Morgunblaðið - 02.10.1953, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. okt. 1953
nttfimMtóifc
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrg8*xm.)
Stjórnmálaritstjéri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinaron.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
1 iausasölu 1 krónu eintaklO.
E^^ö(
>G^_JH
1 ÚR DAGLEGÁ LÍFINU l
Ný stjárn í Danmörku
NÝ ríkisstjórn hefur nú tekið við
völdum í Danmörku. Er það
minnihlutastjórn jafnaðarmanna
undir forsæti Hans Hedtofts, for-
manns flokksins. Úr stjórnarsam
vinnu varð ekki milli jafnaðar-
manna og róttæka flokksins, en
þessir tveir flokkar hafa til sam-
ans hreinan meirihluta í hinu
nýja þjóðþingi. Fyrr á árum
höfðu þeir um all langt skeið
samvinnu sín í milli undir for-
ustu þeirra Staunings og Munchs.
Afstaðan til utanríkismál-
anna mun fyrst og fremst hafa
komið í veg fyrir að þessir tveir
gömlu samstarfsflokkar mynd-
uðu ríkisstjórn, sem styddist við
meirihlutann í þjóðþinginu. —
Jafnaðarmenn hafa eins og
kunnugt er stutt utanríkisstefnu
íráfarandi stjórnar, sem byggist
á náinni samvinnu við hinar
vestrænu lýðræðisþjóðir og þátt-
töku í varnarbandalagi þeirra,
Róttækir hafa hins vegar haldið
fast við hina gömlu og úreltu
hlutleysisstefnu og engan þátt
viljað eiga við samstarfi lýðræð-
isflokkanna um landvarnir Dan-
merkur.
Því fer fjarri að þetta hafi
styrkt affstöffu róttæka flokks
ins í landinu. Hann hefur
þvert á móti fariff minnkandi
og í síðustu kosningum beið
hann verulegan ósigur og tap-
aði einu þingsæti. Hins vegar
unnu þeir flokkar mest á sem
hvað eiharffasta afstöðu hafa
tekið í þessum málum, þ. e.
vinstri flokkurinn, sem stjórn
arforustuna hafði og jafnað-
armenn.
íhaldsmenn stóðu hins veg-
ar nokkurn veginn í stað,
enda þótt þeir fengu einu
þingsæti færra, én þeim bar
samkværat hinni nýju stjórnar-
skrá og fjölgun þingmanna. En
það er athyglisvert að utanríkis-
ráðherrann Ole Björn Kraft, sem
mjög hafði orðið fyrir barði
árása róttækra fyrir stjórn sína
á utanríkismálunum vann mik-
inn sigur í kjördæmi sínu, þar
sem flokkur róttækra tapaði
einnig verulega. Það er af þessu
auðsætt að yfirgnæfandi meiri-
hluti dönsku þjóðarinnar kýs
nána samvinnu við hinar vest-
rænu lýðræðisþjóðir um varnir
Evrópu og sínar eigin varnir.
Stjórnarmyndun Hans Hed-
tofts nú er eðlileg afleiðing af úx-
slitum kosninganna. Flokkur
hans hlaut nú 74 þingsæti á móti
72 þingsaetum fyrrverandi stjórn
arflokka, vinstri manna og í-
haldsmanna. Fráfarandi stjórn
var einnig minnihlutastjórn. —
Henni tókst ekki að tryggja sér
stuðning réttarsambandsins, sem
hefur 6 þingmenn og róttæka
flokksins, til nýrrar stjórnar-
myndunar. Þess vegna var eðli-
legt aðstærsti þingflokkurinnsem
fleiri þingsæti hafði en stjórnar-
samsteypa íhaldsmanna og
vinstri manna myndaði nú ríkis-
stjórn.
