Morgunblaðið - 02.10.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. okt. 1953 MORGVNBLAÐ1& 11 Stjörnubíó sýnir um þessar mundir bandaríska dans og söngva- mynd, „Stúlka ársins", sem er i eðlilegum litum, frá Columbía. Þau Robert Cummings og Jean Gaulfield fara með aðalhlutverk- in, en auk þess koma fram í myndinni fjöldinn allur af öðrum leikendum og sömuleiðis heil tylft af gullfallegum glæsimeyjum Hollywoodborgar. 478 ncmendur stunda nám vii) Menntaskúlann í Reykjavík í vetur MENNTASKÓLINN í Reykjavík var settur í gær að viðstöddum kennurum og nemendum. Hófst skólasetningin kl. 3 e. h. Skólinn starfar í 21 bekkjardeild í vetur og er það einni færra en s. 1. yetur og nemendafjöldi er einnig nokkru minni eða 478 nemend- ur í stað 510 í fyrra. RÆÐA REKTORS ' Rektor skólans, Pálmi Hann°s- son, bauð kennara og nemendur velkomna til vetrarstarfsins og hvatti þá til elju og samvizku- semi við nám og starf. Minnkun nemendafjöldans kvað hann stafa af þvi, að óvenjulega marg- ir nemendur hefðu fallið við síð- ustu vorpróf. Þannig hefðu 46 fallið af um 150 nemendum, sem þreyttu próf upp úr þriðja bekk. ÓSKAÐI TIL HAMINGJU Rektor minntist á stofnun Menntaskólans á Laugarvatni og óskaði hinni nýju menntastofn- un til hamingju með framtíðar- starfið. Lét í því sambandi svo um mælt að hin mesta gæfa, sem einum menntaskóla gæti hlotnazt væri sú, að stúdentar þeir, sem hann útskrifaði reyndust dug- andi menn í þjóðfélaginu. SAGA MENNTASKÓLANS í REYKJAVÍK Þá vék rektor að sögu Mennta- skólans í Reykjavík þau 24 ár, sem hann hefir farið með skóla- stjórn. Minntist hann á hinar ýmsu breytingar, sem gerðar hefðu verið í skólastarfinu. Þær væru fæstar þeirra, komnar frá skólanum sjálfum, heldur utan að frá og hefðu þær fæstar reynzt skólanum til góðs. Gat Akureyrarbær slyrkir Múlaveg AKUREYRI, 30. sept. — Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar var lögð fram samþykkt bæjarstjórn ar Ólafsfjarðar, þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórnir Siglufjarðar og Akureyrar og hreppsnefnd Dalvíkurhrepps að þær styrki með fjárframlögum vegaruðning frá Sauðanesi og út á Múla, jafnframt því að þær hlutist til um að þingmenn kjör- dæma þeirri vinni að því að Múlavegur verði tekinn í þjóð- vegatölu á næsta Alþingi. Tillögu þessari fylgir greinar- gerð frá bæjarstjórn Ólafsfjarð- ar og afrit af bréfi vegamála- stjóra. Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti að mæla með því að veg- ur þessi verði tekinn í þjóðvega- tölu og einnig að lofað verði að taka upp á fjárhagsáætlun næsta árs kr. 4,000 til styrktar þessari vegalagningu. ~i- Vignir. hann í því sambandi hinna nýju fræðslulaga og lýsti vanþóknun sinni á þeirri ráðstöfun að inn- tökupróf í menntaskólann væri nú ekki lengur á vegum skólans sjálfs. HÚSNÆÐISMÁLIN Einnig vék rektor að húsnæð- ismálum skólans. Lýsti hann ánægju sinni yfir því að málinu væri nú loksins það langt á veg komið að byrjað hefði verið að vinna að byggingu hins nýja menntaskólahúss 15. sept. og yrði unnið að henni eins lengi og veð- ur leyfði í vetur. Kennaralið skólans verður ó- breytt frá fyrra ári að öðru leyti en því, að í stað dr. Sigurðar Þórarinssonar, sem kennir við háskólann í Stokkhólmi fram að hátíðum í vetum, kemur dr. Her- mann Einarsson, fiskifræðingur, til kennslu í náttúrufræði. Erindi Schydiovskys ; um hlmá SÍÐASTLIÐINN sunnudag flutti " E. Schydlowsky, sem var sendi- ¦ kennari þrjá undanfarna vetur " í Reykjavík, erindi á frönsku í ¦ danska útvarpinu. Hann kom " víða við og bar íslendingum yfir- ; leitt vel söguna. Taldi hann nokk : uð erfitt fyrir útlendinga að ; kynnast íslendingum, þeir væru I seinteknir, en þeim mun vin- ; fastari, og kvaðst hann hafa í tengzt sumum þeirra mjög sterk ; um vináttuböndum. Hann minnt I ist á starfsemi Alliance Fran- ; caise, sem hann taldi mjög öflugt í félag miðað við stærð Reykja- víkur og allar aðstæður. Einnig gerði Schydlowsky það að um- • talsefni, hversu vel hefði verið ; tekið þeim frönsku leikritum, " serri hér voru sýnd. I lok erindis- ; ins vék hann nokkrum orðum að ' hinni fáránlegu grein, sem birt- 1 ist fyrir nokkru í franska tíma- ! ritinu „Les Temps Módernes" ; um ísland og fslendinga. Kvað ¦ hann íslendinga standa jafnrétta ; fyrir