi á síðasta ári, sem væntanlega mundi einnig fást á næstu árum, uná þeirh máliim yrði komið í sæmilegra horf í borginni. — Þá minntist hann á frumvarp það, sem lá fyrir síð- asta Alþingi um framlag ríkisins til kirkjubyggingarsjóðs fyrir allt landið. Var einróma gerð þessi samþykkt: „Aðalsafnaðarfundur dóm- kirkjusóknar, haldinn 20. sept. 1953, skorar á Alþingi að sam- þykkja frumvarp það til iaga um kirkjubyggingarsjóð, sem lagt var fram á síðasta þingi, eða annað frumvarp, er eigi gangi skemmra um stuðning þess opin- bera við söfnuði í kirkjubygg- ingarmálum. — Vegna sívaxandi byggingarþarfar og síaukins byggingarkostnaðar verður þó að teljast æskilegt og nauðsynlegt að árlegt framlag ríkisins til kirkjubygingarsjóðs verði eigi lægra en 1 millj. kr.“ Þá var gengið til kosninga. Minnzt var fyrrv. safnaðarfull- trúa, Kn. Zimsens, sem iátizt hafði á árinu. Einróma var kos- inn í hans stað Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra. Úr sóknarnefnd gengu: forseta- frúin, Dóra Þórhailsdóttir, Þ. Sch. i Thorsteinsson, lyfsali, og Ól. Ólafsson, kristniboði. Voru ein- róma kosin í þeirra stað: frú Ólafía Einarsdóttir, Sólvallag. 25, Sigurður Á: Björhsson frá Veðra- móti og Guido Bernhöft, stórr- kaupmaður. En fyrir eru í nefnd- inni: próf. Matthías Þórðarson og Gústaf Jónasson, skrifstofustjórí. Vafamehn voru einróma end- urkosnir: Sigurður Kristinsscn, f. forstjóri, og Sveinn Sigurðsson, ritstj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.