Morgunblaðið - 23.09.1953, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.09.1953, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. sept. 1953 Sjötugur: Hjörtur á Murbæli HVER er Hjörtur á Marbæli? Svo kunna margir að spyrja hér, en Skagfirðingar og Austur-Hún- vetningar vita, hver maðurinn er. Hjörtur á Marbæli er kunnur maður norður þar, og nú, þegar hann verður sjötugur, munu vin- ir og frændur rifja upp hugljúfar minningar um afmælisbarnið, því að hann hefir verið öllum góður, þeim sem hann hefir kynnst og unnið með, bæði mönnum og máileysingjum. Hjörtur Kristinn Benediktsson er fæddur 23. september' 1883, sunnudaginn í 23. viku sumars, inn 18. eftir Þrenningarhátíð. Hann er fæddur rétt eftir göng- urnar, en þess vil ég geta, af því að Hjörtur hefir verið mikið rið- inn við göngur og réttir um æv- ina, og á það vil ég líka minna, hvenær á kirkjuárinu hann kom í heiminn, því að hann hefir löngum haft hugann fastan við kirkjuna og allt, sem hana varð- ar. Fæddur er hann í Skinþúfu í Vallhólmi, og er þess getanda fyrir þá sök, að sífellt hefir birtu lagt af ævistarfi Hjartar, svo að það er eins og ið fagra nafn bæj- arins hafi komið fram sem kraft- ur til góðs í lífi hans. Foreldrar Hjartar voru Bene- dikt Kristjánsson, bóndi í Skin- þúfu og síðast á Syðra-Skörðu- gili, og kona hans Ingibjörg Ein- arsdóttir, og var Hjörtur yngstur sinna systkina. — Benedikt var af húnvetnskum bændaættum í föðurkyn, en móðir hans var Sigríður, dóttir Benedikts í Gil- koti Pálssonar á Steinsstöðum Sveinssonar prests í Goðdölum Pálssonar. Var Sveinn læknir Pálsson í Vík í Mýrdal bróðir Benedikts. Móðir Hjartar var dóttir Einars í KrossanesiMagnús sonar prests í Glaumbæ Magnús sonar, en kona Einars og amma Hjartar var Euphemia Gísladótt- ir sagnfræðings Konráðssonar. Er Hjörtur því kominn af gáfu- fólki í báðar ættir. —■ Ungur missti hann móður sína, og brá þá faðir hans búi. Fór inn ungi sveinn þá úr föðurhúsum, en tryggur hefir hann verið átthög- um sínum, því að hann hefir átt heima alla ævi í Seyluhreppi, nema eitt ár, er hann bjó á Hryggjum í Staðarfjöllum. —■ Hjörtur kvæntist 15. maí 1909 Guðbjörgu Sigurðardóttur smiðs Jónssonar frá Dæli Árnasonar frá Seylu Árnasonar, en sam- vistir þeirra urðu skammar. Hófu þau búskap á Hryggjum vorið 1912, en um haustið eftir, 10. okt., íbúð iil Eeigu Kjallaraíbúð, 2 herbergi og eldhús á hitaveitusvæði, til leigu 1. okt. Aðeins fullorð- ið fólk kemur til greina. — Tilboð með uppl. um fjöl- skyldustærð sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á iaugar- dag merkt: „Vesturbær — 682“. — andaðist hún, og brá þá Hjörtur búi og ilutþst aftur fram í Seylu- hrepp, sem sr. Hallgrímur sál. Thorlacius var vanur að kalla „hjarta sýslunnar". Fór hann að Marbæli, þar sem hann hafði verið áður, til Árna hreppstjóra Jónssonar, bróður tengdaföður síns, og konu hans Sigurlínu Magnúsdóttur. Hefir hann síðan átt heima þar til þessa dags. — Einnar dóttur va'rð þeim hjónum auðið, og bar hún nafn móður sinnar, enda fædd skömmu áður en hún dó. Ólst hún upp með föður sínum á Marbæli og inum góðfrægu hjónum þar. Var hún efnilega mær, en hún andaðist á æskuskeiði 7. jan. 1928, og var missir hennar þung raun fyrir gömlu hjónin og sérstaklega fyrir föður hennar. — Þegar frænka hans Ingibjörg Jónsdóttir og maður hennar, Sigurður Sigur- jónsson, fluttust að Marbæli, tók Hjörtur miklu ástfóstri við börn þeirra, og er ekki ofmælt, að hann, afabróðirinn, hafi reynst þeim ráðhollur kennari og unn- að þeim sem augum í höfði sér. Seyluhrepþsmenn eru van- þakklátir, ef þeir sýna ekki Hirti Benediktssyni einhverja viður- kenningu á þessum tímamótum í ævi hans. Hann hefir verið þeim þarfur maður og dugandi. Hann var snemma námgjarn og má teljast prýðilega að sér, þó að hann hafi aldrei gengið í skóla. Man ég, er