Morgunblaðið - 26.11.1953, Side 14

Morgunblaðið - 26.11.1953, Side 14
14 MORGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 1953 LJÓNIÐ OC LAMBID EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 39 „Vitið þér hvað varcf af unga manninum, sem gaf ungfrúnni þessa töflu?“ spurði hann David. „Hef ekki grun um það“, svar- aði David, „en ég vona að ná taki á honum seinna". „Ég get ekki hugsað mér hvar Jiann hefur náð í þetta“, sagði læknirinn; „því þessar töflur innihalda sjaldgæft eitur. Það er ekki beinlínis hættulegt hraustu íólki, en ég efast um að ungfrúin vakni til meðvitundar í tuttugu og fjóra tíma, og hún þarf að fá sérstaka hjúkrun á meðan. Ég sendi hjúkrunarkonu til hennar“. „Þakka yður fyrir“, sagði Ðavid. „Ég veit ekki nema ég ætti að skýra lögreglunni frá málinu", hélt læknirinn áfram. „Getið þér hugsað yður nokkra ástæðu til þess' að einhverjum sé umhugað um að ungfrúin skilji við þennan heim í tuttugu og fjórar stund- David hugsaði sig um. „Ég gæti hugsað mér eina ástæðu“. „Jæja, mér virðist það hafa verið tilgangurinn. Eftir því, sem ég álít, er hún hraustbyggð, og cg vona að þetta hafi engar alvar legar afleiðingar". „Það gleður mig, og geti ég veitt yður nokkra frekari aðstoð, er hún sjálfsögð. Newberry er nafn mitt — Newberry lávarð- «r“. Læknirinn leit forvitnislega á l;iann. „Þakka yður fyrir“, sagði hann. „Ég held ég geti lofað því, að um klukkan níu annað kvöid, muni ungfrúin verða orðin nokk- Urn veginn jafngóð. En þetta eit- ur, sem ungi maðurinn notaði, er bannað að selja. Ef þér næðuð honum, væri réttast að afhenda hann lögreglunni“. „Ef ég næ í hann“, svaraði David þurlega, „þárf lögreglan lítið við hann að fást“. o—0—o < Sophy var óvenju þögul á áeimleiðinni. David tók um hönd l|ennar. „Láttu það koma, barnið gott“, sagði hann. \ „Ég er afbrýðisöm gagnvart ungu, fallegu stúlkunni", játaði hún. „Því dansaðir þú við hana?“ ■ „Það gerði ég af skömmum »iínum“, sagði hann. „Hún er íósturdóttir bófaforingjans Þeir , tyðja hverjir aðra þessir náung- r. Faðir hennar var einu sinni inn aðal maðurinn í hópnum. lann situr í lífstíðarfangelsi, og íðan hafa hinir séð um stúlk- ma. Þeir sendu hana til að véla | nig“- „Hefur henni tekizt það?“ „Nei, en ég hefði sennilega átt ið haga mér öðruvísi. Líklega íefði hún gert sig ánægða með ifurlítið daður, og ég er viss um tð hún bjó yfir einhverju, sem | nér kæmi vel að vita Reuben : rissi það líka, þorparinn. Þess [ egna blandaði hann eitrinu í rykkinn". j „Og hvað ætlar þú nú að gera, ^iegar þú veizt að þú ert leyndur einhverju?11 spurði hún áhyggju- full. ; „Halda áfram, býst ég við .... iætti ég að koma inn?“ bætti hann við, þegar bíllinn stanzaði. „Ætti ég að koma með þér og fá minn hluta af ávítum móður þinnar," „Nei, fyrir alla muni“, sagði hún. „Mamma sefur, og engar ávítur. Ég kemst inn bakdyra- ^negin. Fæ ég að sjá þig á morg- |m?“ * „Ég er hræddur um ekki“, •agði hann og röddin var alvar- I leg, þó hann reyndi að láta ekki á því bera. Hann fann tvo handleggi um háls sér, og heitar, mjúkar varir hennar. „Ó, David“, sagði hún lágt, „get ég ekki — get ég ekki vélað þig og látið þig hætta við þetta hræðilega áform? Láttu lögregl- una sjá um það. Legðu ekki líf þitt í hættu. Hjarta mitt brestur ef eitthvað kemur fyrir þig“. Ofurlítil birta féll inn um bíl- rúðurnar og hann sá tár blika í bláum augum hennar Hún þrýsti heitum kossi á varir honum. „David?“ „Astin mín“, sagði hann, „ég skal fara varlega. Þetta fer allt vel, og ef það verður — vilt þú þá —?“ Hún kyssti hann enn einu sinni áður en hún fór út. „Það hefur tekið mig langan tíma að fá þig til að spyrja mig þessa“, sagði hún og veifaði til hans. „Auðvitað vil ég“. XXVIII. kafli. I morgunskímunni læddist Reuben flóttalega austur á bóg- inn. Tottie Green svaf í stól, þegar hann læddist inn í dag- stofuna í „Ljóninu og Lambinu“. Reuben vakti hann með því að hrissta hann til. „Hvað er að, Reuben?“ tautaði karl. „Allt“, svaraði hinn með óbeit. „Þú hefur sofið hér sitjandi alla nóttina og næstum brennt þig til ösku, loftið er kæfandi og hér er allt á ringulreið. Undarlegir lifnaðarhættir hjá manni, sem á margar milljónir, verð ég að segja. Þú endist ekki marga mán- uði með þessu áframhaldi“. Tottie Green settist upp. „Það kemur þér nú ekki við, piltur minn. Því lætur þú ekki hina gera sín verk, ef þér finnst allt í óreiðu? Þú þykist þó vera aðstoðarforingi“. Reuben færið til whiskyaug- lýsingu, sem hékk á veggnum. Á bak við hana var hnappur, sem hann studdi á. Samstundis var drepið á dyr. Maður með mittis- svuntu 'kom inn. „Opnaðu gluggann og taktu til í stofunni“, skipaði Reuben stutt- aralega. „Vekja mig svona!