slíkum skrifum, sem væri ¦ samsafn af lygum og fyrrum. I Þeir hefðu stundum áður orðið ¦ fyrir slíku aðkasti og vekti höf- I undurinn meðaumkun og fyrir- ; litningu í brjóstum þeirra. : Læknarnir hafa ekki mælt með mjólkurgjöfunum FRÖKEN Katrín Thoroddsen skaut fram hjá markinu, sem svo oft áður á fundi bæjarstjórnar í gær, er hún ræddi um mjólkur- gjafir til skólabarna. Fröken Katrín vildi láta í veðri vaka, að hún ein hefði vak- ið umræður um mál þetta í bæj- arstjórn. Taldi ástæðuna til þess, að mjólkurgjöfum væri ekki hald ið uppi, væri sú, að Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn hefðu alltaf verið mjólkurgjöíunum andvíg- ir. Fór frökenin nokkrum orðum um hina heilsufræðilegu hlið þessa máls og taldi það mjög al- mennt, að börnin færu hálf svöng að heiman frá sér af ótta við að mæta of seint í skólanum. Borgarstjóri benti fröken Katrínu á, að frá öndverðu hefði verið leitað álits skólalækna um hvort taka bæri mjólkurgjafir upp í skólunum, en þeir hefðu ekki mælt með því. Útlendir hattar teknir upp í dag. Einnig mjög fallegt úrval af fjöðrum. Topphúfur koma fram daglega. ^Árattabúoin ^Áruia (Erla Vídalín) • Kirkjuhvoli — Sími 3660 Þaksaumtir Saumur, venjulegur, ferkantaður, Ný sending — lækkað verð. ^Áfela ai rvfaanuóáon &Co. Leikfélag Mureyrar AKUREYRI, 30. sept. — f gær var haldinn hér framhaldsaðal- fundur Leikfélags Akureyrar. Hin nýkjörna stjórn lagði fyrir fundinn áætlun um starfsemi fé- lagsins á komandi vetri. — Mun vera í ráði að félagið sjái um flutning á einu útvarpsleikriti fyrir jól, en ekki er enn ákveðið hvaða leikrit verður fyrir valinu eða liver stjórnar því. Ákveðið er að sýna banda- rískan gamanleik, sem séra Áre- líus Níe]sson hefir þýtt fyrir fé- lagið. Leikstjóri verður Guðm. Gunnarsson. Einnig mun í ráði að félagið hefji sýningar á „Skugga Sveini" Matthíasar síð- ar í vetur, undir leikstjórn Jóns Norðfjörðs. Þó mun það ekki endanlega ákveðið. Fundurinn samþykkti nýtt launakerfi fyrir leikara og fasta starfsmenn félagsins, sem þeir Guðmundur Gunnarsson, Vignir Guðmundsson og Jón Kristins- son höfðu samið. Urðu um það all fjörugar umræður. Fundurinn samþykkti tillögu frá stjórninni um að leggja í hár- kollusjóð Leikfélagasambands ís lands kr. 1000. Nokkur fleiri mál voru rædd á fundinum og í lok hans flutti formaður, frú Sigurjóna Jakobsdóttir, athyglis- verða ræðu. — H. Vald. Hafnarstræti 19 — Sími 3184. ÖRUBÍLL Heppilegur vömbíll fyrir sveita- bú, óskast Upplýsingar í síma 6140 frá kl. 4-8 í dag. miiiiiiiiini: Skrifsfofustúlka •iiiiiiiiiiiniiii með Verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun; .óskast j strax. Umsóknir, er greini aldur, menntun óg fyrri>síörf; 1>1 sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, nlerktar:. ~;'. '•". „Heildverzlun" —90S. £-. .. mbðettlspróf ÞESSIR kandidatar hafa nýlokið embættisprófi í lögfræði við Há- skóla íslands: Baldvin Tryggvason, Einar Árnason, Guðmundur W. Vjl- hjálmsson, Hafsteinn Baldvins- son, Haukur Davíðsson, Höskuld ur Ólafsson, Jóhann Jónsson og Þórhallur Einarsson. Góður áranouur Sp í frjálsíþróffum Á INNANFÉLAGSMÓTI, sem Ármann hélt nýlegq náðist góður árangur í nokkrum iþróttagrein- um, og eitt drengjamet sett. f 200 m hlaupi hljóp Hörður Haraldsson á 21,9 sek., Guð- ¦ mundur Lárusson 22,0, Þórir Þor- steinsson 23,0 og Hilmar Þor- björrjsson 23,2 sek. | í 4x100 m. boðhlaupi náðist tíminn 43,7 sek. j Hörður Haraldsson hljóp 300 m. á 34,5 sek. — Hallgrímur Jónsson kastaði kringlu 46,29 m. f 1000 m. boðhlaupi setti drengjasveit Ármanns nýtt drengjamet (Hreiðar Jónsson, | Þórir Þorsteinsson, Hilmar Þor- björnsson og Þorvaldur Búason), tíminn 2.02,5 mín. Niðursuðuglös % 1. og 1/1 1. Voxdúkur mjög fjölbreytt úrval MrosTöÐIN H.F, Heildsala — Umboðssala. Vesturgötu 20 — sími 1067 og 81438. Nýkomið: VEGGFLÍSA (hvítar) Fyrsta flokks tegund* — mjög ódýrar. Handlaugar, margar stærðir Eldhúsvaskar emaill. Ræðast viS? : WASHINGTON — Ráðgert er, ; að Eisenhower Bandaríkjafor- ; seti fari til Evrópu með haust- I inu til viðræðna við Sir Win- ¦ ston. — Ekki hefur þetta þó : verið fullákveðið enn þá. .*. Baðker, svo lítið gölluð. Byggingavöruverzlun ísleifs Jónssonar. Símar 3441 og 4280

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.