hann gaf út blaðið „Smára“ og ég blaðið „Tyrfing" og sendum hvor öðrum. Allt frá æskudögum minnist ég hans sem ins góða, fræðandi, skemmtilega og hjartahlýja frænda, og þakka ég honum nú vináttu með frænd- semi yfir 60 ár. — Hjörtur varð brátt mikill bókamaður, lærði bókband og hefir stundað þá iðn, löngum í hjáverkum, því að jafn- an varð hann að vinna hörðum höndum. — Glaumbæjar kirkju og söfnuði hefir hann unnið langt og gott starf, verið formaður sóknarnefndar, safnaðarfulltrúi og meðhjálpari fjölda ára, og rækt hefir hann þau störf sem önnur með sæmd. — Forða- gæzlumaður í hreppnum var hann lengi og böðunarstjóri og lengi gangnaforingi, og í Skrapa- tungurétt hefir hann hirt fé sveit- unga sinna um 40 ár. — Hjörtur er fræðimaður og hrókur alls fagnaðar á mannfundum. Hann hefir skrifað þátt um Glaumbæj- arpresta frá siðskiptum til vorra daga. — Og einu má ekki gleyma, er Hjartar er minnst. Hann hefir skrifað margar minningargreinar í blöð og tímarit um sveitunga sína og jafnan farist það vel. Áhugasamur hefir hann verið um pólitík, því að hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkom- andi, en nú þegar kvölda tekur, er hann sæll þess að hafa þjónað af dyggð og tryggð, svo að „ljós er þar yfir“. Engir kveldskuggar fá því teygst sig á ævileið hans, Ég óska þér til hamingju með það. B. T. Daðey IVIaría Pétursdóttir Fædd 7. desember 1949. Dáin 5. september 1953. BARNIÐ, sem týndist frá Hólma vík og fannst eftir tvo til þrjá daga örent eftir mikla leit, var jarðsett fyrra mánud. frá kapell- unni í Fossvogskirkjugarði. — Dauða Daðeyjar Maríu þar að á hinn átakanlegasta hátt. Það mun lengi geymast í minnum þess fólks, sem veitt hefur því eftirtekt og lesið um hvernig slysið orsakaðist eða heyrt það í útvarpi. Skeð er það, sem enginn áður sá, og enginn veit, hvað skeður næsta dag. Allf er hljótt, ég heyri guðs míns svar: Heim er kallað tárhreint ástar- blóm. Á örmum mínum unga mey ég bar, engill er hún, fjarri jarðardóm. Drottinn sjálfur talar til vor hér, — vor trú er rétt og guðs er valdið allt: | Sjá, sterki maður, hverfult allt þitt er, og eigin mætti vart þú treysta skalt. Já, þung er sorgin, þrauta- harmur sár, er þúsund hjartna kveðju til j þín ber. En trúin lifir, ljósið þerrar tár * og ljóssins björtu englar fagna þér. H. B. Blessuð litla stúlkan villtist frá Hólmavík og gekk óralanga leið. Fyrir henni varð 400 metra hátt fjall, sem hún gekk upp og yfir, þar sem hún kom svo ofan í dal. Þá kom dimman og nóttin með kulda sínum, sem varð henni ofurefli. Mistök þau, sem urðu á, að barnið fyndist lifandi, skulu hér ekki rædd og ekki heldur sljóleika þeirra, sem heyrðu og sáu til barnsins, en veittu því ekki hjálp. Þennan sorglega at- burð hlýtur íslenzka þjóðin að yfirvega með sjálfri sér, hver og einn einstakur, karl og kona. Gleymum ekki þróttmikla barn- inu, sem gekk yfir. fjöll og ófær- ur. Stofnum sérstakan minning- arsjóð um hana hjá Slysavarna- félagi íslands og sé það hlutverk sjóðsins að verðlauna þá menn, er bjarga börnum úr lífsháska eða koma í veg fyrir að börn fari sér að voða. Ennfremur yrði sett- ur minnisvarði á leiði hennar. Við íslendingar höfum ekki verið á eftir öðrum þjóðum með hjálpsemi til handa útiendum börnum og fólki yfirleitt, sem hefur lent í hörmungum á marg- víslegan hátt og hefuf það verið gert af góðum vilja og með alúð, sem betur fer. Maður líttu þér nær, liggur í götunni steinn. Gætið að líðan ís- ienzkra barna. Vonandi tekur fólk þessari málaleitun vel. — Blöðin eru beðin að taka á móti framlögum, sem berast. Ó. J. H. ★ Fjögurra ára mær í myrkum dal mannabyggðum fjær, um óraleið gengur ein um sorgarinnar sal, sundin lokast, köld og hamra- breið. Drottinn hefur þerrað þína brá, þjóð vor stendur hljóð um bjartan dag. Papagos í Pómaborg RÓMABORG, 22. sept. — Papa- gos, forsætisráðeherra