Morgunblaðið - 26.11.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1953, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgfiarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Óheilindi Tímamanna í UMRÆÐUNUM um varnarmál- in bæði í útvarpinu á dögunum og í blöðunum, hefur fram- kvæmd varnarsamningsins orðið Þó að menn undruðust þessar löðurmannlegu árásir Timans á Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra í sambandi við fyrir ýmiskonar gagnrýni. Hafa þessi mál og mörgum fyndist kommúnistar og taglhnýtingar þeirra, Þjóðvarnarmenn einkum haft sig í frammi í þessu efni, og þá að vanda brugðið fyrir sig sí- endurteknum ósannindum, rang- færslum og staðlausum þvætt- ingi. Kemur engum á óvart slíkur i málflutningur þessara flokka, því að báðir beita þeir sér af al- efli fyrir því að felldar verði niður varnir landsins og neyta allra bragða til þess að ná því marki. En í þessari baráttu sinni hefur kommúnistum og Þjóð- varnarmönnum orðið sáralítið ágengt, því að almenningur veit sem er, að mönnum þess- um er ekki sjálfrátt, í þessu efni, — heldur hlíta þeir um það skýlausum fyrirmælum húsbænda sinna austan járn- tjalds. Hinsvegar hefur það vakið undrun manna hvernig málgagn Framsóknarflokksins, Tíminn, hefur rætt um framkvæmd samn ingsins og varnarmálanna í heild allt fram undir stjórnarskiftin í september s.l. Linnti hann síð- ustu mánuðina ekki á illkvitni og rakalausum ásökunum í garð Bjarna Benediktssonar, er þá var utanríkisráðherra og sakaði hann og varnarmálanefnd um allt sem miður fór um framkvæmd samn- ingsins. En um það þagði Tíminn vandlega, að öll atriði er nokkru máli skiptu um fram- kvæmd varnanna voru borin undir ríkisstjórnina alla og þau rædd og um þau tekin sameiginleg ákvörðun á ráð- herrafundum. En við þessa sameiginl. yfirstjórn ríkisstjórnarinnar allrar á varn- armálunum bættist svo það, sem Guðm. I. Guðmundsson þingmað- ur Alþýðuflokksins tók réttilega fram í útvarpsræðu sinni, að „sérhvert ráðuneyti stjórnaði framkvæmd þeirra mála, sem eðli sínu samkvæmt heyrði undir ráðuneytið. Þannig fór dómsmála ráðuneyti Bjarna Benediktssonar með stjórn dómsmálanna, fjár- málaráðuneyti Eysteins Jónsson- ar með stjórn tollmála, og ann- aðist öll landakaup vegna varn- arliðsins, félagsmálaráðuneyti Steingríms Steinþórssonar ann- aðist allar mannaráðningar til varnarliðsins, úrskurðaði hversu marga menn mætti ráða, samdi launaskrá með aðstoð Alþýðusam bands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands, sá um hús- næði fyrir fslendinga í þjónustu varnarliðsins og annaðist inn- heimtu opinberra gjalda-----“. Allt þetta vissu Tímamenn mætavel, enda máttu þeir vera þess minnugir, er á síðasta flokksþingi Framsóknar- manna var borin upp tillaga um vantraust á Bjarna Bene- diktsson vegna framkvæmda varnarsamningsins, en ráff- herrar Framsóknarflokksins lýstu þá yfir því, aff ef van- traustiff yrffi samþykkt, þá tæki þaff einnig til þeirra, þar eff rikisstjórnin hefffi öll haft samráð um þessi mál og bæri því á þeim sameiginlega ábyrgff. UR DAGLEGA LIFINU i blaðið með þeim höggva allnærri sínum eigin mönnum í ríkisstjórn inni, sást þegar betur var að gáð hvað fyrir Tímamönnum vakti með þessum árásum. — Þeir hugffust meff þeim búa í hag- inn fyrir hinn væntanlega ut- anríkisráðherra, er þeir töldu víst aff verffa mundi úr flokki Framsóknarmanna, sem og varff. — Því var Tímamönnum