Ýmislegt bendir til þess að
hin nýja ríkisstjórn Hans Hed-
tofts mimi reynast okkur ís-
lendingum hliðholl í handrita-
¦iiO málinu. — Sjálfur hefir hinn
nýi forsætisráðherra iðulega
lýst yfir þeim hiklausa vilja
sínum að Dönum beri að skila
íslendingum handritunum. Ó-
hætt er að fullyrða aff innan
borgaraflokkanna dönsku eigi
skir íslendinga í handritamál-
inu það mikið fylgi aff ríkis-
stjrnin muni geta komið til-
lögum sínum í mðlinu fram í
þinginu. íslendingar munu því
gera sér gðar vonir um að
innan skamms muni handrita-
málinu ráðið til lykta. Er og
sannarlega tími til þess kom-
Iðrandi syndari
FORMAÐUR Alþýðuflokksins og
blað hans koma nú daglega fram
eins og iðrandi syndari eftir að
hann hefur verið gjörsamlega
króaður af í umræðunum um
samningamakk hans við komm-
únista. Nú segir hann, að ekkert
slíkt makk hafi átt sér stað. Hann
hafi aðeins talað við bróður sinn,
sem af tilviljun er þingmaður
kommúnistaflokksins, og hann
hafi sagt sér, að hann myndi
greiða atkvæði gegn vantrausti á
minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins og Framsóknarflokksins, auð
vitað af einskærum bróðurkær-
leika!! Að öðru leyti hafi hann
ekki talað við leiðtoga kommún-
istaflokksins um, að þeir hjálp-
uðu slíkri stjórn til þess að verj-
ast vantrausti. Eiginlega, hafi
myndun slíkrar stjórnar aðeins
verið „fræðilegur möguleiki",
sem borið hafi á góma milli sín
og leiðtoga Framsóknarflokks-
ins!!
Þetta segir formaður Alþýðu-
flokksins í blaði sínu í gær,
fimmtudaginn 1. október.
En fyrir réttri viku síðan var
allt annað hljóð í strokknum. Þá
hafði Alþýðublaðið þessi um-
mæli eftir ritstjóra sínum og for-
manni Alþýðuflokksins:
„Næst athugaði Alþýðuflokk-
urinn möguleika á að tryggja
tryggja það, að minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins fengi varist vantrausti
þeirra flokka, sem hefðu viljað
knýja fram haustkosningar, ef
hún yrði m'ynduð. Gekk Alþýðu-
flokkurinn úr skugga um að
þetta væri unnt".
Svo mörg voru þau orff.
Ekki gat bróðir Alþýðuflokks-
formannsins í kommúnista-
flokknum tryggt það einn, að
umrædd minnihlutastjórn
fengi varist vantrausti. „Fé-
lagar" hans urðu að koma þar
til hjálpar. Og bróðirinn í Al-
þýffuflokknum „gekk úr
skugga um að þetta væri
unnt". • |
Það er sannarlega ekki að
furða þótt Alþýðublaðið sé orðið
niðurlútt eftir þetta allt saman, \
vitlausustu og grunnfærnisleg-
ustu ræðu, sem nokkur flokks-
formaður hefur haldið og graut-
arlegustu og aumlegustu vörn,
sem nokkurt blað hefur haldið
uppi fyrir formann sinn. En þeg-
ar formaðurinn og ritstjórinn eru
ein og sama persóna er ekki á
góðu von. Sú persóna stendur nú
króuð af upp við vegg mótsagna
sinna, flumbruháttar og grunn-
færni, og fær sig hvergi hrært.
Kommúnistar hafa hinsvegar
ennþá neitað, að staðfesta frá-
sögn hans um þátt þeirrj; í mál-
inu. Er þeim það e. t. v. varla
láandi. Ber það vott um að sá
bróðirinn, sem er í kommúnista-
flokknum, sé töluvert kænni en
sá, sem vesalings pínu litli flokk-!
urinn situr uppi með í formanns- .
sæti!!!
t
• ÍSLENDINGAR hafa ekki
alizt upp við áfengismennt
eins og aðrar hvítar þjóðir, sem
hafa aldagamla sögu og reynslu
að baki sér í þessum efnum, enda
ekki við því að búast af land-
fræðilegum orsökum og vegna
erfiðra lífsskilyrða, sem veittu
almenningi ekki tóm frá öflun
brýnustu lífsnauðsynja. Þá mátti
segja að það skipti ekki miklu
máli, hvort fólk kynni nokkur
skil á áfengum drykkjum eða
ekki. En hin öra framvinda og
mikið batnandi lífskjör síðari
ára hafa gjörbreytt viðhorfinu í
þessum efnum. Samskipti íslend-
inga við erlendar menningarþjóð
ir eru einnig orðin svo mikil og
náin, að það verður ekki talið
vanzalaust að umgangast áfenga
drykki af takmarkaðri háttvísi
eða jafnvel eins og óvitar. —
Þannig segir í nýútkominni bók
Áfengir drykkir.