Grikkja, kemur til Rómaborgar á mið- vikudag ásamt gríska utanríkis- ráðherranum í boði ítölsku stjórn arinnar. — Sagði formælandi ítölsku stjórnarinnar í morgun, að ætlunin væri að styrkja eins og frekast mætti þau vináttubönd sem nú tengdu ríkin. Þeir Pella og Papagos ætla að talast við um áríðandi mál. — Reuter-NTB. RAÐ VIÐ FEITU HARI Stúlkan sem myndin sýnir hef- ur við þann leiða galia að stríða að hár hennar fitnar um of. — Það eru margir sem gera siíkt hið sama, og hérna er ráð til þess að losna við hárfituna. Sáldrið sagi í hárið (hafra- grjón gera sama gagn) og látið það vera í hárinu dálitla stund. Burstið það síðan vandlega þar til allt sag er farið úr hárinu, og það verður gljáandi, eins og ný- þvegið, því sagið hefur drukkið í sig alla fituna! Yfirlýslng frá ,, Stórsfúku íslands VEGNA samþykktar Kvenfélaga sambands Islands, um að skora á Stórstúku íslands að taka hús- eignir Góðtemplarareglunnar, Jaðar og Fríkirkjuveg 11, til af- nota fyrir áfengissjúklinga, og vegna annarra radda í sömu átt, er fram hafa komið, vill stór- stúkan taka fram eftirfarandi at- riði, jafnframt því, sem hún þakkar aðrar samþykktir lands- þings Kvenfélagasambandsins ' í áfengismálum, og öruggan stuðn ing kvenfélaganna við málstað Reglunnar: 1. Stórstúkan átti á sínum tíma þátt í stofnun og stjórn drykkju- mannahælisins í Kumbaravogi og síðar í Kaldaðarnesi, og lagði til þess stórar fjárhæðir, en það var lagt niður gegn vilja Stórstúk- unnar. 2. Húseignin á Fríkirkjuvegi 11 er að mestu leyti í leigu til hins opinbera, og hefur ekki fengizt losuð úr leigu þrátt fýrir það, að Reglan hefur brýna þörf fyrir húsnæðið, til sinna eigin af- nota. í kjallara hússins er fund- arsalur fyrir stúkurnar, og yrði allt starf stúkna að leggjast nið- ur, ef hans missti við. 3. Húseignin að Jaðri er leigð Reykjavíkurbæ til skólahalds fyrir drengi, er ekki eiga samleið með öðrum börnum í skóla, mik- inn hluta ársins, en notuð yfir sumarmánuðina, sem dvalar- heimili og samkomustaður bæði fyrir reglufélaga og aðra, sem þess óska, og að nokkru fyrir námsskeið fyrir unglingaregl- una. Húsin eru reist í þessum tilgangi af reglufélögum, að miklu leyti í sjálfboðavinnu, og hefur stofnunin aldrei fengið einn eyri af þeim opinbera styrk sem veittur hefur verið til starf- semi Reglunnar. 4. Fyrir nokkru hafði Góð- templarareglan í’Reykjavík ráð á húseign, sem boðin var fram til hælis fyrir drykkjumenn, en það tilboð var ekki þegið af þeim aðiljum, sem með það mál fóru af hálfu hins opinbera. 5. Góðtemplarareglan leggur fyrst og fremst áherzlu á það, að vernda menn frá því að verða ofdrykkjumenn, og telur einu öruggu leifjina til þess vera, að menn hafni algjörlega allri áfengisnautn. Til þess að styðja menn í þeirri viðleitni, býður hún fram félagsskap sinn, þús- eignir og alla hjálp, sem hún hefur völ á. Hún telur hins vegár, að það sé fyrst og fremst hlut- verk ríkisins, sem selur mönnum áfengi, að bæta fyrir það tjón, sem af því hlýzt, og lækna þá, sem sýkjast af áfengisnautn vegna áfengissölunnar. F. h. Stórstúku íslands Björn Magnússon, stórtemplar. Kosningar DÝFLINNI — írska þingið verð- ur rofið í haust, og fara fram kosningar 22. október. M A R K tJ S EftLr Ed Dodá cr—> Þú leni artlar að byrja að BlesíuS láttu fyrir þér vaka Bezt er kaka Bezt er kaka meS LILLU LYFflDUFH SHUT UP AND DO VOUR TALKING TO KING..-/V£'S * THE A4AN WHO WAMTS TO HEAR VOUR EXPLANATIONSf 1) — Þetta er hraparlegur mis- I — Hættu þessu þvaðri og haltu | 2) — Hlustið á mig, heim- skilningur. — Ég heiti Markús, áfram. Við vitum ósköp vel hver skingjarnir ykkar. Þið.... Markús veiðimaður. 'þú ert. I 3) —.Haltu þér saman. Gerðu heldur grein fyrir máli þínu við Karl. Það er hann, sem óskar; eftir upplýsingum hjá þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.