“ muldraði Tottie. „Komdu þér að þessu, sem þú ætlar að segja“. „Ég hef hitt Belle“, sagði Reuben. „Hver fjandinn leyfði þér það?“ spurði fóstri hennar reiði- lega. „Það er allt í lagi með Belle, þar sem hún er“. „Það er ég ekki viss um“, svar- aði hinn illilega. „Ég er ekki viss um, nema Belle þarfnist eftirlits, ekki síður en hinlr“. „Allt í lagi mi 5 Delle, fíflið þitt“, sagði Tottie. „Ég efast ekki um að hún hefur haft sitt fram. Ég hef aldrei vitað neinn mann geta staðist hana. l eir reyna stundum — reyna að vera af- undnir og ruddalegir, eða fara undan í flæmingi, en áður en varir hefur hún þá í vasa sínum eins og mús í gildru. Þeir stand- ast ekki Belle lengi“. Ofurlítill krampadráttur af- myndaði andlit Reubens allra snöggvast. „Belle er ekki í va.idræðum með okkar líka“, viðurkenndi hann. „Ef til vill hefur hún ekki fengið að reyna sig við náunga, ennþá, sem kunna tökin á henni“. „Þú ímyndar þér þó ekki að hún sé veik fyrir David?“ spurði fóstri hennar með fyrirlitningu. „Og mundu það, Reuben“, hélt hann áfram, afskræmdur í fram- an, „að ef þú, eða einhver ykkar, reynir að komast yfir Belle, þá vitið þið hvað það kostar. Ég veit hvað ykkur líður, þið eruð græn- ir af afbrýði gegn öllum, sem hún lítur á. En hún er ek»ú af ykkar sauahúsi. Hún er of góð handa ykkur, get ég sagt þér. Ef nokkur lifandi maður“, lauk hann máli sínu og rödr'in \arð að lágu IJppreisnin á Pintu eftir Tojo 21 Þegar bjart var orðið, sáu mennirnir, að þeir voru komnir æðilangt frá Pintu, þó gátu þeir greint hreyfingu þar um borð. Veðrið var enn ágætt, þó benti ýmislegt til þess, að það myndi ekki haldast lengi. Skipsféiagarnir litu enn einu sinni til Pintu, en þá gaf James skipun um að hefja róðurinn að nýju. Hann ráðlagði sig síðan við Philip um stefnuna. Þeir höfðu lítið sem ekkert við að styðjást, og var því mikil óvissa ríkjandi, hvort þeim tækist að stefna á einhverja eyjuna á þessum slóðum. Strax í upphafi ferðarinnar var sett á allströng matar- skömmtun, og vatnið var mjög naumlega skammtað, því að lítið höfðu þeir getað tekið með sér af því. Þegar komið var undir kvöld, fór að hvessa verulega og um miðnætti var komið ofsarok. Áttu skipverjar þá fullt í fangi með að verja bátinn fyrir sjóum. Veðrið hélzt þó ekki svona vont nema fram undir morgun, en í því hafði eyðilagzt meginið af matvælunum eða hreint og beint skol- azt fyrir borð. Strax á öðrum degi fararinnar var ástandið orðið ískyggi- lega slæmt um borð í skipsbátnum. Þennan sama dag var allur matur þrotinn og engin eyja sjáanleg. — Mennirnir höfðu nú orðið lítinn þrótt til að róa með hinum þungu ár- um, og miðaði bátnum því lítt áfram. Philip fór stöðugt hrakandi. Hann var orðinn rænulaus, þar sem hann lá í bátnum. — Aðra nóttina, frá því er skips- mennirnir yfirgáfu Pintu, hvessti nokkuð, þannig að þeir gátu nú beitt seglum, og skreið báti|rinn þá vel og míoaði geysiiega þá nótt og allan næsta dag. - ” , Mennirnir voru nú orðnir það illa á sig komnir, að þeir gátu ekki beitt árunum lengur. Lampar Lampaskermar | Munið hið fjölbreytta j úrval af útlendu lömp-* ■ unum og skermum. Z m ■ ■ Skerroabúðin i Laugavegi 15. Sími 82635. Z Jiyn > -- ZEISS (tsæss) sjónaukar 6x30 Kr. 1275.00 8x30 Kr. 1375.00 7x50 Kr. 2200.00 Þetta eru heimsfrægir sjónaukar. — Scndast með póst- « kröfu um land allt. — Pantið í tíma svo sjónaukinn ; ■ verði kominn til yðar fyrir jólin. Z ■ SportvÖruhús Reykjav'íkur (Sími 4053) : Tvær nýjar bækur Uppd öræium dýrasögur, eftir Jóhannes Friðlaugsson, Fjalli og Útilegubörnin eftir Guðm. G. Hagalín. Þessar ágætu unglingabækur koma í bókabúðir í dag. ÍHóla ú tcjdI urmar DRENE Shampo, er eftir- læti stjarnanna. MAI oETTERLING jj segir: ;l 5t m að nota það“. »j geAq ja aMana :j ■ 3a ge ‘iAcj JUÓj uin jjj -ungæjse je JæAx“ ■ það freyðir vel og :j ■1 hinn góði ilmur. — : Auk þess er auðvelt •! DRENE gerir hárið silkimjúkt og gljáandi. Kvenfólk, sem ber af notar DRENE /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.