um að gera að rakka sem mest niður framkvæmd varnarsamn- ingsins og um fram allt gera hlut Bjarna Benediktssonar að þeim málum sem verstan, til þess svo, er Framsóknarráðherrann tæki við, að hrópa hátt um það, að nú hefði þessum ráðherra þeirra tekizt á skömmum tíma að bæta úr allri vanrækslu og mistökum fyrirrennara síns í embættinu og samstarfsmanna hans. Það eru aðallega tvö atriði í framkvæmd varnarsamningsins, sem gagnrýni kommúnista og Þjóðvarnarmanna og þá einnig Tímamanna, hefur beinst að: ferðir varnarliðsmanna utan varn arsvæðisins og verkalýðsmálin og starfsemi hinna erlendu bygg- ingafélaga. Um fyrra atriðið hefur verið rætt áður í forystugrein hér í blaðinu og þar sýnt fram á, að með sérsamninginum, sem gerður var við Bandaríkjastjórn samtím- is varnarsamningnum, er varnar- liðsmönnum beinum orðum heim ilað að fara um landið frjálsir ferða sinna í leyfum sínum og búa þá í gistihúsum hér ef nægi- legt húsrými er fyrir hendi. Um verkalýðsmálin er það að segja, að árásir Tímamanna á Bjarna Benediktsson vegna þeirra mála koma úr hörðustu átt því að þær árásir beinast fyrst og fremst gegn fulltrúa Framsóknarmanna í fyrrv. ríkisstjórn, forsætis- og félags málaráffherranum, Steingrími Steinþórssyni, því undir fé- lagsmálaráffuneytiff heyrffu og heyra þessi mál fyrst og fremst, sem kunnugt er, enda þótt allar meiriháttar ákvarðanir um þau mál sem önnur, er varða varnarsamninginn, hafi verið teknar á sameiginlegum fundum allra ráðherranna. Hversu óverðskuldaðar og ástæðu lausar árásir þessara pólitísku loddara á Bjarna Benediktsson og varnarmálanefnd hafa verið, sést bezt á því, sem áður hefur verið bent á hér í blaðinu, að kjör og | affstæffur íslenzkra verktaka hjá varnarliðinu eru nú stór- um betri en í upphafi var gert ráff fyrir. Og það sem á hefur unnist í því efni er öffrum fremur aff þakka ötulli og ör- uggri framgöngu Bjarna Bene diktssonar og varnarmála- nefnd. En deilur þær sem orðið hafa milli félagsmálaráðuneytisins og Guðmundar I. Guðmundssonar síðustu daga sanna svo skýrt, að ekki verður um villst að félags- málaráðuneytinu sjálfu hafa ver- ið mjög mislagðar hendur í þess- um efnum. Fram hjá þeirri stað- ★ UNDANFARIÐ hafa orðið töluverðar umræður í amer- ískum blöðum og tímaritum um „uppeldisfræði" og „sérfræð- inga“. Bandaríkjamenn hafa lengi haft forustu á sviði uppeld- ismála (þar má fremstan nefna Deweé, er lengi var prófessor við Columbia-háskólann) og sett fram ýmsar athyglisverðar kenn- ingar um uppeldis- og fræðslu- mál. Þó hefur reyndin orðið sú, að þótt margt væri fallegt „á pappírnum“, hefur það reynzt miður haldgott í kennslustofun- um, og er nú sýnilegt, að fjöl- margir ábyrgir menntamenn þar vestra eru’ að snúast gegn upp- ^JJvemicf er jjeióuL luíttJ Ljá olili ? ?ur: eldisaðferðunum nýju og mælast til að teknar verði upp aftur að- ferðir, sem reynslan hefur sýnt, að vera munu beztar. í tilefni þessara hugleiðinga er hér tekin grein úr hinu víðkunna tímariti „Time“. Fjallar greinin um nýútkomna bók eftir Arthur E. Bestor, sagnfræðing og prófesor við hákóla Illinois-fylk- Veíd andi óLnj^ar: Enn um Hallgrímskirkju. VELVAKANDI GÓÐUR! Undanfarið hefur verið tals- vert rætt og ritað um byggingu Hallgrímskirkju hér í Reykjavík. : Tel ég nauðsynlegt að kirkjan komist hið bráðasta upp til efl- ingar kirkjulífi landsmanna. — Munu líka flestir sanngjarnir menn taka undir þá ósk. Á hinn