íC^^SX
J-^ao uar dmhhio
í aawila daaa
-k Á ÞESSUM síðustu og verstu
tímum er mikið talað um
drykkjuskap og aðrar ódyggðir
mannanna. Það er eins og þetta
heimsins böl sé nýtt, þó stað-
reynd sé að mun minna sé drtikk-
ið hér á landi á síðari árum en
áður. Það er furðu fróðlegt að
kynnast háttum liðinna kynslóða
og þá ekki síður að kanna viðhorf
þeirra til áfengismála en annarra
mála sem fram úr varð að ráða.
if „MENN tóku brennivínið í
kvartilum .... Og varla var
svo vesalt kot, að ekki væri þar
til einhver tunnunefna til þess að
fá sér á þegar farið var í kaup-
Uewahandi ókrifar:
Myrkur og ísbirnir.
BREZKUM blöðum verður nú
alltíðrætt um skozka knatt-
spyrnuþjálfarann, sem sigldi til
íslands fyrir 17 árum til að
kenna knattspyrnu. Þessi maður
ílentist, settist að námi í guð-
fræðideild Háskóla íslands, lauk
þaðan prófi og gerðist klerkur
norður við yzta haf. Skrítin
saga, segja blöðin.
Síðan hefir hann dvalizt á smá
ey, þar sem er sífellt myrkur frá
því í nóvember fram í febrúar.
Og þangað koma stundum ísbirn
ir með rekís norðan úr höfum.
Misstórir söfnuðir.
ÞAR eru 73 sálir og engar sam-
göngur við umheiminn
nema hvað póstbátur kemur á
hálfsmánaðar fresti, stundum
sjaldnar. „Nú skilur Róbert Jack
við þessar fáu hræður og gerist
sálnahirðir 40 þúsunda mótmæl-
enda, sem eru af íslenzku bergi
brotnir. — Og það er trúa okk-
ar, að í Grímsey skilji hann ekki
aðeins við vakandi söfnuð, held-
ur og góða knattspyrnumenn",
segir í skozku blaði.
Freistni.
HÖRMULEGUR ljóður er það
á ráði manna að misþyrma
tungu sinni vitandi vits. Og á
ýmsan hátt falla menn fyrir
þeirri freistni. Einn er, að tönnl-
ast á erlendum orðum í tíma og
ótima, jafnvel án þess að þekkja
merkingu þeirra.
Fyrir þessari sömu freistni
hafa menn fallið á Keflavíkur-
flugvelli, þar sem hvað eina geng
ur daglega undir nöfnum á tveim
ur tungumálum. Er það af for-
dild eða hreinum og beinum
trassaskap, sem íslendingar van-
rækja íslenzkuna og láta m. a.
islenzk heiti oft og einatt þoka
fyrir útlenzkum.
Herferff gegn slettum.
VIRÐINGARVERÐ er tilraun
starfsmannablaðsins á vellin-
um, sem hafið hefir herferð gegn
slettunum. Beitir það sér fyrir
því, að í viku hverri sé a.m.k.
tveimur erlendum orðskrípum
kastað fyrir róða.
Þvílíkt frumkvæði er góðra
gjalda vert. En það er ekki nóg,
að fáir leggist á eitt um að fegra
og hreinsa mál sitt. Allir hljót-
um við að kosta kapps um að
vanda það eftir því, sem við höf-
um vit til og getu. Við skulum
ekki aðeins ganga af orðskrípun-
um dauðum, heldur heyja til við-
bótar orðaforða okkar í viku
hverri, á hverjum degi.
Ástæffa til aff gleðjast.
HÉR í dálkunum var skýrt frá
því á dögunum, að lítil telpa
hefði tapað veski, sem í voru m.
a. 400 krónur ogvar um leið kvart
að yfir, að skilvísi virtist vera
orðin helzt til fátíð dyggð nú til
dags. Nú er veskið fundið og er
telpan beðin að koma á lögreglu-
stöðina árdegis í dag og hitta að
máli Pálma Jónsson varðstjóra.
Það er ástæða til að gleðjast,
ekki aðeins yfir því að litla stúlk-
an skuli þannig endurheimta
peningana sína, sem hún hugði
sér glataða, heldur og yfir ráð-
vendni þess, sem fann þá. Það er
því miður oft, að mér eða þér
finnst ástæða til að skammast
yfir brestum náungans. Því
skemmtilegra er það, þegar tæki-
færi gefst til að viðurkenna vel
gerðan hlut. — Það á ekki — og
má ekki gleymast heldur.
I þessu sambandi vildi ég einn-
ig minnast þess með ánægju, að
litla dúfnahúsinu,, sem horfið
hafði úr garði einum hér í bæn-
um fyrir nokkru, var skilað þeg-
ar sama daginn og um það var
getið hér í dálkum mínum.
Eitt s'inn skal hver
deyja.