bóginn verð ég að láta í ljós undrun mína yfir því að enn skuli eigi vera búið að ákveða væntanlegri kirkju annan staff en þann, sem henni er nú ætlað- | ur. — ÍF Ekkert rými lengur. T AF FYRIR sig var það skynsamlegt á sínum tíma að velja kirkjunni stað á Skóla- vörðuholti. En forsendur þess að byggja hana þar nú, hafa alger- lega brostið. Er það sökum þess að ekkert rými er þar lengur vegna allra þeirra skólabygg- inga, sem troðið hefur verið nið- ur á þetta holt. í fyrsta lagi stendur stærsti barnaskóli lands- ins þarna, með þúsundir nem- enda. Þá hefur verið byggður gagnfræðaskóli, sem er heilmik- ill geimur. Enn hefur verið sett- ur þarna, þótt einkennilegt megi virðast, hinn nýi Iðnskóli, sem verður með stærstu byggingum landsins. Svo þröngt var þá orðið á holtinu, að Iðnskólinn verður eins konar bakhús við Austur- bæjarbarnaskólann. Fleiri stofn- unum mun ætlaður staður þarna upp í holtinu. N' Er á bætandi? Ú, SAGAN er eigi öll. Austan til í holtinu er svo búið að byggja Sundhöllina og nú þessa dagana nýbúið að reisa eitt stór- hýsið enn, Heilsuverndarstöðina. Þykir nú mönnum rétt að bæta ofan á þetta? Hvers vegna í ósköpunum að hrúga öllum þess- um stórhýsum á þenna smáa blett? Gera þeir menn, sem þessu ráða sér fulla grein fyrir því að með þessu er verið að „concentr- era“ mörg þúsund barna og ung- menna á einn srná blett. Hvað skeði, ef sprenging yrði þarna af einhverjum orsökum? Stenzt ekki. AÐ VISU kynni einhver að segja sem svo, að eðlilegt væri að setja kirkjuna þarna, á stað, þar sem allur þessi skari safnast saman. En slíkt stenzt þó eigi, einfaldlega vegna þess að messugjörðir fara yfirleitt ekki fram á þeim tíma, sem skólarnir starfa, þ. e. á virkum dögum, og sjaldan slá menn tvær flugur í einu höggi, þ. e. hreinsa sálina og líkamapn í einni lotu;— eitt mark enn, — svo í SundhölJina og messu! . iýí1 Auk þessa er á það að.jjta að troða þeim öllum á sama blett- inn. Væri því ekki skynsamlegt að hætta nú við kirkjubygginguna á holtinu og velja henni annan og heppilegri stað? Vona að þú ljáir þessu birtingu og þakka þér fyrir það. — Ari“. Viffbót viff pistil „Leikhúsgests“. SKÓLASTÚLKA SKRIFAR: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að bæta við það, sem leikhúsgestur skrifaði í dálka þína fyrir nokkru — um tiltekna sýningu á „Sumri hall- ar“ í Þjóðleikhúsinu. Talar hann um, að skipulagður óeirðarflokk- ur hafi eyðilagt þetta kvöld fyrir öðrum leikhúsgestum með hJátri og ókyrrð, sem kom upp á áhrifa- mestu augnablikum leiksins. — Þessi óeirðarflokkur átti að vera úr sérstökum skóla. En ég vil taka það fram, að fleiri en einn skóli voru í leikhúsinu þetta kvöld og voru engin samtök með þeim, þó að svona tækist til. Ég ætla ekki að reyna að af- saka framkomu unglinganna á nokkurn hátt, því að hún var sannarlega ekki til fyrirmyndar. Leyfist drukknum mönnum allt? N MIG langar til að spyrja um eitt: Er drukknum mönnum alls staðar heimill aðgangur? Ég vissi fyrirfram, að þeim leyfist E reynd verður ekki gengið, úriþví ( hér í bæ eru ekki þau ósköp af að Framsóknarménn vílja endi- stórum býggingum, sem geta lega hafa ýfingar um þessi mál. fegrað borgina, að þörf sé að flest, en að þeir fengju að stíga fæti inn fyrir dyr Þjóðleikhúss- ins, datt mér ekki í hug. Þetta kvöld var fullorðinn maður und- ir áhrifum áfengis á þeim stað, þar sem menning hvers þjóðfé lags á að vera í heiðri höfð Með áberandi