ÞÓRI jökul vá sá maðr, er
hefna þóttist bróður síns, er
Þórir hafði vegit í Bæjarbardaga.
Þórir kvað vísu þessa, áðr hann
lagðist undir höggit:
Upp skalt á kjöl klífa,
köld er sjávar drífa,
kostaðu hug þinn herða,
hér muntu lífit verða.
Skafl beyjattu, skalli,
þótt skúr á þik falli,
ást hafðir þú meyja.
Eitt sinn skal hverr deyja.
(Sturlungu).
An er i 11 s
g e n g i nema
heiman haf i —
(Njála).
><_^^>b
staðinn í kauptíðinni", segir sr.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili í
bók sinni „íslenzkir þjóðhættir".
Og hann heldur áfram.
„Þegar menn riðu af stað að
heiman, fengu menn sér stund-
um ofurlitla hressingu, til þess að
geta borið sig mannalega fyrst,
þegar þeir kæmu á bæina. Því að
allt var ónýtt, ef menn höfðu
ekki drykkjulæti í þá daga. Þeir
sem voru nízkir við sjálfa sig,
höfðu það til að bera brennivín
í kampinn á sér, til þess að láta
finna af sér lyktina, og bera sig
svo til eins og drukknir menn,
þangað til einhverjir urðu til að
bæta úr og gefa þeim almenni-
lega í staupinu.
o—?—o
-k SUMIR sem voru mjög
hneigðir fyrir vín fóru æfin-
lega af stað, þegar þeir vissu til,
að einhverjir komu heim úr kaup
stað í sveitinni, og brugðu sér
þangað, til þess að vita, hvort
bóndi hefði ekki komið heim með
einhvern dropa. Svo er sagt um
Sæmund gamla á Víðimýri, þenn
an annálaða brennivínsberserk í
Skagafirði, að hann fór á húðar-
meri, fylfullri austur yfir vötn,
er hann vissi, að bóndi þar kom
úr kaupstað, og flaut á merinni
dauðri til lands. Jón Jónsson
bóndi á Draflastöðum í Eyjafirðí
hafði þennan sið. Hann vissi einu
sinni til að Stefán bóndi á Ána-
stöðum kom úr kaupstað og
mundi hann hafa haft eitthvað í
kútnum. Bæirnir eru nærfeilt
andstæðir, en Núpá fellur í milli
í djúpu gili og var mikil. Jón var
burðarmaður og lét ekki allt
fyrir brjósti brenna. Hann gekk
ofan að ánni og skreið í kafi yfir
hana í botninum og hélt sér í
stórgrýtið."
Síðan segir sr. Jónas frá út-
reiðum manna, sem voru nánast
ekki annað en fylliríisferðir.
Hann segir frá róstum manna í
milli — hvernig menn klæddu
sig til þess að vera undir slags-
mál búnir og hvað menn töldu
það fínt að hafa drykkjulæti,
rosta og hroðaskap í frammi.
o—?—o
* ÞAÐ ER ekki tilgangurinn
með þessum línum að segja
að fyrsj drukkið var í gamla
daga á íslandi og látið illa, megi
I menn til með að gera það í dag.
Síður en svo. Það er ákaflega
leiður vani á mönnum að láta
j dólgslega við vín — eða jafnvel
að láta sem þeir séu fullir. Af
því er nóg í Reykjavík enn í dag
!— og vilji menn sjá slík látalæti
þurfa menn ekki annað en að
ganga um aðalgötur Reykjavík-
ur um miðnæturskeið. Það bregst
varla að einn eða fleiri gelgju-
skeiðsunglingar láti hátt einung-
is af því að þeir halda að það sé
fínt.
o—?—o
* EN HVORT að leiðin til þess
að losna við þessa „fínu
menn" er sú að banna alla vin-
sölu, er ég ekki viss um. Að mín-
um dómi væri hyggilegra að
reyna að kenna mönnum siðsam-
lega umgengni og mannasiði þeg-
ar þeir fá sér neðan í því — eða
jafnvel þegar þeir hugsa um vín.
Hvernig væri að auka frjálsræði
einstaklingsins í áfengismálum?
Hvernig væri að útrýma þeirri
skoðun að menn séu að fremja
einhvern glæp þegar þeir fá sér
flösku? Og hvernig væri að koma
því svo fyrir að menn þyrftu ekki
að kaupa séT heila þriggja pela
flösku þegar þá langar í vin-
dropaj i — Sem sagt: Hvernig
væri að upphefja höft og bönn og
al]t það illa er þeim fylgir og
inhleiða frjálsræði og það góða
er þVí fylgir.
— A. St.