hlátrasköllum, sem virt ust brosleg fyrst í stað kom hann úr jafnvægi óþroskuðum ungling um, sem ekki skildu leikinn. Eg vil biðja fólk að taka þetta til athugunar og spyrja sig hver á frekar skömmina skilið. — Með þökk fyrir birtinguna. — „Skóla- stúlka“. Betri er einn biti meff ró, en fullt hús af vistum meff argi. I is. — Bókin nefnist Educational Wastelands. □—O—□ ★ BESTOR heldur því fram í bók sinni, að skólar í Banda- ríkjunum séu nú í höndum „fá- menns hóps uppeldisfræðinga, sem hafa enga hæfileika til þeirra starfa, er þeir hafa tekizt á hendur“. □—O—□ Á „VÍST er um það, að hversu mikið sem sérfræðingarnir hafa lagt að mörkum til uppeldis mála, þá eru þeir smám saman að drepa allan menntunaranda í skóJunum. Af þessu leiðir, að í skólunum er smám saman verið að fjarlægjast undirstöðuatriði vísinda og lærdóms. Andleg þjálfun er nú orðin hornreka, þó að slík þjálfun hafi tvímælalaust verið megintilgangur allrar fræðslu áður fyrr. „Sérfræðing- ar“ frá stjórnárskrifstofum og kennaraskólum eru komnir fram sjónarsviðið til að fylla upp í skörðin: námsskrárdoktorar, sam ræmingarmenn, sálarlífs leið- beinendur, þ. e. sérfræðingar með „aðferðir“ í stað þekkingar". □—O—□ Á ÞAÐ er ekki aðeins (heldur höfundur áfram), að menn þessir forðist þekkingu, heldur virðast þeir oft og einatt hafa 1- mugust á allri þekkingu. Til er gamalt orðtak, er virðist falla fræðingunum vel í geð: „Vér kennum ekki sögu“, segja þeir, „vér kennum börnum!“ j stað þess að kenna meginatriði hverr- ar námsgreinar, tala þeir um „raunverulega lífsþörf“ barn- anna. Þeir fjölyrða um „vanda- mál skólaæskunnar" (þ. e. „að bæta útlit sitt.stofna til heil- brigðra samskipta pilta og stúlkna“, o. s. frv.) og setja fram slíka speki í stað lærdóms, eins og hann var hér áður fyrr, en hann telja þeir akademískan og aristókratískan. □—O—□ ★ SANNLEIKURINN er sá, að „nýgræðingarnir í fræðslu- málum okkar eru ekki að tala um að setja fram nýjan skóla- lærdóm í stað hins gamla, heldur tala þeir um að afnema allan skólalærdóm". Eins og við er að búast eru „fornmálin (latína, gríska) nær horfin af námsskrá menntaskól- anna“. En hitt er verra, að „nýju málin hafa verið grafin lifandi með gömlu málunum í sameigin- legri, ókunnri gröf“. Og jafn- framt þessu lætur bandaríska fræðslumálastjórnin þau boð út ganga — og hlakkar yfir — „að þeim nemendum hefur fækkað síðan árið 1915, er hafa lagt stund á algebru, flatarmálsfræði, eðlis- fræði og latínu“. Það er einkennilega líkt hátta- lagi strútsins að draga úr námi í erlendum málum meðan heims- styrjöld er háð og átök eru í heim inum eftir slíka styrjöld, eða þá að draga úr stærðfræðikennslu meðan öryggi þjóðanna veltur á formúlu Einsteins e = mc2“. □—O—□ ★ ALLT FJAS um „lífsþörf“ (heldur Bestor áfram) „er að gera skólakerfi okkar hlægilegt. Ekkert gagn er í formlegri fræðslu um ómerkileg efni, er varðar dagleg störf eða einkamál okkar, og slík fræðsla er bein- línis forheimskandi. Hún vekur þá trú hjá nemendum, að þeir geti ekki fjallað um neitt mál fyrr en þeir hafa hlotið skóla- menntun í því. Kjarkleysi, van- traust og löngun til að vera eins og aðrir — þetta eru eiginleikar, sem koma átakanlega skýrt í ljós hjá þeim, sem útskrifast úr kennaraskólum okkar .... enda virðast margir þessara veslings manna meira að segja efast um hæfileika sína til að opna glugga Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.